Víðir


Víðir - 03.11.1951, Blaðsíða 1

Víðir - 03.11.1951, Blaðsíða 1
XXIII. Revkjavík, laugardaginn 3. nóvembér 1951. 31. tölublað. Fiskþurrðin fyrir Ausfurfandi. Eitt sinn fyrir ekki ýkja löngu voru blómlegar 1‘isk- veiðar fyrir Austurlandi stundað'ar þar á opnum bát- um og síðar vélbátum að sum- arlagi. Fiskur gekk þá allmik- ið inn í firðina, þó að megin- aflinn væri lengst af sóttur út fyrir annnesin. Þá var svo mikil fiskgengd fyrir austan, að menn sóttu þangað í at- vinnuleit úr mörgum ver- stöðvum sunnanlands, þegar fiskur var genginn þar af mið- unum. Voru þá fiskveiðar stundaðar af kappi fvrir öllu Austurlandi allt sumarið og langt, fram á haust. Nú kemur það varla fyrir, að fiskur gangi inn á firðina, og aflabrögðin eru yfirleitt orðin þar svo rýr, að aðkomu- menn eru svo til hættir að fara þangað til róðra, og hlut- ur heimamanna hefur með hverju árinu farið minnkandi og aldrei verið jafnrýr og í sumar. Helzt varð fisks vart á norðurfjörðunum, en þó var þar einnig sáralítill afli. Þessi ritgerð' er því ekki orðin svip- ur hjá sjón við það, sem áður var. Síld gekk einnig oft inn í firðina, og mátti heita, að hún væri þar allt sumarið. Var hún þá oft í lásnm langt fram á haust. Síld veiddist einnig að vetrarlagi, upp úr áramót- um, og þarf ekki að fara langt aftur í tímann, um 15 ár eða svo, þegar lnín veiddist þar að nokkru marki síðast. En nú virðist þetta alveg búið að vera. Fiskþurrð'in fyrir Austur- landi er því athvglisverðari, sem mönnum finnst, að á- gengni togara hafi verið þar minni en fyrir flestum öðrum landshlutum. Og vart er um það að ræða, að togarar raði sér eins og veg'gur framan til á miðunum, svo að fiskurinn nái elcki til að komast uþp að landinu, eins og á sér stað fyr- ir Vestfjörðum og á miðum Vestmanneyinga og Faxaflóa- manna. Það vaknar því sú sþurn- ing, hvort búið hafi verið áð- ur að eyðileggja þessi mið, því að ekki er því að neita, að þar var mikil ágengni af tog'- urum á fyrsta skeiði botn- vöriDuveiðanna hér við land. Eða hafa lífsskilyrði fisksins versnað' frá því, sem áður var, eða hvort tveggja? Nú hafa síðustu vísinda- rannsóknir leitt í Ijós, að fisk- iirinn er ótrúlega næmur fyrir hinum minnstu breytingum á umhverfi sínu, hafinu. Þann- ig finnur hann mun á 0.03 gráðu hita og 0.02 prósent saltmagni í sjónum. Aður er það alkunna, hve ætið í sjón- um er mikilvægt fyrir fisk- göngurnar. Hafa þá átt sér stað slíkar breytingar á lífsskilyrðum fisksins fyrir Austurlandi? Eru þær hinar raunverulegu or- sakir fyrir þverrandi fisk- gengd á þessum slóðum? Þeg- ar um það er að ræða, að fisk- veiðar í heihnn landsfjórðungi leggist niður, þar sém þær voru áður blómlegur atvinnu- vegur, er þar um svo mikil- vægt mál að ræða, að það má ekki horfa upp á það án þess að hreyfa legg eða lið til þess að leita orsakanna. Austfirðingar eins og aðrir, sem alast hér upp í sjávar- þorpum, eru, ef svo má segja, fæddir sjómenn. Útgerð hefur einnig verið jöfnum höndum aðalatvinnuvegur austfirzkra landbænda, sem búið hafa ná- lægt