Víðir


Víðir - 07.04.1951, Blaðsíða 3

Víðir - 07.04.1951, Blaðsíða 3
VIÐIR 3 ódýrasta ferðamannalandið í álfunni, en var áður eitt það dýrasta. Ferðamenn, sem skipta góðum gjaldeyri fyi-ir dínara, fá 70% afslátt á gisti- húsum og 50% afslátt á öðr- um kostnaði. Erlendur gjald- eyrir er í mjög háu verði á svarta markaðinum. Skóverð hækkar. Ein af þeim verðhækkun- um, sem fylgdu í kjölfar Kóreustyrjaldarinnar, var hækkun á húðum um 40— 50%. Hefur þetta haft í för með sér hækkun á skófatnaði og á sjálfsagt eftir að hafa enn frekari hækkanir í för með sér. ítalir gefa ávexti. ítalska ríkið sendi til Nor- egs 100 kassa af appelsínum og 100 kassa af sítrónum sem jólagjöf. Gjafirnar komu þó ekki fyrr en 19. janúar. A- vöxtunum var skipt milli veikra norskra barna á Ríkis- spítalanum og á Rauðakross- sjúkrastofum. Norskt skiþa- félag flutti ávextina endur- gjaldslaust. E.s. AuShumla, áður Hrímfaxi, hei'ur verið seld til Indlands. 800.000 krónur var hallinn á að senda Hær- ing norður í fyrra. Vélbátagjaldeyririnn. Nefnd sú, er kosin hefur veiið' til þess að annast sölu á gjaldeyrisréttindum bátaút- vegsins, er nú að skrifa við- komandi aðilum og fá umboð þeirra til þess að selja gjald- eyrisréttindin. Hvað kosta vélbátar! Það geta sjálfsagt verið' skiptar skoðanir manna á með'al, um hvað er sann- virði skipa eins og stendur. Enginn lætur byrja á smíði báts innanlands og raunar ekki utanlands heldur, en einn og einn notaður bátur er þó að flytjast inn í landið. Inn- anlands er alltaf verið að selja bát og bát, en lítið er um það. Verð vélbáta hefur heldur farið' hækkandi undanfarið. Mönnum, sem hafa áhuga á þessum málum, kann að þykja nokkur fróðleikur í því að vita, hvað skip eru metin nú til trygginga um allt land eða svo til og talið er af Sam- ábyrgðinni sem næst sann- virði skipa nú. Getur þetta líka verið nokkur leiðbeining fyrir þá, sem vilja kaupa eða selja skip, þótt þar hljóti að sjálfsögðu að koma margt til greina, m. a. og hvað' helzt afkoma útgerðarinnar. Hver smálest í nýju skipi upp að 50 brúttó lestum er nú metin á kr. 11.000, en í skipi yfir 50 lestir og upp að 100 lestum á kr. 10.000. Sé skipið hins vegar ekki byggt undir eftirliti íslenzku skipa- skoðunarinnar eins og t. d. sænskir bátar, sem hafa yfir- leitt veikari yfirbvggingu, er smálestin ekki metin á nema kr. 8.000. Hér er innifalið rá og reiði, en ekki vél eða ann- að. 190 hestafla Allenvél eða 180 ha. June Munktelvél, sem væru nokkuð hæfilegar í 50 ha. bát — kannske þó aðeins of litlar, eftir því sem kröf- urnar eru nú, — kosta eins og er: Allenvélin kr. 230.000 „Ó nei, þú mátt bera mig fyrir því. Hún gifti mig. Það var einungis hún, sem var gift. Eg sagði henni það fyrir- fram. Hreinir reikningar, og hver hefur sitt í allri vinsemd“. „Ungfrú, yður vantar nafnið mitt. Gott og vel, takið þér það þá. Satt að segja, veit ég varla, hvað ég hef við það að gera. En það er líka nóg, er það ekki?“ „Þá“ — vogaði Mear, með hikandi fögnuði, — „þá var það ekkert meira. Þá var nafn hennar Valverde, og nú er það----------“ „Laukrétt. ályktað“, svaraði hinn hlæjandi og reis upp frá borðinu. ,JSíú, hlustaðu nú á mig“, hrópaði Gigi Mear og þoldi nú ekki lengur við' og greip sitt eigið hugrekki fegins hendi, „þú hefur veitt mér mjög ánægjulega morgunstund, og ég hef farið með þig eins og bróður minn. Nú verður þú að gera mér dálítinn greiða“. „A ég- kannske að lána þér konuna mína?“ „Nei, ég þakka auðmjúklega. Mig langar til, að þú segir mér nafn þitt“. »Ég? nafnið mitt?“ sþurði vinur hans, steinliissa, og potaði með vísifingrinum í bringuna á sér, eins og hann væri í vafa um, að hann væri þetta sjálfur. „Ilvað áttu við? Veiztu það ekki, geturðu ekki munað það?