Víðir


Víðir - 07.04.1951, Blaðsíða 4

Víðir - 07.04.1951, Blaðsíða 4
Þeir, sem vilja fylgjast vel með, lesa VÍÐI. VÍÐIR flytur efni, sem ekki er annars staðar. Gæftir hafa verið góðar þessa viku og marga dagana einstök veð- urblíða. Aflabrögð hafa verið mjög rýr hjá línubátunum, ofan í eina lest. Það er lítið á kannske 40 stampa. Algengast hafa verið 2 lestir. Utilegubátar, sem eru með Hnu, hafa hins vegar aflað sæmilega, og kom Hafdís frá Isafirði t. d. inn í vikunni með' í>5 lestir og Freydís einnig frá ísafirði með 37 lestir. Er tal- ið, að þeir hafi fengið afla sinn út af Jökli. Togbátar hafa verið með heldur rýran • afla í vikunni, Þristur með 14 lestir, Marz 20 lestir, Vilborg 16 lestir, Ot- ur 12 lestir, Hvítá 17 lestir, Eldey 21 lest, Siglunesið 12 lestir og Bragi 10 lestir. Mjög lítið er nú að verða um loðnu. Það' er kominn sá tími, að hún fer að dýpka á sér, og svo deyr hún, og þá tekur fuglinn hana ekki einu sinni. Hermóður er nú hættur við Hnuna og byrjaður með troll og Dagur einnig, sem er að búa sig út á lúðuveiðar. Víðir er farinn í útilegu. Það er ekki von, að fiskur- inn taki beituna, þegar nóg er af æti í sjónum. Annars virðist. fiskigengd hafa verið' lítil í Bugtinni í vetur. Afli hefur oft verið góður alveg fram undir lok. Togararnir. 14 togarar stunda nú ísfisk- veiðar: A veiðum: Goðanes, Harð- bakur, Elliðaey, Svalbakur og Karlsefni. Á heimleið: Mai, Elliði, Geir, Askur, Jón Þorláksson og Isólfur. Selja núna um helgina: Jón forseti (í dag), Jörundur (mánudag) og Marz (þriðju- dag).^ Allir hinir togararnir eni á veiðum fyrir innlendan mark- að, frystihús og verksmiðjur. Höfn í Hornafirði. Afli hefur verið mjög treg- ur á línuna, hæst 3% lest, al- gengast 2—3 lestir. Einn bátur hefur verið með net, Björg frá Norðfirði, og hefur hún farið í tvær úti- Ræðið við kunningja ykkar og vini um blað- ið. Sendið því nöfn þeirra, sem hafa sömu áhugamál og blaðið ræðif. L- — í legur og fengið um 50 lestir í hvorri. Hefur aflinn verið saltaður um borð. Hvanney er nú að búa sig á netaveiðar, en hún hefur verið með botn- vörpu. Aflahæsti báturinn 1. apríl var Hvanney með 125 lestir, næstir voru Gissur hvíti, Guð- björg og Hafþór, liver með um 115 lestir. Snjór hefur verið mikill, en er nú að taka upp. Vestmannaeyjar. Afli hefur verið að glæðast í netin, og hafa bátar fengið upp í 15 lestir í róðri, 2 nátta. En aflinn hefur verið 3—8 lestir ahnennast. í þessari viku hefur afli í botnvörpuna verið tregari en nokkru sinni í vetur, og eru nú einir 8 bátar hættir við botnvörpuna og búnir að taka net. 7 eða 8 bátar eru enn með botnvörpu. Dragnótabátarnir hafa afl- að heldur lítið, helzt lítils- háttar kola, annars hefur ekki verið gott næði. Vonin var aflahæsti bátur- inn um mánaðamótin, með 300 lestir. Er hún með botn- vörpu. Næstur var Guðrún, línu- og netabátur. Annars var aflaskýrsla. fyrir Vest- mannaeyjabátana eklci tilbú- in, er blaðið fór í prentun. Þorlákshöfn. Þrír aflahæstu bátarnir 1. apríl: ísleifur með 310 lestir, Þor- lákur með 295 lestir og Og- mundur með 260 lestir. Grindavík. Þessa viku hefur verið mok- afli í net á Selvogsbanka. Hafa bátar fengið þar yfir 20 lestir í róðri. Grindvikingur fékk í 4 fyrstu róðrunum eft- ir