Víðir


Víðir - 03.11.1951, Blaðsíða 3

Víðir - 03.11.1951, Blaðsíða 3
VÍÐIR 3 Hagstæð utanríkis- verzlun Belga. Belgar hafa sett nýtt met í hagstæðum verzlunarjöfn- uði með því að koma honum upp í sem svarar 650 milj. króna í septemberlok. Eink- um á þetta rót sína að rekja til útflutnings vegna. vígbún- aðarins. VatikaniS byrjar skipaútgerð. Vatikanið er minnsta sjálf- stæða ríkið í heiminum, hálf- ur ferkílómetri að stærð, og liggur ekki að hafi. Það hefur nú ákveðið að eignast sinn eigin verzlunarflota. Páfalegúr embættismaður tilkynnti um miðjan fyrra mánuð reglur í 31 grein um fyrirkomulagið á þessari skipaútgerð, og' hefur páfinn nú staðfest þær. I reglum þessum er m. a. ákveðið, að öll skip, sem sigla undir hvít- gula fánanum, verði að hafa skipsprest um borð, sem ganga skal skipstjóranum næstur að virðingu. Stjórn siglinganna og sigl- ingamála Vátikansins á að vera í lröndum sérstakrar deildar. Þungaiðnaður Þýzka- lands verður frjáls. Utanríkisráðu neyti Frakka hefur tilkynnt, að þegar Schu- man-áætlunin kemur til fram- kvæmda, verði eftirlit Vest- urveldanna með stál- og kola- iðnaði Þýzkalands afnumið. Innflutningurinn til Vest- ur-Þýzkalands jókst um 90 milj. dollara í september, og við það varð verzlunarjöfnuð- urinn óhagstæður í fyrsta sinn í marga mánuði, um 50 milj. dollara. Utflutningurinn er nú 93°ý meira en fyrir ári síðan og innflutningurinn 45% meiri. Óhagstæðari utanríkis- verzlun hjá Argentínu. Þó að íslendingar hafi líti! viðskipti við Argentínu, þá hefur hún allmikla utanríkis- verzlun, enda er hún stærsta Suður-Ameríkuríkið. Við- skipti Breta og Argentínu- manna eru löngu kunn, eink- um fyrir langdregna samn- inga. íslendingar ættu að geta haft hagkvæm viðskipti við Argentínu. Svíar hafa þar mikil vðiskipti og miklar beinar skipasamgöngur við Argentínu. Upp á síðkastið hefur verzl- unarjöfnuður Argentínu nokkuð versnað, og kann þess að gæta á n^estunni í minni innflutningi frá öðrum lönd- um. Þannig hefur frosið inni hjá Svíum yfir 100 miljónir sænskra króna. Skyggir í hjá Bretum. Verði utanríkisverzlun Breta eins næstu 8 mánuðina og s.l. 4 mán., verða þeir með 1.500 milj. punda óhagstæðan verzlunarjöfnuð. Árið 1951 var hann óhagstæður um 348 rnilj. punda. En síðustu 4 mánuðina hefur hallinn num- ið 4 milj. punda á dag (180 milj. króna). Þegar byrjaði að síga á þessa hlið, vonuðu Bretar, að verð á útflutningsvörum þeirra myndi hækka og verð- ið á innfluttu vörunum lækka, og hefur þeim orðið að ósk sinni. En þá hafa brugðizt vonir manna um, að takast mætti að auka útflutninginn, einkum hefur útflutningurinn minnkað til U. S. A. og Kanada. Svíar auka gúmmí- íramleiðsluna. Svíar hafa gúmmíverk- srniðju í Gislaved og áforma nú að stækka hana fyrir sem svarar 10 milj. ísl. króna. Sammála um austur- verzlun Svía. Svíar og Sendiráð Banda- ríkjanna í Stokkhólmi hafa undanfarið rætt um verzlun Svía við Austur-Evrópulönd- in og komizt að niðurstöðu, sem báðir geta unað við. Elcki er látið neitt uppi um, í hverju samkomulagið er fólgið, en talið er víst, að ekki verði um að ræða aukinn útflutning á mikilvægum hernaðarvörum. Sovétríkin vantar umfram allt ýmsar smíðavörur, sem hingað til hafa verið afgreidd- ar innan ramma miljarðsláns- ins (þar sem Svíar sömdu við Rússa 1946 um 15 ára gjald- frest, er þeir óttuðust kreppu í iðnaðinum upp úr stríðinu, og Myrdal var aðalhvatamað- urinn að því). Af Svia hálfu er mest sótzt eftir mangan- málmi og krómi og vissum tegundum af fóðurmjöli. Ný SKF-verksmiðja í U. S. A. Hinar í'rægu sænsku kúlu- leguverksmiðjur hafa nýlega fært út kvíarnar með því að kaupa nýbyggða verksmiðju í