Víðir


Víðir - 28.04.1951, Blaðsíða 2

Víðir - 28.04.1951, Blaðsíða 2
a VÍÐIR inðiM* kemur út á iuugardögum Fylgirit: GAMAI/f OG NÝTT Ritstjóri: EINAR SIGURÐSSON Sími 2G85 V íkingspren t VerðlagseflirlitiS. Það vekur nokkra athygli, að verðgæzlustjóri hefur sagt iausu starfi sínu, og þó minni ítthygli en við' hefði mátt bú- ast. Það er látið uppi, að á- stæðan hafi verið sú, að hann viðskiþtamálaráðherrann Þafi greint á um scilu sþænskra Rllarefna. Það má vel vera, iið þetta hafi verið svo veiga- mikið að dómi verðgæzlu- stjóra, að' hann hafi ekki get- aið gegnt þessu starfi áfram. Það væri langur uppi að eiga •að fara áð meta gæði hverrar vöru og söluhæfni, ef ekki er beinlínis um óheilnæma vöru áð ræða til neyzlu. Kaupend- urnir verða að eiga það við sjálfa sig, hvort þeir kaupa hana eða ekki. í þessu tijfölli hefur verið vakin athygli þeirra á göllum hennar, og sýnist þar vera alveg nógu langt gengið af því opinbera. Það hefur verið að sma- höggva skörð í verðlagseftir- litið, og sjálfsagt mætti það hverfa, um leið og nægilega mikið væri til af þeim vörum, sem gefinn hefur verið frjáls innflutningur á og nóg fram- boð væri á. Það er ljótan, að svo skuli ekki enn vera um allar vörur. Hvergi þrífst hátt verðlag og svartur markaður betur en í skjóli haftanna. Um svarta markaðinn og ó- heilbrigði haftanna er þó haft lægra. Nokkur hundruð króna verðlagsbrot er verið að bús- úna um allt land í blöðum og útvarpi, og þar er refsivend- inum veifað óspart, en um það, sem fer á milli mála á svarta markaðinum, heyrist ■ekki aukatekið orð. En það er ekki til þess að kitla eyru almennings að segja, að verðlagseftirlitið megi vera úr sögunni og öll önnur höft og þvinganir á verzluninni og atvinnulífinu, því að honum er talin trú um, að verðlagseftirlitið sé i hans höndum, og á meðan sé öllu 'óhætt. Engu að síður er það svo, að afnám verðlagseftir- litsins myndi að því tilskyldu að nóg væri til af vörum leiða til lægra vöruverðs, betri inn- Ikaupa, beinni flutnings á bafnir úti á landi, harðari samkeppni, færri heildsölu- og smásöluverzlana, meiri veltu og minni álagningar. ^Vet^luu oc| Uázmat. um, og myndi það greið'a mjö: Samskipti Dana og Tékka. Verzlunarsamningar Dgna og Tékka hafa farið út um þúfur, og hefur þeim verið slegið á frest í bili. Það verð- ur því ekki um neinn yfir- clrátt að ra:ða til vörukaupa á hvoruga sveifina. Hins vegar geta vöruskipti farið fram með greiðslu samkvæmt greiðslusamkomulagi, sem á- fram er í gildi. Viðræð'ur fara nú fram um nýjá verzlunarsamninga milli Islendinga og Tékka. I Hinn frjálsi gjaldeyris- markaður í Madrid. Samkvæmt ákvörðun frá 21. júlí 1950 geta spænskir útflytjendur selt liluta af gjaldeyri þeim, er þeir fá fyr- ir útfluttu vöruna, á, frjáJsum gjaldeyrismarkaði í kauphöll- inni í Madrid. Hinn lxlutann fá þeir greiddan á sérstöku útíiutningsgengi, en það er breytilegt eftir vörutegmid- um. Það er ekki fastákveðið, hve miklu útflytjandinn fær áð halda eftir af litflutnings- verðmætinu, sem hann getur síðan selt á hinum frjálsa markaði, þar sem þetta er breytilegt, eftir því um hvaða vörur er um að ræða, og eins er það breytilegt frá einum tíma til annars. Þær gjaldeyrisupphæðir, sem eru seldar á hinum frjálsa gjaldeyrismarkaði, má síðan nota til greiðslu á vissum inn- f Iutnings vörum. Þetta er ekki ósvipað fyrir- komulag og gildir um báta- gjaldeyririnn, nema hvað það er miklu flóknara á Spáni. Svíar vilja sjálfir framleiða allan þann kalk- saltpétur, sem þeir þurfa á að halda, en hingað til hafa þeir aðeins framleitt um helming- inn af köfnunarefnisáburði, hitt hafa þeir flutt inn frá Noregi. Þessi áform hafa vak- ið mikla athygli í Noregi, og óttast menn, að þetta skref kunni að leiða til samdráttar á verzluninni milli þessara tveggja landa. 