Víðir - 08.12.1951, Qupperneq 4
Þeir, sem vilja fylgjast
vel með, lesa V í Ð I.
j—; 1
V í ÐIR flytur efni, sem
ekki er annars staSar.
TíSin
hefur verið stirð þessa viku
til sjávarins, og lítið verið um
róðra. Togbátarnir haí'a ekki
komizt út neitt að gagni og
orðið að koma inn strax aftur,
þá sjaldan að útskot hefur
verið.
I?að hefur \rerið norðan og
norðaustan átt, og stundum
mjög hvasst með nokkru
frosti og bylkófi annað slagið.
Afli,
það sem hann hefur verið,
hefur verið hjá línubátunum,
2—Sl/> lest í róðri. Með línu
eru 5 bátar.
Afli einstaka róðra: Kári
Sölmundarson ?>V-> lest, Svan-
ur 3 lestir, Guðmundur Þor-
lákur 3 lestir og Víðir (úti-
legubátur) 8% lest.
Afli er alltaf lítill í Bugt-
inni um þetta leyti.
Togararnir.
Tíðin hefur verið mjög
slæm hjá togurunum þessa
viku, stormasamt. Og afla-
briigðin hafa verið eftir því,
mjög treg, þó að einstaka skip
hafi sett í sæmilegan fisk.
Hins vegar hafa togarar þeir,
sein liafa veríð á karfaveið-
um, fengið sæmilegan afla, þó
að tíðin hafi einnig hamlað
veiðum þeirra.
Flestir togárarnir eru fyrir
vestan eins og vant er. Þeir,
sem eru á karfaveiðunum, eru
dýpra út af Breiðubugtinni
og Víkurálnum. Isfisktogar-
arnir eru yfirleitt 40—50 míl-
úr — 4 tíma siglingu —, frá
landi, beint út. Af þessum
miðum eru þeir 17 tíma til
Reykjavíkur.
Við Grænland eru .2 togar-
ar á veiðum, Ingótfur Arnar-
son og Karlsefni, og það sem
frétzt hefur af þeim, þá er
afli góður, 450—500 kítt á
sólarhring, eins og hjá þeim
Neptúnusi og Marz, sem eru
nýbúnir að vera þar, og eru
á heimleið frá sölu í Englandi.
Ekki hefur heyrzt, hvort þeir
fara aftur. Isrek getur nú ver-
ið mikið við Grænland, úr því
þessi tími er koininn. Að sjálf-
sögðu er það freistandi að
stunda þessar veiðar eins og
frekast er hægt, þar sem afla-
magnið er svona mikið, en
hálfgerð ördeyða á heimamið-
um.
Markaður hefur verið á-
tætur í Englandi þessa \'iku,
3—SJ/> sterlingspund fyrir
kíttið, og Fylkir komizt upp
í tæp 4 pund fyrir kíttið, sem
er ofsalega hátt verð, cftir því
sem um getur verið að ræða.
Togararnir, Jón Baldvins-
son og Ilranus, komu hingað
með afla sinn og lögðu hann
upp í frystihús. Voru það við
200 lestir hjá hvoru skipi,
mest karfi.
Vestmannaeyjar.
Enginn bátur hefur farið á
sjó alla vikúna, nema einn
bátur, sem fór rétt austur
fyrir Eyjar til þess að af-
skeina. Fékk hann engan afla.
Otíð hefur verið og ekki hægt
að komast á sjó.
Á mánudagskvöldið kom
nýr bátur til Eyja, Erlingur
III., eign Sighvatar Bjarna-
sonar, skipstjóra. Varð hann
að liggja af ser veður við
Shetlandseyjar. Hann fékk
vont veður yfir hafið, og
reyndist báturinn prýðisvel í
alla staði.
Dettifoss hefur verið að
taka hraðfrystan fisk og fiski-
mjöl og önnur skip lýsi og
síld.
Grindavík.
Tveir bátar róa með Hnu,
en lítið hefur gefið þessa viku.
Og þá sjaldan á sjó liefur gef-
ið, hefur afli verið tregur.
Tveir bátar voru búnir að
taka aftur um borð síldarnet-
in, en þeir hafa ekkert fengið,
þegar þeir hafa komizt út.
Halda menn, að síklin sé far-
in aftur.
Annars er ekkcrt um að
vera. Talsverðum snjó hefur
kyngt niður, alltaf fet djúp-
um. I fyrravetur var meiri
snjór í Grindavík en komið
hafði í manna minnum.
Sandgerði.
Tíðin hefur verið umhleyp-
inga- og stormasöm þessa
viku, þó hefur tvisvar verið
komizt á sjó með reknetin, en
veiðin var engin.