Pennsylvaníu, sem á að hag- riýta til framleiðslu á kúluleg- um. SIvF átti 5 verksmiðjur fyrir í Bandaríkjunum. Beíri skór. Sænskar skóverksmiðjur hafa nú ákveð'ið að gera skó með ýmsum breiddum, en menn eru, sem kunnugt er, mjög misfótbreiðir. I Ameríku er langt síðan farið var að fullnægja þessum kröfum við- skiptavinanna. ★ Demantur verð'ur ekki tær án slípunar, og maðurinn verður ekki fullkominn án reynslu. K O R N. Skammvinnt lán. — Dag- inn eftir að .Tohn T. Brown hafði gefið blóð til blóðbank- ans við sjúkrahús eitt í Hous- ton, særðist hann sjálfur illi- lega, þurfti blóðgjöf og fékk sitt eigið blóð aftur. Látið ekki þann, sem á ekk- ert hús, rífa nið'ur hús ann- arra. Látið hann byggja hús handa sjálfum sér með' ötulli vinnu. Þá getur hann verið viss urn, að það stendur ör- uggt, þegar það er fullgert. (Abraham Lincoln). Meðal við sjóveilci. Menn hafa á margan hátt reynt að vinna bug á sjóveikinni. Arið 1873 smíðaði Henry Besse- mer skip, sem kallað var „Bessemer“, og var allur sal- urinn hengdur upp, svo að hann hélzt alltaf nokkurn veginn láréttur. Aftur á móti var ekki auðvelt að stýra skipinu. Annar hugvitsmaður gekk ekki eins djarft til verks. Hann lét smíða káetu, sem hengd var upp, og var borði, stól og legubekk komið fyrir í hálfkúlu. En þessi uppfinn- ing átti. heldur eldci neina framtíð fyrir. sér. Öruggastá starf í heimi hef- ur ljósmyndarinn í París, sem hefur einkarétt á að ljós- mynda hina nýutnefndu ríkis- stjórn. Fyrir 100 árum höfðu lækn- ar mikla andúð á algjöru bindindi. Það var álitið, að bindindismenn hefðu lélegri heilsu og lifðu skernur en aðr- ir. Þeir gátu að'eins fengið að iíftryggja sig gegn því að greiða aukagjald. „Pamir" og „Passat" fara aftur á sjó. Hin tvö fjórmöstruðu skip „Pamir“ og „Passat“ liafa verið dregin frá Lubeck til Kieler Howaldtswerke í Kiel, þar sem ljúka á við að búa þau sem bezt út til brottferð- arinnar, en þau eiga. að fara til austurstrandar Suður— Ameríku nú í haust. Hin fasta áhöfn er þegar komin um borð, og auk skipstjórans sigla með skipunum 4 yfir- menn, 1 læknir, 1 loftskeyta- maður, 2 verkfræðingar, 2 seglasaumarar, 2 timbur- smiðir ásamt 60 nemendum, sem sigla frítt. I skipin var sett 1000 hestafla dieselvél, sem tryggir seglskipunum í logni ca. 8 sjómílna hraða á klst. Vistirnar eru geymdar í kælirúmum. Hin fasta áhöfn býr í rúmgóðum einbýlis- og tvíbýlisklefum. Mikil til- hlökkun er meðal sjófarenda að' hitta fyrir þessi háreystu, stóru seglskip aftur á hafi úti. G5 aura fyrir krabbann. Norskir sjómenn, sem veiða krabba fyrir niðursuð'uverk- smiðjurnar, fá sem svarar 65 aura ísl. fyrir stvkkið. Verk- smiðjurnar hafa báta í ver- stöðvunum til þess að kaupa. Skyldu ekki hér vera skilyrði til þess að veiða og sjóða nið- ur krabba. Varalitur og stál. Pakistan hefur orðið að kaupa varalit, vín og öl til þess að geta fengið keypt stál, en það var sett að skilyrði, sem landið varð að ganga að, þó að það hefði engin not fyr- ir þessar vörur. ★ Væri ekkert liámarksverð á matvörum, hefði ríkisstjórnin heldur ekki neina afsökun fyr- ir styrkveitingum til bænda. arhafsráðinu, qg ennfremur að Englendingar skyldu láta liðsveitir frá öllum þátttöku- ríkjunum koma í stað her- sveita sinna á svæðinu um- hverfis Súezskurðinn. Eins og nú er komið, hefur þetta allt bara verið boð, — en þó mjög fallegt boð. Kringumstæðurnar eru á- » kaflega hörmulegar, — ekki fyrst og fremst með tilliti til Englendinga. Að því er tekur til Súezskurðarins, er England varðhundur Vesturveldanna. Verði hundurinn rekinn burt, standa dyrnar opnar fyrir alls konar innbrotsþjófum. Þar að auki er það mjög mikilvægt