Víðir


Víðir - 29.09.1951, Blaðsíða 4

Víðir - 29.09.1951, Blaðsíða 4
L V í Ð I R flytur efni, sem ekki er annars staSar. j Þeir, sem vilja fylgjast vel með, lesa V í ÐI. Sjóveður hafa verið góð þessa viku og róið upp á hvern dag, þó það hafi ekki verið almennt alla dagana, einkum var norð- austan bræla á miðunum upp úr miðri vikunni. Afli hefur tregazt hjá togbátun- um síðustu dagana, einkum þorskurinn og ýsan, en kol- inn hefur aftur á móti' heldur aukizt. Annars eru dagaskipti að þessu. Afli nokkurra báta í vik- unni einstaka róðra, togbát- ar: Bragi 10 lestir (þar af 1800 kg. koli), annan dag 4 lestir (þar af 500 kg. koli), Siglu- nesið G lestir (þar af 1000 kg. koli), Islendingur 6 lestir (þar af 800 kg. koli), Hermóður 4% lest (þar af 1300 kg. koli), Vilborg 4Yo lest (þar af 1000 kg. koli). Svo hefur aflinn líka komizt niður í 2' lestir suma dagana. Dragnótabátarnir hafa afl- .að sæmilega, Skógafoss t. d. einn daginn 2H lest (þar af 000 kg. koli), Hafþór 1 lest (300 kg. koli). Hilmir fékk einn daginn 2]/2 lest af kola og 300 kg. af fiski. Fiskurinn er mjög smár. Það er sama, hvort það er þorskur eða ýsa, hann hangir í því að' ná máli og varla það. Aflabrögð togaranna hafa verið léleg hér við land, svo að segja hvar sem reynt hefur verið. Flestir tog- ararnir, sem á ísfiskveið'um eru, liggja við Ilalann. Sumir Akureyrar togararnir hafa þó verið að veiðum fyrir norðan og fiskað eitthvað. Hjá þeim Austfjarðatogurum, sem hafa verið fyrir Austur- landi, hefur verið tregur afli. Það er svo sem ekki neitt nýtt, að aflatregða sé um þetta leyti. Við Grænland hefur verið góður a-fli hjá þeim togurum, sem þar hafa verið' að veið- um, en ekki þykir taka því fyrir þá, sem ekki' eru bvrj- aðir, að fara þangað að þessu sinni, því að venjulega hætta skip þar veiðum í október. Það er ekkert nýtt, að afli sé tregur hér við land um þetta leyti, það er aðeins al- vanalegt. Bein afleiðing af hinum lélegu aflabrögðum við Island er hinn góð’i markaður, sem verið hefur bæði í Bret- landi og Þýzkalandi undan- farið. Meira að segja skipin, sem hafa komið með fisk frá Grænlandi, hafa selt ágæt- lega, þó að sá fiskur seljist vanalega miklu verr en Is- landsfiskurinn. Togarar á ísfiskveiðum. I Bretlandi: Geir selur í dag. A útleið: Karlsefni, sem selur í Þýzkalandi á mánu- daginn, Jón forseti og Skúli Magnússon, er selja í Þýzka- landi á þriðjudaginn og Böð- ull, sem selur í Þýzkalandi á miðvikudaginn. A veiðum: Surprise, Goða- nes, Egill Skallagrímsson, Elliðaey, Kaldbakur, Kefl- víkingur, Hallveig Fróð’adótt- ir, Jörundur, Askur, Elliði og Hafliði. A heimleið: Bjarnarey, Helgafell, Svalbakur, Hval- fell, Bjarni riddari, Ingólfur Arnarson og Fvlkir, og fóru þessir þrír síðasttöldu allir aftur á ísfiskveiðar við Græn- land. Harðbakur var einnig á ís- fiskveiðum, en hefur verið’ í viðgerð (fiskimjölsvélarnar)' í Bretlandi síðan um miðjan mánuðinn. í slipp hér heima eru ísólfur og Bjarni Ólafs- son. I þann veginn að fara á ís- fiskveiðar: ísborg, Akurey og Jón Þorláksson. EgiII rauði er nýkominn frá Bretlandi, þar sem hann seldi ufsafarm. VeiSa í salt viS Grænland: Uranus, Neptúnus, Marz, Jón Baldvinsson, Pétur Hall- dórsson, Þorsteinn Ingólfsson, Júní, Júlí, Ólafur Jóhannes- son, Austfirðingur og Sólborg, sem er um það bil að fara á þessar veiðar. Vestmannaeyjar. Síklveiðin hefur verið treg flestir þó með 30 tunnur og sumir lítið