Víðir


Víðir - 15.01.1948, Blaðsíða 3

Víðir - 15.01.1948, Blaðsíða 3
V í Ð I R Vestmannaeyjar 1947 Framhald af i. síðu. hey, en óvenjumikið er um kvilla í kúm, seim taldir eru stafa af miklum sýklum í hinum skemmdu heyjum. Norðan úr Eyjafirði voru keyptir um 700 hestburðir af töðu, einkum handa Dalabúinu. Það keyptí einnig hér í Eyjum um 200 hest- burði. Kartöfluuppskeran mun ekki hafa verið nema um i/3 af meðal uppskeru, en gulrófur spruttu hinsvegar vel í sandgörðum og gerði þar ekki vart við sig hin vonda rófnasýki. Um áramótin síðustu voru hér um 227 kýr. Þar af eru í Dalabú- inu 50. Sauðfjáreign hefur heldur gengið saman. I Sæfellinu gekk ekkert fé í sumar. I úteyjum mun ekki hafa verið fullsett í að sumrinu. Fjáreigendur eru nú komnir upp á að flytja fé sitt lieim ¦úr úteyjum og af Heima- landinu .yfir veturinn og gefa því innij og eru þannig hættir við útiganginn. Það má þó geta þess hér, sem einkennandi fyrir þá. tíma sem við lifum á, að í Suðurey voru settar haustið 1946 20—30 kindur og var aldrei farið í eyna og ekki litið til þeirra fyrr en þær voru sóttar í haust og voru þá í rúböggum. Enga þeirra vantaði og vóru þær með afbrigð um fallegar.. Það er eins dæmi, að ekki sé vitjað um fé í úteyj- um á jafnlöngum tíma og ekki einu sinni farið til að rýja. Hrossum fækkaði töluvert, og eru nú dráttarvélar að koma í stað þeirra. Hænsnarækt færðist hér í auk- ana og voru stofnuð tvö allstór l>ú á árinu. Nýrækt var með alminnsta móti. Eggjataka tapaðist að mestu vegna ótíðar og er það nær eins- dæmi. Lundi var mikill en lítið jjýddí að veiða, því að fólk fékkst ekki til þess að reita fuglinn, en atmenningur vildi ekki kaupa I'ann nema reittan. Iðnaður. Sömu iðnfyrirtæki voru rekin hér og árið áður, 4 Irystihús, 4 netagerðir og við- gerðarstofur, 3 vélaverkstæði, 3 skipasmíðastöðvar og 1 prent- smiðja, og mörg smærri iðnfyr- irtæki. Á árinu 1947 voru tekin í notkun 15 (13) ný íbúðarhús og endurbyggð 4 (2) eldri hús. í þessum 19 byggingum voru 18 (26) íbúðir. Mörg ömarr hús vofu byggð, stærst þeirra var ra£- stöð, símstöð, netagerð og síldar- nótahús. Samanlögð stærð nýrra húsa er tekin voru í notkun hér á árinu var 19113 rúmmetrar. í smíðum eru mörg íbúðarhús og margar stórbyggingar. 5 vélbátar voru fullsmíðaðir hér á árinu, samtals rúmar 400 smálestir að stærð. Eitt þessara skipa er stærsta skip, sem smíðað hefur verið hér á landi. Nú er hér#ekkert skip í smíðum og er illa farið, ef skipasmíðar leggjast hér niður. 4 þessara skipa eru eign Eyjamanna. Hingað "var keyptur einn bátur, en 3 voru seldir burtu. Framkvcemdir bcejarsjóðs. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið sem leið var m.a. gert ráð fyrir eftirfarandi verklegum framkvæmdum, eins og árið áð- ur: Gagnfræðaskóli .. kr. ir,oþús. Sóttvarnarhús .... — 100 — íþróttaleikvangur . . — 50 — Steinsteyping vega — 50 — EUiheimili ........ — 50 — — Laglegar tölur, en lítið meira. Ncmendur skólanna voru: Barnaskólinn ...... 400 (400) Barnaskóli S.D.A. .. 35 ('32) Gagnfræðaskólinn . . 70 ( 88) Kvöldsk. iðnaðarm. 