“ „Nei“, viðurkenndi Mear skömmustulegur. „Fyrirgefðu mér og úthrópaðu mig sem gleymnasta manninn í veröld- inni, en ég gæti næsturn lagt sáluhjálpareið minn upp á það, að ég hef aldrei á ævi minni séð þig fyrri“. „Svo? Það er einstakt, alveg einstakt“, svaraði hinn. „Gigi minn góður, legðu nú hönd þína hérna. Ég þaklca þér a.f öllu hjarta fyrir matinn og félagsskapinn, en ég fer án þess að segja þér nafn mitt. Og svo er nú það“. „Þú skalt segja mér það, bannsettur hrappurinn“, æpti Mear og stökk á fætur. „Ég hef brotið heilann um þetta í allan morgunn, og ég sleppi þér ekki, fyrri en þú segir mér það“. t Aflahæstu bátarnir í ýmsum verstöðvum 1. apríl: Sandgerði: Mummi .............................. 350 lestir Grindavík: Grindvíkingur ...................... 335% lest. Kejlavílc: Björgvin ........................... 323 — Þorlákshöfn: ísleifur.......................... 310 — Vestmannaeyjar: Vonin ......................... 300 — Akranes: Asmundur ............................. 278% lest Ilafnarfjörður: Vörður ........................ 260 — Isafjörður: Pólstjarnan........................ 170 — Ólafsvík: Egill og Víkingur ................... 137 — Höfn í Homafirði: Hvanney ..................... 125 — og June Munktelvélin kr. 178.000. Hæfileg togvinda í 50 lesta bát, t. d. af amerískri gerð, New England, minni stærð- inni, kostar nú kr. 60.000. Vökva-línuvinda, t. d. frá Héðni, kostar kr. 22.500. Legufæri myndu kosta um kr. 16.000, rafmagnslögn og rafalar um kr. 24.000, dýptar- mælir um kr. 30.000, ljóskast- ari kr. 2.500 og lausamunir, svo sem áttaviti, um kr. 7.000. ILeildarverð slíks 50 lesta nýs vélbáts væri því talið um kr. 942.000 eða kr. 890.000, eftir því hvor vélategundin, sem hér er nefnd, væri í bátn- um, þ. e. tæpar kr. 20.000 brúttó lestin. V.s. „Fell" selt. Vélskipið „Fell“ (um 150 brúttó lestir) fór í fyrri viku áleiðis til Svíþjóðar, og- hefur það verið selt þangað, og er söluverðið í sænskum krón- um álíka og gefið var fyrir skipið upphaflega. Eigandi Jjess, Sigurjón Sig- urðsson útgerðarmaður, fór með skipinu, og hefur hann fest kaup á 90 lesta vélbát, „Erna Djurhus“, frá Færeyj- um, sem er 3 ára gamall eik- arbátur og ágætt skip. Er ætl- unin að koma með bátinn upp í bakaleiðinni. Fullið kom við í Noregi og flutti þangað 300 föt a-f lýsi, sem Óskar Halldórsson út- gerðarmaður átti. ★ Norðmenn álíta, að þegar komizt hefur verið yfir barna- sjúkdómana, muni veiðar með þorskanót bera góðan árang- ur í sæmilegu veðurfari og vera ódýr veiðiaðferð. Fimm blaöa skrúfa hefur verið sett á 6100 lesta skip, byggt í Ameríku, 1943. Aðalkostii-nir við þessa skrúfu hafa reynzt þeir að draga úr titringi. Fiimn blaðaða skrúf- an er minni, 20 fet og 4 þuml- ungar og vegur 19% lest. Hin skrúfan var 21 fet og 8 þuml- ungar. Skipið gengur nii bet- ur en áður og notar minna eldsneyti. E.s. Súðin hefur verið auglýst til sölu á nauðungaruppboði eftir kröfu skipverja vegna van- goldins kaups. Rikið lagði hana á sínum tíma fram sem sinn hlut í Grænlandsútgerð- inni. Næg olía, en ekkert vatn. Fyrir utan Venezuela er lítil eyja, sem heitir Aruba. Þetta er kóraleyja, og er þar ekkert vatn að hafa. íbúarnir eru 20.000. Á þessari eyju eru miklar olíuhreinsunarstöðvar, og flyzt þaðan mikið af þeirri olíu, sem fer til Evrópu. Stór tankskip frá Esso flytja dag- lega yfir eina miljón lítra af vatni til eyjarinnar. Annars eima eyjarskeggjar einnig sjó- inn til þess að bæta úr vatns- skortinum. Beitusíld er nú töluverð til í landinu, sem ekki er útlit fyrir, að verði notuð að þessu sinni. Vélbáturinn Haraldur er