sem ekkert. Há- hyrningur eyðilagði með öllu alla trossuna fyrir einum bátnum, svo að fella varð ný net á alla teinana. Síldin er misjöfn, mikið smátt í henni hjá sumum. Afli í dragnótina hefur heldur glæðzt upp á síðkastið. Grindavík. Afli hefur verið tregur þessa viku, algengast 20—40 tunnur og þaðan af minna. Einstaka bátur hefur fengið 80—90 tunnur, en margir hafa líka stundum ekki séð síld. Þegar leið meira á vik- una, urðu allir bátar vel varir við' síld, og virtist vera hrafl yfir allt, og eru menn nú að vona, að síldin þétti sig. Bát- arnir eru beint út af Grinda- vík og á svæðinu vestur að Eldey og út af eynni. Menn eru nú orðnir hálf langdregnir eftir síldinni og farnir jafnvel að tala um að hætta, ef veiðin fer ekki að glæðast, þegar aftur verður farið að veiða í bræð'slu, en á þeirri síld og hinni sem, sölt- uð er, er nokkur verðmunur. Tvær trillur hafa verið að reyna með handfæri og lóð undanfarið og hafa ekkert fengið, og er nú óvenjulega dautt um þetta leyti árs að vera. Sandgerði. Síldveiðin hefur verið treg í þessari viku. Flestir bátanna hafa verið fyrir sunnan nes og þá farið með aflann til Grindavíkur. Aflinn hefur verið algengastur þetta 10, 20 og 30 tunnur, sárafáir með upp í 60 tunna veiði. Nú er smástraumur, og eru menn að' vona, að síldin glæðist í stórstrauminn. Ufsakaupmenn koma nú úr öllum áttum. Annars hefur ufsaveiðin verið lítil það sem af er. En úr því þessi tími er kominn, má búast við, að ufs- inn fari að glæðast, og kem- ur oft mikil ufsaganga á haustin. Bátar fá nú oft 200 —300 ufsa á dag. Skipverj- arnir eiga þetta einir og draga þeir það á, meðan legið er yf- ir netunum. ITfsinn er nú kominn upp í kr. 5.50 stykk- ið, og er slegizt um hann. Hann hefur verið saltaður það' sem af er, en nú er farið að herða hann. Einn bátur er að byrja á dragnót, en enn hefur ekki komið til með aflabrögð. ICeflavík. Það hefur verið ákaflega dauft yfir síldveið'unum þessa viku, einstaka bátur hefur fengið 60—70 tunnur, og það niður í mjög lítið og ekki neitt. Þó virðist vera síld, þar sem þeir mæla á henni djúpt og grunnt, og hún kemur upp á yfirborðið og veður annað kastið. Fyrri hluta vikunnar var töluvert um stóra síld í Miðnessjónum, og tolldi hún ekki í netum nema sem voru stórriðin. Síldin er yfirleitt söltuð. Frystihúsin munu vera búin að' frysta nægilega beitu. Hjá dragnótabátum hefur verið góður afli, það upp í 2 lestir af kola, þegar bezt. hef- ur látið, og stundum hefur verið nokkur annar fiskur með jafnvel allt upp í 2—3 lestir. Hafnarfjörður. Þegar bezt lætur koma þetta 3—4 síldarbátar inn á dag, flestir leggja þeir afla sinn á land þar sem stytzt er inn af miðunum í það og það skiptið. Undanfarið hefur verið tregt, hjá bátunum eins og í öðrum verstöðvum. Akranes. Þar hefur verið' treg síld- veiði undanfarna daga. Inn hafa komið venjulega 6'—7 bátar, sumir með nýja síld, en aðrir með samansafnað. Um miðja vikuna var einn daginn reitingsafli hjá Eldey, en þar var þá svo mikill há- hyrningur, sem er smáhvalur, að hann stórskemmdi net manna. Fyrir einum eyðilagði hann t. d. 40 net. Eyjabát- ar, sem voru upp undir Krísu- víkurbergi, sluppu þá sæmi- lega við hvalinn, en fengu á- líka veiði 30—60 tn. Þrír bátar fóru í Jökuldjúpið' á miðvikudaginn og fengu þar sæmilega veið'i, 40—80 tunn- ur af ágætrí síld. En vegna storms gátu þeir ekki farið þangað daginn eftir (fyrra- dag). 