Víðir


Víðir - 19.05.1951, Blaðsíða 3

Víðir - 19.05.1951, Blaðsíða 3
VIÐIR 3 ÚR BRÉFUM, frá því fyrir ári síðan, en þó1 hefur innflutningurinn vaxið hlutfallslega miklu meira. Verzlunarjöfnuður Svía hefur því versnað mjög frá því fyr- ir ári síðan og var fyrstu 3 mánuð'i ársins óhagstæður um 527 milj. s. króna á móti 82 milj. króna á sama tíma i fyrra. Innflutningur á sumum hráefnum hefur margfaldazt, einkum málmum. Eins hefur hann aukizt mjög á bílum og vefnaðarvörum. Verðlag matvæla hækkar í Bretlandi ' eftir þessa helgi, vegna þess að hætt verður öllum niður- greiðslum. Ekki myndi nýja verðið þykja liátt hér. Srnjör- ið kostar t. d. sem svarar kr. 12.50 kg. og smjörlíkið kr. (5.00 kg. Færeyskir fiskimenn hafa komizt að samkomu- lagi við Grænlandsstjórnina um, að þeir greiði 1 þi eyri danskan í gjald af hverju salt- fiskkílógrammi af fiski veidd- um innan landhelgi. Dönum er aftur á móti gert að greið'a 10 aura af hverju kg. veiddu innan landhelgi og 3 aura af kg. veiddu utan landhelgi. Er að vonum kurr yfir þessum mismun hjá dönskum fiski- mönnum og útgerð'arfélögum, sem stunda þessar veiðar. Kolakynding í togurum er nú talin óhugsandi hjá Norðmönnum, og hefur ný- lega einum slíkum togara ver- ið lagt og á að selja skipið. Frá Siglufirði. „Fréttir eru engar mark- verðar héð'an aðrar en þær, að algert fislcileysi hefur ver- ið á línu fyrir öllu Norður- landi í vetur. Það virðist allt- af hafa verið að draga af fisk- veiði á línu undanfarna vet- ur og langminnst hefur veið- in verið í vetur, varla fengizt fyrir beitu og olíu. Hvað veldur þessu? Því er erfitt að svara, en hræddur er ég um, að sú rányrkja, sem á sér stað' á fiskimiðunum hér# og í kringum landið, eigi sinn drjúga þátt í þessu fiskileysi. Annars geta ástæðurnar ver- ið margar, breyttir straumar, breyttur sjávarhiti, eða mis- heppnaður árgangur eða ár- gangar. Hvað líður annars fisk- rannsóknunum hjá okkur Is- lendingum, það er ósköp hljótt um þær, þar ma ekki sofa á verðinum. Við sjómenn hljótum að gera kröfur til meiri rannsókna á hafinu kringum landið, en hingað' til liefur átt sér stað'. Hefur orð- ið breyting á sjávarhita frá því, sem var? Hafa straum- arnir breytt um stefnu? Hvað líður Maríu Júlíu? Hvenær verður farið að rannsalca, hvort nokkur síld komi að Norðurlandi í sumar? Þessu vil ég láta fiskifræðinga okk- ar svara og það sem fyrst“. « Starf bóndans. „Mér finnst það frjálsasta staðan í landi hér að vera sj álfseignarbóndi, og einkum þó ef því fylgir fjárhagslegt sjálfstæði. Maður er þá í stöð- ugum tengslum við lífið sjálft og margbrotna náttúruna, enginn húsbóndi yfir manni, hægt að koma og' fara eítir eigin vild og- segja hverjum, sem er, umbúðalaust til synd- anna, allaleið upp í ráðherra- stólana, án þess að hægt sé að svipta mann embættinu eða svelta inni á einhvcrn hátt. Og fyrir frelsið vildi ég fórna meiru, ef á þyrfti að halda, en því, sem kölluð er einangrun uppi í sveit, enda set ég sveitina öllum öðrum stöðum ofar og er stoltur af því að búa þar, á hverju- sem gengur, og hef aldrei ;i ævi minni fundið til þeirrar minni- máttarkenndar, sem sumir stéttarbræðúr mínir því mið- ur þjást af, að skaimnast sín fyrir stöðuna og stéttina og nærri því afsaka það opinber- lega, að þeir séu „bara bœnd- ur“. Þvert á móti, það liggur nær því, að ég líti niður á aðr- ar stéttir með svipuðum hroka og þær sumar líta á okkur, sem að landbúnaðin- um vinnum og á honum lif- um, og lifum sumir allsæmi- lega, að mér finnst“. Ausfur-Þjóðverjar áforma sfóraukna útgerð. Sem einn lið í fimm ára á- ætlun Austur-Þjóðverja er á- fonnað, að