Víðir - 20.04.1946, Blaðsíða 2

Víðir - 20.04.1946, Blaðsíða 2
a VÍÐIR • i *<«••••••«••• i "DiM* m s j kcmur út vikuleg*. • 3 Ritstjóri: : EINAR SIGURÐSSON m j Simi 11 fc 190. — Póithólf 5 » m : Prenumiðjan Eyrún h.f. Fullkomin höfn 'Páskar Með páskum skiptir urn írá vetri til vors. Allir verða fegn- ir hlýindum þeim og mildari \'eðráttu, er vorinu fylgir, en ekki hvað sízt fólkið í ófriðar- löndunum, þar sem miljónir manna hafa dáið í vetur úr hungri og skjólleysi. Hér hefur í allan vetur aldrei gert frost, svo heitið geti, og ekki fest snjó á jörðu. Snjóföl hefur gert eitthvað tvisvar, þrisvar sinnum, sem ekki hefur staðið við. — Hér er líka nóg af öllum vör- um, sem eru eftirsóttari en gull um mestallan heim. Hér lifa líka fiestir sem stendur við allsnægtir. * Með páskum er líka vant að skipta um hér í Eyjum á öðru sviði — fiskveiðanna —. Margur hásetipn hefur fram undir páska „harmað hlutinn sinn“ og útgerðarmenn kviðið fyr ir lokauppgjörinu, og ljótt var útlitið að þessu sinni fyrir pásk- ana ineð vertíðina eins og oft áður. En liin svonefnda páskahrota liefur tæplega brugðizt, þegar bátarnir hafa komið að landi dag eftir dag með eins mikinn fisk og þeir gátu borið, og sumir tví- sótt, og virðist svo einnig ætla að verða nú að þessu sinni, og getur þá afkoman lagazt mikið, ef tíð verður hagstæð það sem eftir er vertíðarinnar. * En páskarnir eru fyTst og fremst ein af þremur stórhátíð- um kristinna manna. Og þrátt fyrir styrjaldir, eyði- leggingu og hörmungar, sem ganga yfir, er kristría trúin eitt sterkasta aflið í heiminum og eina traustið, þegar allt þrýtur hjá miljónum manna, og halda þær heilaga páska fyrst og fremst sem sigurhátíð lífsins yfir dauð- anum. GLEÐILEGA hATÍÐ! Framh. af 1. síðu. allan Botninn og gera innsigl- inguna fyrir vestan Almenning. Þetta hefur þann kost, að þar vestast gætir vestanbrimsins minnst. Hinsvegar yrði hafnar- mvnnið meira opið fyrir austan- átt, ef þannig yrði siglt inn vest- an við Drangana. Þetta er þó allt athugandi. En þó að innsiglingin yrði fyr- ir austan Drangana, væri bezt, að garðurinn lægi frá landi sem vestast, t. d. frá þeim stað, sem sandinum er nú dælt í sjóinn, fyrir vestan réttina sem var, því að þeim mun meira svigrúm yrði við innsiglinguna. Garður af miðju Eiðinu og út í Drangana myndi sennilega gera fullt gagn og verða jrannig ódýr- astur, því að þaðan er stytzt í Drangana. Fyrir aðeins 25—30 árum voru hafnargarðarnir byggðir hér. — Þeir Irafa iðulega þurft stórvið- gerða við á þessum fáu árum, og síðastliðin fjögur ár hefur verið varið til viðhalds þeirra um 100 þúsundum króna árlega. Norður-hafnargarðshausinn hallast ískyggilega, og undir suð- ur-garðshausinn er manngengur hellisskúti, og getur hausinn steypzt fram í innsiglinguna í ofviðri og framendi garðsins þá flatzt meira eða minna út. Allmörg ár hefur verið unnið að dýpkun hafnarinnar, og get- ur hún kannske talizt sæmileg fyrir takmarkaðan fjölda fiski- báta. En fyrir stærri skip er hún lítt nothæf. Hafnarmynnið snýr eftir sem áður gegn aðal-vindáttinni, svo að inn- og útsigling er með öllu ófær tnarga daga á ári. Ferðin fyrir Klettinn og landtakan í Eyj- uin er oft hið erfiðasta, og verða bátar stundum að liggja undir Eiðinu tímum og dægrum sam- an fyrir það að þeir komast ekki inn í höfnina, og hrekjast þá stundum í náttmyrkrinu frá Eyj- unuin. Sjór er nú mest sóttur vestur á bóginn, og lengir það vinnutíina sjómanna um hálfa til heila klst. í róðri, að Jturfa að fara fyrir Klettinn, í stað þess að þeir gætu farið gegnum Eiðið. Aukin olíu- eyðsla nemur við það úm þús- und krónum í róðri hjá öllum flotanum. Hér býr duglegt fólk, sem fram leiðir um tíunda hluta af lieild- ar útflutningi landsins, en þó eru Eyjabúar ekki nema 3% af þjóð- inni, svo að þeir eiga sannarlega skilið að fá bætt hafnarskilyrði. Vestmannaeyingav eiga að gera djarft átak í hafnarmálum, því að á því veltur mikið, Iivort hér verður áfram með stærri kaupstöðum landsins eða aðeins verstöð fárra og lítilla vélbáta, sem