Síðast þegar reknetabát-
arnir fóru út, var dauðalegt
að sjá, og eru menn heldur
vondaufir, að síldveiðin ætli
að verða meiri en orðið er.
Einu sinni hefur verið róið
með línu, og var afli sama og
enginn, enda var slæmt sjó-
veður. Dragnótabáturinn er
hættur.
Heldur er dauflegt yfir og
fáir farnir að hugsa til vertíð-
arinnar, nema hvað menn eru
farnir að dytta að bátum sín-
um og setja upp veiðarfæri.
Menn gera almennt ráð fyrir
áð býrja að róa strax upp úr
áramótum.
Aður fyrr reri bátur og bát-
ur með línu, úr því kom fram
í miðjan nóvember, og á jóla-
föstu var oft góður afli á línu.
Var þá oft komin fiskiganga,
sem hélzt út janúar. Væri tíð
góð, aflaðist þá oft vel. Aldrei
var þó almennt róið fvrir ára-
mót. Nú lítur út fyrir, að al-
veg sé þurr sjór.
Keflavík.
1 bátur, Nanna, rær með
línu og selur fiskinn til
Reykjavíkur í bæinn. Afli
hefur verið tregur, 2—3 lestir
í róðri.
5 bátar stunda dragnóta-
veiðar, en hafa Htið getað ver-
ið að, og afli tregur. Þó fengu
þeir sumir um 3 lestir af ýsu
í róðri fyrri hluta vikunnar.
Nokkrir bátar voru bunir
að taka síldarnetin aftur um
borð og ætluðu að reyna eitt-
hvað, þegar síldar varð vart
iim daginn. En svo fengu þeir
ekkert, og eru nú búnir að
taka upp.
Keflvíkingur fór á veiðar
frá Reykjavík í fyrradag, og
mun ætlunin að veiða karfa
fyrir frystihúsin.
Norskt skip hefur verið að
ferma á 10. þús. tunnur af
síld til Póllands.
HafnarfjörSur.
Togarinn Bjarni riddari
losaði í vikunni 285 lestir af
fiski fyrir frystihúsin, mest
karfa, Isólfur um 140 lestir,
mest þorsk, og Júlí í gær.
Surprise kom í fyrradag frá
Englandi og fer á veiðar í dag,
jafnvel fyrir frystihúsin, þó
að það geti breytzt.
4 bátar róa með línu, og
hefur afli verið tregur, um 3
lestir i róðri af öllu saman.
Nokkrir bátar eru enn með
reknetin, en hafa ekkert feng-
ið upp á síðkastið.
Akranes.
Línubátarnir 3, sem róðra
stunda, gátu ekki róið frá því
á sunnudag og þangað til í
fyrradag. Fengu þeir 3—4
lestir.
Síldarbátarnir eru allir
hættir a'. m. k. í bili.
Jökulfellið er nýbúið að
hreinsa upp allan Ameríku-
fisk hjá Sambandshúsinu þar,
og Vatnajökull hefur verið
þessa dagana að ferma hjá
SH-húsunum allt, sem þar
var af Ameríkufiski, um 30.-
000 kassa.
Bjarni Olafsson hefur verið
í ketilhreinsun.
Bæjarútgerð Akraness hef-
ur nú keypt megnið af hluta-
bréfum togarafélags þess, er á
Akurey, og fór skipið á veið-
ar fyrra föstudag og leggur
afla sinn á land á Akranesi
til vinnslu í frystihúsunum.
Skipið verður a. m. k. fyrst
um sinn skráð í Reykjavík og
skipshöfn þaðan.
Nýtt frystihús
á Siglufirði?
Eftir því sem skýrt er frá
í Siglufjarðarblaði, hefur
stjórn Síldarverksmiðja ríkis-
ins samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum að leggja
til, að stórt hraðfrystihús
verði reist á Siglufirði og
jafnframt, að ríkisstjórnin
aflaði nauðsynlegra lagaheim-
ilda til þess.
Stjórn Síldarverksmiðjanna
setti þau skilyrði fyrir að
mæla með byggingunni, að
báðir bæjartogararnir láti
hraðfrystihúsið sitja fvrir öll-
um ísfiski, sem lagður er á
land hérlendis, og að annar
togarinn fislci ávallt fyrir
hraðfrystihúsið, þegar fleiri
en tveir nýsköpunartogarar
fiska fyrir hraðfrystihús ann-
ars staðar á landinu, a. m. k.
annar 'bæjartogaranna leggi
upp afla hjá Síldarverksmiðj-
um ríkisins, þegar þeir fiska
í bræðslu, þó er þar undan-
skilin snyrpinótaveiði.
