Víðir - 07.12.1946, Blaðsíða 1

Víðir - 07.12.1946, Blaðsíða 1
XVII. Vestmatinaeyjum 7. des. 194*' 23. tölublað Erlendur Árnason DÁNARMINNJNG. Hann lést að heimili sínu þann 28. I. 111. 82 ára að aldri. Erlendur var maður lífsglað- ur, viðmótsþýður og vinsæll. Hann naut þeirrar hamingju að lifa vel og lifa lengi, var trúr í starfi og trúr hugsjónum sínum til hinstu stundar. Um Erlend Árnason áttræð- an, skrifar Gunnar Ólafsson m. a.: „Erlendur er fæddur 5. nóv- ember 18^4 að Neðradal undir Eyjafjöllum, sonur hjónanna Árna Indriðasonar og Sigríðar Magnúsdóttur Þórðarsonar frá Krossi í Landeyjum, en Árni faðir Erlendar var Skaftfelling- ur að ætt og uppruna. Erlendur ólst upp og var með foreldrum sínum, þar til hann var átján ára, en þá fór hann vinnumaður til Sighvatar al- þingismanns ÁrnasonaT í Ey- vindarholti. Þaðan fór hann eft- ir 4 ár til Sígurðar bórida í Ár- kvörn og var hjá honum vinnu- maður í 10 ár. Eftir það fór hann til Reykjavíkur og lærði á næstu árum trésmíði hjá Jóni SveinsSym- trésmið. Að því loknu stundaði hann trésmíðar, en réri á vetrarver- tíðum, eins og hann hafði áður gert. Hingað kom hann 1902, 37 ára gamall og hélt áður upp- teknum haetti um vinnubrögð, stundaði sjó á vetrarvertíðum og húsasmíðar og aðrar smíð- ar hina tíma ársins. Skömmu eftir komuna hingað gerðist hann formaður á vertíð- arskipi, allt þar til mótorbátarn- ir komu til sögunnar, og ætla ég að Erlendur hafi síðastur manna hér, sleppt árabátnum sínum. Formennskan fórst honum vel og giftusamlega, eins og ajunaS, sem hann hefur lagt höndur á. —o— Það var mannmargt á Gils- bakka nefndan dag og heilla- óskaskeytin flugu að víðsvegar. Samborgararnir og yfirleitt sam ferðafólkið á leið æfinnar, minntist langrar og góðrar við- kynningar og nytsamra starfa, er hinn áttræði maður hafði af hendi leyst. • ' Erlendur gekk í Góðtemplara- regiuna fyrir 46 árum, og hefur hann æ síðan starfað í henni, með óþreytandi elju og áhuga. Ætla ég að hann megi með réttu teljast meðal þeirra,1 er með mestum áhuga hafa unnið gegn áfengisbölinu hér og verður slíkum mönnum seint fullþakk- að hið göfuga starf. —o— Kiiendur kvæntist hér 1903 og gekk að eiga Björgu Sighvats- dóttur frá Vilborgarstöðum og hafa þau hjón æ síðan kiofið straum tímahs hlið við hl'ið og stutt hvort annað." Við ummæli Gunnars skal hér fáu bætt. Æfi Erlendar leið frá þeim tíma án stærri viðburða og hann hélt áfram að vera hinn síkáti aðlaðandí samferðamaður og dauðinn kom hontim ekki óvænt, né vakti honum æðru, heldur sem kærkominn vinur þess manns ,er lokið hafði hlut- verki sínu með sæmd og hciðri og trúði af einlægni á hið eilífa fullkomna líf, þar sem hinn trúi þjónn uppsker dyggðaririnar laun í þúsundföldum maii. Maður líttu þér nær .Síðasta „Eyjablað" er nálega fyllt með mikilli langloku, eftir Sigurð Stefánsson, um síðasta alþýðusambandsþing. Alls nær langhundur þessi yfir heila sjö dálka. Af öðru efni blaðsins má nefna lítills háttar fréttasamtíning, furðulegt heilaspunabull um stjórnarmyndun