sjór er söttur á af heima- mönnum eingöngu. Það er heldur engin goðgá að krefjast þess af hinu opinbera, að það leggi Iiér ríflega fram fé til hafnarbóta. Margir staðir eru með miljóna hafnarframkvæmd- ir á döfinni þar sem eru sízt betri skilyrði til útgerðar en hér, og má þar nefna ísafjörð, sem er nýbúinn að taka tveggja milj. kr. lán til hafnarframkvæmda, Hafnarfjörður og Akureyri eru með mjög miklar framkvæindir í hafnarmáluin. Á öllum þessum stöðum eru Jdó lífhafnir. Á Akra- nesi, í Keflavík og Njarðvík eru stórframkvæmdir í hafnarmál- um. Patreksfjörður, sem er frek- av lítið Jiorp, er að leggja niður sína fyrri höfn og taka innsigl- inguna gegnum eiði inn í poll, líkt og lagt hefur verið til að gert verði hér í Vestmannaeyj- um, og er áætlað, að þessar frarn- kvæmdir kosti 3 miljónir króna, og svarar J>að til að lagt væri í liöfnina hér 10 miljónir króna. I'vrsta og síðasta mál Eyjanna INSTAKLINGS- FRAMTAKIÐ Fátt sýnir betur yfirburði ein- staklingsframtaksins lieldur en Jiað, sem skeð hefur í sambandi við mjólkurmálið liér í Eyjum. Eins og öllum var kunnugt, var hér mjög mikill mjólkurskortur ríkjandi, og Jiað svo, að bærinn var nauðbeygður til þess að leggja út í mjög dýrar fram- kvæmdir, til jiess að ráða ein- liverja bót á vandræðunum. ög er alit gott um Jiað að segja. — Hinsvegar var hvergi nærri ráð- in bót á mjólkurskortinum. Þá tók sig til duglegur kaupsýslu- maður hér í bænum, maður, sem eitthvað nennti á sig að leggja. Hann byggði ekki dýrt fjós, nei, heldur útvegaði hann sér nokkra mjólkurbrúsa, og getur nú boð- ið hverjum sem hafa vill mjólk, skyr, og meira að segja rjóma, sem slagur hefur verið um á und- anförnum árum. Þetta er lofs- vert. KOLIN Sá ósiður, sem hér hefur ríkt að undanförnu í sambandi við kolin og heimflutning þeirra, verður að leggjast niður. Ósið- urinn er, að stór hluti af bæjar- hlýtur alltaf að verða höfnin, þar til hún er svo fullkomin, að skip á stærð við togara geta siglt inn og út, hvernig sem viðrar og hvernig sem á sjó stendur. Væri þetta hægt á næstu árum, eru Eyjarnar orðnar ein aðal- miðstöðin við fiskiveiðar við fs- land. Og þetta er hægt, og ekki af- skaplega erfitt, ef bæjarfulltrú- arnir fyrst og fremst og Eyjabú- ar eru samstilltir um framgang málsins. Þó að hér þurfi að einbeita öllu að þessu eina — fullkom- inni höfn — næstu ár, eins og stríðsþjóðirnar gerðu til að vinna sinn úrslitasigur, þá myndi sá sigur Eyjanna hafa svipaða þýð- ingu fyrir þær og þeirra sigur. Þegar sjómennirnir geta siglt hér hiklaust í örugga höfn, setn væri jafnstór og Reykjavíkur- liöfn, því að eftir að búið væri að loka höfninni að austan væri hún öll jafn nothæf. Þá geta Eyjabúar og ferðamenn rennt upp að bryggju, hvernig sem viðrar og hvernig sem á sjó stendur á stórum farþegaskipum, þá mun verða hér blómlegt at- hafnalíf í Eyjuiií, góðar sam- göngur skapast og hverskonar menning dafna. 'búum lætur kolin liggja utan dyra vikum saman, og gengur svo í hrúguna til dagiegra Jiarfa. Sérstaklega er þetta slæmt, Jieg- ar kolin liggja á gangstéttunum við fjölförnustu göturnar í bæn- um, og vegfarendur eru nauð- beygðir til þess að klofa yfir kolahrúguriiar. — Þetta er við- komandi til skammar og bæjar- búum í heild. HREINLÆTI Nú þegar vorið nálgast, ættu bæjarbúar að taka vel á móti suniri og hækkandi sól, með því að gera allt í bænum sem þrifa- legast. Sannleikurinn er nefni- lega sá, að einstaklingarnir í bæn- um gera allt. of lítið að Jiví að þrífa vel í kringum hús sín. Það er ekki lítið atriði fyrir þrifnað í bænum yfirleitt, ef hver og einn hirðir vel lóð sína og fjarlægir allt rusl og annan óþrifnað. Það er blátt áfram ömurlegt að sjá. lóðir fratnan við sum liús, svo ég tali nú ekki um baklóðirnar. En Jietta er hægt að laga, ef vilj- inn er fyrir liendi. Bæjarbúar, ef þið gerið ykkar til í þessu efni, er hægt að krefjast Jiess, að það opinbera geri sitt. Þá verður hér þrifalegur bær. Skeggi skrifar: XJm daginn og veginn —

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.