borgirnar Rostock og Sassnitz manni út 220 skip til úthafsveiða með 7—8 mönnum hvert eð'a 1700 menn alls. Ætlunin er, að um- boðsmenn í vestur-þýzkum hafnarborgum útvegi eitt- hvað af vönum sjómönnum. Fisklðnaðurinn í Grænlandl. Mikil áform eru nú uppi á teningnum hjá Det grönlanske fiskekompani a.s. um aukinn fiskiðnað í Grænlandi. Hefur félagið sótt um sem svarar tæpum 5 milj. króna úr dönskum sjóði, sem ætlaður er til að byggja upp græn- lenzkt atvinnulíf. Er ætlunin að helmingurinn af upphæð- inni verði lán, en hinn hehn- ingurinn hlutafé. Þessi áform um aukningu fiskiðnaðarins í Grænlandi riá til byggingar frystihúsa í Godthaab, Sykur- toppnum og Egedesminde, stækkun rækjuiðnaðarins í Christianshaab, endurbætur á frystiskipinu „Grænland“, byggingu íshúss fyrir fjalla- urriða, byggingu fiskimjöls- verksmiðju og stækkun á fisk- veiðastöð félagsins í Tovkus- sak. Danski fjármálaráðherr- ann hefur mælt með umsókn- inni. Tveir Oslopiltar reyndu í fyrra síldveiðar (pilchard) við strendur Suð- ur-Afríku. Þeim gekk veiðin vel, og nú eru þeir að reyna að fá annað skip. Þessir tveir æfintýraþyrstu ungu menn halda sig í Walvis Bay og stunda veiðarnar árið um kring á 50 lesta bát, sem þeir eiga. Með'alafli hefur verið 500 lestir á mánuði, og er hann seldur í verksmiðjur. Það er ekki neitt smáræði þetta, ef það er satt, eins og mesti vertíðarafli hér hjá þorskveiðibátum. Danskar konur og heiöursmerki. Hin ópólitísku samtök danskra kvenna hafa sótt um það til Friðriks konungs, að danskar konur vei’ði aðnjót- andi heiðursmerkja og geti eins og karlmenn orðið riddar- ar af Dannebrog. Ivonungur- inn hefur tekið beiðni þeirra til greina, og verð'a gerðar brevtingar á regiunum um veitingu heiðursmerkja. * Norrænt sjómannahótel í Ántwerpen. Belgisk stjórnar- völd hafa boðið fulltrúum verzl u na rf lota Da n merkur, Noregs og Svíþjóðar að leigja þeim 2 hæðir í hinu stóra sjó- mannahóteli, sem byggja á í Antwerpen. Það verður byggt með styrk frá belgiska ríkinu og Antwerpenbæ. A hótelið að vera. fullgert haustið' 1952. Á 2 efstu liæðunum af 9 verða 29 fyrsta flokks íbúðir fyrir stjórnendur og starfsmenn og skrifstofur, sem greiða eiga fram úr vandamálum sjó- manna, og setustofur og bókasafn. ★ Siður spœmskra sjómanna er að berja blakkirnar um borð í skipunum með vissu millibili til þess að „reka djöf- ulinn í burtu“. Siðvenja þessi er sögð eiga rót sína að rekja til þess, er spænsk flotadeild hafði legið svo lengi í höfn, að hún gat ekki siglt, þegar til sjóorustu kom, vegna þess að blakkirnar voru ryðgaðar fastar. Sjómennirnir fengu þvi skipun um að berja blakkirn- ar hálfsmánaðarlega. ★ Skipsprestar. í gamla daga vildu sjómenn ógjarnan sigla með skipum, þar sem prestar voru um borð. Var það vegna þess, að þeir urðu sjálfir að greiða prestunum af kaupi sínu. Um miðja 18. öld var mestur hluti af hinum ensku Austur-Indíu seglskipum af hinni einkennilegu stærð' 499 lestir. Það var nefnilega skylda að hafa skipsprest um borei, ef skipið var yfir 500 lestir. ★ Menn geta notað vopn og menn geta notað lögin til að ræna aðra, en það er ekki unnt að fremja rán með hinum frjálsu viðskiptum. Menn verða ríkir á hinum frjálsu viðskiptum með því að bjóða öðrum mönnum þær vörur, sem þeir óska eftir. ★ „Það er naumast, að þú hefur fengið fallega demants- nál í bindið“. — „Já, þú skil- ur, bróðir minn arfleiddi mig að 500 sterlingspundum, sem ég átti að nota fyrir stein til minningar um hann“. * í Rússlandi er fólksbifreið á hverja 2500 íbúa, í Eng- landi á hverja 25 og í Banda- ríkjunum á hverja 4. stjórnuljósunum milli