Víðir


Víðir - 21.04.1951, Blaðsíða 1

Víðir - 21.04.1951, Blaðsíða 1
 XXIII. Reykjavík, iaugardaginn 21. apríl 1951. 15. tölublað. Barenfshafið og Danir. Barentshafið er norður og austur af Noregi, fyrir austan Svalbarða. Þar er góður fiski- botn og mjög hæfilegt dýpi til að fiska á. Danir fiskuðu þarna mikið í hitteð'fyrra, en í fyrra brást þar næstum al- l veg veiði, og varð mikið tap á þeim skipum, sem þangað fóru. Samt fóru í ár um 20 danskir bátar þangað upp úr páskunum, og fleiri fara ef til vill síðar. Hafrannsóknarskip- ið „Jens Væger" fylgir bátun- um og verður þar á miðunum fram í miðjan maí eða til maí- loka. Vesfur-þýzku fiskveið- arnar 1950. f 3186 veiðiferð'um í Norð- ursjóinn, til íslands, Bjarnar- ^yjar og Barentshafsins komu 225 vesturþýzkir togarar með 366.03G lestir (álíka magn og allur íslenzki aflinn) af nýj- um fiski árið 1950, og nam heiklarverðmæti aflans um sem svarar 400 milj. ísl. kr. Veiðiferðirnar voru sem svarar 8% færri en árið 1949, en aflamagnið jókst um 7%. Þetta meira fiskmagn var sem svarar þeim .'32.000 lest- um, sem íslenzku togararnir máttu landa í Þýzkalandi, en varð ekki af vegna togara- verkfallsins. Þjóðverjar reyndu að bæta sér þetta upp með lengri veiðum á íslands- miðum og.við' Noregsstrend- ur, þó að það kostaði það, að þeir yrðu að draga úr síld- veiðunum á Fladengrunni og Doggerbank. Ferðirnar til ís- lands jukust þannig úr 785 ár- ið 1949 í 954 árið 1950. Ferðir í Barentshafið voru óbreytt- ar, en aðenis 3 togarar veiddu við Bjarnarey í íyrra á móti 59 árið 1949. 10-12 mílna landhelgi. Miklar hafa framfarirnar orðið seinustu árin í atvinnu- lífi þjóðarinnar. Nýjar at- vinnugreinar hai'a bætzt við hinar eldri, landbúnaðinn og fiskveiðarnar. Mikið hefur verið gert til þess að- efla landbúnaðinn. Ræktunin heíur verið aukin og mikið byggt upp í sveit- unum. Það þarf enginn að sjá eftir því fé, sem þannig hefur verið varið. Það kemur aftur. Landbúnaðurinn er sá banki þjóðarinnar, sem ekki verð'ur gjaldþrota, þótt aðrir kunni að verða það. Hann getur staðið á eigin fótum. Iðnaðurinn og verzlunin er í gróanda. f kjölfar virkjun- ar fossanna mun rísa upp mik- i!l iðnaður í landinu. Og eng- in hætta er á, að sá orkugjafi gangi til þurrðar eins og kol og olía. En hverj'u fer nú fram um íslenzku fiskimiðin. Það' vanf- ár ekki, að veiðitækin eru fullkomin. Þar er ekkert á eft- ir tímanum. En eini snöggi bletturinn í atvinnulífi okkar er einmitt í sambandi við fiskveiðarnar. En liann er svo alvarlegur, að hann getur breytt lífskjörunum mjög til hins verra. Og er þar átt við hina gegndarlausu og óskyn- samlegu veiði. Alls staðar frá berast frétt- ir af minni aflabrögðum en áður og urmul af erlendum og innlendum botnvörpung- um á miðunmn, sem hirði fiskinn jafnóðum og hann kemur að' landinu, svo að hann nái aldrei neitt sem heit- ir að komast á grunnmiðin. Síldin er lögst frá Norður- landi, a. m. k. í bili, þó að það eigi sér aðrar