Víðir - 01.01.1953, Page 4

Víðir - 01.01.1953, Page 4
 Þeir, sem vilja fylgjast vel meS, lesa V í Ð I. V í Ð I R flytur efni, sem ekki er annars staSar, Togararnir. hafa frá áramótum verið mest fyrir Vesturlandi, alla leið frá Víkurálnum og það norður út af Horni. Tíðin hefur yfirleitt verið góð, þegar tekið er tillit til þess hvaða tími árs er. Afli hefur oft verið góður, þótt komið hafi slæmar eyður. Annars er fiskurinn orðinn þannig, að hann stendur ekki við, þar sem togaramergðin er svo mikil á tiltölulega litlu svæði, síðan yfirgefin voru hin gömlu fiskimið við víkkun landhelginnar. Togararnir hafa ýmist verið á veiðum í salt eða fyrir frysti- húsin og svo nú upp á síðkast- ið fyrir herzlu. Má nú segja, að það sé orðin venja, að þau skip, sem eru á veiðucn í salt, ísi jafnframt þann afla, sem ekki verður saltaður, svo sem ýsu, steinbít, karfa og lúðu. Gæði þessa fisks hafa þó vilj- að verða misjöfn, þar sem þau skip eru yfirleitt lengur úti en þau, sem veiða einungis í ís, nema þau hafi skotizt inn á Vestfjörðum til að létta á sér, sem hefur verið töluvert um í vetur. Hjá togurunum er nú aðal- lega fram undan veiði á Sel- vogsbanka og Eldeyjarbanka. Gera menn sér góðar vonir um mikinn árangur af flotvörp- unni, eftir að fiskur fer að verða uppi í sjó, jafnvel og hún reyndist í fyrra, en þá var byrj- að seint. Veltur þá á, að ekki standi á móttökunni í landi, því að óhemja getur borizt að af fiski, þegar sú veiði er komin á algleyming. Verður þá að nota allar verkunaraðferðir, og er ekki hvað minnst lagt upp úr herzlunni, þegar þar að kemur. Með flotvörpunni eiga skipin að geta fyllt sig á 5—6 dögum, þau, sem veiða í ís ein- göngu, en hin, sem veiða jafn- framt í salt, eiga að geta fyllt sig á /2 mánuðí. Sjá allir, hví- lík feikn þetta geta orðið, ef allt fer eins og í fyrra, þegar yfir 40 togarar eru komnir á þessar veiðar auk alls aflans af vélbátaflotanum. Reykjavík. Einn bátur, Hagbarður, byrjaði veiðar með línu milli jóla og nýárs og er nú búinn að fa 170 lestir. Aðrir bátar byrjuðu ekki fyrr en undir janúarlok vegna verkfallsins, sem var ekki lokið fyrr en 21. janúar. Afli hefur verið aðeins skárri en í fyrra, sem hefur komið fram í heldur meira þorskmagni. Af ýsu hefur ekki verið meira en áður. 5 bátar róa daglega með línu, sá 6. Drífa, strandaði í byrjun vertíðar. Allir bátar, sem voru áður á botnvörpuveiðum, eru nú í útilegu og nokkrir fleiri. Bátar, sem ætla að stunda netaveiðar í vetur, eru nú sem óðast að leggja netin. Nýlega hefur tekizt að ná vélinni úr Drífu, lítt skemmdri. Er það 132 ha. Kelvin-vél. Var hún ársgömul. Höín, HornaíirSi. Afli hefur verið tregur, það sem af er. Seinustu dagana hefur þó verið sæmilegt, 4—7 lestir í róðri. Hafa bátar veitt loðnu, sem hefur reynzt vel sem beita. Hjá netabátum hefur afli verið rýr. 6 línubátar stunda róðra og 1 netabátur, og eru það heirna- bátar. Auk þess eru þar 5—6 netabátar af Austfjörðum, en óráðið er, hvort þeir leggja upp afla sinn í verstöðinni. Mikill áhugi er á, að hafnar- skilyrði verði bætt og höfnin gerð að landshöfn. Það kemur iðulega fyrir, að ófært er með öllu á sjó í suðvestan átt, að- eins fyrir það að ekki verður komizt út úr höfninni. Vestmannaeyjar. Vertíðjn hefur verið mun betri en undanfarið. Sem dæmi upp á það má nefna, að And- vari, sem er hæsti bátur, er nú með 92/2 lest af fiski í janúar, en hæsti bátur hjá Hraðfrysti- stöð Vestmannaeyja var í fyrra í janúar með 40 lestir. Alls er Andvari með 185 lestir nú. Róðrar voru hjá honum í jan- úar 19 og 17 í febrúar, það sem af er. Um 30 bátar eru með línu og 30—35 bátar með net. Afli hefur verið tregur í netin, það sem af er. Þorlákshöfn. Vertíð hófst rétt eftir ára- mótin, en almennt var ekki far- HUNDESTED — aflmikil og bvð — vinsælasta vél fiskiskipgflotans. StærSir 10—360 hestöfl. Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að Víði. Nafn .......................................... Heimili ..................................... Póststöð ............................ Til vikublaðsins Víðir, Reykjavík. (Sími 6661). C--------------------------T „VÍÐIR" er nol^liru seinna á ferSinni en gert Var ráð fyrir. Liggja til þess þœr orsaþir, að rit- stjórinn hefur fœrzt meira í fang en áÖur á öÓrum svió- um. Er nú ógerningur, að h/aðið þomi út viþulega, jafnmiþiÖ starf og það er, nema fá til þess aðra. Sú leið verður þó eþhi farin, heldur reynt að láta blaðið þpma út mánaðarlega, ef einhver af lesendum þess þysi það heldur en það hætti alveg að þoma út. Verða þaupendur því að taþa viljann fyrir verþið. V erð blaðsins lœhþar að sjálfsögðu hlutfallslega við þennan samdrátt. <__________________________/ ið að róa fyrr en um miðjan janúar. Verið var með línuna til 20. febrúar. Afli 'hefur verið rýr, það sem af er. I netin hefur verið mjög tregt, þó er það álit sjó- manna, að netafiskurinn sé að koma. Aflahæstu bátarnir um miðj- an febrúar (vegið með slor- inu) : Þorlákur, 69 lestir, 21 róður, Ogmundur, 68 lestir, (18), Jón Vídalín, 67, (17), Isleifur, 57, (17) og Brynjólfur, 47, (14). Heildaraflinn í verstöðinni var 190 lestir af þorski og 90 lestir af ýsu, hitt var annar fiskur. 6 bátar róa nú með net, og 1 bátur frá Stokkseyri hefur lagt upp afla sinn í Þorláks- höfn. Auk þess róa þaðan 3—4 trillur. SandgerSi. Gæftir hafa verið góðar, það sem af er vertíðinni. Þó hefur verið umhleypingasamt upp á síðkastið. Afli hefur verið vel sæmilegur, það sem af er, sér- staklega byrjaði vertíðin vel. 19 línubátar eru nú gerðir út frá Sandgerði og 1 netabátur. 4 bátar stunda loðnuveiðar. Hefur verið mikil loðnugengd við Reykjanes. Hefur það, sem veiðzt hefur, svo að segja allt selzt nýtt, þó hefur lítils- háttar verið fryst. Loðnan er nú seld á 150 krónur tunnan ný. Ekkert veiðarfæratjón hefur, það sem af er, orðið af völdum togara, og eru það mikil við- brigði frá því, sem verið hef- ur undanfarið. Grindavík. Tíðin hefur verið ágæt und- anfarið og afli á línu rétt sæmi- legur, en ekkert í netin, sem heitið getur. Rúmlega 20 línubátar róa nú frá Grindavík. Verða þeir flestir með net, nema 2 bátar, sem munu róa með línu alla vertíðina. Mjög mikil loðna hefur ver- ið undanfarið, og hefur afli glæðzt, eftir að tekið var að beita henni. Hæsti báturinn er Vonin (frá Grenivík) og Haf- renningur. Netafiskurinn er saltaður og hertur, en línufiskurinn fer mestallur til frystingar. Þó er saltað eingöngu af 5 bátum. Keflavík. Gæftir hafa verið frekar góð- ar fram undir þetta og afli sæmilegur. Meðaltal mun vera heldur meira í róðri en á sama tíma í fyrra, en heildaraflinn er miklu meiri, þar sem mun fleiri bátar eru nú gerðir út frá verstöðinni en áður, 27 línu- bátar og 10 netabátar. Hæsti bátur er Björgvin með um 220 lestir í 39 róðrum, eða. 5'/2 lest í róðri. Annars eru margir bátar með svipaðan afla. Hafnarfjörður. Afli hefur verið fremur treg- ur, það sem af er árinu. Að- eins 7 bátar róa nú með línu, en í fyrra voru