Víðir


Víðir - 08.11.1952, Blaðsíða 3

Víðir - 08.11.1952, Blaðsíða 3
VÍÐIR Sœnski ,síldarkóngurinn ‘ hefur orðið Bátagjaldeyririnn. Eins og kunnugt er selst bátagjaldeyririnn nokkuð dræmt, og safnast alltaf meira og meira fvrir af honum. Það var búizt við, að salan á hon- um myndi aukast, er tak- mörkunin var gerð á innflutn- ingi ýniissa vara frá EPU- löndunum, og kom þá nokk- ur fjörkippur í' söluna, því það var hægt að fá sumar þessar vörur fyrir bátagjald- eyri, þótt þær fengjust ekki hins vegar. En þetta stóð skammt. Jnnflytjendur eru hikandi við að kaupa þessar vörur fyrir bátagjaldeyri, þar sem þær vérða við það mun dýrari. Nú standa málin þannig, að biiið er að selja sem svarar Vé liluta af þeim bátagjald- eyri, sem gert var ráð fyrir, •að félli til á þessu ári, en það var alls 120—140 miij. króna. Það er mjög bagalegt fyrir út- gerðina og fiskiðnaðinn, hve seint gengur að' koma þessum fríðindum í verð. Er útgerð- in og frystihúsin í vanskilum vegna þessa dráttar, þar sem þau eiga að fá verulegan hluta af andvirði framleiðslu sinn- ar með þessu móti. Hefur ver- ið rætt um að fjölga þeim vörum, sem eru á þessum lista til þess að salán sé eitthvað í hlutfalli við það, sem gert er ráð fyrir að til falli. I'að heyrist ekki ósjaldan hnýtt í þetta fyrirkomulag og- að það geri vörurnar dýr- ari. Það er alveg rétt, vita- skuld gerir það vörurnar dýr- ari, en þetta tvenna gengi er hagkvæmt fyrirkomulag til þess að komast hjá að fella gengi krónunnar almennt, sem myndi þurfa að vera mjög mikið, ef hægt adti að vera að komast hjá stöð'vun ú tger ða r i n n a r. Aðalkost ir bátagjaldeyrisins eru, að hann snertir mjög lítið brýn- ustu lífsnauðsynjar manna og vörur til framleiðslunnar. Aðalbanldnn í Argentínu gaf fyrir skönnnu lít at- hyglisverða tilkynningu uin, að erlendur gjaldeyrir verði ekki framar veittur til inn- flutriíngs á vörum, sem iðn- aðurinn í Argentínu getur framleitt sjálfur. Japanir framleiða einnig nylon. lJað hefur vakið mikla at- hygli í enska nyloniðnaðin- um, þegar þess varð nýlega vart, að helzta ameríska efna- firmað Du Pont hefur veitt hinu japanska fyrirtæki leyfi til að framleiða nylon. Hið japanska fyrirtæki er nú í undirbúningi með að fram- leiða mikið af þessu efni, sem mun hafa í för með sér nýja kreppu fyrir brezka nvloniðn- að'inn, sem einkum byggir á mörkuðunum í samveldis- löndunum. 17 milj. lítrar af olíu hafa í sumar verið afhentir lil erlendra togara í Færey- ingahöfn á Vestur-Grænlandi. Ný hlutafélög. Bókavcrzlunin Andrés Nielsson h.j., Akranesi. Verzlun með bækur og rit- föng. Hlutafé kr. 00.000.00. Stjórnar- formaður: Sigrún Sigurðardóttir, Skóla- braut 2. Rœðið við kunningja ykkar og vini um hlað- ið. Send.ið því nöfn þeirra, sem hafa sömu áhugamál og hlaðið ræðir. Úthafssíldin, sem Norð- menn veiða fyrir Austurlandi, er hin bezta í heiini, og hún þyrfti að fá nafn, sem hindr- ar, að henni sé ruglað saman við Faxa-síld. En hvað á þá að' kalla þessa sild? Eg hef séð þetta mál rætt í norskum blöðum og séð því haklið fram, að