ný- byrjaður að reyna með reknet og fékk í Miðnessjónum á þriðjudaginn aðeins 17 síldir í 35 net. Skíðamaður á sjó. Iþróttamenn, sem eru til sjós, kvarta einatt yfir því, að skipið sé ekki sem hentug- astur staður til þess að æfa sig á í íþróttum eins og skíða- stökki og þess háttar. Hinn kunni skíðastökkvari Reidar Andersen var til sjós á sínum yngri árum, en þó ekki nenrn eitt ár. Hafði hann þá ekki aðstöðu til þess að æfa sig. En hann æt.laði að byrja æfingar strax og hann kæmi heim og notaði því öll tækifæri, sem honum buðust, til þess að ná góðu jafnvægi. Hann tamdi sér að fylgja lireyfingum skipsins, en streitast ekki á móti. Hann leitaði alltaf uppi þá staði á skipinu, þar sem hreyfingin var mest. Hann kom svo heim, háði glæsilega keppni — án falls. SOS með bréfdúfu. Durbantogarinn Valk lenti nýlega í sjávarháska í ofsa- veðri fram af óbyggðri strönd. Þar var enginn, sem gat séð neyðarmerkin frá togaranum. Loftnetið fauk niður, svo að ekki var liægt að senda SOS neyðarkallið með útvarps- sendinum. Skipstjórinn, sem hafði áhuga á bréfdúfum, liafði nokkrar þeirra með sér um borð til þess að senda á þann hátt kveðju til konu sinnar. Hann sleppti nú einni af bréfdúfunum með neyðar- kallið. Þrátt fyrir ofsastonn og óveður komst dúfan klakk- laust heim til konu skipstjór- ans, sem gerði björgunarskip- inu þegar aðvart . Það kom í tæka tíð og bjargaði skips- höfninni. Smyglið í Kína. Nýlega fundu tollverðirnir í Hong Kong smyglvörur í norsku skipi, gull, ópíum og sígarettur, fyrir um 10 milj. króna að verðmæti. Kínverj- ar á skipinu voru gnmaðir um að eiga þetta, og var um tíma óttast, að skipið yrði kvrrsett til tryggingar fyrir sektum, sem kinversku skips- höfninni væri uin megn að greiða. En það varð þó ekki. og skipið fékk að fara ferða sinna. „Myrtu mig“, svaraði vinur hans, ráðalaus og rólega. „Skerðu mig í stykki. En ég skal aldrei segja þér það“. „Vertu nú góður vinur og segðu mér það“, tók Mear aftur til máls og breytti um málróm. „Ég hef aldrei reynt neitt slíkt áður, þetta minnisleysi, skilurðu, og ég get svar- ið, að þetta er hin kvalræðisfyllsta hugaræsing. Þú heldur mér í hreinustu herkví. I guðs bænum segðu mér það“. „Farð'u og segðu þér það sjálfur“. „Líttu nú á. Gleymska mín kom ekki i veg fyrir, að ég leiddi þig til sætis við matborð mitt, og sannleikurinn er, jafnvel þótt ég' hefði aldrei kynnzt þér fyrr, þá hefur þú orðið mér næsta kær, þú mátt trúa mér. Ég ber í brjósti bróðurlegar tilfinningar til þín. Ég dáist að þér. Ég hefði helzt viljað hafa þig alltaf lijá mér. Segðu mér svo, hvað þú heitir?“ „Það er með öllu gagnslaust“, svaraði hinn fastákveð- inn. „Þú saknar mín ekki alltaf. Vertu nú slcynsamur. Viltu nú endilega ræna mig þessari óvæntu ánægju, að hafa leikið á þig og þú vitir ekki, hver var gestur þinn? Farðu nú frá. Þú mælist til of mikils, ég sé nú ósköp vel, að þú manst ekki hætis hót eftir mér. Ef þú vilt ekki, að ég verði stórmóðgaður af því, að þú skulir liafa alveg steingleymt mér svona, lofaðu mér að fara minna ferða, eins og ég hef ætlað' mér“. „Farðu þá til fjandans og það sem fyrst, það er það eina, sem ég bið þig um“, hreytti Mear út úr sér geðvonzkulega. „Ég get ekki þolað að hafa þig lengur fyrir augunum“. „Allt í lagi, ég er að fara. En fyrst agnarkoss, Gigi, ég fer alfai'inn aftur á morgun“. „Það vil ég ekki“, umlaði.í Mear, „nema þú segir mér —“ „Nei, nei; þessu er öllu lokið. Og vertu nú blessaður og sæll“, sagði hinn og kvaddi í snatri. Hann hélt svo af stað', slcellihlæjandi, sneri við í síðasta sinn á loftskörinni og rak rembingskoss að Gigi Mcar. ENDIR.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.