þeir 17—18. Það er ekki fullvíst enn hve margir verða með net, en það verða á milli 10 og 20 bátar. Aflahæstur er núna Haf- björg með 114 lestir. Togararnir veiða allir í ís fyrir frystihús og í herzlu, að- allega herzlu. Akranes. Það sem af er vertíðinni hef- ur afli verið mun betri en und- anfarnar vertíðir. Eru bátarn- ir með um 300 lesta meiri afla en á sama tíma í fyrra með sama róðrafjölda. Hæstur er nú undir febrúar- lok Ásmundur með 210 lestir af fiski. Hefur hann þó misst af 3 róðrum. ,,Fram“ er lík- lega næsti báturmeð aflamagn, annars er mjög líkt hjá mörg- um bátum. Mikið hefur verið hert af fiski, einkum upp á síðkastið. 2 bátar byrjuðu að liggja úti, en hættu því aftur og róa nú sem aðrir daglega. 3—4 bílar aka að staðaldri í uppfyllingu þá, setn verið er að gera fyrir sandinn í sements- verksmiðjuna. Næg atvinna hefur verið í vetur, þó að nokk- uð hafi dregið úr henni upp á síðkastið, eftir að meira af fisk- inum fór í herzlu, en mjög mik- ið hefur verið hert upp á síð- kastið. Ólafsvík. Afli hefur verið frekar rýr, það sem af er, en þó mun skárri en í fyrra. Hæsti bátur er nú með um 1 75 lestir miðað við slægðan fisk með haus. 7 bátar eru gerðir út frá Ólafsvík í vetur, allir með línu. Grafarnes, GrundarfirSi. Afli hefur verið góður, það semi af er vertíðinni, algengast 5 lestir í róðri og það upp í 9 lestir. Var mun betri afli framan af, en hefur nú glæðzt aftur upp á síðkastið, þegar farið var að beita loðnunni. Hæsti bátur í janúar var með 73 lestir í 16 róðrum- Nú er hæsti bátur kominn upp í 170 lestir í rúmuim 30 róðrum. Fisk- urinn hefur aðallega verið hraðfrystur, keilan hengd upp og lítilsháttar af þorski. 4 bátar eru gerðir út úr ver- stöðinni. ísafjörður. Það sem af er hafa gæftir verið einmunagóðar, en afli hefur verið tregur, þó 4—5 lestir. Það fengust nokkrar góðar legur í Álnum, annars hefur verið sótt allar trissur, austur fyrir Horn og vestur fyrir Barða. Hæsti bátur er Pólstjarnan. 6 bátar ganga frá ísafirði með línu og 1 bátur, Freydís, er nýbyrjaður með net. Fékkst ekki á hana skipshöfn til línu- veiða. Hefur hún farið í eina veiðiför og var úti í tvo sólar- hringa og fékk 8 lestir. Fengu þeir eingöngu afla á nóttinni. Var það stór þorskur og stein- bítur, sem nú þykir gullfiskur. Bátar beittu loðnu í síðasta róðri, en þótti hún ekki gefast betur en síldin, en töldu þó ekki vel að marka það, þar sem sjóveður var vont. Mikill ágangur hefur verið af togurum á miðum bátanna, og hafa margir misst töluvert af línu í togara. Báðir togararnir veiða í salt og ísa þann fisk, sem hentar fyrir frystihúsin og í herzlu. Þykir þetta gefa góða raun. Danir hefja síldarleit. Um þessar mundir eru Dan- ir að hefja síldarleit á Blöden- grunni. Er ætlunin að hafa um leitina nána samvinnu við sjómennina. Síldarútflutningur Norðmanna gengur vel. Margir skips- farmar af síld hafa verið seld- ir til Englands, Vestur- og Austur-Þýzltalands, Hollands, Belgíu og Frakklands. Til Sví- þjóðar fóru nýlega 400 lestir af norskri kryddsíkl. Norðmenn eru forystumenn í hvalveiðum víðs vegar um heim. í Vancouverey við vest- urströnd Kanada hefur verið komið upp mikilli hvalveiði- stöð. Þar vinna Norðmenn við hvalskurð, og á veiðiskip- unum eru norskar skyttur. Spikið er notað í málningu og sápur, en kjötið selt sem dýra- fæða. Norðmenn starfa einn- ig mikið í fiskiðnaði Brezku Kóhnmbíu og hafa gert lengi.

x

Víðir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.