Víðir - 01.01.1953, Blaðsíða 1

Víðir - 01.01.1953, Blaðsíða 1
XXV. Reylcjavík, janúar 1953. 1. tölublað. FISKAFLINN: Allt áriÖ 1952: Allt árið 1951 : Slægður fiskur með haus 336.760 lestir 370.653 lestir Fiskaflinn árið sem leiS hefur reynzt 10% minni en áriS áSur. Þorskurinn var þó heldur rneiri, en síldaraflinn var mun mini. FREÐFISKURINN: Framleiðsla: Allt árið 1952: Allt árið 1951: SölumiðstöÖ hraðfrystihúsanna 1 192 þús. ks. 1000 þús. ks. Samband íslenzkra samvinnufélaga 325 — — 230 — — Fiskiðjuver ríkisins 61 — — 53 — — Samtals 1578 þús. ks. 1283 þús. ks. Afskipanir á 1952 framleiðslunni í árslok: Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna 807 þús. ks. Samband íslenzkra samvinnufélaga 221 — — Fiskiðjuver ríkisins 36 — — Samtals 1064 þús. ks. Þyngd kassa er 50—60 lbs. ## AriS sem leiS jókst framleiSsla á freSfiski um 22%. Þar af jók Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna framleiðslu sína um 19%, Samband íslenzkra samvinnufélaga utn 41% og Fiskiðjuverið um 15%. * Meðtalin er stórlúða og þyngdinni breytt í sem svarar 25 kg. ks. SALTFISKURINN: Alltárið 1952: Alltárið 1951 : Fullstaðinn saltfiskur (bátaf.) 22493 lestir 18237 lestir Fullstaðinn saltfiskur (togaraf.) 40601 — 13210 — Samtals 63094 lestir 31483 lestir ** Saltfisksframleiðslan jókst um rétt rúman helming. SKREIÐIN: Alltárið 1952: Allt árið 1951 : Harðfiskúr 2650 lestir 1200 lestir FiskverSiS viS Lofoten í FiskbirgSir í Banda- Noregi: (lágmarksverS). ríkjunum 1. febr. 1953 Uorskur Langa Steinbítur Lfsi Ýsa Keila Smálúða Hrogn Hrogn (Lifur kr. 0.98 kg. (1.05) (0.93) (0.95) (0.55) (1.21) (0.00) (2.50) (2.30) (1.00) 0.98 — 0.78 — 0.G9 — 1.07 — 0.06 — 2.69 — 1.14 — - 1.37 —) Verðið er miðað við slægð- an fisk með haus til frysting- ar eða til söltunar (blautfisk). Sé um aðrar verkunaraðferðir að ræða, er verðið lægra. Verðið er ekki það sama alls staðar í Noregi, sums staðar lægra og sums staðar hærra. Verðinu er breytt. í ísl. krón- ur. Til samanburðar er verðið á Islandi í svigum: Það er rétt að vekja athygli á því, að blað' nokkurt hefur gert samanburð á fiskverðinu í Noregi og hér og talið þar verð á þorski 58 aura norska pr. kg., en það er verð á haus- uðum fiski. ASeins eitt fiskiskip er nú í smíðum í Svíþjóð. Astæðan er lánsfjárerfiðleikar. voru 76.500 lestir, og er það um 10.000 lestum meira en á sama tíma í fyrra. Það er eftirtektarvert, að birgðir af þorski voru 1. febr. s.l. 6.700 lestir á móti 1.000 lest- um í fyrra á sama tíma. Birgð- ir af ýsuflökum eru nú 200% meiri en á sama tíma í fyrra (4.500 lestir). Birgðir af karfa eru mjög svipaðar og á sama tíma í fyrra, 7.300 lestir. Fiskinnflutningur til Bandaríkjanna nam 50 þús. lestum árið 1952 (flök). Og var það 24% meira en árið 1951. Kanada flutti inn 51% af flökum 1952, ísland 33% og Noregur 10%. Stærstu innflytjendurnir: 1952: 1951: ICanada 25 þús. 1. 