Víðir


Víðir - 28.04.1951, Blaðsíða 4

Víðir - 28.04.1951, Blaðsíða 4
r.""~------------------------------------ V í Ð IR flytur efni, sem ekki er annars staSar. _________________________________________ Þeir, sem vilja fylgjast vel meS, lesa V í ÐI. Gæftir hafa verið heldur góðar þessa \riku, norðan og norð- austan átt. Vindur hefur þó verið það mikill suma dagana, að togbátar hafa átt erfitt með að' vera að. / AflabrögS. A línuna hefur \rerið rýr afli, 3—4 lestir. Aðeins 2 bát- ar eru nú enn með línu, As- geir og Hagbarður. Freydís, sem er í útilegu, heldur á- fram að afla vel og kom inn í vikunni með 25 lestir. Hjá togbátum hefur verið sæmilegur afli, einkum síðari hluta vikunnar. Islendingur kom t. d. inn í íyrradag með 30 lestir og Þristur með 15 lestir. Fyrr í vikunni kom Bragi með 15 lestir, Otur 10, Marz 12, Hafdís 8, Ilvítá 6. Hermóður kom í fyrradag nteð 8 lestir eftir einn dag. A lúðuveiðum eru nokkrir bátar, þeir Skíði, Skeggi, Arn- arnesið og Steinunn gamla, og hefur afli verið sæmilegur. Verið er einnig að búa Dag á lúðuveiðar. Bátar eru einnig í þann veginn að byrja á dragnóta- veiðum. Rauðmagaveiðin gengur vel, og' fást þetta 50—120 rauðmagar í róð'ri, þar sem er einn á. Þessar veiðar eru nú stundaðar fyrir bæjarmarkað- inn frá Vatnsleysuströnd- inni, Garðahverfinu, Álfta- ííesinu, Grímsstaðaholtinu, Seltjarnarnesinu og svo Reykjavík. Ennfremur hefur komið þó nokkuð af rauð- maga ofan af Akranesi til bæj- arins. Oskar Iíalldórsson gerir út vélbátinn Harald með reknet, en hann hefur helzt ekki orð- ið var við síld. Er því meira kennt urn, hve kalt tíðarfarið' er, að síldin komi ekki upp heldur en, að síldin sé ekki til á miðunum. Togararnir. Afli hefur verið misjafn, sumir hafa þó fengið ágætan afla, t. d. kom Jón forseti inn með fullfermi í vikunni og um 20 lestir af fiski á þilfari. Hafði hann fengið upp í 19 Ppka í hali, sem þykir óhemju mikið. Það þótti afbragðsgott er 12—14 pokar fengust í hali á gömlu togarana, en nýju togararnir hafa mun stærri botnvörf>u. Afla sinn fékk Jón forseti við Selvogsbanka- hraunið. Ef tíð'in fer að skána, er viðbúið, að togararnir fari nú að fara ahnennt á Halann og jafnvel norður fyrir land. Norðantogararnir hafa verið að fá þar góðan afla. Það hefur verið mikið fram- boð af fiski á markaðinum í Bretlandi og hann heldur fall- andi, þó að' sölur hafi enn ver- ið sæmilegar. 12 skip stunda nú veiðar fyrir brezkan markað: A veiðum: Marz, Goðanes, Bjarni riddari, Geir, Karls- efni og Fylkir. A útleið: Egill Skallagríms- son og Jón forseti. A heimleið: Röðull, Askur, Maí og Elliði. Aðrir togarar eru á veiðum fyrir heimamarkað, ýmist á saltíiskveiðum eða fyrir frystihúsin og fiskimjölsverk- smið’jurnar eða livorutveggja. V estmannaey j ar. Afli hefur verið mjög mis- jafn í netin, reytings afli. Bát- ar hafa fengið ágætis róðra allt upp í 30 lestir, en aðrir líka niður í sama sem ekkert. Afla sinn fá þeir á Selvogs- bankanum. Hjá togbátunum hefur ver- ið tregur afli. Vonin kom í fyrradag með’ 13 lestir og Njörður 12 lestir. t dragnótina hefur verið góður afli suma daga, einn daginn fyllti t. d. einn af dragnótabátunum, Skuldin, sig, fékk 14 lestir af fiski veg- ið upp úr bát