Víðir


Víðir - 19.05.1951, Blaðsíða 4

Víðir - 19.05.1951, Blaðsíða 4
V í ÐIR flytur efni, sem ekki er annars staSor. Þeir, sem vilja fylgjast vel me3, lesa V í Ð I. Gæftir hafa verið góðar þessa viku, indælt vorveður hvem dag, sunnan og suðvestan gola. Aflabrögð. Hagbarður, síðasti línubát- urinn, hætti á laugardaginn var. Fékk hann 4 lestir í síð- asta róðrinum. Togbátarnir hafa verið að afla ágætlega undanfarið og framúrskarandi vel sumir. Aflinn er mest allt þorskur, ufsi flýtur með, en sáralít- ið af kola, enda er það oftast, þegar mikill annar fiskur er. Það virðist hafa gengið mikið af fiski inn í Bugtina um síð- ustu mánaðamót, hann gerir það' oft, þegar sandsílið kem- ur, en fiskurinn er nú fullur af sandsíli. Fiskurinn er mjög feitur og megnið af honum stór fiskur, þó að smár fiskur sé með. Þessir togbátar hafa m. a. komið inn með afla sinn í vik- unni: Bragi 29 lestir, Vilborg 17, Þristur 28, Otur 15, Marz 18, Björn 13, Siglunesið 30, Flafdís 9, Hermóður 24, Hvítá 13 og Arinbjörn 25 lestir. Aflinn hefur verið tregari hjá lúðubátunum upp á síð- kastið Það er kominn sá tími að lúðan fer að’ dreifa sér upp að ströndinni. I vikunni komu m. a. inn þessir lúðubátar: Andvari með 7 lestir, Björn Jónsson 5%, Helga 3, Skíði 8 og Ingv. Guðjónss. 6 lestir. 3 opnir bátar hafa róið með þorskanet undanfarið á ann- an mánuð, einn þeirra er hættur fyrir nokkru, og ann- ar tók upp netin í fyrradag, en einn á netin enn úti. Á þessum bátum róa þrír og fjórir menn, og hafa afla- brögðin gengið mjög illa að þessu sinni og þeir, sem þetta hafa stundað' ekki verið mat- vinnungar. I fyrra var hins vegar ágætisafli í þorskanet- in hjá þessum bátum í mán- aðartíma, og höfðu þeir, sem þessar veiðar höfðu, ágætis hlut á meðan hrotan stóð. Sá, sem tók upp í vikunni, fékk þá 76 fiska eftir 2 næt- ur. Hann var búinn að missa og orðin ónýt hjá honum í vetur 16 net, sem eru um 4000 króna virði, þótt ekki sé tal- inn nema riðillinn. Þessi bát- ur er nú að fara á skak, og fékk hann í vikunni á 3. lest með handfæri í Melakrikan- um, sem er mið innan til í Bugtinni. Þeir verða fjórir á. Kippt hefur úr hrognkelsa- veiðinni undanfama dag. Fyrsti. báturinn í Tteykja- vík byrjaði með dragnót í fyrradag. Togararnir. Tíðarfarið hefur verið gott og skipin getað stundað veið- ar viðstöðulaust. Það má vera vond tíð, ef stóru togararnir verða að hætta, veiðum. Markaðurinn í Bretlandi hefur verið slæmur undan- farið, eins og hann er oft um þetta leyti. Á vorin fer að ber- ast að grænmeti og annað ný- meti, sem dregur úr sölu á fiskinum. Þá fara líka að koma hitar, og hefur það sín áhrif á, hvað fólk kaupir í matinn. Leggur það sig þá meira eftir ávöxtum og slíku léttmeti. Þá er líka góð tíð, og fiskur berst reglulega á markaðinn og verðið lækkar. Þjóðverjar hafa líka verið að selja fisk í Bretlandi undan- farið og munu halda því á- fram til júníloka. Á meðan er lítil von til þess að geta selt fisk til Þýzkalands, enda er nú enginn samningur um fisk- löndun þar. Margir togarar hafa verið í liöfn undanfarna daga jafn- vel komizt upp í 6—9 á dag, og gerir það óttinn við verk- fall. Hafa þeir verið að losa fisk og búa sig út í nýja veiði- ferð, sumir á saltfiskveiðar, að'rir á ísfiskveiðar fyrir brezkan markað, en ætla þó að leggja fiskinn á land í frystihús og verksmiðjur, ef greiðist úr verkfallinu, áður en veiðinni er lokið. Afli hefur verið ágætur á karfaveiðum, en tregur á þorskveiðum. Skipin hafa verið um allt að veiðum, fyr- ir