26 þús. 1. ísland 16 — - 11 — - Noregur 4.7 — - 1.7 — Danmörk 1.1 — - 0.1 — Gert er ráð fyrir, að tekjuaf- gangur á fjárlögum Kanada 1952—-1953 muni ekki verða nema um 284 miljónir dala að þessu sinni. Markaðsyfirlit. FreSfiskurinn. Árið sem leið var metár í framleiðslu hraðfrystra fisk- flaka. Þegar þessi mikla fram- leiðsla hélzt í hendur við aukna framleiðslu annarra ])jóða, svo sem Norðmanna, var ekki von á góðu. Gagn- stætt því, sem verið hafði ár- ið áður, gerðu söluerfiðleikar fljótt vart við sig, er á leið ár- ið, og var um % hluti af framleiðslunni ófarinn úr landi og að mestu óseldur um síðustu áramót. Auk þess var mikið af íslenzkum þorskflök- um óselt í Ameríku, sjálfsagt einar 3000—3500 lestir, eða um 10% af heildarframleiðsl- unni af freðfiski. En það voru ekki aðeins Is- lendingar, sem lögðu slíkt of- urkapp á að selja á þennan eftirsótta markað, heldur og aðrar þjóðir, og þá einkum Norðmenn, sem þrefölduðu innflutning sinn á frosnum fiski til Bandaríkjanna á ár- inu sem leið. Það gerðu Vest- ur-Þjóðverjar líka, þó að fisk- magn þeirra væri miklum mun minna. Var það haft fyr- ir satt, að þeir hefðu m. a. fryst karfa úr íslenzkum tog- urum og sent liann vestur um haf. Danir tífölduðu fiskinn- flutning sinn til Bandaríkj- anna á árinu. Englendingar og Hollendingar sexfölduðu hann. Það er þó vert athygli, að innflutningur allra þessara þjóða er hverfandi lítill bor- inn saman við innflutning Kanadamanna og íslendinga. Til þess að gera langt mál stutt má segja, að þegar þetta er ritað, hafi betur rætzt úr þessum málum en áhorfðist, þar sem tekizt hefur að selja Austur-Þjóðverjum allar fyrra árs birgðir af freðfiski, sem verkaður er fyrir Evrópu- markað. Verður þessi fiskur tekinn í jöfnum hlutföllum, 1. apríl, 1. maí og 1. júní. Sá böggull fylgir þó hér skamrn- rifi, að um vöruskipti er að ræða. ÍEn það þýðir ekki að kippa sér upp við það, því að um annað greiðslufyrirkomu- lag á frosnum fiski er ekki orðið að ræða í Evrópu. Allmikið er enn óselt í land- inu á freðfiski í Ameríkuum- búðum og allt of mikið', þeg- ar tillit er tekið til þess, að komin er hávertíð. Sala er þó sæmileg vestra eins og er. Þannig seldust.hjá Sölumið- ; ..ANOSBÓKASAFN j«Al i 91.7 89 .rsLANr S stöð hraðfrystihúsanna í janú- armánuði 1000 lestir, og útlit er fyrir, að það verði engu minna næstu tvo mánuðina. Mikla nauðsyn ber þó til að geta selt fyrra árs birgðir af freðfiski verkaðan fyrir Amer- íkumarkað annars staðar en í Ameríku og geta framleitt nýtt í skarðið fyrir þann markað. Má vera, að það tak- ist. Væri það þá helzt um ísrael að ræða, ef til vill Frakkland og Tékkóslóvakíu. Annars hafa Tékkar verið tregir að kaupa upp á síðkast- ið, og eru vöruskiptin við þá að verða Islendingum óhag- stæð. Kemur þá að því að farið verður að draga úr þeim af Islendinga hálfu. Það hefur ekki í annan tíma verið verra útlitið með' frosna fiskinn en nú, þ. e. a. s. þorskinn. Bandaríkjamark- aðurinn tekur ennþá viðstöðu- laust á móti ýsuflökujn og steinbíts, hve lengi sem það verður. Það er heldur ekki á- stæða til að