Víðir


Víðir - 07.04.1951, Blaðsíða 2

Víðir - 07.04.1951, Blaðsíða 2
2 VÍÐIR 0(j íjázmát. i| Itiðif ji ' i kemur út á laugardögum ]i |1 Fylgirit: ![ GAMALT OG NÝTT !] i ] Ritstjóri: ■[ j] EINAR SIGURÐSSON ]! ]' Sími 2685 ]■ j i Víkingsprent ]' 10. apríl. Fyrstu átökin um greiðslu fullrar vísitöluuppbótar á kaup hefjast 10. apríl, með' því að nokkur félög hafa þá boðað vinnustöðvun. Hér er einkum um að ræða vinnu- deilumar á Akranesi og í Hafnarfirði. Þær munu draga að sér óskipta athygli um land allt. Atvinnurekendur hafa að vísu mótmælt lög- mæti uppsagnar verkalýð'sfé- lagsins á Akranesi, og kann lögmæti verkfallsins að verða lagt undir úrskurð félags- dóms. I Hafnarfirði hefur bæjar- stjómin samþykkt að' semja •við verkalýðsfélögin um fulla vísitöluuppbót við greiðslu vinnulauna hjá bæjar- og liafnarsjóði og bæjarútgerð- inni. Bæjarstjórinn er for- seti Alþýðusambands íslands og bæjarstjóx-narmeirihlutinn skipaður alþýðuflokksmönn- um, sem ásamt Sósíalista- flokknuin styður verðalýð'sfé- lögin í baráttu þeirra fyrir fullri vísitöluuppbót. Tvö til þrjú verkalýðsfélög í smáþorpum úti á landi hafa nýlega samið um fulla dýr- tíðaruppbót, og nokkrir ein- staklingar í Reykjavík hafa einnig gert það í sambandi við yfirstandandi vinnudeilu starfsfólks í veitingahúsum. Þeir samningar, sem enn sem komið er hafa verið gerð- ir, era ekki líklegir til þess að ráða úrslitum í því deilumáli, sem hér er á ferðinni, þó að fordæmi bæjarstjómar Hafn- arfjarðar sé þar þungt á met- unum. Verði hins vegar samið al- mennt af atvinnurekendum í Hafnarfirði eða á Akranesi um greiðslu fullrar vísitölu- uppbótar, er viðbúið, að slík- ir samningar komist á um allt land smátt og smátt. Vísitölufyrirkomulagið er þymir í augum atvinnurek- enda. Þeir vita aldrei, hvemig þeir standa. Þótt búið sé að ákveð'a fiskverð í ársbyrjun, heldur kaupgjald kannske á- fram að hækka jafnt og þétt allt árið, eða þannig hefur það verið nema þann tíma, sem vísitalan var stöðvuð í 300. Afurðavei’ðið stendur svo ef til vill í stað á erlendum markaði og framleiðendur eru í sjálfheldu. Sjálfscda eykur veltuna. Fyrir nokkram árum tók KRON upp þann hátt í verzl- un á horninu á Garðast^æti og Vesturgötu að láta við- skiptamennina afgreiða sig sjálfa. Þetta fyrirkomulag var þó lagt niður eftir skamma hríð, og þá sjálfsagt af því, að það hefur ekki þótt gefast vel. Verzlunarmenn hafa flestir veitt því eftiitekt, hve góð aðferð það er til að selja vör- una að' láta hana vex-a sem næsta viðskiptavinunum og helzt það nærri, að hann finni, að ætlazt er til, að hann skoði hana og handfjatli eftir eigin geðþótta. Því er það, að ýms- ar verzlanir raða svo miklu af vörum á afgreiðsluborðin og fyrir framan þau sem kost- ur er. Má þar t. d. nefna Verzlun Silla og Valda í Aðal- stræti og margar fleiri og al- veg sérstaklega Noramagasin, sem er alveg séi-stök. í mörg- um verzlunum hefur í seinni tíð verið gerður greiður að- gangur að búðarhillunum, til þess að viðskiptavinurinn geti auðvekllega farið inn fyrir borðið og skoðað og hand- fjatlað það, sem honum sýn- ist. Áður fyrr var það algeng- Það eru erfiðir tímar mina fyrir alla til þess að leggja út í langvinnar vinnudeilur, og atvinnurekendur og launþeg- ar eiga að reyna að jafna á- greiningsmálin, án þess að til þeirra þurfi að koma. ur siður að bjóða þeirn, sem kallaðir voru góðir „kúnnar“, inn fyrir búðarborðið. Eink- um átti þetta