mánaðamótin 67 lestir. Kvarta sjómenn yfir, að illa gangi að ná netunum upp, og eru þeir sjálfsagt með þau á hrauninu. Á línuna hefur ekkert ver- ið, 1—1% lest í róðri, og eru nú allir bátar að taka net á ný nema 2, sem ekki hafa netaútbúnað'. Þrír aflahæstu bátarnir 1. apríl: Gríndvíkingur með 335% lest í 42 róðrum, Hrafn Svein- bjarnarson með 274% lest í 40 róðrum og Bjargþór með sama aflamagn í 41 róðri. Eftir miðvikudagsróðurinn var Grindvíkingur búinn að fá 390 lestir. Sandgerði. Eftir páskana leit mjög vel út í 2 daga með, að afli ætl- aði að fara að glæðast, en svo kippti snögglega úr aflabrögð- unum aftur, og þessa viku hefur verið sáralítill afli, al- gengast 2—5 lestir, og er út- litið með aflabrögðin slæmt. Bátar munu þó halda áfram róðrum í von um, að afli glæð- ist, þegar fiskurinn er búinn að hrygna og loðnan er geng- in úr lionum. Þegar tíðin er þannig, að róið er upp á hvern dag, gengur ekki meira á mið- in en það, sem aflast daglega. Á miðunum er líka mikill ara- grúi af skipum með botn- vörpu, einn daginn voru talin á grunnmiðum 70 skip, togar- ar og togbátar. Heildarafli 1. apríl var um 4400 lestir, Aflahæstir voru: Mummi með 350 lestir, Pétur Jónsson með 340 lestir (í 56 róðrum) og Vikingur með 315 lestir. Þann 3. apríl stóð aflinn þannig, að Mummi var með 365 lestir, Pétur Jónsson með 350 lestir og Víkingur með 320 lestir. Keflavík. Þar hefur verið rýr afli þessa viku, loðnan er sem sagt horfin. Heildaraflinn í Keflavík fram að 1. apríl er 4161% lest hjá 20 bátum í 754 róðrum. 1950 var aflinn 5312 lestir hjá 22 bátum í 910 róðrum. 1. apríl í ár voru 3 afla- hæstu bátarnir: Björgvin með 323 lestir í 48 róðrum, Keflvíkingur með 316 lestir í 52 róðrum og Anna með 310% lest í 48 róðr- um. Eftir miðvikudagsróðurinn var Björgvin búinn að fá 340 lestir og Anna og Keflvíking- ur voru jöfn, með 327 lestir livör bátur. Dettifoss tók í vikunni 580 lestir af frosnum fiski til Israel og 270 lestir af saltfiski og þunnildum. I Hafnarfjörður. Afli hefur verið mjög treg- ur þessa viku, og má segja, að ekkert hafi fengizt, sem afli getur kallazt. Heildaraflinn af 14 línubát- um var 2525 1. fram að 1. apr., í 480 róðrum, en þar fyrir ut- an er afli af 3 netabátum. Aflahæstir voru 1. apríl: Vörður með 260 lestir í 40 róðrum, Vonin með 253 lestir í 41 róðri og Hafbjörg með 243 lestir í 43 róðrum. Akranes. Það má segja, að alveg sé þurrt. Sem dæmi upp á afla- leysið má geta þess, að á mið- vikudaginn reru 14 bátar og fengu 24 lestir samtals, þ. e, eins og þykir sæmilegur afli af tveimur þremur bátum með venjulegum aflabrögð- um. Heildaraflinn á vertíðinni 1. apríl var orðinn 2888 lest- ir hjá 15 bátum í 479 sjó- ferðum. Þrír aflahæstu bátarnir 1. apríl: Ásmundur með 278% lest í 38 róðrum, Sigurfari með 278 lestir í 40 róðrum og Sigrún með 252 lesti rí 39 róðrum. 1950 var aflinn á sama tíma 3585 lestir hjá 18 bát- um í 632 sjóferðum. 1949 var hann 4572 lestir hjá 18 bátum í 602 sjófeíðum. Þótt aflaleysið' sé nú mikið, eru menn að doka við eftir, að loðnan gangi úr fiskinum og hvort hann muni þá elclci gefa sig til á línuna. Ólafsvík. Afli hefur verið heldur lé- legur, þó fékk einn bátur um miðja vikuna 11 lestir út á Flálca, sem kallað er, út af Nesinu. 