eftir daginn. Aflahæstir eru eftir mið- vikudagsróðurinn: Guðrún með 570 Iestir. Erlingur II með 530 lestir. Vonin (netabátur) með 400 lestir. Þorlákshöfn. Afli er sæmilegur. Á mið- vikudaginn fékk Þorhikur 13 lestir, Brynjólfur 11 lestir, Ogmundur 10 lestir og Isleif- ur 6(4 lest, vegið upp úr bát. ísleifur er nú hæstur með Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að Víði. Nafn ........................................... Heimili ........................................ Póststöð ..........................(Simi 2685) Til vikublaðsins Víðir, Reykjavík. 512 lestir, vegið upp úr bát, Þorlákur með 508 lestir. Utilegubátarnir Viktoría og Björn Jónsson liafa aflað mjög sæmilega. Allur aflinn hefur verið saltaður, og hefur ekkert af honum verið' flutt í burtu. Þurrkun byrjar ekki fyrr en eftir vertíðarlok. Grindavík. Afli hefur verið heldur lé- legur. Hæsti róðurinn í vik- unni var hjá Grindvíking, sem er eini báturinn, sem er með net, fékk hann á mið'- vikudaginn 16(4 lest. Týr, sem er með línu, fékk einn daginn góðan afla 3% tíma austur, en algengasti aflinn á línuna er 4—6 lestir. Flestir róa nú með línuna austur á bóginn. Aflahæstu bátarnir eru: Grindvíkingur 508(4 ]est og um 50 þús. I. af lifur. Bjargþór 355 lestir. Ilrafn Sveinbjarnarson 341 lest. Talsvert er af aðkomubát- um víða að. Sandgerði. Afli hefur verið sára tregur. Mummi fékk einn daginn í vikunni 7% lest, annars hef- ur algengasti aflinn verið 4—5 lestir í róðri. Það er ekki út- lit fyrir, að afli ætli að glæð'- ast héðan af. Það hefur verið mikill ágangur af togurum og hafa þeir valdið miklu veið- arfæratjóni. . Heildaraflinn er nú um 6000 lestir, og er þá talinn með miðvikudagsróðurinn. Aflahæstir eru: Mummi með 440 lestir af fiski og 25.500 1. af lifur í 70 í'óðrum. Pétur Jónsson með 426 lest- ir af fiski og 32.000 1. af lifur í 73 róðrum. Muninn TI. með' 414 lestir af fiski og 32.200 1. af lifur í 63 róðrum. Meðalafli hjá bát í verstöð- inni, það sem af er vertíðinni, er 300 lestir af fislci. í fyrra var meðalaflinn í vertíðarlok 475 lestir. Keflavík. Afli hefur verið tregur, heldur hefur þó verið líflegra síðustu dagana. Meðalafli hefur verið 5—5(4 lest. Bezta róðurinn í vikunni fékk Kefl- víkingur á mánudaginn, 8% lest. Aflahæstu bátarnir eru tal- ið með miðvikudagsróðrinum: Björgvin 432 lestir. Anna 402(4 lest. Keflvíkingur 400 lestir. Keflvíkingur er nú hættur róðrurn og er að búast á lúðu- veiðar. Nokkrir fleiri bátar ætla sér að fara á lúðuveiðar, en hætta þó ekki línuveiðun- um í bili. Aðkomubáturinn Egill frá Flateyri er einnig hættur fvrir nokkru og far- inn heim. Togarinn Keflvíkingur kom af veiðmn í gær með ágætan afla. Trillur hafa fiskað' sæmilega undanfarið á handfæri, þegar róið hefur verið, en tíðin hef- ur verið stirð fyrir þær og hamlað mjög þessum veiðum. HafnarfjörSur. Afli hefur verið tregur, einna bezti róðurinn í vikunni var hjá Sævari á miðviku- daginn, er hann fékk 5 lestir. Annars liggja 6 bátar við í Grindavík, láta flytja línuna beitta til sín á bílum, en ísa aflann í bátinn, þetta þrjár lagnir í einu. Þetta gengur á- gætlega, en aksturinn er þó nokkur aukaútgjaldaliður. Þeir á vélbátnum Ásgeiri úr Reykjavík hafa hér