Víðir


Víðir - 29.09.1951, Blaðsíða 3

Víðir - 29.09.1951, Blaðsíða 3
VIÐIR 3 Nýtt hámark, síðan fall. Um miðjan þennari mánuð komst gengi hlutabréfa hærra á kauphöllinni í New York en nokkru sinni í s.l. 21 ár. En strax á eftir varð mikið' verðfall, þó það rétti nokkuð við aftur. Járnbrautir, stál, olía og kopar voru í farar- broddi í verðfallinu. Gjaldeyrissjóöurinn tekur við af Mars- hallaðstoðinni? 1 Stjórn gjaldeyrissjóðsins ræðir nú um, að hann taki við, er Marshallhjálpinni lýk- ur, að aðstoða vestur-evróp- isku ríkin með sínum 8 milj- örðum dollara sjóði. Það verð- ur reynt að gera áætlun um víðtæka efnahagslega hjálp til landa, sem búa við' sér- staklega mikla gjaldeyriserf- iðleika. 1948 skuldbundu ríkin sig tii að nota ekki eignir sjóðs- ins, meðan þau nytu Mars- hallaðstoðar frá TJ. S. A. Þeg- ar hún hæt.tir, fellur þessi á- kvörðun niður af sjálfu sér. Síldveiðar úflendinga við island. Skipstjórinn á korvettunni unni Söröy, sem var gæzlu- skip norska síldarflotans í sumar, kom til Bergen um miðjan september. Hann sagði, að Svíarnir hefðu, eft- ir því sem hann vissi til, al- mennt haft ágæta veiði. Það var einnig nokkuð af finnsk- um skipum á veiðisvæðinu, en þau voru færri en þau sænsku. Arangurinn af norsku veið- unum er í ár mun betri en í fyrra, eða 150.000 tunnur á inóti 100.000 tunnum í fyrra þrátt íyrir minni þáttt.öku í veiðunum, 186 skip á móti 200 í fyrra. Veiðarnar voru stundaðar út í hafsauga, jafn- vel 150 mílur austur af Is- landi. Það er að þakka upp- lýsingum frá hafrannsóknar- skipinu G. O. Sars, að síldin fannst svo langt úti. Skipið sendi fyrstu tilkynningarnar 7. ágúst, og eftir leiðbeining- um frá því færðu skipin sig lengra og lengra út til hafs. G. O. Sars fann síld allt að' 250 mílur austur af Islandi. Um skeið var einnig nokkur veiði við Jan Mayen, en um það leyti varð meiri síldar vart sunnar, og fór þá ílot- inn þangað. Gæði síldarinnar eru miklu meiri í ár en í fyrra. Fiskgengdin við Grænland. Á norrænu fiskimálaráð- stefnunni, sem haldin er í Bergen, fullyrti dr. Paul M. Hansen frá Danmörku, að vísindalegar rannsóknir hefðu leitt í ijós, að þorskstofninn við Grænland sé mjög auðug- ur við Vestur-Grænland bæði í fjörðunum og eins úti á bönkunum, að fiskurinn er stöðugur og sumir árgangar óvenjulega miklir. Það sé þess vegna útlit fyrir mjög mikla þorskveiði við Grænlanc næstu árin. Rannsóknimar sýna einn- ig, sagði dr. Hansen, að það er óvenjulega mikið klak bæði á bönkum og í fjörðunum, og seyðin eru miklu stærri en áður. Það lítur út fyrir, að árgangamir 1947 og 1948 verði þeir auðugusu í sögu Grænlandsveiðanna, þegar þeirra fer að gæta í aflanum. Áður en ráðstefnunni lauk um miðjan þ. m., bauð Árni Friðriksson í nafni Olafs Thors sjávarútvegsmálaráð- herra, að næsta ráðstefna yrði haldin á Islandi. New York Times 100 ára, New York Times, eitt af stærstu blöðum heimsins, varð 100 ára 18. sept. Blaðið var stofnað af blaðamannin- um Henry Raymond og bankamanninum George Jones, sem vildi koma á fót íhaldssömn blaði, sem hægt væri að selja fyrir 1 eent. Blaðið þurfti að sigrast á mörgum erfiðleikum, og þrisvar sinnum var það á barmi gjaldþrots. I dag nema útgjöld þess, laun starfs- manna og pappír, sem svarar 600 milj. ísl. króna um árið. Notar það 160.000 lestir af pappír um árið, eða það sem er jafnt að þyngd og hálfur ársafli íslendinga að síld meðtalinni. Svíar auka málm- framleiðsluna. Það er talið, að Svíar hafi lofað á ráðstefnu í Genéve að auka næstu þrjú, fjögur árin járnmálmnám sitt um 25— 30%. Smásöluverzlun Englendinga. I