Víðir


Víðir - 01.09.1951, Síða 4

Víðir - 01.09.1951, Síða 4
Tíðin hefur verið heldur stirð fyr- ir togbáta og dragnótabáta, norðanstrekkingur og fáir bátar verið á sjó. Aflabrögð eru vanalega engin í Bukt- inni í slíku veð'ri, enda hefur afli verið mjög tregur hjá bátunum þessa viku, oft ekki nema um 1 lest í róðri. Einna bezt var hjá Siglunesinu, 6 lestir einn daginn, og Islend- ingi 5 lestir. Af dragnótabát- unum fékk Skógarfoss mest einn daginn, 2 lestir. Hjá dragnótabátunum er aflinn mjög smár, af hvaða fiski sem er, ýsan, kolinn eða þorskurinn. Það má nærri segja, að þetta sé rusl, sem veiðist í Flóanum orðið að sumarlagi, og allt annað en var hér áður fyrr. Það er ekki óalgengt, að %—1 lest gangi hreinlega úr af smælki, sem er fyrir neðan það, sem heim- ilt er að flytja í land, og er því fleygt frá og fer til vinnslu í fiskimjölsverksmiðjur. Þetta er þó allt uppvaxandi ung- viði, ekki aðeins það, sem fleygt er frá, heldur og mikið af hinum aflanum. Ef þessu heldur áfram með möskva- stærðina, verður ekki kvik- indi eftir í Elóanum, áður en langt um líður. Þegar enginn vill lengur líta við að draga þar veiðarfæri vegna ördeyðu, getur verið, að loks verði rumskað og Flóinn friðaður. Togararnir. A ísfiskveiðum eru nú 8 togarar: Skúli Magnússon og Geir, sem eru báðir á útleið, Karlsefni, sem leggur senni- lega af stað til Englands í dag. A veiðum eru svo, Harðbakur, Goðanes, Elliða- ey, Elliði og Hallveig Fróða- dóttir. A saltfiskveiðum eru nú 8 skip: Pétuú Flalldórsson, sem fór um miðja vikuna til Es- bjerg með saltfiskfarm, Jón Baldvinsson, Þorsteinn Ing- ólfsson, Austfirðingur, Júní, Marz, Úranus og Akurey, sem öll eru á saltfiskveiðum við Grænland. Egil! rauði er nú að veiða ufsa í salt fyrir Austurlandi. Hin skipin eru flest í hreins- un eða verið að undirbúa þau undir að breyta til um veiði- t 1 Rœðið við kunningja yklcar og vini um blað- ið. Sendið því nöfn þeirra, sem hafa sömu áhugamál ræðir. og blaðið k— - ^ aðferð, nema þeir þrír af ný- sköpunartogurunum, sem eru enn á síldveiðum fyrir norð- an, þ. e. Hafliði, Isborg og Jörundur. Aflabrögð hafa undanfarið verið rýr hjá togurunum, og fara Skúli Magnússon, Geir og Karlsefni ekki út nema með um hálfan farm. Skipin hafa mest verið að veiðum fyrir vestan, og nokkur hafa komizt norður fyrir Horn. Yfirleitt hefur á þessum slóð- um verið rok upp á síðkastið. Það sem helzt hefur feng- izt er sprak, stútungur, ýsa og steinbítur, mjög lítið af karfa og eiginlega ekki neitt. Það hefur verið og er sægur af þýzkum togurum á Halan- um, sem hafa skafið upp það, sem komið hefur. Það eru þar þetta 20—30 þýzk skip. Eng- lendingar fara hins vegar lítið á Halann, þeir eru yfirleitt á grynnri slóðum. Annars eru Englendingar kring um allt land, alveg sama hvar er, alls staðar eru Englendingar. Markaðurinn í Bretlandi hefur undanfarið verið jafn og sæmilega góður, enda hefur lítið borizt að af fiski. I Þýzkalandi var ágætur markaður um miðjan mánuð- inn, komst verðið á karfa og þorski upp í 60 fenninga kg., þ. e. um kr. 2.40 kg. Síðan féll verðið í síðustu viku niður úr öllu valdi, þegar hitabylgja gekk yfir, og gátu þá Þjóðverj- arnir helzt ekkert tekið af fiski á meðan. Þessa viku hef- ur swo markaðurinn aftur verið' að rétta við og er búizt við núna strax upp úr mán- aðamótunum, að hann verði góður. Þjóðverjar óska eftir að fá 3—4 farma á viku, þ. e. um 15 skip á mánuði. Annars