við urn fólk, sem kom sjaldan í kaupstað og gerði mikil viðskipti í einu. Var þá lögð sérstök áherzla á að' sýna þeim sem flest í verzluninni og vekja athygli þeirra á varningnum með því að fara með þá um búðina og taka fram vörurnar og eins með því að láta þá sjálfa skoða hvað eina, sem þá lysti. Þá var haft rúmgott fyrir inn- an afgreiðsluborðið, svo að margir viðskiptamenn gátu verið þar samtímis. Þetta — að hafa vörui-nar í sem beinastri snertingu við viðskiptavinina — er vísir til sjálfsölu, þótt ófullkominn sé, þegar miðað er við það, sem nú þekkist erlendis, þar sem þetta er komið lengst eins og í Amen'ku, þar sem viðskipta- vinurinn afgreiðir sig að mestu og stundum að öllu leyti sjálfur. Fyrsta sjálfsalan var opnuð í Kaliforníu árið' 1912, og síðan hefur þeirn stöðugt verið að fjölga. Salan á hvern viðskiptamann er meiri í sjálfsöluverzlununum en hinum, og hefur þetta kom- ið eftirtektai’verðast í Ijós í verzlunum, þar sem skipt hef- ur verið urn og sett sjálfsala, þar sem áður var venjuleg af- gi'eiðsla. Salan hefur þá yfir- leitt aukizt. Ef geta ætti sér til urn á- stæðuna til þess, að' þessi til- raun til sjálfsölu heppnaðist ekki í KRON, gæti hún ver- ið sú, að húsnæðið hafi verið of þröngt. Fyrir sjálfsölu er nauðsvnlegt rúmgott hús- næði, þar sem auðvelt er að koma fyrir opnum kæliskáp- um og öðram skápum og borðum, þar sem varan er að'- gengileg. Viðskiptamaðurinn má ekki finna til neinnar þvingunar, hvorki af þröngu húsnæði eða of miklu grind- vei-ki. Skip hækka í verði. Hið enska útgerðarblað ,,Eairp]ay“ í-eiknar misseris- lega út kostnaðinn við að' byggja 9500 lesta skip: 1. jxilí 1946 nam kostnað- urinn £ 265.000. 1. júlí 1949 £ 400.000. 1. janúar 1951 £ 440.000. Blaðið kynnir sér einnig söluverð notaðra skipa af þessari stærð, miðað við ný skip, og komst, það lægst 1. janúar 1950 og var þá £ 300.- 000. Síðari hluta ársins 1950 hækkaði söluverðið um 50%, í £ 450.000, vegna hinnar miklu vöntunar á skipakosti. Verzlunin í hendur kaupsýslumanna, en ekki stjórnmálamanna, Þegar verzlunin er í hönd- um stjórnmálamannanna í staðinn fyrir kaupsýslumann- anna, endar það með líku á- standi og nú er ríkjandi á milli Stóra-Bretlands og Dan- merkur. Ef verzlunin hefði farið fram milli nokkurra sjálfstæðra framleiðenda af beggja hálfu með svigrúmi til verð'breytinga og mismunandi afgreiðslutíma, myndu öragg viðskipti hafa náðst miklu fyrr og komizt hefði verið hjá þeim ótta, sem einkennir við- skiptin af beggja hálfu. En þegar ríkisstjórnin kaupir og selur, er ráðandi einkasala, og það er öflugri einkasala en nokkur önnur, vegna þess að ríkisstjómir geta aldrei eins og einstaklingár leyft sér að láta sér verða á mistök. Þetta var aðalinntakið í ræðu, sem Runciman greifi frá Newcastle hélt nýlega. Eru Bertar vannærðir? „Orsakanna til inflúenzu- og lungnabólgufaraldursins er vafalaust að nokkru að' leita í hinu lága eggjahvítu- og feitmetisinnihaldi í næringu þeirri, sem mestur hluti íbúa Bretlands fær“, segir Harley- Street læknir í „Medic&I Press“. „Bretana skortir ekki fæðu en varanleg vöntun á þessum mikilvægu efnum leiðir til minna mótstöðuafls gegn smitandi sjúkdómum“. Mikil andúð er nú i Bret- landi gegn hinni nýju enn þrengri kjötskömmtun. Ríkið hefur greitt kjötverzlunum (slátrurunum), sem svarar 500 miljónum króna í skaðabætur vegna samdráttar í verzlun þeirra. „Þetta“, segir „Eco- nomist“, „er áætlunarbúskap- ur, sem hefur komizt á það stig brjálæðis, sem er imdan- fari hrunsins“. Júgóslavía reynir aS draga til sín ferSamenn. Júgóslavía er að verða eitt PERLUVINIR. Smásaga eftir Luigi Pirandello. Niðurlag. Vinur hans öskraði af hlátri við þessa spurningu. „Hvað er að?