3 aflahæstu bátarnir eru: Egill og Víkingur, hvor með 137 lestir, og Erlingur með 122 lestir. ísafjöröur. Afli héfur verið mjög treg- ur hjá línubátum. Hjá tog- bátunum hefur verið frátafa- samt og tregur afli, mest steinbítur. Telja sjómenn upp á, að hann fari að ganga til þurrðar, eftir því sem togbát- unum fjölgar. Aflinn hjá tog- bátunum liefur verið’ 10—15 lestir í túr. Aflahæsti báturinn um mánaðamótin var Pólstjarnan með um 170 lestir. Fyrir lá ekki aflaskýrsla. Isboi’g kom inn í vikunni með 150 lestir. í allan vetur hefur verið leiðindaveðrátta, alltaf snjó- að annað veifið og skaflarnir orðnir ákaflega þykkir. I lægðunum uppi í hlíðinni eru staurarnir að fara í kaf. Það þarf mikla leysingu til þess að' losna við allan þennan snjó. Ef ekki fer bráðlega að hlána, verður rafmagnslítið, því að vötnin munu vera að þorna, enda hefur ekki koin- ið hláka síðan í desember eða nóvember, svo að noklcru ' agni kæmi. Hefur mótorinn, sem settur var upp, gengið stanzlaust nótt og dag til þess að draga úr vatnseyðslunni. Síðustu dagana hefur verið' sólskin og þiðnað lítilsháttar á daginn, en frosið aftur á jióttunni. RauÖmaga- og grásleppuveiðin er nýbyrjuð. Maður, sem reri einn á báti, féklc einn dag- inn 200 stykki. Rauðmaginn er nú seldur á 6 krónur stykk- ið. Ef að vana lætur, má bú- ast við, að þessar veiðar verði stundaðar af þó nokkru- kappi í vor og fram á sumarið. Á sumum bátunum róa þrír og hafa net eftir því. Togarar seldir. Talið er, að togarinn Bel- gaum hafi verið seldur til Skagastrandar fyrir kr. 1.2 milj. Olíulcynding verður sett í skipið, og er hún innifalin í verðinu. Skipið er selt með haffararskírteini. Það verður eklci mikið', sem núverandi eigandi fær út úr sölunni, þegar allt lcemur til alls. Þá er talið, að verið sé afi selja togarann Jupiter til Þingeyrar. Hann var tekinn í slipp núna í vikunni. Á bæði þessi skip hefur ver- ið aflað óhemju. Með þau voru miklir fiskimenn, og komst árlegt aflaverðmæti á stríðsárunum víst stundum upp undir 5 miljónir króna. Það er milcið ineð núverandi gengi. Vonandi fylgir sama gifta skipunum í eigu hinna nýju eigenda. Það þarf elcki að ef- ast um, að enn má mikið afla á þessi skip, ef aðeins fást á þau góðar skipshafnir. Sala til Frakklands. Það vakti nokkra athygli, er vélskipið Oddur fór til Frakklands með ísfiskfarm. Það tók tvo daga að losa skip- ið, sem var með 110 lestir. Færeyingar hreistra ufsann. Færeyskur togari kom hér í vikunni og vakti það eftir- tekt, að hann var með hreistr- unarvél um borð. Og þegar farið var að inna Færeying- ana eftir, hvað þeir gerðu við vélina, sögðust þeir nota hana til þess að hreistra með ufs- ann, sem síðan væri pækil- saltaður og seldur til Spánar, og fengju þeir þannig fyrir hann sama verð og fyrir þorsk- inn. Þetta ræru þeir búnir að gera í eitt ár. Er hér ekki um mál að ræða, sem vert er fyrir ís- lenzlca útgerðarmenn að at- huga. Kaupið ,, Víðir Undirritaður óslcar eftir að gerast áshrifandi að Viði. Nafn ........................................... Heimili ..................... .................. Póststöð ..........................(Sími 2685) Til vikublaðsins Víðir, Reykjavík.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.