Víðir


Víðir - 15.01.1948, Blaðsíða 5

Víðir - 15.01.1948, Blaðsíða 5
v í aa i n AUGLÝSING Nr. 31. 1947 i • frá skömmtunarstjóra Samkvæmt heimild í 3. gr. regiugerðar frá 23. sepi. 1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, hefir viðskiptanefndin ákveðið, að frá og með 1. janúar 1948 skuli gera eftirfarandi bréytingú á listanum yfir hinar skömmtuðu vörur: Tekin skal upp skömmtun á: Erlendu prjón- og vefjargarni úr gerfisilki og öðrum gerfiþráð- inn (tollskr.nr. 46 B/5). Erlendu prjóna- og vefjargarni úr ull eða öðru dýrahári (toll- skr. nr. 47/5). Erlendu prjóna- og vefjargarni úr baðmull (tollskr. nr. 48/7). Skömmtun falli niður á: Lífstykkjum, korselett og brjóstahöldurum (tollskr. nr. 52/26). Beltum, axlaböndum, axlabandasprotum, sokkaböndum, erma- böndum (tollskr. nr. 52/27). Teygjuböndum (tollskr.nr." 50/39 og 40). Hitaflöskum (tollskr. nr. 60/20). Kjötkvörnum (tollskr.nr. 76/6). Kaffikvörnum (tollskr.nr. 72/7). Hitunar- og suðutækjum (tollskr.nr. 73/38). Straujárnum (tollskr.nr. 73/39). Vatnsfötum (tollskr.nr. 63/84). Vegna birgðakönnunar þeirrar, sem fyrirskipuð hefir verið í augiýsingu skömmtunafstjóra nr. 30/1947, er jafnframt lagt svo fyr- ir þá, er ber að skila birgðaskýrslum, að tilfæra sérstaklega á skýrsl- unni, hve miklu birgðirnar af þessum vörum nema, aðgreint sér- staklega hið skammtaða garn í einu lagi, en hinar vörurnar í tvennu lagi aðgreint í vefnaðarvörur og búsáhöld. Vörurnar, sem skömmtun er nú felld niður á, ber að sjálfsögðu auk þess að telja með á sínum stað í birgðaskýrslunni, því skömmtunarskrifstofan gerir sjálf frádráttinn, vegna niðurfellingarinnar, og aukningu vegna hinnar nýju skömmtunarvöru (garnsins). , Reykjavík 31. des. 1947. SKÖMMTUNARSTJÓRINN TILKYNNING fr 'á Skattstofunni Atvinnurekendur, fyrirtæki og allir einstaktingar sem laun hafa greitt árið 1947 skulu sbr. 33. gr. sbr. 51. gr. laga um tekju- og eignarskatt, láta skattstofunni í té skýrslur um starfslaun útborgaðan arð, stjórnaiiaun og allar launagreiðslur, hverju nafni sem nefnast að meðtöldu orlofsfé fyrir 15. þ.m. \ Hlutafélög sendi skrá yfir hluthafa og önnur félög skrá yfir stofnfé félagsmanna fyrir sama tíma. Skattstofan veitir aðstoð við íramtöf og gefur aflar upplýsingar. SKATTSTJÓRI HHHHHaHHHHMHHHHHHHHHHHHHHMHMHHHHHHHHHHMKHHHHB IIIIIMIIUIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIKIHIIIMIilllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllliHIIMII AUGLÝSING Nr. 32. 1947 frd skömmtunarstjóra Samkvæmt heimild í 3. gr. regiugerðar frá 23. sept. 1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, hefir viðskiptanefndin ákveðið, að skömmtunarreithnir í skömmt- unarbók nr. 1 skuli vera lögieg innkaupaheimild fyrir skömmtunar- vörum á tímabilinu frá 1. janúar til 1. apríl 1948, sem hér segir: Reitirnir Kornvörur 16—25 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 g af kornvörum, hver reitur. Reitirnir Kornvörur 36—45 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 250 g af kornvörum hver reitur. Reitirnir Kornvörur 56—65 (báðir meðtaldir) ásamt fimm þar með fyfgjandi ótölusettum reitum gildi fyrir 200 g af kornvöru, hver reitur. Við kaup á skömmtuðum rúgbrauðuni og hveitibrauðum frá brauðgerðarhúsum ber að skila 1000 g vegna rúgbrauðsins, sem veg- ur 1500 g, en 200 g vegna hveitibrauðsins, sem vegur 250 g. • Reitirnir Sykur 10—18 (báðir meðtaklir) gildi iyrir/^oo g af sykri, hver reitur. Reitirnir M 5—8 (báðir meðtaldir) gildi fyrir þessum hreinlætis- vörum: i/> kg. blautsápa eða 2 pk. þvottaefni eða 1 stk. handsápa eða 1 stk. stangasápa, hver reitur. Reitirnir Kaffi 9—11 (báðir meðtaldir) gifdi fyrir 250 g af brenndu kaffi eða 300 g af óbrenndu kaffi, hver reitur. Reitirnir Vefnaðarv. 51—100 (báðir meðtaldir gildi tii kaupa á vefnaðarvörum, öðrum en ytri fatnaði, sem seldur er gegn stofnauka nr. 13, svo og búsáhöldum, eftir ósk kaupanda, og skal gildi hvei-s þessa reits (einingar), vera tvær krónur, miðað við smásöluverð var- anna. Næstu daga verða gefnar út sérstakar reglur um notkun þess- ara reita til kaupa á tilbúnum fatnaði, öðrum en þeim, sem seldur er gegn stofnuka nr. 13, í þeim tilgangi, aðaliega, að auðvelda íólki kaup á slíkum vörum, sérstaklega með tilliti til innlendrar fram- leiðslu, og skal fólki bent á að nota ekki reiti sína til kaupa á vefn- aðarvöru, fyrr en þær regfur verða augiýstar. Reykjavík, 31. desember 1947. SKÖMMTU N ARSTJORIN N TILKYNNING til verzlana Viðskiptanefndin vill ítreka tilkynningu verðlagsstjóra nr. 5/ ^S. Þar sem smásöluverzlunum er gert að skyldu að verðmerkja hjá sér allar vörur, þannig að viðskiptamenn þeirra geti sjálfir geng- ið úr skugga um, hvert sé verðið á þeim. í smásöluverzlunum ölt- um skat hanga skrá um þær vörur, sem hámarksverð er á og gild- andi hámarksverðs og raunverulegs söluverðs getið. Skal skráin vera á stað, þar sem viðskiptamenn eiga gieiðan aðgang að henni. jafnan skal og getið verðs vöru, sem höfð er til sýnis í sýniugar- glugga. Þeir, sem eigi hlýta fyrirmælum augiýsingar þessarar verða taf- arlaust látnir sæta ábyrgð lögum samkvæmt. Reykjavík, 7. janúar 1948. VERÐLAGSSTJÓRINN iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiii iHiimiiniiiiiiiiiiiiiiiHmiiiiniKiiHiiiiiii íi

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.