síðasta hefti „Board of Trade Journal“ er skýrt frá því, að sala í smásöluverzlun- um hafi minnlcað mjög í Eng- landi á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Mest gekk salan saman hjá magasínunum eða um 20%, hjá sjálfstæðum smásölum um 10—20%. Aft- ur á móti jókst salan um 6% hjá keðjubúðunum, en það eru stórfyrirtæki, sem eiga kannske eitt til tvö þúsund búðir og stundum mildu fleiri víðs vegar um landið. í búð- um samvinnufélaganna jókst salan um 2%. Öfull sílddrkaupmaður. Oskar Halldórsson útgerð- armaður hefur manna lengst fengizt við útgerð og síldar- söltun, og alltaf er hann þar, sem einhver von er um síld. Stundum gerir hann einn út á síld, þó að enginn annar hugsi í þá átt eins og í vor, er hann var að láta veiða beitu fyrir lúðuveið’arana. Þegar Raufarhöfn fór að verða aðalsíldarhöfnin norð- anlands, var Oskar kominn þar, og' er þar nú sjálfsagt með miljóna framkvæmdir, bryggjur, síldarplön og bygg- ingar fyrir verkafólk. En það stóð ekki til að fara að skrifa neina. ævisögu þessa mikla athafnamanns, heldur að slcýra frá, hvað Óskar hef- ur nú fyrir stafni. Hann er nú í Sandgerði að' kaupa síld og hefur 10—12 samnings- bundna báta, og flesta þar á staðnum af síldarsaltendun- um. Það er mikil barátta um síldina eins og alltaf, þegar verið er að salta, og er Óskar mættur alltaf niðri á bryggju klukkan 6 á morgnana til þess að passa upp á hlutina, að enginn skjótist fram hjá hon- um af hans bátum og til að krækja í ósamningsbundinn aðkomubát, ef hann skyldi koma inn. Þarna er ekki eftir gefið. ___________ 19 ára gömul stúlka, Björg Durnes, er komin heim úr hvalveiðiför sinni til Barentshafs. Hún var með m.s. „Bmsholm“ frá Vestsma. Skipstjórinn ber henni vel söguna. Hún tók í stýrið, stóð í tunnunni og sveiflaði linífn- nrn í hvalsspikinu engu síður en karlmennirnir. Þegar flest- ir aðrir fóru í land, hélt hún áfram að vinna af kappi. Trúðu, að þú fáir, og þú færð. máttfarin, en ég held samt, að ég myndi geta gengið“. Hann lagði höndina á úlnlið henni. Æðaslátturinn var hægur og reglulegur. Andardrátturimv var einnig fullkom- lega eðlilegur. Undrun, fát og ringulreið bullaði og sauð í huga Lerracs. Var þessi bersýnilega lækning ávöxtur af áköfum sjálfsefjunar-strammara? Eða var þetta ný stað- reynd, undraverður, óviðtökuhæfur atburður, kraftaverk? Lerrac hikaði andartak, áður en liann ákvæði að taka Maríu Ferrand til úrslitarannsóknar. Svo Ivfti hann milli vonar og ótta'rekkjuvoðinni ofan af henni. Hörundið var mjúkt og hvítt. Upp af hinum grönnu mjöðmum var lítill, flatneskjulegur og ögn íhvolfur kviður vanfóðraðrar ung- rneyjar. Hann lagði hönd sína mjúklega á kviðarholið og þuklaði eftir leifum útþenslunnar og hörðu bólgunnar, sem hann hafð'i fundið þar áður. En allt var þetta horfið eins og Ijótur draumur. Svitinn spratt út á enni Lerracs. Honum fannst eins og hann hefði verið lostinn höfuðhöggi. Hann féklc ákafan hjartslátt. Hann varð að beita öllum sínum stálvilja til að halda sér í skefjum og stilla sig. Llann hafði ekki heyrt þá Doktor J. og M. koma inn í sjúkrastofuna. Allt í einu tók hann eftir, að þeir stóðu við lriið hans. „Hún virðist læknuð orðin“, mælti hann þá. „Ég get ekkert fundið athugavert. Viljið þið gera svo vel og skoða hana sjálfir?