Víðir


Víðir - 29.04.1948, Blaðsíða 4

Víðir - 29.04.1948, Blaðsíða 4
r Ur vertnii Afli. Hér fer á eftir aflamagn nokk- urra aflahæðstu bátanna, sem lagt hafa upp hjá Hraðfrysti- stöðinni eins og það var um síð- ustu helgi, 24. þ- ni” Jötunn (net) 379 smál. Týr (net) 371 smál. Nanna (Íína) 343 smál. Freyja (lína) 342 smál. Lundi (net) 337 smál. Ver.(net) 321 smál. Afalbrögð Aflamagnið veltur oft og ein- att jafnvel meira á tíðinni en fiskigengdinni. í verstöðvum kvarta menn almennt ekki und- an aflamagninu, þegar á sjó gef- ur, heldur miklu frekar gæfta- leysinu. Hér varð ekkert úr línuvertíð- inni vegna þrálátra sunnanátta, sem dróu mjög úr róðrum. Síðan netavertíðin byrjaði, hefur hins- vegar verið góð tíð, og er margur báturinn búinn að fá meiri afla í netin en á sama tíma í fyrra. Afli hefur þó langt frá því verið skarpur. Öðru vísi mér áður brá, þegar voru 70—100 fiskar í net dag eftir dag. Nú þykir mjög gott ef 50 fiskar eru í neti. Netafisk- urinn er ár frá ári eins og að breyta sér, bæði hvað göngur á sínar gömlu slóðir snertir og fleira. Síðustu dagana hefir netafisfcur- inn verið nrjög í hnöppum í net- unum, kannske 10—15 fiskar sam an og svo langar eyður á milli, 20—40' fiskar hafa verið í net. Síld er mikil í sjónum og því fiskurinn óstöðugur. í botn- vörpu hefur afli vej ið tregur og hefur sv overið langst af í vetur. í dragnót hefur aflazt sæmilega. Kirkjurnar Framhald af 2. síðu. var, sra Jón Austmann. Hann var prestur hér frá 1827 til 1858, en þjónaði einn öllum Eyjunum frá 1837. Af Iiinum tólf prestum á Kirkjubæ dóu 6 hér, 4 fluttu héð an, en um tvo Jrá fyrstu, þá Giss- ur Fúsason (Vigfússon) prest frá um 1545 og Jón Jónsson, prest frá 1583 er ekki vitað hvar þeir báru beinin. — Af prestum á Of- anleiti dóu 14 hér, fjórir fluttu héðan, en um þann fyrsta, Berg Magnússon, sem varð prestur að Ofanleiti 1563 er ókunnugt. Á Ofanleiti þjónar nú 20. prestur- inn. og hafa því til þessa dags ver ið 32 prestar samtals á Kirkjubæ og Ofanleiti frá siðbót. Eins og fyrr getur verður ekkert fullyrt um ævilok tveggja presta á Kirkjubæ og 1. prestsins á Ofan- ifiúi f lnnlegar þakkir volta ég hér rneð öllum þ&irn, fjœr og nœr, er sendu rnér sirnskeyti og hlýjar kveðjur, á 70 ára afmœli rnínu, 22. þ. rn. VILHJÁLM UR BRANDSSON Hœmmfökítur og málverk Fyrir skömmu síðan var hér sýning á nokkrum málverkum eftir Matthías Sigfússon frá Rvík. Það er fljótt frá að segja að fólki helur getizt vel að þessum mynd um, því þær munu hafa selzt svo að segja samstundis. Einhver meinfýsni hefur þó hlaupið í rit fífl Eyjablaðsins Ása frá Bæ, út af þessu. Er ekki gott að segja, hvort hér hafi ráðið meiru um, ölund eða illgirni, nema hvoru tveggja sé. ,En undanfarið hefur auvirða sú, tekið sér fyrir hendur að gerast dómari um ýmsa hluti. Það væri skömm að segja, að hann væri feiminn við að láta ljós sitt skína Þvert á móti. Hann ræðst á fólk fyrir að sjá kvikmyndir, ef þær passa ekki í hans kram. Skrifar u mbækur, — bæði bundið mál og óbundið, leikrit og leiksýn- ingar, eins og sá, senr valdið hef- ur. En nú síðast um myndlist! Mér er farið að skiljast að þeir verða nokkuð fjölfróðir, sem fá Jeiti. Hvorki prestatal Daða fróða Níelssonar, sem til er í handriti í Þjóðskjalasafninu og er frá 1849, (Formáli handrits Daða er ritað- ur