Gert er ráð fyrir, að frysti-
húsið geti framleitt 15—20
lestir af flökum miðað við 12
stunda írystingu. Hugmvndin
mun vera að koma frystihús-
inu fyrir í einni af mjöl-
skemmum verksmiðjanna. Er
áætlað, að húsið kosti upp-
komið 4 miljónir króna, og er
þá innifalið í því mjölskemm-
an. Verður málið væntanlega
lagt fvrir þingið, áður en því
verður slitið, og þá sennilega
lagt til, að ríkið láni verk-
smiðjunum 3 milj. króna and-
virði hússins annað en mjöl-
skemmuna, sem er talin 1
mil jónar króna virði.
Á Siglufirði eru fyrir tvö
fiskfrystihús og eitt síldar-
frystihús og síldar- og fiski-
mjölsverksmiðja er bærinn á.
Stórt fyrirtæki.
Bæjarútgerð Reykjavíkur
er nú að verða eitthvert
stærsta fvrirtæki í landinu.
Á útgerðin nú 7 skip og það
8. rétt ókomið. Ef gert er ráð
fyrir 3Y>—4Y> milj. króna
veltu á skip, nemur ársveltan
um 32 milj. króna. Við út-
gerðina vinna sjálfsagt ekki
færri en 300 manns fastráðn-
ir, þegar öll skipin eru komin,
fyrir utan það fólk, sem kann
að vinna við saltfiskinn, þeg-
ar um það er að ræða, en
Bæjarútgerðin á mikla fisk-
þurrkunarstöð.
Gömlu togararnir.
JÚpíter, sem Tryggvi O-
feigsson átti, stendur nú uppi
í slipp og víst að því kominn
að fara niður. Hefur verið sett
í hann olíukynding, og fer
liann til Þingeyrar.
Þá er togarinn Gyllir við
Ægisgarðinn, og er verið að
setja í hann olíukyndingu.
Gyllir var eða er enn eign
Kveldúlfs h.f., og mun hann
eiga að fara til Flateyrar, þeg-
ar viðgerðinni er lokið.
Bátakaup Eyjamanna.
V estmannaeyingar hafa
keypt 3 báta frá Danmörku
í ár og 1 frá Færeyjum. Nú
eru þeir að kaupa 3 báta hér,
og verðiir Steingrímur á
Kirkjulandi með einn, Sig-
urbjörn frá Grund með ann-
an og Sveinbjörn frá Geithálsi
með þann þriðja. Sagt er, að
fleiri séu í undirbúningi nieð
bátakaup.
Yeiðar Norðmanna
við Grænland.
Norðmenn segja, að það
þurfi bæði dugmikla sjómenn
og vel útbúin skip til þess að
stunda veiðar við' Grænland,
því að þær séu erfiðar, og
sýni annars ekki góðan árang-
ur.
Línuveiðarnar útheimta of
mikla vinnu samanborið við
afraksturinn, og verður að
stefna að því að breyta yfir
til togveiða, sem sýnir áreið-
anlega beztan árangur. Þetta
er reynsla Norðmanna.
í sumar urð'u þeir, sem
stunduðu línuveiðar við
Grænland, að hafa % meiri
útgerð til þess að ná sama ár-
angri og í fyrra. Þetta var
línuaflinn í ár minni en þá.
Erlendu togararnir voru
nýtízkuskip, og sýnir það, að
aðrar þjóðir (en Norðmenn)
kunna að standa að þessum
veiðum á réttan hátt. Til þess
að' ná nokkrum árangri urð-
um við að vinna upp í 18
tíma á sólarhring, og það var
erfitt starf. Strax og búið var
að fá fullfermi, var haldið til
Færeyingahafnar til að losa,
og um leið og siðasti fiskur-
inn var lcominn upp, var hald-
ið af stað aftur, segir norskur
skipstjóri.
Leiðbeiningar í
meSferð dýptarmæla.
Norðmenn hafa námskeið í
hagnýtingu dýptarmæla, 3 og
e. t. v. 4 tegundum, norskum,
enskum, amerískum og ef til
vill frönskum bergmálsdýpt-
armælum. Það er reynsla.
Norðmanna, að þeir, sem hafa
bergmálsdýptarmæla, hafí
ekki eins mikla þekkingu á
notagildi þeirra og skyldi.
HUNDESTED-MOTOR — hin aflmikla, þýða
og ódýra vél. Stærðir 10—360 hestöfl.
Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að Víði.
Nafn ..........................................
Heimili .......................................
Póststöð .........................
Til vihublaðsins Víðir, Reykjavík. (Sími 6661).