1900 fjár komu á miðviku- daginn með 4 bátum að vest- an, og gekk það sæmilega. A einum bátnum drápust þó 5 lömb. Segl voru breidd yfir féð, a. m. k. á sumum bát- unum. 1000 lömb voru flutt að norðan á bílum, og gekk það vel. Þau voru fyrst um sinn gevmd á Hesti í Borgarfirði. Nú hefur þeim verið slátrað, þar sem mæðiveiki hefur komið' upp í Hólmavík, það- an sem lömbin voru flutt. Ekki er komin nóg beita. Hæsti báturinn, sem byrjaði eftir að síldveiðunum fyrir norðan lauk, er Keilir með um 2000 tunnur. Af þeim, sem byrjuðu strax, er senni- lega Ilrefna hæst. ísafjörður. Enginn af stærri vélbátun- um rær eins og stendur. Ein og ein trilla er að skjótast út til þess að afla í soðið', en fiskur er tregur. Og það er ekki útlit fyrir, að neinn vél- bátur hefji róðra eins og er, og veldur þar mestu um afla- leysið. Einn bátur er nýfarinn að róa frá Súgandafirði, og er það fyrsti báturinn, sem byrj- ar veiðar með línu á Vest- fjörðum að þessu sinni. Hefur afli hjá honum verið tregur. Margir stærri bátanna eru í fjárflutningum. Fiskimjölsverksmið’jan er enn í lamasessi, og ekki er vitað' enn, hvernig rætist úr með nýtt fiskiðjuver fyrir ís- firðinga, sem þeim er hin mesta nauðsyn á. Einkum þurfa þeir að fá verksmiðju sem getur brætt og unnið karfa í stórum stíl, og þyrfti hún að koma á nýju uppfyll- inguna, svo að hægt væri að spara vinnu við losunina með því að nota færibönd. Nýlega ioru 3 menn, kosnir af bæjar- stjórninni, til Reykjavíkur til þess að' vinna að útvegun fjár til þessara framkvæmda. Aflahlutir hafa verið góðir hjá þeim, sem stundað hafa botnvörpu- og dragnótaveiðar í Flóanum í sumar, liásetahlutur þetta um 4500 krónur á mánuði, hefur stundum komizt upp í 5000 krónur, en líka stundum hangið í 4000 krónum. Ann- ars er þetta mjög misjafnt eftir bátum og mánuðum, eins og gengur og gerist, en sjómenn láta heldur vel yfir þessum veiðum. TrolliS. A þeim slóðum, sem bát- arnir eru eiiikum að veiðurn, er þetta um 30 faðma dýpi. Þegar togað er, er venjulega „liaft úti“ þrefalt á við dýp- ið', sem togað er á. Þannig eru venjulega úti um 100 faðmar al' vír og upp í 125 faðma þegar togað er í Bugt- inni. Fuglinn. Það er mikið af fugli á miðunum, og er fýllinn þar lang fíestur. Fýllinn er gráð- ugastur í slorið og lifrina þeg- ar verið er að gera að. Ann- ars er mest öll lifrin hirt, nema kannske úr því allra smæsta. Af fýlnum er stórar breiður á sjónum. Þegar fer að hausta, kernur mikið af svartbak á mið'in, og hefur honum fjölgað mjög mikið seinustu árin. Hann er mjög gráðugur og étur milcið af fiski, og það ótrúlega stórum, jafnvel alít upp í það, sem leyfilegt er að koma með í land. Brelar til Grænlands. Bretar hafa ekki síður en íslendingar snúið' sér af kappi að Grænlandsveiðunum. Ekki alls fyrir löngu fór reg'lulega einn togari á dag til Græn- lands í hálfan rnánuð frá Hull og Grimsby. Elcki mundu ís- lendingar lasta það, þó að Bretar beindu meira skipum sínum til Grænlands- en Ú- landsmiða. t ' = 'j Rœðið við kunningja ykkar og vini um blað- ið. Sendið því nöfn þeirra, sem hafa sömu áhugamál og blaðið rceðir. Vndirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að Víði. Nafn ........................................... Heimili ........................................ Póststöð .......................... Til vikublaðsins Víðir, Reykjavík. (Sími 6661).

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.