vestan og norðan og aust- ur við' Langanes. Það er oft millibilsástand hjá fiskinum um þetta leyti, þegar aflinn þrýtur sunnanlands, annars er fiskurinn á þessum tíma fljótur að skríða á miðin. Nú er líka sá tími kominn, sem fiskurinn á að fara að ganga á Hornbankann eftir gamalli venju. Hér áður hafði fiskur- inn sinn ákveðna tíma til að koma á viss mið, að svo er raunar enn að mestu leyti, þótt það sé nokkuð breytt. Annars má segja, að setið sé fyrir fiskinum, hvar sem er, skipamergðin er svo mikil. Mjög mikil ringulreið er nú á skipunum, hvað einstakar veiðar snertir, hægt er þó að segja, að þessir togarar séu á ísfiskveiðum fyrir brezkan markað: Maí, sem er á útleið og selur á mánudaginn, Jón forseti, sem leggur af stað til Englands í dag, og Elliðaey, Egill Skallagrímsson, Röðull og Hallveig Fróðadóttir, sem eru á veiðum. Vestmannaeyjar. Síðustu netabátarnir tóku upp þorskanetin á miðviku- daginn. 3 bátar róa með línu, og hefur aflinn komizt upp í 7 Iestir í róðri. Hjá togbátunum hefur ver- ið sæmilegur afli, 10—20 lest- ir eftir 2 daga útivist. Drag- nótabótar afla einnig vel, en þoka hefur nokkuð hamlað hjá þeim veiðum. Bjarnarey kom inn í vik- unni með 100 lestir af karfa, sem fór í frystihúsin og fiski- m jöl sverksmið j u na. Grindavík. 3 bátar róa enn með línu, en hafa lítið fengið, mest 4 lestir í róðri og niður í 2 lest- ir. Það er ólíklegt, að þeir haldi úr þessu áfram nokkuð, sem heitir. Einn eða tvo báta er verið að búa út á lúðuveiðar. Það stendur til að bora eft- ir neyzluvatni. Hingað til hef- ur eingöngu verið notað rign- ingarvatn, sem safnað hefur verið saman á húsþökunum. SandgerSi. 12 bátar stunda enn róðra, en 10 eru hættir. Afli hefur verið tregari í síðustu róðr- um, enda hafa sjóveður verið heldur óhagstæð miðað við árstímann, sunnan og suð- vestan bræla og töluverð ylgja í sjóinn. Einnig liafa togararnir enn einu sinni gert töluverðan usla í veiðarfær- um bátanna. Má gera ráð fyr- ir, að þetta hafi dregið tölu- vert úr aflanum. Hæstir eru nú: Mummi, 540 lestir, 82 sjóf. Muninn II., 515 1. 79 sjóf. Pétur Jónss., 512 1. 86 sjóf. Það er viðbúið, að flestir eða allir bátar hætti róðrum núna um helgina, þo er ekki ómögulegt, að einhverjir rói eitthvað lengur, ef eitthvað reytist og ekki kemur til stöðvunar í landi, en það stendur fyrir dyrum, ef ekki verður samið í yfirvofandi kaupdeilu. Haraldur hefur komið inn daglega með síld, en veiðin hefur verið tregari síðustu daga, 30—40 tunnur, enda mun veðrið hafa haft einhver áhrif á síldveiðina. Einn bátur stundar drag- nótaveiðar, og hefur afli verið góður, upp í 2000 kg. af lcola og töluvert af öðrum fiski. Annar bátur er nú að búa sig á þessar veiðar. Keflavík. Reytingsafli hefur verið, sem kallað er, enda orðið á- liðið, 5, 6 og upp í 8 lestir í róðri síðustu daga. 11 bátar stunda enn róðra, eri enginn veit, hvað við tek- ur vegna vinnudeilunnar. Ef verkfall skellur á, er ekki að vita, hvort nokkrir möguleik- ar verða til að róa, og þá varla aðrir en þeir, að menn geri sjálfir að aflanum. En um þetta er allt í óvissu. Aflahæstu bátarnir eftir miðvikudagsróðurinn 16. maí: Björgvin, 545 lestir, 82 sjóf. Anna, 508 lestir, 81 sjóf. Jón Guðm. son, 491% lest, 74 sjóf. ÓI. Magnússon, 491% lest, 81 sjóf. Það er eftirtektarvert, hve tveir síðasttöldu bátarnir eru jafnir. Þeir eru enn á veiðum. Björgvin, sem nú er hæst- ur, hafði í fyrra 18. maí eða sem sagt á sama tíma og núna, 399 lestir, og hefur hann þannig mun meiri afla núna. En aflahæstur 18. maí í fyrra var ÓI. Magnússon með 558% lest í 87 sjóferð'um, og er líklegt, að Björgvin hafi í gær verið búinn að fá sem sagt nákvæmlega sama afla í mjög álíka mörgum róðrum, 3 færri eða svo. Einn bátur — Keflvíking- ur — hefur verið á lúðuveið'- um síðan um mánaðamót og var búinn að afla rúmar 20 lestir af lúðu fratn að hvíta- sunnu, sem er gott. Einn togbátur leggur á land afla. sinn, og hefur afli verið góður hjá honum síðasta hálfa mánuðinn. 