Víðir - 03.11.1951, Blaðsíða 4
Þeir, sem vilja fylgjast vel meS, lesa V í ÐI.
Jyiðíf VIÐI R flytur efni, sem ekki er annars staSar. '
(
TíSarfarið.
Tíðin hefur verið hagstæð
þessa viku, suðaustlæg átt og
það upp í norðaustur, hlýindi
og úrkomulaust.
Afli
hefur verið alveg sæmileg-
ur, bátar að fá þetta 2—4 lest-
ir, sumir meira og aðrir minna.
Nokkur dagaskipti hafa ver-
ið, hvað aflamagn snertir,
eins og vant er, og fer þá mest
eftir sjóveðrinu. Það er eftir-
tektarvert, hve mikið hefur
veiðzt af fiatfiski og óvana-
iega, a. m. k. um þetta ieyti
árs, algengt þetta 2 og það
upp í 3 iestir yfir nóftina.
En það er eins með kolann
og annan fisk, að hann er þar,
sem ætið er. Það hefur verið
mikið af sandsíli í Bugtinni
undanfarið, og hefur kolinn
elt það'. Margir halda, að kol-
inn sé eingöngu botnfiskur,
en hann virðist hka stundum
bregða sér upp í sjó. Þannig
hefur það komið fyrir, að bát-
ur hefur fengið aðeins 2—3
kola, er hann lcastaði í björtu,
en 2—3 poka á sama stað,
þegar dimma var komin. Kol-
inn grefur sig líka niður í
sandinn, og þó að veiðarfær-
in róti sandinum mikið upp,
getur verið, að' hann fáist þá
alls ekki, ef hægt er dregið.
Það er einnig athyglisvert,
að einn bátur, Bragi, fékk um
miðja vikuna í tveimur róðr-
um sæmilegan afla af þorski,
3—4 Iestir, en þorskur hefur
varla sézt í aflanum í sumar.
Ekki telja sjómennirnir þetta
þó göngufisk, heldur fisk, sem
sé uppi á hraununum og skríði
þetta niður af þeim einstöku
sinnum, enda fékk Bragi afla
sinn hart upp í grjóti. Þetta
er svokallaður Bugtarfiskur.
Kolinn er nú keyptur á kr.
2.50 kg.
Afli einstaka róðra í vik-
unni: Bragi 7% lest (þar af
koli 1830 kg.), Þristur 4 lestir
(koli 1900 kg.), Vilborg 2%
lest (1750 kg. koli), íslending-
ur (litli) 2% lest (1660 kg.
koli), Drífa 2% lest (1700 kg.
koli) og Siglunesið 4 lestir (3
lestir koli).
Þegar róið hefur verið með
línu á haustin, hefur aflinn
verið' 2—4 lestir, og þess er
varla að vænta, að aflinn yrði
meiri núna, þótt einhver vildi
reyna. Þó er ólíklegt, að nokk-
ur fari af stað með JítiIIi eða
engri von um að fá meiri afla,
svo gífurlegur sem útgerðar-
kostnaðurinn er orðinn.
Togararnir.
Fyrir vestan hefur verið'
dágóð tíð þessa viku, þó hef-
ur hann of't verið það hvass,
að skip, sem hafa verið orðin
hlaðin, hafa átt erfitt með að
toga, En aftur á móti léttari
skip, sem nýkomin voru á
veiðar, hafa tekið á sig minni
sjó. Vindurinn hefur verið á
austan og norðaustan.
Aflabrögð hafa verið góð,
þegar veður hefur ekki haml-
að, mikill þorskur og dálítið
af ufsa. Skipin hafa yfirleitt
fyllt sig, og einkum hafa þó
aflabrögðin gengið vel síðustu
daga.
Togarar þeir, sem verið
hafa á saltfiskveiðum við
Grænland, eru nú sem óðast
að fara á ísfiskveiðar fyrir er-
lendan markað. Bjarni Ólafs-
son hefur veitt fyrir frystihús-
in á Akranesi, og komið hefur
til tals, að Marz veiði fyrir
frystihúsið í Önundarfirði.
Markaðurinn hefur verið
agætur undanfarið, einkum
hefur hann verið ágætur í
Bretlandi. Þjóðverjar eru nú
byrjaðir að sigla með fisk til
Bretlands. Er sennilegt, að of
mikið sé í aflanum af þorski
fyrir þeirra markað, og eink-
um, að hann sé of smár.
Vestmannaeyjar.
Einir tveir bátar stunda nú
enn reknetaveiðar, og eru þeir
báðir fyrir sunnan. Hinir bát-
arnir hafa verið að' hætta und-
anfarið, og nokkrir þeirra
hættu núna í vikunni. Tveir
bátar komu þá einnig að
sunnan, sem voru að hætta.