10 miljónir bifreiSa voru framleiddar árið 1950, og er það 2.3 milj. meira en árið 1949. T bifreiðafram- leiðslu sihni fóru Bandaríkin ram úr öllum sínum fýrri metum og framleiddu 8 milj. vagna og þannig 80% af allri bílaframleiðslu heimsins. Bretland var hins vegar mesti bílaútflytjandinn og var með næst mesta framleiðslu, Kanada var þriðja í röðinni, Frakkland þar næst og hafði aukið framleiðslu sína frá ár- inu áð'ur um 37%. Vestur- Þýzkaland var finnnta í röð- inni og Italía sjötta. Þýzkaland og sterlingsvæðið. Gert er ráð fyrir því, að Vestur-Þýzkaland sameinist áður en langt um líður ster- lingsvæðinu í gjaldeyrismál- fyrir viðskiptum við Þýzka- land. Fjármálaástandið í Þýzka- landi hefur batnað verulega síðustu vikurnar. Kapphlaup- ið um innflutningsleyfi er á enda, og lánsfjárþörfin í Greiðslubandalaginu hefur elcki verið eins knýjandi og áður. 75% frílisti er nú í gildi í Svíþjóð frá 10. apríl, að því er varðar inn- flutning frá hinum svokölluðu Marshalllöndum, og hefur Svíþjóð' þ’annig til fulls getað uppfyllt áætlanir Efnahags- samvinnu E vró]fuþj óðanna (OEEC) um aukið verzlunar- frelsi. Um Gl% af innflutn- ingi matvara er frjáls. Enn vex doliara- eign Breta. Dollaraeign Breta er nú komin upp í 3.758 milj. dpll- ara og hafði aukizt um 458 inilj. dollara á síðasta árs- fjórðitngi. Það er eftirtektarvert, að jafnframt því sem dollarainn- e.ign Breta vex, hækka skuld- ir Breta til annarra landa í sterlingspu ndu m. I haust var mikið umtal um, að pundið yrði hækkað í verði, og var þá talið, að það yrði gert, þegar dollaraforð- inn væri kominn upp í 3.000 milj. dollara. Nú heyrist ekki minnzt á hækkun pundsins, og er þó dollaraforðinn kom- inn verulega upp fyrir þessa upphæð. Áð fjara út? Svo virðist sem hækkanir á flutningsgjöldum séu að fjara út. Undanfarna mánuði hefur verið' stöðug hækkun á flutningsgjöldum, og höfðu þau t. d. hækkað í febrúar s.I. um 60% frá því fyrir ári síð- an. Blómlegt atvinnulíf. I Svíþjóð starfa nú í iðn- aðinum fleiri menn en nokkru sinni áður, og m. a. 100.000 útlendingar. Þrátt fyrir þetta vantar mikinn vinnukraft í Svíþjóð. Næstu 3—4 árin bú- ast menn við enn meiri skorti á verkafólki en nokkru sinni áður. Svíar segja, að' á með- an samsköttun hjóna sé í gildi, verði ekki hægt að ná til mikils hluta kvenfólks, sem ella myndi láta iðnaðinum í té starfskrafta sína. Enn- fremur dragi líáir skattár mjög úr því, að menn vinni yfirvinnu, sem iðnaðurinn hefði þó fulla þörf fyrir. Tvr' / 'i - A'yuiig i ncrskri íogarasraíSi. Norðmenn hafa nýlega fengið sér nýjan togará, sem var skírður „Möretrál 1“. Hann ér 630 br. lestir. Borið sarnan við íslenzku togarana, þá eru þeir nýjustu (i84 br. lestir að stærð. Vélin er 1000 ^estöfl. Sérstök vél er fyrir t ogvi n d u n a. Fiski m j öl s verk- smiðja er í skipinu, sem vinn- ur úr 20 lestum af hráefni á sólarhring. Auk venjulegra siglingatækja og bergmáls- dýptarmælis er fisksjá í skip- inu. Von er á öðrum togara Laylá og Majnún. Smásaga eftir Nizami. Framh. ólmur kvongast Laylá, hvíslaði orði í eyra föður hennar. Daginn