94 ( 96) Heilbrigðismál. Inflúensa gekk framan af árinu og með vorinu komu hingað mislingar, er urðu mjög útbreiddir, mest í júlí, og síðasta tilfellið kom fyrir í sept- ember. Alls varð-vart á þriðja hundrað tilfella. í kjölfar þeirra gerði vart við sig alls konar krankleiki, eins og oft vill verða. •Það má heita, að sjúkrahúsið hafi alltaf verið fullt. Lítið var um aðkomusjúklinga af skipum. Berklavarnarstöðin var rekin eins og áður í sjúkrahúsinu og ungbarnaverndin var til húsa í Tungu og rekin allt árið, nema 3 sumarmánuðina. LjósbÖð voru í barnaskólanum eins og áður. Allmikið dró úr blaðaútgáf- unni frá árinu áður, sem var ár tvennra kosninga. íbúatala kaupstaðarins var við síðasta manntal 3476 (3475)' 91 barn fæddist og 27 manns dóu og hefur því flutzt úr bænum um- fram þá, sem inn hafa flutt 63 manns. En alls munu hafa flutt úr bænum 150 manns. Tilþrifalítið var á sviði stjórn- málanna í þessum bæ árið, sem leið. Sum stjórnmálafélögin héldu fámenna fundi, önnur enga. Það mesta, sem kveðið hef- ur að í þessum efnum munu hafa verið kvöldvökur Félags ungra Sjálfstæðismanna, sem voru prýðilega sóttar. Niðurfelling lánsviðskifta Vegna hins óeðlilega verzlunarástahds, sjá með- limir félags vors sér ekki fært, að veita lán, svo sem að undanförnu. Fastir reikningsmenn verða að gera upp reikninga sína fyrir 6. næsta mán. eftir að skuld var stofnuð, ella verður reikningi þá lokað. Heimlán á vörum hætta frá deginum í dag. Vestmannaeyjum, 3. janúar 1948. Félcg Kaupsýslumanna HKHK***HKHKHK>^Kh**^^ Stofnlánadeildarbréf Vegna eignakönnunarinnar er nauo synlegt fyrir þá# sem eiga ósótt stofn- lánadeildarbréf, að vitja þeirra sem fyrst. / Vestmannaeyjum, 9. janúar 1948. Utvegsbanki íslands h.f. útibúið í Vestmannaeyjum. UM ÁRAMÓTIN. Þegar reynt er að gera sér grein fyrir horfum nú um áramótin, verður fyrst fyrir vetrarvertíðin, sem hefst innan skamms. Sú var tíð- in, að flestir kostuðu kapps um að vera tilbúnir að byrja róðra um áramót og stundum hóf ein- staka bátur róðra milli jóla og nýárs. Nú byrja fyrstu bátarnir ekki róðra fyrr en eftir miðjan mánuð og er dauft yfir öllu hér nú sem að útgerð lýtur. Enginn maður helzt kemur nú hingað til að stunda róðra. Áður var þó tal- ið, að hingað sæktu í atvinnuleit á hverri vertíð 800—1000 manns. Þó er útlit fyrir, að héðan gangi í yetur 51 bátur. Líkur eru til að 20 bátar standi uppi hér í vetur vegna þess að sjómenn fást ekki út á þá. Við breytta tíma, þegar stórir og góðir bátar eru komnir í næ'r hverja verstöð á landinu, eru sjómenn þar og úr nærsveit- unum að sjálfsögðu á sínitm lieimabátum. Þetta, og að víðast er nóg um atvinnu bæði hjá ein- staklingum og því opinbera 01- sakar það, að verkafólk og eink- um sjómenn sækja hingað mjög lítið í atvinnuleit. Hér ætti að leggja áherzlu á að byggja verkamannabústaði í stór- um stíl bæði af byggingarfélag- inu og bæjarfélaginu, eins og gert er í mörgum öðrum kaup- stöðum. Nægilegt húsnæði myndi laða fólk hingað. Það dýr- mætasta til lífvænlegrar afkomu í einu byggðarlagi er gott verka- fólk, fullkomin framleiðslutæki og örugg höfn. Margir eru nú svartsýnir hér um þessi áramot um Eramtíð Eyj- anna, en engin ástæða er til þess. Að tiltölu við íbúa er hér nú mjög mikið af vönduðum og mikilvirkum tækjum til fram- leiðslu sjávarafurða, bæði bátum og verksmiðjum og enginn vafi er ;í, að Eyjarnar geta áfram skipað fremsta sess meðal ver- stöðva landsins, ef forystan í bæj- ar- og atvinnumálum er nógu skelegg.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.