sama hátt á. Einn bátur, Vonin, er hætt veiðum. Akranes. Afli hefur heldur glæðzt síðustu dagana, og eru menn að vonast eftir reytingsafla í smástrauminn frarn að mán- aðamótunum. Fiskurinn stendur heldur grunnt, hafa bátar fengið 3—7 lestir í róðri. Aprílmánuður hefur verið' afleitur, hvað aflabrögð snert- ir. Á miðvikudaginn voru Akranesbátar búnir að fá í apríl 602 lestir á móti 1699 lestum á sama tíma í mán- uðinum í fyrra. Að vísu voru þá 18 bátar sem stunduðu veiðar, en nú 13 og 14. Togarinn Bjarni Ólafsson kom inn í gær með ágætis- fram af karfa fyrir frystihús- in. Ólafsvík. Afli hefur yfirleitt verið 2—3 lestir, hending, ef feng- izt hefur upp í 4 lestir. Engin von er til }æss, að afli glæð- ist néitt sem heitir fyrr en upp úr 20. maí, ef bátarnir fást til að halda áfram þangað til. Það bregzt helzt. ekki ágætur afli, 6, 7 og 8 lestir í róðri á línu frá 20. maí til 5. júní. En á þessu tímabili skipta bátar oft yfir á dragnótina, því að bezti tíminn á drag- nótina er einmitt upp úr mán- aðamótunum, þegar landhelg- in er opnuð. Það hafa aldrei verið eins aum aflabrögð og í vetur og ekki neitt í líkingu við' það. Hæsti báturinn í fyrra fékk 350 lestir yfir vertíðina, en má heita gott, ef sá hæsti nú fær 250 lestir. Það hafa verið betri afla- brögð hjá Grundfirðingum og skást við Fjörðinn. Þeir byrj- uðu strax að sækja dýpra út í Bugtina, en Ólafsvíkurbát- arnir voru fyrst í stað á heimamiðunum. Karfaverðið. Frystihúsin á Akranesi kaupa nú karfann á 57(4 eyr- ir kg. ofan í skipi og annast þannig allan uppskipunar- kostnað bæði í landi og um borð. Verksmiðjurnar hafa gefið' um 10 aurum minna fyr- i>' kg. Karfalýsi er nú í ágætu verði, um £ 160 lestin fob. Liírarverðið. Þorskalýsi er nú í mjög liáu verði, sennilega um £180 lest- in, þó að eftirspurnin hafi ver- ið eitthvað minni upp á síð- kastið og jafnvel vart lítils- háttar tilhneigingar í lækk- unarátt. Greitt er nú út á lifr- ina kr. 2.50 fyrir lítirinn, og er þetta út á greiðsla. Skarkoli til Israel. Kaupsýslumaður í Esbjerg hefur nýlega samið við Israel úm kaup á 1.000.000 kg. af smáum skarkola (rödspætter). Fiskurinn verður hraðfrvstur og sendur þannig beint mcð skipum til Israel. Freðfiskurinn og Norðmenn. Árið 1950 fluttu Norðmenn út 15.000 lestir af frosnum fiski eða aðeins minna en Is- lendingar. Nam fiskur þessi að verðmæti rúmum 60 milj. króna. Freðfiskur til U. S. A. Jan.1951. Ján.1950. Lestir: Lestir: Canada 2.710 1.750 Noregur 215 35 ísland 1.136 140 Danmörk 13 — Grænland 56 — íslenzk skip fvrirmynd. í norsku blaði var nýlega ítarleg grein um aluminium í íiskilestum og fylgdi henni m. a. mynd af lestinni í íslenzka togaranum Jörundi og önnur af skipinu sjálfu. íslendingar eftirbátar. Á árinu 1950 fluttu Norð- menn út niðursuðuvörur fyr- ir sem svarar 300 milj. ísl. króna, og hafði útflutningur þessi aukizt um rúmar 60 miljónir króna frá árinu áður. Fiskveiðar Belga voru 53 þús. lestir árið 1950 og um 20% minni en árið áð- ur. Þetta var vegna minni afla á síldveið'unum. — — =Bi Rœðið við kunningja ykkar og vini um blað- ið. Sendið því nöfn þeirra, sem hafa sömu áhugamál og blaðið ræðir. — ■ -—j

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.