get- ur þýzki markaðurinn verið vafasamur ekki síður en sá brezki. Þjóðv. eiga stundum fullt í fangi með að torga fisk- inum af sínum eigin skipum, en þeir hafa aukið mjög út- gerð' sína upp á síðkastið. ísfiskmarkaðurinn og innanlandssala. Nú munu margir togaraút- gerðarmenn hugsa til þess að láta skipin sigla á útlendan markað og þá sjálfsagt eink- um á brezkan markað. I fyrra hélzt ágætt verð á þeim mark- aði fram eftir öllum vetri, en það er lítill vafi á því, að það, hve fá skip tiltölulega sigldu með afla sinn á brezka mark- aðinn, átti sinn stóra þátt í því, að verðið féll ekki. Nú er það mjög athugun- arvert, einkum með tilliti til þess, að ekki er lengra liðið á en er og því enn að vænta góðs tíðarfars, að allir togar- arnir fari ekki á veiðar fyrir brezkan markað. Það er þó sök sér, ef hægt væri að láta um þriðjung togaranna sigla til Þýzkalands. En nýsköp- unartogararnir eru nú orðnir 43 og geta farið' um 60 sölu- ferðir á mánuði, ef þeir væru allir á ísfiskveiðum. Það væri sjálfsagt ekkert viðlit að hrúga svo miklu aflamagni, t. d. á brezka markaðinn. Það er athugandi, hvort ekki sé hyggilegra, að eitt- hvað af skipunum væri áfram á veiðum fyrir innlendan markað til þess að draga úr hættunni á, að of mikið' magn af fiski felli markaðinn svo, að ekki fáist hærra verð fyrir meira fiskmagn en fengizt hefði fyrir minna. Einkum æt'ti að vera hagkvæmt, þar sem frysting af togumm er komin á góðan rekspöl, að halda því áfram. Fiskvinnsl- an í landi veitir mikla atvinnu og milda peningaveltu í pláss- inu. Því er það, að veiði ým- issa bæjartogaranna hefur stundum verið hagað frekar með þetta fyrir augum en hitt, hvað' gefið gat beinlínis bezta afkomu fyrir skipin. Og eins kann nú að' fara í haust, hvað sum skipin snertir, þótt ekki væri tekið tillit til ann- ars eins og þess, hvað mark- aðurinn þolir. Vestmannaeyjar. Undanfarið hefur verið á- gætisafli í reknet, allt upp í 300 tunnur á bát í róðri. Síld- in hefur veiðzt alveg heim undir Eyjum, allt frá Þrí- dröngum, en mest 3 tíma vestur. Síðari hluta þessarar viku hefur þó veiði verið heldur tregari. Alls eru 32 bátar á reknetum. Mest sölt- un er hjá Vinnslustöðinni, um 2000 tn. Tunnulaust er nú með öllu og ekki vissa um tunnur, fyrr en Esja kemur aftur að norðan, en hún er nýkomin með tunnur til Suð- urnesja. Nokkrir bátar stunda drag- nótaveiðár, en afli hefur ver- ið tregur. Þeir hafa verið beðnir að leggja sig sérstak- lega eftir langlúru (witches), sem er fryst fyrir Ameríku, en óvenju lítið hefur verið um þennan fisk, og hefur þó oft veiðzt mikið af honum síðari hluta ársins. Foldin og Lagarfoss voru í Vestmannaeyjum í vikunni og tóku 8500 ks. af frosnum fiski. Þrír nýir bátar hafa nýlega bætzt í plássið: Gísli Magn- ússón skipti í Færeyjum á Álseynni og 66 lesta nýlegum vélbát, sem hann gaf nafnið Agústa. Eigendur Sigurfara keyptu nýjan bát í stað þess, sem þeir misstu í vetur. Er hann 40—50 lestir og hefur fengið sama nafn og fyrri bát- urinn. Sigurður Bjarnason, Svanhól, og sonur hans hafa nýlega keypt Jakob, um 50 lesta bát, og er verið að búa hann út á reknet. Tíðarfar hefur verið ein- muna gott í sumar og hey- skapur gengið vel. Lundaveiði var með meira móti. Þorlákshöfn. 