Víðir


Víðir - 29.04.1948, Blaðsíða 1

Víðir - 29.04.1948, Blaðsíða 1
XIX. Vestmannaeyjum, 29. apríl 1948. 13. tölublað. SÉRA JES A.GÍSLASON: Kirkjurnar í Vestmannaeyjum frá Krisrnirbkunni, érið 1000, til vorra daga. Framhald. Á Fornulöndum stóð kirkja þangað til Tyrkir brenndu hana 1627, eitir að hafa s'aurgað hana og svívirt á ýmsan hátt. Það er því rangt, sem segir í sóknarlýs- ingu sra. Jóns Anstmanns, þeirri sem fyrr er vitna'ð í, er komist svo að orði þar, bls. 146: „Síðan var hún byggð í kirkjugarðinum, sem nú er, hvar hún var brennd af Tyrkjum árið 1627." Einnig er það rangt í sömu sóknarlýs- ingu, að kirkjan á Löndum hafi verið reist þar, næst á eftir bygg- ingu KIemensar-kirkju, því að það er vita'ð að kirkjan á Lönd- um er sú fjórða í röðinni þeirra kirkna, sem hér hafa verið reist- ar. Ekki er vitað með vissu hvað því réði að hin nýja kirkja, sem reist var 1573, var færð neðar á Eyjuna. En ekki er þa'ð ósenni- legt, að því hafi ráðið, að þorp hafi þá verið'farið að myndast niður við sjóinn, sunnan megin hafnarinnar, og að þar hafi verið búsettir kaupmenn og verzlunar- menn auk umboðsmanns og ann- arra áhrifamanna hér. — Þessi kirkja á Löndum var; eins og fyrr um getur, fyrir báðar sóknirnar, og notuð af báðum prestunum. Eftir að búið var að brenna kirkjuna á Löndum, var kirkju- laust hér í 4 ár, að undanteknum smákirkjunum á Kirkjubæ og Of anleiti, sem notaðar hafa verið þetta kirkjulausa tímabil. Eyjabú ar vildu ekki byggja kirkjuna upp á Löndum; álitu þann stað vanhelgaðan eftir aðfarir Tyrkja þar. Eftir 4 ár er afráðið að byggja kirkjuna upp í kirkjugarð inum (gamla kirkjugar'ðinum) sem nú er notaður. — Kirkjan var byggð að mestu af samskota- fé, og var allt ófullkomið, sem við kom endurreisn kirkjunnar, auk þess sem sumt af því vant- aði algerlega, sem talið er nauð- synlegt við hverja kirkjulega at- höfn. Kirkjan var byggð þar upp ' þrisvar, fyrst árið 1686 og síðar 1722 og 1749. Sú kirkja entist illa og var að þvt komið að byggja yrði hana upp þar í fjórða sinn, svo úr sér var hún gengin, að vi'ðum öllum og svo lek, að tæplega vár hægt að messa í henni, en þá er horfið að því ráði, að byggja kirkjuna upp úr steini þar skammt frá, á flöt þeirri, sem hún stendur nú á, og reynt að notast við gömlu kirkj- una meðan veri'ð var að reisa hina Ujju. Skal nú reynt með sem fæstum orðum, að segja sögu þessarar kirkju, eftir þeim heim- ildum, skráðum og óskráðum, sem ég hefi yfir að ráða. Um 1750 réð stjórnin það af a'ð láta reisa Landakirkju þá úr steini, sem nú er, en framkvæmd- ir iurðu litlar, þó telur Dr. Jón ÞoVkelsson að stöpull hafi verið settur í hana 1757 (sbr. Tyrkja- ránssögu bls. XXXV). Mun það ef til vill vera sama og horn- steinn hafi verið lagður að henni, þ.e. fyrsti steinninn sem lagður var. Teikningu að þessari kirkju mun hafa gert Nicolaj Eigtved, sá sem stóð fyrir byggingu Ama- lienborgar í Kaupmannahöfn. — Lengra virðist byggingunni ekki hafa miðað áfram að þessu sinni. Nicolaj Eigtved andaðist 1754 eða 20 árum áður en byrjað var fyrir alvöru á byggingu þeirri, steinkirkjunni, sem nú stendur hér. í skjölum, sem bárust til ís- lands frá Danmörku 1928 og geymd eru í þjóðskjalasafninu, komu fram ýmsar upplýsingar um byggingu Landakirkju þeirr- ar, sem hér um ræðir. Konung- legur byggingameistari að nafni Georg David