“ spurði Mear og gerðist forvitinn. „Var hún ekki rangeygð?“ „Bíddu augnablik, í allra krafta nafni, bíddu andartak“, vældi vinur hans, og gat ekki stöðvað hláturkviðuna, sem skók hann með ofsalegum krampaflogum. „Rangeygð? Ég hefði nú haldið það. Og nasimar era svo víðar, að það er leikur einn að sjá alla leið upp í heilann. Þetta er kven- maðurinn“. „Ilvaða kvenmaður?“ „Konan mín“. Gigi, sem var yfirkominn af áfallinu, hafði samt nægi- legt þrek til að þvogla meiri og minni marklausan þvætt- ing í afsökunar skyni. En hinn mað'urinn fór aftur að hlæja enn tröllslegar og lotulengur. Loks sljákkaði í honum, hann skrumskældi sig allan og stundi þunglega. „Minn góði maður“, mælti hann, „til er óþekktur hetju- skapur í lífinu, sem jafnvel hin lausbeizlaðasta draumóra- gandreið skáldsins fær aldrei sldlið“. „Já, sannarlega“, andvarpaði Mear. „Þú hefur alveg rétt fyrir þér. Ég skil við hvað þú átt“. „Nei, þú skilur mig alls ekki“, gusaðist fram úr hinum, eins og byssuskot. „Heldurðu, að ég eigi við' sjálfan mig? Ætti ég svo sem að vera hetjan, ég, sem er fórnardýrið. Það er nú síður en svo. Hetjudómurinn var allur hjá mág- konu minni, eiginkonu Lucio Valerde. 1 allra krafta nafni, hlustaðu ögn á mig. Hversu steinblindur, nautheimskur beinasni getur maðurinn verið?“ „Hva’ ... Ég?“ „Nei, ég, ég. Að ég skyldi geta blekkt sjálfan mig svo, að telja mér trú um, að eiginkona Lucio Valverde hafi verið bálskotin í mér alla tíð, þangað til að hún giftist manni sínum, sem — upp á æru mína og samvizku — og þú mátt trúa því Gigi litli — hefði átt það fullkomlega skilið. En, í guðanna bænum, hvað heldurðu, að hafi gerzt í þess stað. Eitt dæmið um ósérplægna fómarlund, eins og þú færð að heyra. Valverde fer að heiman, eða réttara sagt læzt fara eins og venjulega (og hún er með í þessu öllu). Þessu næst hleypir hún mér inn í húsið. I3egar örlagastundin — að við verðum staðin að verki óvörum — kemur, felur hún mig í herbergi mágkonu sinnar — kerlingarinnar, sem tinaði. Og hún tekur á móti mér með tilhlýðilegri siðsemd og skjálf- andi frá hvirfli til ilja og virðist vera að fórna sjálfri sér fyrir heill og heiður bróð'ur síns. Eg hafði varla ráðrúm til að æpa: „En, mín kæra frú, bíðið aodarfak, hvernig er það hugsanlegt, að Lucio geti í alvöru trúað ..., ég hafði ekki lokið máli mínu, þegar Lucio kom askvaðandi inn, reiður — og þú getur imyndað' þér það, sem á eftir fór“. „Hvað“, hrópaði Gigi Mear, „þú með allar þínar gáfur“. „Og með alla víxlana mína —“ beljaði hinn, „alla föllnu víxlana, sem Valverde hafði lofað mér að endurnýja, sök- um uppgerðar góðvildar eiginkonu hans. Hann myndi taf- arlaust hafa varpað þeim frá sér með fyrirlitningu — skil- urðu — og gereyðilagt mig. Skammarlegt hrekkjabragð. En við skulum ekki tala meira um þetta. Við minnumst ekki á það framar. Þú gerir það fyrir mig. En eftir allt þetta tilstand á ég svo ekki grænan eyri — og ekkert minnsta útlit fyrir, að ég eignist framar nokkurn eyri, og það því fremur, sem ég hef alls ekki í hyggju að kvongast“. „Hvað segirðu?“ greip Gigi fram í. „Þú kvæntist henni“.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.