fyrir verndun Miðjarðarhafs- ins og landanna lengra aust- ur frá, að allgott samkomu- lag sé milli Egypta og vest- rænu þjóðanna. Menn geta reynt að hugga sig með því, að Egyptar leiki djarfan leik og séu neyddir til að' tapa, — þegar lengra líður. Það er sennilega rétt, enda þótt ýms- ir bendi á Persíu og það, að slíkt pókerspil geti einnig sá unnið, sem minni máttar er. En þetta með Egyptaland er raunalegt, þegar litið er fram í tímann. Það, sem nú er að gerast, sýnir greinilega, að ekki einu sinni þetta land, sem stjórnað er á mjög ólýð- ræðislegan hátt, skilur, hver er tilgangurinn með' lögreglu- valdi Vesturveldanna um all- an heim. Egyptar sjálfir vita, að laridið hefur ekki nokkra sigurmöguleika, ef kæmi til vopnaviðskipta við Stóra- Bretland, sem gæti fengið full- kominn efnalegan stuðning frá Bandaríkjunum og öðr- um. En það lítur út fyrir, að Egyptar viti ekki, að með að- gerðum sínum vinnur þjóðin nú að því, að landið liggi op- ið fyrir miklu verri kúgara en brezka Ijóninu. Egyptaland er nauðsynlegur hlekkur í varnarkeðju; bresti hlekkur- inn, er keðjan ónýt. LjóniS bærir á sér. Atburðirnir síðustu daga bera það með sér, að London mun ekki í þetta sinn láta traðlca sér um tær. Ákvörð- unin mun vafalaust studd af almenningsálitinu í öllum vestlægum löndum. Siðferði- lega séð er stað'a Stóra-Bret- lands í Egyptalandi töluvert öruggari en í Persíu. Og þeg- ar á allt er litið, þá beinist líka almenningsálitið í þá átt, að með tilliti til valds og virð- ingar hinna lýðræðislegu landa um allan heim er nauð- synlegt, að nú sýni þau ófrá- víkjanlega festu. Það er full- komlega einkennandi fyrir Stóra-Bretland sjálft, að „The Times“, sem í aðalatriðum réði til þess að fara gætilega í Persíu, hvetur nú eindregið til þess að láta hart mæta hörðu í þessum málum. Á- stæðan fyrir því, hve Bretar voru varkárir í ákvörðunum sínum um Persíu, er auðvit- að sú, að Persía var í hern- aðarlegu tilliti sérstaklega viðkvæm vegna nágrennisins við Sovétsambandið. Egypta- land er hægt að einangra, og enginn samningur við nokk- urt annað ríki tryggir Egypta- landi stuðning. Þetta hefur sín áhrif. Viðbrögð Arabaríkjanna. Varðandi stuðning gera Egyptar ráð fyrir, að hin Arabaríkin muni bregða fljótt við þeim til hjálpar, ef til á- taka kemur. Reyndar er aug- Ijóst, að í þeim efnum fara Egyptar villir vegar. Stjórn- endur Arabaríkjanna eru mjög várkárir náungar og fara sér hægt í öllum stjórn- málaaðgerðum. I fvrri heims- styrjöldinni var næstum ekk- ert afhafst, fvrr en Araba- furstunum skildist, að' Tyrkja- veldi var í raun og veru alveg að sundrast. Þá hófust þeir handa til að tryggja sér hinn réttmæta hluta af herfanginu. Svo er það annað, að stór- veldin sviku mörg af loforð- um sínum, og sú breytni þeirra er að sjálfsögðu ekki gleymd (sbr. Arabíu Lawr- ence). Arabar tefla sjaldan á tvísýnu, nema nauðsynlegt sé. Það á vissulega við um Ibn Saud, sem sjálfum finnst hann vera keppinautur Far- ouks konungs, og vill ekki láta Farouk hrifsa til sín sér- stök völd innan arabiska bandalagsins. Hið sama virð- ist eiga við um ríkisstjórann í Irak, en hann álítur reyndar, að hann muni brátt fá tæki- færi til að ná ýmsum hlunn- idnum. í vesturátt er Tripoli- tania, sem gera má ráð fyrir, að beri mjög hlýjan hug til Stóra-Bretlands, þar sem Bretar hjálpuðu þeirn til að öðlast frelsi í síðustu heims- styrjöld. Fleira mætti nefna. Arabisku „vígstöðvarnar“ eru ákaflega illa varðar, — en ekkert hinna einstöku ríkja mun skoða huga sinn um að veiða í grugguðu vatni, hver svo sem syndaselurinn kann að verða. /

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.