Voru þeir með miklar
skemmdir á veiðarfærum.
5 dragnótabátar stunda nú
veiðar og hafa verið að reita
svolítið af smáýsu, þetta um
2 Iestir yfir daginn. Enginn
bátur er nú með botnvörpu,
en einn — Suðurevjan — er
nú að búast á veiðar.
Grindavík.
Lítið' hefu r verið róið þessa
viku og afli verið sáratregur,
25 tunnur hjá bát. Allir
aðkomubátar eru nú hættir
og einn heimabátur. Hinir
heimabátarnir munu reyna
eitthvað áfram, annars er orð-
ið mjög dauft yfir síldveiðun-
um.
Það hefur verið skroppið
fram á Víkina á trillum, þeg-
ar gott hefur verið með hand-
færi, en lítið fengizt, 150—200
kg. af þyrsklingi. Enginn hef-
ur reynt með' línu.
Sandgerði.
Síldveiðin hefur verið treg,
þó fengu beztu bátar upp í
350 tunnur alls í þeim róðr-
um; sem farnir voru framan
af vikunni, 3—4 driftum, en
fjöldinn fékk líka sáralítið.
Enn eru menn að vona, að
síld fari að veiðast eitthvað
að marki núna, þegar kemur
fram í þennan mánuð. Afkom-
an er nú léleg hjá bátum,
enn eru engir heimabátar
hættir veiðum, en þeir munu
gera það nokkrir núna í byrj-
un mánaðarins. Noklcrir
munu þó ætla sér að halda út
allan nóvember.
Það hefur verið erfitt að
fást við söltun undanfarið,
síldin hefur verið svo misjöfn,
hefur þurft 2V2 uppvíktaða
tunnu til þess að gera eina
saltaða.
Keflavík.
Síldaraflinn hefur verið
mjög lítilfjörlegur þessa viku,
þó fékk einn bátur — Björg-
vin — á miðvikudaginn 190
tunnur í einni drift. Næsti
bátur fékk 53 tunnur, og
nokkrir bátar upp undir það',
en líka margir ekki neitt. Síld-
in hjá Björgvin var mjög
blönduð, í henni var góð síld
en Hka smásíld.
Sjómenn telja, að töluverð
síld sé enn á miðunum, þeir
lóða á henni, en álíta, að það
sé mikið smásíld. Um helm-
ingur af bátum eru hættir.
Gerir það hvort tveggja, að
þeir hafa orðið fyrir miklu
veiðarfæratjóni undanfarið
og búa illa og óttast, að
áframhald verði á netatjón-
inu, og svo hitt, að þeir ótt-
ast að fá skell af lágmarks-
fryggingTJnni, þegar svona lít-
ið aflast.
Það hefur verið ónæðis-
samt hjá dragnótabátunum
undanfarið, og aflinn farið eft-
ir því og verið rýr.
Tröllafoss hefur verið að
ferma mikið af karfamjöli í
vikunni, 1100 lestir. Ekki hef-
ur þó skipið legið í Keflavík
heldur hefur mjölinu verið ek-
ið til Hafnarfjarðar. Skilja
Keflvíkingar ekki, hverju
þetta sætir, og er nokkur óá-
nægja yfir því, að skipið skuli
ekki ferma þennan mikla fram
í Keflavík. Nóg er dýpið í
höfninni, og ekki voru skipin
minni, sem herinn affermdi
þar a stnðsarunum, og mörg
stærri. Þetta skiptir 'ekki litlu
fyrir Keflavíkurhöfn í hafn-
argjöldum og atvinnulega séð
fyrir verkamenn, þó aldrei
nema skipafélagið greiði mis-
muninn á akstrinum til Hafn-
arfjarðar og því, að mjölinu
væri ekið á bryggju í Ket'la-
vík.
Akranes.
Dauft hefur verið yfir síld-
veiðunum þessa. viku, 10—50
tunnur í róðri, og sumir hafa
ekkert fengið. Heildaraflinn í
s.l. mánuði var 3568 tunnur
hjá 19 bátum eða tæpar 200
tunnúr hjá bát að meðaltali.
Sjómenn eru orðnir von-
daufir, þó eru þeir að vona
núna, að veiðin glæðist í úr-
kast núverandi stórstraums.
Munu menn ætla sér að' halda
eitthvað áfram fram í þenn-
an mánuð. 2 bátar erus þó
hættir. Bátur sá — Keilir —,
sem var með snyrpunótina, er
nú kominn á reknet aftur, eft-
ir að honum brást að ná síld
í nótina.
ísafjörður.