ströndinni. Og þó að langvarandi aflaleysi hafi leik- ið Austfirðina enn grárra en nokkurn annan landshluta, hafa þeir, sem þar búa, sýnt mikinn dugnað i að bjarga sér við erfið skilyrði. Þar eru nú þó nokkuð mörg fiskiðjuver og myndaflegur fisldskipa- stóll, þótt minna hafi verið lagt þar í slík atvinnutæki en víða annars staðar, en þó kannske miklu meira en hægt \'ar að búast við eftir skilyrð- unum. Með minnkandi aflabrögð- um nýtast þessar eignir minna, einkum frystihúsin og verksmiðjurnar. En er hér nokkuð hægt að gera, þegar fiskurinn er mikið til hættur að gagna upp að landinu? Það er tvennt, sem hér gæti kom- ið til greina. Það er klak og 11 ý fiskimið. Um ný fiskimið er ef til vill ekki að ræða, en hefur það verið fullrannsak- að? Hvað er langt síðan Eld- eyjarbankinn fannst, Halinn og nýju lúðumiðin? Geta ekki veriðþarna auðugir fiskibank- ar austar og' norðar? Eru ekki skilyrði til þess að hefja víð- tækt fiskklak í hinum miklu fjörðum eystra? Ilvergi væri betra að leiða í Ijós árangur- inn af fiskklaki í sjó en þar, ef skilyrðin eru fyrir hendi, þar sem nú er þurr sjór. En þetta kallar á rannsókn og þá fyrst og fremst á skilyrðum sjávarins til þess, að fiskur vilji vera þar. Hjálpaðu þér sjálfur, segir gott máltæki. Það' geta Aust- firðingar ekki i þessum efn- um, þótt happadrýgst sé. Hér verða vísindamennirnir að koma til sögunnar. Og séu skilyrði fyrir hendi, þarf til þess mikið fé. Og ef hér ætti að fara að hefja fiskiklak í sjó í stórum stíl, væri ekki úr vegi að byrjað væri á því að kynna sér þetta hjá þeim þjóðum, sem lengst eru komn- ar í þessum efnum, eins og Japönum. Hér er ekki aðeins um hagsmunamál fyrir Aust- firðinga að ræð'a, heldur alla. Styrjuveiðar með rafmagni. Eftir margra ára tilraunir hefur þremur þýzkum vís- indamönnum í Hamborg tek- izt að fullkonma rafmagns- tæki, sem hægt er að veiða styrjur með. Þetta var reynt suðvestur af Helgolandseynni. Styrjan var hænd að með venjulegri beitu. Strax og hún bítur á, fær hún straumhögg ■um öngulinn, sem lamar hana um leið eins og við svæfingu. Eftir það er ómögulegt fyrir fiskinn að' slíta sig lausan af önglinum, sem er, eins og kunnugt er, algengt í 50— 70% tilfellum. " Siemens-Schuckert ætlar nú að smíða 30 slík veiðitæki fyr- ir íiskibáta í Hamborg. Vegna þess að leiðsluhæfni sjávarins er 500 sinnum meiri en vatns, þarf eklri mjög sterkan straum. Fisklöndun í Grænlandi! Sjómenn og útgerðarmenn við Grænland hafa nú snúið sér til Hins konunglega græn- lenzka verzlunarfélags og far- ið fram á, að norskir og sænskir fisldbátar, sem veiða við Grænland, fái að léggja á land afla sinn í námunda við miðin. FISKAFLINN: Fiskur slægður með haus (síld meðlaliu) Hagnýting þessa afla var sem Iiér tiilur frá sama- tíma 1950): Isvarinn fiskur Til frystingar Til sdltunar Til her/lu I fiskimjöIsTCrksmiðjur Annað Síld til frystingar Sild til söltunar Síld lil bræðslu l.okt.1961: 1. okt. 1950: 329.078 lestir 257.723 lestir (til samanburður eru settar í sviga 30.338 (26.802) lestir 83.120 (47.113) — 57.870 (96.526) — , 6.440 (475) — 67.313 (38.658) — 2.590 (1.675) — 3.792 (4.949) — 19.450 (17.116) — 58.765 (24.409) — segir 110.000 mál síldar, að verðmæti sem svarar til um 10 milj. ísl. króna, hafa Danir veitt á Blöden-grunni á tæpum tveimur mánuðum (frá 23. júlí—18. sept.). Bát- ar hafa veitt fyrir sem svarar 350.000 ísl. krónum, en það eru líka margir, sem rétt hafa haft fyrir kostnað'i. Engin æfiniýri. Danski skipstjórinn, Chr. Venp, hefur enn einu sinni bjargað hinum tveimur fiski- bátum sínum undan hamrin- um. Hann fær lán úr Fisk- veiðabankanum og hjá ein- staklingi, en verður að skuld- binda sig til þess að vera ekki með nýjar tilraunir og aðal- lega að stunda síldveiðar á Blöden-grunni. Mikill danskur logbálafloli er nú bundinn við festar, þar sem ákveðið hefur verið að' hætta veiðum fyrst um sinn, á meðan fiskkaupmenn, sem kaupa. fisk til iðnaðar, treysta sér ekki til þess að greiða lágmarksverðið sem svarar 12 ísl. krónur kassann, því að jafnvel með 14 krónu verði myndi útgerðin ekki sitja undir sér. Utgerðin von- ar nii, að skortur á fiski til iðnað'ar geti leitt til verð- hækkunar, þannig að hægt verði að gera út með hagnaði. „G.O.Sars" í Barenlshafi. Hio kunna norska hafrann- sóknaskip ,,G. O. Sars“ er far- ið í nýjan leiðangur, og nú í Barentshafið. Ætlunin er að rannsaka fiskigöngurnar í Barentshafi, fyrst og fremst ufsans. Við tilraunimar verð- ur notuð bæði botnvarpa og Iína. Jafnframt verð'a gerðar athuganir á ætinu og efna- samsetningu hafsins. Að rann- sóknum þessum loknum fer I.inn kunni fiskifræðingur, Devold, um borð í skipið og heldur áfram síldarleit úti í hafi eins og í fyrra. Þjóðyerjar kaupa lýsi. Nylega hafa nokkur vest- ur-þýzk innflutningsfyrirtæki sett sem svarar 6 og 5 milj. ísl. króna tryggingu til handa Norðmönnum og Dönum vegna kaupa á hertu og hreinsuðu hvallýsi frá Noregi og þroskalýsi frá Danmörku. Englendingar við Grænland. Enskir togarar hafa nú fundið hin miklu fiskimið fyr- ir sunnan og vestan Græn- land. Nokkrir þeirra seldu í ár fisk í Hull fyrir 8.000— 10.000 sterlingspund. Það er sagt, að Bretar hafi farið að leita að fiskimiðum þarna og annars staðar, eítir að Noreg- ur (og þá sjálfsagt Island einnig) krafðist viðurkenning- ar á fjögurra mílna landhelgi á sínum heimamiðum. ÍSFISKSÖLUR: Dagar milli Söludagur: Skipsnajn: sölu: Sölust.: Lestir: Med'alv. kg.: 25. okt. Jón Baldvinsson, Rvk Grimsbv 230 £ 9284 kr. 1.85 25. — Jón forseti, Rvk 23 Brcmcrh. 248 £10077 — 1.85 27. — Skuli Magnúss,, Rvk 25 Bremerh. 248 £ 9431 — 1.75 27. — Röð'ull, Hafnarfirði 24 Cuxhaven 180 £ 7732 — 1.95 29. Ivarlsefni. Reykjavík 28 Cuxhaven 26614 £10327 — 1.S0 30. — Júní, Hafnarfirði Grimsby 223 £ 12506 — 2.55 30. —■ llarðbakur, Akureyri Grimsby 219 £11389 — 2.35 31. — Egill Skallagr., Rvk 23 Cuxhaven 237 £ 9177 — 1.75 31. — Kaldbakur, Akureyri 22 Grimsby 240 £ 13882 — 2.65 31. — Elliðaey, Vestm.e. 22 Grimsby 236(4 £ ] 2283 — 2.40 1. nóv. Askur, Reykjavík 22 Bremerh. 214 £ 9796 — 2.05

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.