orsakir. VERZLUNIN: Útflutningurinn: Utfluttí marz 1951 ...................... milj. kr. 36 . Heildarútflutningur í marzlok 195] milj. kr. 151 Heildarútflutningur í marzíok 1950 milj. kr. 72* Innflutningurinn: Innflutt í marz 1951...................... milj. kr. 59 Heildarinnflutningur í marzlok 1951 milj. kr. 146 Heildarinnflutningui- í marzlok 1950 milj. kr. 75* Hagstæður verzlunarjöfnuður 1. apríl 1951 milj. kr. 5. Að mestu gamla gengið. Þannig er þessi mikla gu]]- kista þá komin. Og eru nokkr- ar líkur til þess, að hér verði staðar numið og þetta fiski- magn, sem nú er, haldist, ef ekkert verður gert til vernd- ar miðunum? Nei, það er ekk- ert líklegra en fiskurinn haldi þá óðum áfram að' minnka al- veg eins og í Norðursjónum* og við Færeyjar, og það h'ði ekki mörg. ár, þangað til hér verði orðin svo til ördeyða borið saman við það, sem áð- ur var. Þegar aflinn á vetrar- vertíð væri orð'inn 2—3 lestir á bát, myndi margur .verða mötustuttur. En hvað er þá hægt að gera til verndar fiskimiðun- um og atvinnu mikils hluta þjóðarinnar og þeirri, sem gjaldeyrisöfhinin byggist að mestu á? Það er um tvær leiðir að ræða, sem báðar verður að fara. Önnur er sú að' helga okkur allt landgrunnið, 10— 12 sjómílur út, eins og aðrar þjóðir hafa gert. Hin ér sú að friða beztu hrygningarsvæðin fyrir öllum veiðarfærum nema þá línu- og handfæraveiðum, ennfremur að friða svæði, sem væru vel fallin til þess •að ala upp fjsk á og hefja jafnframt klak á fiski í stór- um stíl. Má hér nefna Sel- vogsbankann sem eitt mikil- vægasta hrygningarsvæðið og það seinasta hér sunnanlands, að því er virðist, þar sem fiskurinn hefur ieitað grið- lands á. Fiskurinn er að mestu liættur að hrygna heim við Vestmannaeyjar, alveg hætt- ur í austursjónum og það fyr- ir alllöngu og mikið til' á Bankanum og miðunum þar í kring, og hefur svo verið nokkur undanfarin ár. Það hefur oft verið talað um frið'- un Faxaflóa, en Breiðafjörður mætti fylgja með. Nú er verið að metast um, hvort netabátarnir eða to£- ararnir eigi að láta greipar sópa um Selvogsbankann, þar sem fiskurinn hefur haldizt lengst við til að hrygna vegna hinna miklu hrauna. Ef tog- ararnir og netabátar frá Vest- mannaeyjum, Stokkseyri, Þorlákshöfn, Grindavík og e. t. v. Faxaflóa leggja þangað leið sína jiæstu árin, sjá allir, hve skjótan enda aflabrögðin á Selvogsbanka fá eins og annars staðar, þar sem gegnd- arlaus veiði hefur verið rekin. Til þess að landsmenn hafi viðunandi lífsviðurværi af að stunda fiskveiðar á heima- miðum í framtíðinni, verða þeir einir að fá að hagnýta fiskimiðin á öllu landgrunninu með hæfilegri veið'i, sem of- býður ekki fiskistofninum, jai'nframt því sem þeir verða að hefja öílugt fiskiklak. Þetta er ein mikilvægasta bar- átta fslendinga fyrir lands- i'éttindum í dag. Hér má eng- mn afsláttur eiga sér stað. Þegar íslendingar háðu frels- isbaráttu sína við Dani, vildu menn ganga misjafnlega langt. Þeir, sem lengst vildu ganga, sigruðu