Engir bátar hafa róið und-
anfarið, verið er þó í undir-
búningi með að koma 2 bát-
um af stað. í Súðavík var
einn bátur byrjaður og fór
einn róður og fékk 2—3 lestir
út af Horni. Annar er í und-
irbúningi, en vélabilanir hafa
enn hindrað báða í að róa
frekar. 2 trillur hafa verið að
skjótast út til að fá í soðið,
og hafa þær verið að reita þó
svolítið, aðallega ýsu, sem
þeir hafa fengið’ í Djúpinu.
Annars er ördeyða.
Verið er að ramma niður
við nýju uppfyllinguna með
járni. Nýbyrjað er að grafa
fyrir áframhaldi af vatnsveit-
unni í bænum. Vinna við það
20—30 menn.
Hafnarfjörður.
Hjá þeim bátum, sem inn
hafa komið, hefur afli verið
tregur, mest hjá Stefni 90
tunnur, en vfirleitt 20—30
tunnur. 3 aðkomubátar eru
hættir, en engir Hafnarfjarð-
arbátar.
Það er dauft yfir atvinnu-
lífinu sem stendur. Stjórnend-
ur síldar- og fiskimjölsverk-
smiðjunnar og frystihúsaeig-
endur hafa verið að gera til-
raun til þess að fá togara til
að vinna fyrir heimamarkað.
lr~' " -■■ -
Rœðið við kunningja
yklcar og vini um blað-
ið. Sendið því nöfn
þeirra, sem hafa sömu
áhugamál og blaðið
rœðir.
Skandinavíuþjóðirnar
nofa Kielarskurðinn mesf.
Kielarskurðu rinn, þriðj i
lengsti skipaskurður í heimi,
var gerður á árunum 1887—
1895. Brátt va.rð það mönn-
um Ijóst, að hann var ekki
nægilega breiður, og varð að
breikka hann mjög mikið. Á
árunum fyrir stríð fóru að
meðaltali um 54.000—57.000
skip um skurðinn um 22
—25 milj. nettó lestir. Um
55% þeirra sigldu undir er-
lendum fánum. Eftir stríð
stöðvaðist umferðin næstum
alveg. Nú er umferðin orðin
eins mikil og fyrir stríð, og
því hefur verið haldið fram,
að það séu einkum Skandina-
víuþjóðirnar, sem nota Kielar-
skurðinn. Svíþjóð er hæst
með 6%, Finnland með 4.1%,
Danmörk með 3.8%, Noregur
með 4%, Holland 6.1% og
Stóra-Bretland 6.8%.
Innfjarðaveiðarnar við
Vesfur-Grænland.
Asgriskohavn er aðál
norska höfnin á Vestur-Græn-
landi og er fyrir innan Fær-
eymgahöfn og örugg í stormi
og ofviðrum. Inni á Græn-
landsfjörðunum eru miklar
torfur af stórum þorski, sem
er ör á handfæri. Fiskveiðar
inni á fjörðum eru ætlaðar
Eskimóum einum, sem eru
byrjaðir að nota smávélbáta
við þær veiðar. Þeir nota net,
lóð og handfæri. Þeir eru nám-
fúsir og geta með tímanum
orðið góðir fiskimenn.
Það er mikið af karfa við
Vestur-Grænland. Það getur
verið svo mikið a.f honum, að
línan sé eins og rautt strik í
sjónum. Það er stór og feitur
karfi, en hann er ekki hirtur.
Það gengur mikið af urriða
upp í árnar til að' hrygna, og
er hann veiddur af Eskimó-
unum. Eskimóarnir selja
Dönum afla sinn, en þeir
kvarta yfir lágu verði.
Náttúrufegurð er mikil á
Vestur-Grænlandi og grózku- "
mikill gróður inni í fjörðun-
um. Þar er mikið af kræki-
berjum og einnig hálfþroslc-
uðum bláberjum.
Eskimóakonurnar vinna
stundum að uppskipun, og
])að jafnvel á kolum, og að-
gerð á fiski. Þær vinna vel.
Það er mikið af mýi á Vest-
ur-Grænlandi. Þar er nokkuð
af í'ef, hvítref og, bláref, í
fjörð'unum, og er hann ekki
mannfælinn. Þar er einnig
mikið af héra og rjúþu, sem
er mjög spök.
Margir Eskimóar hafa út-
varpstæki, og í sumar fékk
fyrsti Eskimóinn í Godthaab
síma,
HUNDESTED-MOTOR — hin aflmikla, þýða
og ódýra vél. StærSir 10—360 hestöfl.
TJndirntaður óskar eftir að gerast áskrifandi að Víði.
Nafn ......................
Heimili ........
Póststöð ...........
TU vikublaðsms Víðir, Reykjavík. (Sími 6661).