Anthon, (f. 1714, d. 1781) sem gert hafði ýmsar teikn- ingar fyrir stjórnina af húsum hér á landi, t. d. stjórnarráðs- liúsinu, var fali'ð að gera teikn- ingu af kirkjunni, gera kostnaðar áa'tlun og að ráða mann til að standa fyrir byggingunni. Upp- dráttinn gerði hann og kostnaðar áætlun jafnhliða. Hann áætlaði, að kostnaðurinn við bygginguna mundi ver'ða 2735 ríkisdalir, en kostnaðurinn reyndist 5147 ríkis- dalir 691,4 skildingur. Það er því ekki ný bóla hér á landi, þótt kostnaður við ýmsar byggingar fari fram úr því, sem upphaflega var áætlað. — Allur kostnaður við bygginguna var greiddur úr Ríkissjóði. , Steinsmi'ð réði hann, en af mis- gáningi réði liann Kristófer Berg er þýzkan steinsmið, til að standa fyrir smíði kirkjunnar, en átti að ráða bróður hans, Johan Georg Berger, sem hafði verið hér á ; landi við múrsmíðar. Samning- urinn var gerður 21. maí 1774 og samþykktur af rentukammer- inu 25. maí s. á. Samkv. samn- ingnum átti Berger að byggja „Grund Muuret Kirke" 271^ alin langa og 16 álna breiða. Til kirkjunnar voru auk timburs og áhalda: 1 vagn, 6 hjólbörur, 4 handbörur, 1 sleði og aktygi á 4 hesta, sendir ellefu þúsundir Flensborgar-múrsteinar og 900 tunnur af kalki. Það af efninu, sem ekki var nota'ð hér, var sent til Bessastaða. Reikningur yfir kirkjubygginguna, er frá 1781. (Lovsaml. for Isl. IV. 592—93). Með því að kostnaðarreikningur við bygginguna er frá 1781, þá er mjög sennilegt, að byggingunni hafi verið lokið ári'ð 1780, og byggingin því staðið yfir í 6 ár, frá 1774—1780. Trégrindur voru umhverfis kirkjuna, sem kostuðu 107 ríkis- dali 52 skild. (Lovsaml. for Isl. IV. 592-93)- Útlit kirkju þessarar var í upp- hafi allt annað en nú. Hún var turnlaus, og klukkurnar því í klukknagrindum á flötinni vest- ur af kirkjunni, sneitt var af þak burstunum, gluggarnir minni kór dyr norðan megin undir austasta glugganum og forkirkja engin. Einhver breyting eða vi'ðgerð mun hafa farið fram á kirkjunni um 1840, en aðalbreytingin á henni, að utan og innan, fór fram á dögum Andreas August Kohl, sem hér var sýslumaður frá 1853 —60. Ég fer þar eftir því, sem elztu menn hér, skömmu eftir aldamótin, skýrðu mér frá, og sem séð höfðu kirkjuna áður en breyting sú var framkvæmd, sem Kohl lét gera. Kohl lét rífa timb- urklæðningu þá, sem Abel sýslu- maður (hann var sýslu- maður hér frá 1821 — 1851) hafði láti'ð klæða austurgafl kirkj- unnar með, til hlífðar gegn regni og annarri úrkomu. Það mun nýlunda að klæða útvegg úr steini með timbri. Turn lét hann setja á kirkjuna og flytja þangað klukkurnar. Ræðustóllinn, sem stóð þar, sem skírnarfonturinn er nú, flutti hann yfir altarið, og mun slíkt fátítt hér á landi. Skírnar- fontinn setti hann þar, sem ræðu stóllinn stóð, en ræðustólinn flutti hann ni'ður í þinghús. Man ég eftir honum þar, innst í fund- arsalnum, norðan megin. Ég man ekki eftir að nokkur stigi þar í pontuna, en gaman höfðum við drengir af því, að „stíga þar í stólinn", ef tækfæri gafst til þess. Hvað um hann varð, veit ég ekki hann hefur sennilega verið rifinn til eldiviðar. Skilrúmið milli kórs og kirkju, lét hann rífa, en sú girðing var fágæt, einkum a'ð því leyti, að skilrúm þetta var gert meðal annars af útskornum myndum af postulunum tólf, sex til hvorrar handar þegar Framhald á 2. síðu.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.