menn ef- ist um, að rétt sé að kalla þessa síld, sem veidd er svo langt til hafs og langt frá öll- um löndum, Islandssíld. Eg vil ráða til, að þetta nafn verði ekki látið festast við. Ef svo yrði, geta menn átt á hættu, að síldinni verði skip- að í flokk með hverri annarri íslenzkri síld. Islendingar hafa aldrei ver- ið „síldarþjóð“ að öðru leyti en því, að þeir hafa haft hug á að veiða síldina. Þeir hafa ekki kunnað að vinna úr henni og verið lítt dómbærir á gæðin, og líklega mun verða svo áfram. Þeir borð'a ekki síld, og þess vegna eiga þeir erfitt með að geta dæmt um hana. Það höfum við Svíar séð um, og í þakklætisskyni fyrir það höfum við oft verið álitnir eins konar „afbrota- menn“. Mér fyrir mitt leyti hefur oft verið hótað fyrir það, að ég framreiddi síld þannig, að hægt væri að selja hana sem góð'a vöru bæði í Svíþjóð og öðrum löndum, sem flytja inn síld. En það er mál, sem ég mun, ef mér end- ist aldur til, koma betur að í riti. Sú síkl, sem Islendingar ættu nú að reyna að afla, þegar síldveiðin bregzt við Norðurland, er Suðurlands- síld eða Faxa-síld. Ef nú síld- in, sem Norðmenn veiða í Norskahafinu, vrði seld sem Islandssíld, og þá ef til vill ruglað saman við íslenzku Faxa-síldina, gerðu Norð- menn mikla skyssu. Ivallið síldina það, sem hún er: norsk stórsíld veidd á tiltelamm tímn ársins eða á þeim tíma, er síldin er fcitust. Merlcið veiði hvers mánaðar með norsk síld veidd í júlí, ágúst, september, október, nóvem- ber eða desember, þá geta kaupendurnir sjálfir ákveðið, hver þeim geðjast bezt. Það mun verð'a mikil eftirspurn eftir allri þessari síld. Eg held ég megi segja, að ég hafi rétt fyrir mér, er ég segi, að þessi síld sé hin hezta af allri síld bœði vegna gæða og stærðar. — Stærðin hefur í þessu til- í'elli mikið að segja, þar sem síldin af þeirri ástæðu er vel fallin bæði til söltunar, sem matjessíld, sem kryddsíld og til að framleiða úr henni gaffalbita í verksmiðjunum. Eftir því sem útlit er fyrir, munu Færeyingar einnig fara að' taka þátt í þessum síld- veiðum, sem liggja vel fyrir þeim, og þá munu þeir auð- vitað kalla þá síld Færeyja- síld. Danski fiskimála- ráðherrann dvelst um þessar mundir í Ameríku, þar sem hann mun sitja fjölmargar ráðstefnur og ræð'a um möguleikana á að auka sölu danska freðfisksins í Bandaríkjunum. hlut eiga að máli, komist að samkomulagi. Það er nú kraf- izt fullrar sjálfstjórnar, en sömuleiðis tryggingar frá ríkj- unum uíii, að kommúnistaöfl- unum sé haldið í skefjum. Fyrst þegar þessum tveim kröfum er fullnægt, mun Bao Dai keisara, sem einmitt hef- ur verið í París, geta tekizt <ið skírskota til þjóðar sinnar í sannfæringu um sið'ferðis- lega skyldu. Þá fyrst er hægt að sannfæra íbúa Indo-Kína um, að þeir eigi að berjast f’yrir sínum eigin málum, en ekki fvrst. og fremst fyrir Frakka. Tortryggnin gagn- vart Frökkum og markmiðum þeirra er útbreidd, og eykst og minnkar eftir gangi styrj- aldarinnar; — það er þó að- eins mannlegt. Og nú hefur gangur styrjaldarinnar verið kommúnistum í vil. Lausnin er í því