“ Á meðan embættisbræður Lerracs skoðuðu og þreifuðu kvið Maríu Ferrand nákvæmlega og samvizkusamlega, stóð Lerrac afsíðis og horfði á þá skínandi björtum augum. Hvað sem öllu leið, gat enginn efi leikið á því, að stúlka þessi hafð'i verið læknuð. Það var kraftaverk. Sú tegund krafta- verka, sem greip fólk eins og fellibylur og sendi það í heil- um hjörðum til Lourdes. Og hrifning almennings var rétt- mæt. Hver sem orsök lækninganna var, voru afleiðingarnar ekki aðeins þær, að menn stóðu á öndinni, heldur voru þær í ofanálag raunverulegar og ágætar. Aftur hvarflaði það að Lerrac, hve hamingjusamur hann hafði verið, að á meðal allra þessara sjúklinga í Lourdes þennan dag, skyldi þó hafa verið' einn, sem hann þekkti og hafði rannsakað nákvasmlega, sem læknazt hefði. En nú var hann, Lerrac sjálfur, orðinn flæktur í þessar eilífu deilur og misklíð um kraftaverkin. Því betra hugsaði hann. Það skipti ekki máli, hvað af þessu hlytist, liann ætlaði að leiða rannsóknirnar til lykta eins samvizkusam- lega og hlutdrægnislaust og hann væri að rannsaka hund. Ilann ætlaði að halda áfram að' vera nákvæmt mælingar- tæki. Lerrac sneri sér til M., sem var enn að þulda mag- ann á Maríu Ferrand, og spurð'i, hvort hann fyndi nú nokkur sjúkdómseinkenni. „Alls engin“, svaraði M., „en ég á eftir að hlusta andar- dráttinn“. Hann lagði eyrað við brjóst Maríu. Samtímis taldi dr. J. æðaslögin, og dr. C. ítalskur, aðgætti rannsóknina. Ungfrú d’O stóð við höfðalagið á rúminu. Þegar hér var kornið, hafði fjöldi manns safnazt umhverfis rúmið. Enginn talað'i orð. María Ferrand, rannsökuð, þukluð, hnoðuð og kramin, var geislandi. Hver einasti maður fann til hinnar ósegjan- legu gleði hennar. Friður, alvara og hreinleiki ilmaði í her- berginu. Loks höfðu þessir tveir doktorar lokið rannsókn sinni. Miss Ameríka. Colleen Kay Hutehins frá Utah fylkinu, (sem margir Is- lendingar eru búsettir í), var nýlega valin fegurðardrottn- ing Ameríku fyrir árið 1952. Hún vegur 65 kg. og er 25 ára, og hin þyngsta og elzta Miss Ameríka, sem nokkru sinni hefur verið kjörin. Hún var einnig sú hæsta meðal keppendanna, eða 177.8 sm. Með titlinum vann hún fagran bíl og 5.000 dollara námsstyrk. Annars er talið, að hún muni vinna sér inn a. m. k. 50.000 dollara (825 þús. kr.) með því að leyfa að birta myndir af sér í auglýsinga- skyni og koma fram við ýmis tækifæri. Þéttasta síld fann norska hafrannsókna- skipið G. O. Sars miðja vegu milli íslands og Noregs, þeg- ar það var á heinrieið' um s.l. mánaðamót. Sjómenn og kettir. I gamla daga vildi enginn amerískur sjómaður sigla með skipi, sem hafði svarta ketti innanborðs. Þeir héldu, að þessir kettiv væru í ætt við nornir og leiddu til óveðurs. Vasaklútar og vindur. Fyrir um 150 árum gerðu sænskar spákonur sér það að gróðavegi að selja sjómönn- um vasaklúta. Þrír hnútar voru hnýttir á vasaklútana. Þegar sjómennirnir á hafi úti leystu fyrsta hnútinn, kom á hægur vindblær, að sögn spá- kvennanna. Leystu þeir ann- an hnútinn, hvessti heldur, og er þeir leystu þann þriðja, mundi skella á stormur. ★ Gleggsti vottur um sjálfs- virðingu er að viðurkenna galla sína og bæta úr þeim. ★ Þegar þér biðjið um ríkis- styrk, biðjið þér ríkisstjórnina aðeins að kaupa „atkvæði“ yðar fyrir peninga yðar sjálfs. ★ Það er hægt að reiða sig á, að maður, sem kominn er yfir sextugt, sé ungur í anda, ef hann byrjar samtal á því að spyrja spurninga. * Næst á eftir því að afreka eitthvað, sem verðskuldar að vera skrifað um, veitir það manni mesta gleði að skrifa eitthvað, sem er þess virði að vera lesið. ★ Eins og keðju er styrkur að veikasta hlekknum, styðst al- menningsálitið við hugsanir hinna heimskustu. ★ Englendingar kunna að vanmeta fyndni þína, en þeir munu berjast fyrir því að vernda rétt þinn til að hlæja að henni. Útbreiðið ,, Vtðir ”

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.