að lokum, og það varð hamingja íslands. í þeirri baráttu, sem fram und- an er fyrir landgrunninu, verður að krefjast f'ullra rétt- inda og sætta sig ekki við neitt minna. Samheldni þjóðarinnar í þessu mikilvæga máli er hér þyngst á metunum og örugg og skelegg forysta hjá alþingi og ríkisstjórn. Sameinuðu þióðirnar verða svo að vera sá bakhjarl, sem íslendingar verða að treysta á í þessum efnum, ef til verulegra á- rekstra kæmi út af þessu máli við aðrar þjóðir. Óvissan á fiskmarkaðinum. FOA, matvælastofnun Sam- einuðu þjóðanna, hefur ásamt efnahagssamvinnu hinna 18 Marshalllanda í París (OE- EC) kynnt sér ástandið á fiskmarkaði þessara 18 landa og komizt að eftirfarandi nið- urstöðu: Hið alltof mikla framboð af fiski á hinum evrópiska fiskmarkaði stend- ur í engu hlutfalli við' hinar raunverulegu barfir þeirra. Markaðsástandið einkennist bví á vissum tímum af mik- illi óvissu. Athuganir þær, sem báðar stofnanirnar hafa gert, eru ekki aðeins fólgnar í því, að komast að þessari niður- stöðu, heldur koma þær þeg- ar með nýjar tillögur, sem ættu að geta leitt til meira örvagis á fiskmarkaði hinna ýmsu landa. Eltingarleikur. Danskur fiskibátur kom nýlega inn til Rönne, eftir að rússneskur varðbátur hafði elt liann í fleiri tíma og skot- ið á hann viðvörunarskotum. Fiskibáturinn hafði farið inn fyrir 12 míJna landhelgis- línuna í Danzig-fióanum. Hann hafði nýlagt þar nokk- ur þúsund króka af laxalínu, þegar rússneskur varðbátur nálgaðist. Danirnir skáru þeg- ar á h'nuna, og hófst nú elt- ingarleikur, sem stóð yfir í fimm klukkustundir, áður en Danirnir komust undan með öll Ijós slökkt. Höfðu þeir fengið 170 laxfi, en línan, sem var talin 8—10 þúsund króna virði, var töpuð. S" Si i rhaí^ val veiS- unum lokiS. 9. marz kl. 24 lauk hval- veiðunum í Suðurhöfum, og höfðu þær þá staðið í 79 daga eða nokkru skemur en venju- leaa. Veiðin hjá hinum^l.0 norsku leiðöngrum var svip- uð og árið áður. en þá var lýsið rúm 1 milj. föt. •^Galathea". danska skipið, sem er á hafrannsóknarför umhverfis hnöttinn, var fyrir nokkru statt hjá Madagascar, sem er eyja fjórum—fimm sinnum stærri en ísland og liggur austur af Suður-Afríku. Gala- thea fékk þarna í botnvörp- una ýmsar áður óþekktar teg- undir af fiski og m. a. fisk tun i/, m á lengd með löng- um sporði og kúlumynduðum haus. Danskur fiskibátur, Havörnen, sem ætlaði að hefja veiðar í höfunum hjá Marokko, hreppti fárviðri á leiðinni og var hætt kominn, en 9 skip fórust þar í grennd- inni. Ivonur og börn voru með í ferðinni. ÍSFISKSÖLUR. Söludagar: Skipsnafn: U. apri) Goð'nnes. Neskuupsl. 13. — Harðbalmr, Akureyri 17. — Elliðaey, \'ostn;. 18, — Svalbakur, Ákureyri Vólskip: K, apríl Snœfell, Sl.vkkisliólmi Dagar milli sölu: Sölust.: 21 Grimsby 23 Gr'nnsby 2S Grimsby Grimsbv Lestir: Meðalv. kg.: 823 £119(17 kr. 2.45 230 £10098 192 £ 9221 250 £15538 2.00 2.20 2.75 Pleetwood 84 £ 3399 1.85

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.