4 bátar eru nú gerðir út á reknetaveiðar, og hafa þeir aflað ágætlega. Mest af afl- anum hafa þeir lagt upp í Þor- lákshöfn, en nokkuð í Grinda- vík. Saltað hefur nú verið í viku, og er búið að salta tæp- ar 1000 tunnur. / Tæplega helmingurinn af fiskinum frá í vetur hefur ver- ið þurrkað'ur, og hefur það gengið vel. Rúmlega helming- urinn af vertíðarfiskinum er farinn. Grindavík. Fimmtudagurinn var stærsti dagurinn, hvað skipa- fjölda og aflabrögð snerti, það sem af er í sumar. 60—70 bátar komu í höfnina til þesS að losa, og var veiðin upp í 300 tunnur, algengt 100—200 tunnur. Gera má ráð fyrir, að aflamagnið hafi þennan dag numið langt til 10.000 tunn- um. Löndunin geklc hálf stirt sem von var með jafnmörg- um bátum og jafnmiklu afla- magni. Skortur er á tunnum. Sum- ir hafa getað fengið tunnur hjá öðrum með því að láta eitthvað af síld. Tunnuvand- ræðin leysast eitthvað um þessa helgi, þegar Hermóður kemur með 2000—3000 tunn- ur að norðan. Bílar hafa verið sendir norður eftir tunnum, og kost- ar það 14 krónur á tunnu, en 10 krónur, ef tunnurnar eru fluttar sjóleiðis. Akurevrar- bílar, sem höfðu flutning norður, voru þó eitthvað ó- dýrari. 6 söltunarstöðvar eru nú teknar til starþi. Norsk síldarskip hafa sézt á miðunum og komu 3 inn á Víkina í vikunni. Sandgeröi. Eftir miðja vikuna var á- gætur reknetaafli, 50—200 tn. á bát. Einn bátur missti um 30 net við það, að allt sökk hjá honum af of mikilli veiði. Fimmtudagurinn var fyrsti dagurinn í vikunni, sem almenn veiði var. Byrjað er að leggja á kvöld- in frá kl. 7 til kl. 11 og jafn- vel 12 á kvöldin. Farið er svo að draga kl. 4—5 á morgn- ana. Það fer eftir því, hve mikið er í, hve langan tíma tekur að draga. Sé ekkert í netunum, tekur það' ekki meira en 2 tíma að draga 40 —50 net, en ef mikil veiði er, tekur það langan tíma. Þegar 3—5 tunnur eru í neti, er það erfitt og lengi verið að draga. Síldin er greidd úr jafnóðum og drégið er inn. Það er nokkuð af rússnesk- um skipum á miðunum, einn skipstjóri sá einn daginn 10 —12 skip í Miðnessjónum og annan daginn 3 skip í Grinda- víkursjónum. Það er ekki gott að fylgj- ast með' veiði rússnesku skip- anna. Stundum virðast sum skipin vera með geysilangar trossur, jafnvel með á annað hundrað netum í. Þau virð- ast- hafa nokkuð annan út- búnað en tíðkast hér. Keflavík. Framan af vikunni voru bátarnir ýmist í Miðnessjó eða fyrir sunnan Nes. Þeir hafa verið að rekast á góðar lagnir báðum megin, og það hefur gert. Eftir miðja vik- una voru þeir þó mestmegnis fyrir sunnan Nes. Þetta fer einnig eftir veðrinu. Afli var heldur tregari framan af vik- unni, en betri eftir því sem leið á hana. Mikil vandræði eru nú með tunnur, Esja kom í vikunni með 2300 tunnur og Dagný með 1700 tunnur, en þetta segir ekkert, söltunarstöðv- arnar eru svo margar. Það hefur verið úthlutað niður í 50 tunnum á stöð. Sumar stöðvarnar gætu saltað upp í 300 tunnur á dag. Dragnótaveiði er heldur treg. ísafjörður. Hinn nýi togari, Sólbörg, er nýkominn til bæjarins og er þegar farinn á ísfiskveiðar. Isborg er enn á síldveið'um. Engir bátar stunda nú tog- veiðar. 4—5 bátar eru nú frá ísafirði og Hnífsdal á rek- netaveiðum fyrir sunnan. Nokkrar trillur róa þegar gefur, annars er stirð tíð. Þessa viku hefur verið norð- an stormur. Aður var ágætur afli hjá trillunum. Vndirritaður óskær eftir að gerast áskrifandi að Víði. Nafn .......................................... Heimili ....................................... Póststöð .......................... TU vikublaðsins Víðir, Reykjavík. (Sími 2685)

x

Víðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.