fólgin, segja hægfara flokkar Vietnam, að gera styrjöldina að sjálfstæðisbar- áttu og varnarbaráttu gegn kommúnismanum. Það ætti ekki að vera erfitt að sameina þessi tvö mál svo kænlega og hugvitssamlega, að þjóð'in í heild fyndi, að nú væri að duga eða drepast, — nú eða aldrei. Og ástaridið er mjög alvar- legt. Það er ekki staðfest, að Ivínverskar liðsveitir berjist við hlið Cho IMinh. Aftur á móti hefur það hvað eftir ann- að' verið fullyrt, að Ivínverj- ar veiti stuðning á allan ann- an hugsanlegan hátt, og láti af hendi allmikið af gögnum til hernaðarins. Það er mjög sennilegt, að styrjöldinni sé lialdið í því horfi, að hún ein- mitt bindi eins mikið franskt herlið og hægt er, án þess að fyrst nm sinn sé leitað neinn- ar endanlegrar lausnar. Slíkt herbragð mun vera í fullu samræmi við áætlanir Moskvu og Peking. En þeim er Jiað-að' vísu enn mikilvæg- ara, að ólguna lægi ekki í Vietnam, og að alls konar orð- rómur sé uppi um þau höft, sem liinar heimsyfirráðasinn- uðu vestrænu þjóðir leggi á frelsi og sjálfstæði dökkra manna. Því er því miður ekki hægt að neita, að viðleitni Frakka til að hrekja þennan áróður hefur hingað' til ekki borið neinn árangur, svo að telja megi. Austur-Afríka. Erfiðleikar Breta í Kenya eru allt annars eðlis. En þeir eru einnig táknrænir fyrir á- standið í heiminum. Hið mjög svo ákveðna viðhorf, sem landstjórinn hefur tekið, með fullu samþvkki Whitehalls, hefur í fyrstu róandi áhrif. En ástandið er samt sem áð- ur heldur óvænlegt. Með því að setja þar niður flugsveitir og koma í kring öflugri stjórn- málastarfsemi er að vísu hægt að halda uppreisnarmönnun- um í skefjum, engum kemur annað til hugar. En til lang- frama er það þó langt frá því að vera nóg, Það var góðs viti, að Oliver Lyttelton ný- lendumálaráðherra fór til Kenya með mjög stuttum fyrirvara, og það er varla að efa, að hann hafi víðtækt vald til að taka til sinna ráða. Lyttelton hefur áður sýnt góð'a hæfileika sem málamiðl- ari og úrræðagóður embætt- ismaður; undir slíkum kring- umstæðum verða þeir eigin- leikar ekki ofmetnir. Leiðtogar MAIJ eru horfnir af sjónarsviðinu. En leiðtog- ar Kikuyu-þjóðflokksins (hann er um 1 miljón og bezt menntaður dökku íbúanna) eru hlynntir hægfara aðgerð- um. Þeir eru mjög mótfallnir kúgun og telja, að fara eigi hina lýðræðislegu leið, með samningagerðum, skiplagt, en friðsamlega. Þeir vilja leggja umbótatillögu fyrir Lyttelton, en þeir eiga erfitt með að fá þjóð sína til að fylgja sér, svo lengi sem haldið er nppi svo ströngum fyrirmælum gegn hinum innfæddu íbúum, — bann við fundahöldum, flutn- ingabann og bann við útgáfu dagblaða. Það verður fyrsta verk Lytteltons að sameina hagsmunamál þessa þjóð'- flokks og það, sem stjórnin og landstjórinn telja lágmarks- kröfu með tilliti til öryggisins. Það er hið eilífa vandamál nýlendnanna, sem Bretar hafa oft áður reynzt megnug- ir að yíirvinna. Að þessu sinni hefur það komið upp á ó- heppilegum tíma, þegar hvorki er tími né ráð til að gera út um mál einstaklinga og öllum góðum öflum þarf að beina inn