eftir var höllin auð og tóm. Gamli höfðinginn, ásamt Laylá og öl'lu sínu föruneyti, hafði farið á burt til höfuðbóls síns í fjöllunum, þar sem vonir stóðu til, að hið' svala og heilnæma loftslag myndi bæta heilsu Laylár. Að minnsta kosti voru það orð föður hennar, enda þótt enginn gæti skilið, hvemig í þessu lægi, því öllum var augljóst, að Laylá hafði aldrei á ævi sinni verið hraustlegri útlits. Qays, sem dögum saman vissi ekkert um þessa skyndi- legu brottför, beið á ákveðnum tíma við lindina. Loks heyrði hann einn daginn, þá orðinn mjög hryggur, því Ibn Salám hafði ekki farið leynt með það, að Laylá hefði af sjálfsdáðum farið upp til fjallanna með sveit föður síns og Ibn Salám, sjálft uppáhaldið hennar, hefði slegizt í förina. Qays, sem trúði þessu eins og nýju neti, því að élskendum hættir við að trúa því, sem þeir óttast mest, íauk að heim- an eins og ruglaður. I kvöl örvæntingar sinnar gáði hann einskis annars en leita að Laylá og finna hana. Hann stefndi beint af augum til hinna fjarlægu fjalla, steð'jaði út í eyði- mörkina og hrópaði: „Laylá, Laylá“. Hver einasti klettur, hvert einasta tré og kræklóttur þymirunnur í eyðimörkinni þekkti nú nafn hennar, vegna þess að það bergmálaði þar allan daginn og alla nóttina, þangað til að komið var undir dögun, en þá hneig hann örmagna niður á hrjóstruga sand- auðnina. Og þar var það, sem Zeyd og flokkur af vinum húsbónda hans fann hann við sólaruppkomu. Hann var algerlega viti sínu fjær. Úttaugaður af þreytu, hungri og þorsta gekk hann áfram, eins og hann hafði gengið í eyðimörkinni. Þeir tóku hann heim aftur til föðurhúsanna og leituðust við að endurnæra hann. En þegar hann var loks kominn til heilsu aftur, kallaði hann stöðugt á hina horfnu ástmey sína, Laylá, svo að þeim virtist skynsemi hans skert og ræddu um hann eins og „Majnún“, mann, sem geggjaður hefur orðið út af ástamálum, og því nafni var hann nefndur alla tíð upp frá því. Faðir hans gekk á fund hans og leiddi honum fyrir sjónir, að hann ætti að verða afhuga þessari óviturlegu ást á dóttur þess höfðingja, sem væri þeim alls ekki vinveittur. Og þeg- ar föður hans skildist, að hann var með fullri skynsemi í öllum öðrum efnum en þessari vitstola ást, sagði höfðing- inn við sjálfan sig: „Ef hann yrði læknaður af þessum kvilla, yrði hann alheiH“. Og vegna þess að hann var jafn- fús á, hvort heldur var að elda framvegis grátt silfur við’ höfðingjann í Basráh eða gera bandalag við hann, afréð hann að láta til skarar skríða. Hann safnaði því hinu veg- legasta fylgdarliði og tók sér ferð á hendur til fjallanna til höfðingjans, höfuðóvinar síns, og skildi Manjún eftir í um- sjá hins trúlynda Zeyds. Eftir margra daga ferð náði hann loks aðsetursstað föður Laylár og gekk drembilátur fram fyrir höfðingjann og krafð- ist þess, að hann gæfi dótturina til kvonfangs syni sínum, og dró ekki neina dul á, hver afleiðingin yrði, ef bónorðinu yrði hafnað. Bónorðinu var hafnað jafndrembilega og það hafði verið borið fram. „Fregnir berast viða“, sagði höfð- inginn í Basráh. „Sonur þinn er vitskertur, læknaðu fyrst geðveiki hans og komdu svo og leitaðu samþyltkis míns“. Cyd, höfðingi í Yemen, var bæði dramblátur og grimmur. Hann gat því ekki þolað móðgun þessa. Hann hafði boðið tengdir með vináttu, en því hafði verið breytt í hvassydda stríð'sör. Hann sneri aftur frá samfundum þeirra Basráhs

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.