trjánna. Nú stóð hún þarna í rjóður- jaðrinum, skikkjufellingarnar hennar voru opnar, hár henn- ar hrundi niður um hana í lausum bylgjum, barmur hennar bifaðist upp og niður. Maður kom þjótandi frá lindinni. Ilún hrasaði áfram og riðaði til falls. Kveinandi hljóð leið af vörum Majnúns, þegar hann vafði hana í algleymi að hjarta sér. Hver veit, hvort þetta var einungis augnablik eða þúsund ár? Ástin á ekkert stundaglas. En á þessu tímans augna- bliki, tveim stundum eftir sólarlag, voru hin hönnulegu, auðnulausu örlög þeirra skyndilega fullráðin. Þegar varir hennar snertu varir Majnúns, var skynsentd hans harð- neskjulega hriísuð frá honum. Og þegar varir hans snertu varír hennar, þá leið' yfir hana í faðmi hans. Hann lét hana hníga til jarðar og þaut öskrandi lit úr skógarlundinum inn í eyðimörkina og æpti nafn hennar, langt, langt inni í auðninni. „I.aylá, Laylá, Laylá“, bergmáluðu hin vitfirringslegu öskur hans í hinni miskunnarlausu og vonlausu auðn, þang- að til hann féll örmagna til jarðar, þar sem Zeyd, er hafði fylgzt með ópum hans, fann hann loks. Daga og nætur hjúkraði hann húsbónda sínum, en það varð allt árangurs- laust. Gleðin hafði gert það, sem sorgin ekki megnaði: Hann var orðinn vitskertur. Laylá raknaði úr yfirliðinu, og þegar hún heyrði, að nafn hennar var endurtekið aftur og aftur, þetta hryllilega óp. sem barst að úr æ meiri og meiri fjarlægð í eyðimörkinni, skynjaði hún, hvernig í öllu þessu lá og sneri heim á leið til hallar sinnar. Hún mjakaðist þetta undurhægt og neri saman höndum í óræði-i kvöl. Við og við sendi Zeyd fregnir af Majnún og hinni ódauð- legu ást lians, sem jafnvel brjálsemi hans hafði ekki getað slökkt. Dag eftir dag og viku eftir viku urðu augu Laylár skær- ari og kinnar hennar fölari. Hún veslaðist upp smám sam- an, og loks sprakk hjarta hennar af harmi. Síðustu orð hennar fyrir andlátið voru skilaboð til Majnún, kveðjuorð ástarinnar, sem ekki gat dáið', þótt hún yrði að yfirgefa hið fagra, ógæfusama musteri moldarinnar, þar sem hún hafði kvalizt svo mikið. „Og segðu honum“, mælti hún, „að líkami minn verði jarðaður hjá lindinni, þar sem hann vafði mig fyrst örmum. Og færðu honum nákvæmlega þessi orð mín: Majnún, lyftu upp augum þínum. Sjá, þarna er Ljósvangurinn, og lindin sprettur upp og kliðar í sólarljósinu, þarna, heilsubrunnur hinna eilífu vatna, þar sem ástvinir mætast til þess að' þurfa aldrei að skilja. Þar muntu finna mig“. Og þannig dó hun, og sál hennar flaug á skilnaðarstund hennar til áfangastaðarins, þar sem elskendur mætast, hinnar ódauð- legu lindar, sem er liæli og samverustaður þeirra, sem elskast. ★ Það var að' byrja að roða af degi í eyðimörkinni, þegar tveir menn sáust koma. á harðahlaupum. Þeir héldust í hendur, og á ásjónu annars hvíldi svipur, sem sýndi, að hann hafði orðið' frá sér numinn af ást. Majnún hljóp fram úr Zeyd, lét liann koma á eftir, en hvarf sjálfur inn í skóg- inn. Brátt kom hann inn í rjóðrið, þar sem lindin kliðnði. Ilann þekkti vel staðinn, þar sem hann hafði fyrst falið Laylá í faðmi sínum. Þar var nú nýorpin gröf. Þreyttur til dauða, ekki af hlaupum, heldur af ást, vitskerðingu og- harmi, varpaði hann sér niður á gröfina. „Laylá, Laylá“, veinaði hann með kvalastunu. „Laylá, ég kem skjótt, kem skjótt. Vefðu skrúða næturinnar um líkama þinn. Hyl fegurð þína í Ljósvangi hreinleikans, þar til ég hitti þig þar“. Og við sólarupprás kom Zeyd og nam staðar við gröfina og horfði á húsbónda sinn gegnum tár sorgarinnar, starði á hinn dána gegnum táramóðu sorgarinnar. ENDIR.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.