á eina og sömu braut, til eflingar friði í heim- inum. KORN. I Las Palmas. — Sjóinaðurinn Ival Andersson sat í eldhúsinu licima hjá sér og gortaði af ferðum sínum. — En í Las Palnias heiur ]>ú ]>ó aldrei verið, sagði einhver. — I Las Palmas, o, ég held nú }iað, lagsi, oft og mörgum sinnum. — Og hvernig er þar um að litast? — Tja. ]>að er nú ekki svo gott að segja nokkuð um j)að, ]>ví að við kom- um }>angað alltaf að næturlaui. Innan úr stofunni héyrist rödd ní- ræðrar móður Kals: — Þú liefur aldrei komið til Las Palmas, Kal. — Uss, mamma, livað veizt þú um ]>að. Það var fvrir ]>ína tíð. ★ A gistihúsinu. — Gesturinn var á förum og bað um reikninginn. Hann virti liann lengi fyrir sér og sagði svo: „Nei, })etta hlýtur að vera einhver misskilningur. Ég hef ekki keypt gisti- húsið, ég hef aðeins búið hér í liálfan mánuð“. ★ í Syracuse, N. Y., krafðist frú Charles Ðookman skilnaðar við mann sinn, vegna ]>ess að hann neyddi haua til að spila um heimilispeningana við sig, og vann, af því að liann notaði merkt spil. ★ Þegar fiskar verða blindir, missa ]>eir hæfileikann til að halda lit sínuin. Þeir verða s\ artir. ★ llann var mjög efnaður, — en nokk- uð gamall. þegar hann giftist 19 ára gamalli stúlku. Það gekk lieldur ekki vel. Hann fór ti! læknis, er lét hann hafa 30 töflur og sagði honum að taka eina á dag. Það átti að duga. Honum fannst 30 dagar of langur tími að bíða, — og sama kvöldið tók hann allar 30 töflurnar. ITann sofnaði á augabragði. Næsta dag vakti konan hans hann og bað hann að fara á i’ætur. Þá svaraði hann: „Já, ég skal svo sem fara á fæt- ur, — en ég vil ekki fara í skólann4*. ★ Mest var af lögum á þeim tímum. er spilling ríkisins var mest. (— Tacitus). ★ Það er erfitt að hugsa fagurt. ]>egar menn liugsa aðeins um að afla liins daglega brauðs. (— Rousseau). ★ Aðalatriðið er ekki að læra, heldur að bera skyn á það, sein maður lærir. (— Paul Yaléry). ★ Yfirsjón. — Róbert Whitfield og Douglas Henderson í Chicago máluðu xörubíl sinn gulan, til ]>css að hann liti út eins og vörubílar bæjarins, settu á hann 2 lestir af járnvörum, sem bærinn átti í vörugeymslu. og óku burt. En nokkrir íögregluinenn urðu tortryggnir, af því að ,,]>eir unnu svo hratt“. 'k Fvrir nokkru bað forstjóri „British Overseas Airvvays Corp.“ einn flug- mannanna að færa sér páfagauk. En hann var ekki viðbúinn fvrstu orðum páfagauksins, er liann tók við honum: „Ilærri laun lmnda starfsfólki flugfé- lagsins“. ★ Því minna sém hverjum og einum finnst hann þurfa að halda fram sín- um eigin hagsmunamálum, ])eim mun meira lmeigist hann til ]>ess að hal ’a fram hagsmunamálum ]>jóðar sinnar, trúarbragða sinna, kynflokks síns eða heilagrar skyldu sinnar. ★ Eg veit ekki. livort manninum er ætlað að verða engill; en ég veit að minnsta kosti, að ef hann berst gegn því að verða dýr, þá verður hann bara djöfull. ★ ,,Ef karlar og konur væru í raun og veru hreinskilin Iivort við annað, mundu vera færri hjónaskilnaðir**. ,.Og næstum engin lijónabönd“. *

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.