6 bátar stunda dragnóta- veiðar, og hefur afli verið sæmilegur, aðallega þorskur. Lítið hefur verið á hand- færin. í vikunni hafa verið losað- ir tveir togarar, ICeflvíkingur með 230 lestir af karfa og 70 lestir af saltfiski og Bjarni riddari með 250 lestir, inest karfi, Iftið eitt upsi og þorsk- ur. Hvassafellið var í vikunni og tók á 5. þús. pakka af salt- fiski og norskt skip, sem tók 2000 pakka af löngu. Hafnarfjörður. Allir bátar eru nú hættir á línuveiðum. Aflahæstu bát- arnir í vetur voru: Sævar, 361 lest, 68 sjóf. Hafbjörg, 351 lest, 69 sjóf. Vörður, 350 lestir, 56 sjóf. Vonin, 340 lestir, 58 sjóf. ísleifur, 307 lestir, 71 sjóf. Guðbjörg, 302 1., 66 sjóf. Heildaraflinn var 4274 lest- ir í 879 róðrum. Togararnir eru stöðugt að koma inn, sumir með ágætis- afla. Akranes. Óvenjumikið hefur verið að gera undanfarið, togarar hafa verið losaðir svo að segja dag og nótt. Það er bú- ið að losa 5 togara síðan á annan í hvítasunnu, Bjarna Olafsson með 374 lestir, sem var mest allt karfi, sem fór í frystihúsin. Þá voru teknar úr Fylki 105 lestir, sem fóru í verksmiðju, en afganginn af farminum fór hann með til Reykjavíkur. Neptúnus kom með 279 lestir og ísólfur með 253 lestir, og var hvora- tvegg-ja hreinn karfi og fór í verksmiðjuna. Loks kom Marz með 300 lestir, og fóru 200 lestir í frystihús og 100 lestir í verksmiðju. 5— 7 bátar róa enn með' línu, og hefur aflinn verið 3— 5 lestir síðustu daga. Dregur alltaf úr þeim, sem stunda róðra. Aflahæsti báturinn eftir miðvikudagsróðurinn var Sig- urfari með 42‘5 lestir í 67 róðr- um. Keilir kom inn á miðviku- daginn af lúðuveiðum með 530 lúður, sem vógu 13.630 kg. Er Keilir búinn að fara tvo túra og búinn að' fá sam- tals í þeim 30 lestir af lúðu á % mánuði, og er það ágætt. Svanur kom inn í fyrradag með 600 lúður. Verksmiðjan vinnur nú nótt og dag. Afköst hennar eru 270—280 lestir af hráefni á sólarhring. I cillum frysti- húsunum er unnið eins og af- köst þeirra frekast leyfa. ísafjörður. 3 togbátar stunda veiðar, og hefur verið mjög lítill afli hjá þeim undanfarna viku, 10 —15 lestir. Dísirnar, Hafdís og Frey- dís, hafa verið í út.ilegu í vet- ur og l.agt mestallan afla sinn á land fyrir sunnan. Hafdís fékk 330 lestir og Freydís 280 lestir. Einn bátur af þeim stærri rær með línu, og hefur aflinn verið mjög tregur, 2—2% lest i roon. 6— 8 trillubátar stunda nú róðra. Hafa þeir fengið góð- an afla á örlitlum bletti und- ir Grænuhlíð. Þangað gengur oft fiskur á vorin, en það er ekki nema fyrir minni bátana. Togarinn ísborg kom inn í vikunni með 160 lestir af karfa, sem fór allur í frysti- húsin á ísafirði og nágrenn- inu. Tíð’arfarið hefur verið gott, en talsverður snjór er eftir, sem leysir hægt, en jafnt. Enginn bátur stundar drag- nótaveiðar. Gert er ráð fyrir, að eitt- hvað verði gert út. á síld fyrir norðan, en allt er það enn í óvissu. Erfitt verður að fá menn á síldveiðar, því að þeir eiga enn ófengið greitt mikið af kaupinu sínu frá því i fyrra.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.