á Hólum í Hjaltadal 7. janúar 1849), né heldur presta og pró- fastatal sra Sveins Níelssonar, gef- ið út 1869, geta gefið nokkrar upplýsingar um þrjá fyrrgreinda presta. andann frá Moskvu yfir sig. En að Jreir verði að slíkum yfiispek- ingum, svona fyrirhafnarlaust, lét ég mér ekki til luigar koma. Ási ræður fólki að fara fyrst til manna, sem vit: hafa á mynd- list, áður en jrað kaupi málverk. Hverjir eru Jreir menn? Kennske Ási sjálfur! Því í dauðanum er maðurinn með þessa hæversku'. Eg gæti triiað, að fólk fýsti eftir að vita, livert Jrað ætti að snúa sér. Ég vil nú í öllu bróðerni ráð- leggja Ása, að hætta öllum yfir- mennsku gorgeir. Þetta klæðir liann svo illa. Jafnvel enn ver en Baskakollan,' sem liann hefur gengið með undanfarin ár. Að Ási hafi séð marga liti af sætsúpu, skal ég síður rengja hann um. Gæti ég betur trúað honum til að kokka þær með ýms um litbrigðum, en dæma um myndlist. Hitt er svo annað mál, að hann ætti að sparka út sínum hænsnaskít í þeirri stíu, sem hann á heima í, en ekki á skikk- anlegt fólk. Krumnu. Allir sem vilja hafa helluofna, snúi sér til mín, þar sem lítið er um efni. S. HERMANSEN. DÁNARFREGNIR Jóhann Björnsson, Höfðahúsi varð bráðkvaddur 19. þ. m. þar sem hann var á gangi úti á götu. Jóhann var fæddur 12. nóv. 1877 og fluttist til Vestmanna- eyja 1909. Hann lætur eftir sjg konu og fjögur uppkomin börn og fósturdóttur. Guðlaugur Jónsson, bóndi, Gerði lézt ao heimili sínu 25. þ. m. Guðlaugur var fæddur í Prest húsum hér 11. nóvenrber 1866 og bjó allan sinn búskap í Gerði. Kona hans Margrét Eyjólfsdóttir lézt. 1937 og höfðu þau Jrá búið saman nær 50 ár. Rósa Runólfsdóttir kona Stef- áns Guðjónssonar, Hólatungu lézt í Sjúkrahúsinu 25. þ. m. Rósa var fædd 9. nóv. 1909. Þau áttu tvö börn. Nýkomið Kventöskur, nýjasta tíska. Frúartöskur. Hliðartöskur. Innkaupatöskur. Kven og barnapeysur, margir litir. Fata- og kauptau, ísl. 15 ein. á m. br. Vinnuföt, allar stærðir. Trollbuxur tvær teg. Smekkbuxur. Strengbuxur. Brúnir og bfáir jakkar. Sanrfestingar. Hvítir og brúnir sloppar. Smekkbuxur kvenna. Sjópeysur. Tökum upp næstu daga: Tefpukápur. Herranáttföt. Kerrupoka, heilgæra, mjall- hvít. Gumiar Olaíssðn & Co. Sé litið yfir ævistarf þessara 32 Eyjapresta, sem fyrr greinir, Jrá dylst Jruð engum, að af mjög fáum undanteknum, hafa Eyja- búar yfir höfuð verið heppnir með presta sína. Sumir prestanna hafa verið landskunnir merkis- menn, eins og t. d. sra Jón Þor- steinsson píslarvottur sálmaskáld. Hann var langafi Jóns biskups Vídalín og sra. Brynjólfur Jóns- son, sem var prestur á Ofanleiti frá 1852—1884, (dáinn 19. nóv. 1884) þar af 6 ár aðstoðarprest- ur hjá sra. Jóni Austmann. Allt starf sra Brynjólfs Jónssonar hér, var óslitið siðmenningar- og sið- fágunarstarf í þarfir Eyjabúa, bæði hinna eldri og yngri. Ritað í apríl 1948. Almannalrygglngarna r lilkynna: Athygli skal vakin á því, að réttur til bóta frá almanna- tryggingunum skerðist eða fellur niður, ef hlutaðeig- andi eigi hefur greitt skilvíslega iðgjöld sín til trygg- ingarsjóðs. Þeir, sem sækja um bætur frá Tryggingastofnun rík- isins skulu leggja fram tryggingaskírteini sín með kvittun innheimtumanna fyrir áföllnum iðgjöldum. 17. apríl 1948. Tryggingcnrst'ofnun ríkisins J. A. G.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.