óttast annað, að- eins ef varan er nógu vel vönd- uð. En þar liggur stór hætta falin. Mörg frystihús hafa því enn sem komið' er fiyst sama sem engan þorsk, og Sölumið- stöðin hefur takmarkað fryst- ingu á honum um % frá ár- inu áður. Er þar þó raunveru- lega ekki um neina takmörk- un að ræða frá árinu áður, því að salan var ekki meiri en % hlutar af framleiðslunni, liitt lá um áramót óselt í land- inu og í Ameríku. Þannig er það, að þrátt fyr- ir þessa takmörkun, þá þarf að seljast % meira á yfir- standandi ári af þorskflökum en raunin varð á á s.l. ári, til þess að framleiðslan seljist öll á árinu. Vetrarsíldveiði Norðmanna. í vetur hófust síldveiðarn- ar seinna en árið áður, þar sem síldin lét standa á sér, og leit um tíma illa út með veiði, en nú upp úr síðustu mánaða- mótum kom bullandi síld, og eru nú góðar horfur á mikilli veiði, þó að hún verði kann- ske ekki jafngóð og í fyrra. Veiðin 1952 var aðeins lak- ari en árið 1951, en nokknð betri en árið 1950 og 1949. Meðalhlutir voru sem svarar ísl. kr. 8000.00. Vefrarsíldveiði fyrir suðursfröndinni. Fiskifræðingar okkar og sjó- menn hafa um langt skeið vit- að, að síld hrygndi við suður- ströndina að vetrarlagi. Sjómenn hafa oft fundið mikið af síldarhrognum í fisk- mögum og talið sig t. d. í vet- ur mæla þykkar torfur af síld á stórum svæðum, jafnvel með- fram allri suðurströndinni. Sums staðar hefur dýpið niður á síldina ekki verið nema fjór- ir faðmar. Hinn góði árangur Norð- manna í vetrarsíldveiðum hefur freistað margra til að halda, að eitthvað svipað gæti átt ,sér stað hér við land. En fram að þessu hefur síldarleit á þessu sviði verið hálfgert kák. Nú hefur heyrzt að gera eigi tilraunir með síldarleit á þessu svæði á nýsköpunartogara með flotvörpu, þegar kemur fram í marz. Er það góðra gjalda vert, og er sannarlega ekki seinna vænna, að gert sé eitt- hvað í þeim málum, sem um munar. En það er samt mjög vafasamt, að þær tilraunir beri þann árangur, sem þær gætu, ef þeir menn, sem kunnug- leika hafa á þessum veiðum einmitt á þessum slóðum, eins og Þjóðverjar ’hafa, væru fengnir til að vera með íslend- ingum til að byrja með. Það er enn annað, sem gæti verið mjög mikilvægt til þess að þessar tilraunir heppnuð- ust, og það er að fá til umráða Asdic-tæki og koma því fyrir í t. d. einhverju hentugu ís- lenzku skipi, sero gæti þá kannað, hvort hér væri um verulegt síldarmagn að ræða, og hversu síldin hagaði göngu sinni. Asdic-tækið var fundið upp í síðasta stríði, og fengu Norð- menn það frá bandamönum sínum, en það hefur reynzt þeim bezt til að fylgjast með göngu síldarinnar til og frá Noregsströndum. Oðrum hefur gengið illa að fá þetta tæki. Bág afkoma. A/S Det grönlandske fiskeri- kompani hefur tapað fram að þessu 3 milj. króna. Þó er gert ráð' fyrir, að árið 1952 sýni nokktim hagnað, en reikning- unum er ekki lokið. Illutaféð er tæpar 10 milj. króna, og á danska ríkið helminginn af því.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.