og auglýsingar. Hið síðast nefnda, var hið eina, sem varðaði íbúa þessa bæjar. Ritstjóri góður! Hvers vegna ekkiað skýra fólkinu frá afrek- um flokksbræðranna í bæjar- stjórn? Þeir hafa nú nálega setið eitt ár, eða nær einn fjórða hluta tímabils hinna 30 mill- jóna. Eða er það svo að ritstjór- anum finnist ekki taka því að minnast á það, sem gert héfur verið. Það er nú kannske ekki von að búið sé að gera nein ósköp og skiljanlegt er að mikinn tíma hafi þurft til undirbúnings og áætlana og heiðarlegt er það hjá virðulegum bæjarfulltrúuui að flana ekki óhugsað að hiut- unum. En á 10 hvánuðum á líka að vera búinn allur undirbúningur og raunar hafa þeir vinstri haft mikið lengri tíma því þeir sögðu það fyrir heilu ári áður en kosn- ingar fóru fram, að þéir mundu ná völdum og hafa þá vitan- lega strax byrjað að undirbúa sig. Það er óskiljanleg hlédrægni af ritstjóra „Eyjablaðsins" að hann skuli ekki sem slyngur blaðamaður skýra frá „planinu" úr því hann hefur aðstöðu til þess. En svona utan dagskrár hefði mátt skjóta því neðan- máls við verkalýðspostiliu Sig- urðar Stefánssonar, ið manni, sem lengi hefur staðið framar- lega' í verkalýðsbaráttu Vest- mannaeyja, helur nú verið sagt upp vinnu Við verkstjórn á ræktunarvegum Hann er auð- vitað sjálfstæðisverkamaðui og þess vegna er hér ekki vuri at- vinnukúgun að ræða, það er Hyggindi í lántökum Við afgreiðslu fjárlaganna^ í vor, lögðu sjálfstæðismenn til, að tekið yrði einnar milljón króna lán, til 20 ára, vegna væntanlegra togarakaupa og byggingar gagnfræðaskóla. 750 þús. til togara og 250 til skólans. Þá mátti saímfylking hinna rauðu ekki heyra minn'st á inn- anbæjarlántöku og taldi hana óframkvæmanlega, en bezt væri bara að Ieggja á útsvör. Útsvörin hrukku ekki til, þó hækkuð væru um þriðjung, en sú ráðstöfun reyndist ekki vin- sælli en svo, að þeir sem réðu uppskáru,vegna útsvarskúgunar- innar meira fylgishrnn, en dæmi eru til, eða töpuðu l'immta hverju atkvæði í sumarkosning- unum. Nú taka þeir rauðu 650 þús. króna innanbæjarlán og viður- kenna þar með fyrri til- lögu sjálfstæðismanna, en aðeins til tveggja ára sem auðvitað er hrein og bein misþyrming á gjaldþoli bæjarins, eða með öðr- um orðum. Ný útsvarskúgun er í nánd, verri en sú fyrri og atvinnufyrirtæki, sem eðlilegt og réttlátt var að greidd yrðu á löngum tíma verða fyrir hahd- vömm og vöntun á fjármála- skilningi skattpíningarvöndur á þegnana. hara íhaldið,, sarn notar svoleið is aðferðir. lyrr í greinarkorni þessu var þess getið að vinstri menn hefðu getað sagt það fyrir, að þeir myndu ná meirihluta í kosn- 'ingunum 1946. Þetta var von, því þó fyrrver- andi bæiarstjórn kæmi í fram- kvæmd smámunum eins og Frið- arhöfninni, Dalabúinu, Bratta- garði, Strandvegi, hafnardýpk- un, byrjun á rafstöð og flug- velli, samþykkt á togarakaup- um o. fl. þá var alls ekki eðli- legt að fólkið léti sér þetta nægja úr því í boði voru margfaldar Erarnkvæmdir á við Framhald á 2 síðu.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.