Víðir - 01.01.1953, Qupperneq 3

Víðir - 01.01.1953, Qupperneq 3
VÍÐIR 3 Alþjóöctbankinn. Síðan alþjóðabankinn var stofnaður fyrir fimcn árum, eft- ir Bretton Woods ráðstefnuna, hefur hann lánað $ 1300 000 000 Bankinn hefur alls yfir að ráða $ 8000000000 til styrktarlána. Frakkland, Holland, Danmörk og Luxenborg voru fyrstu lönd- in, sem fengu lán í bankanum. Mestum hluta lánanna hefur verið varið til endurbóta í land- búnaði, kaupa á vélum, endur- byggingar á járnbrautum og vatnsvirkjana til framleiðslu á rafmagni. Síðan hafa Belgíska Kongo, Etiópía, Suður-Afríku- sambandið og Suður-Rodesía fengið lán. Pakistan fékk rúml. $ 27 000000. Islandi, Italíu og Jugóslavíu var hjálpað. En miljónir dala fóru til að styrkja landbúnaðinn í Suður-Ítalíu. Sjö miljónir dala voru lánaðar konunglega hollenzka flugfé- inu til að endurbyggja flug- flota sinn. Þá voru veitt lán til Brasilíu, Chile, Colombíu, Mexico, Nigaragua, Paragnuay og Peru. , Kanada hefur lagt fram meira fé til bankans en nokkurt annað land. Fimmtíu og fjórar þjóðir eru hluthafar í bankanum. Ný kolalækkun? Svíar eru að hefja samninga við Pólverja nm viðskipti á árinu 1953, og m. a. um kaup á kolum. Fara Svíar fram á frekari verðlækkun á kolum. Flutningsgjöld á olíu lækka áfram. Vísitalan, sem sýnir flutn- ingsgjöld með „tankskipum“, hefur hríðfallið undanfarið. í nóvember var hún 149 stig, desember 114 stig og janúar 101 stig. Svíar og Rússar eru nú að semja um vöru- skipti fyrir árið í ár. mn skilmálum. Aðferð Faruks og hinna óstöðugu forsætis- ráðherra hans var að hefja beinlínis lýðæsandi' áróður varðandi Súes-málið, án þess að taka nokkurt tillit til þeirr- ar hættu, sem Egyptaland bakaði hagsmunum Stóra- Bretlands í Miðausturlönd- um. Naguib er miklu raun- særri, og hann slær óspart á þá strengi Breta, að mæta þeim á miðri leið. Sem gamall og reyndur hermaður veit hann, að það getur orðið á- hættusamt og erfitt fyrir Egyptaland að stjórna skurð- inum af eigin rammleik, og rækja hinar liernaðarlegu skyldur sínar í því sambandi. Nú sem stendur er því hald- ið fram í Kairo, að Egypta- land muni yfirleitt ekki gera samning, nema á grundvelli fullrar yfirstjórnar og ábyrgð- ar á skurðsvæðinu. Er litið á það sem tromp Egypta í bar- áttunni um völdin í Miðaust- urlöndunum, og Naguib ósk- ar að auka alþjóðlegt álit og völd Egyptalands á kostnað Mikill floti. í árslok 1952 áttu Norð- menn 34.127 fiskiskip. Meðal- aldur tréskipanna var 23 ár. Islendingar áttu á sama tíma 623 fislciskip. Erfitt fyrir sænsk skip að keppa viö Þjóð- verja og Hollendinga. t siglingum Svía Iiafa ýms- ir erfiðleikar gert vart við sig í samkeppninni við Þjóðverja og Hollendinga. Hollendingar og Þjóðverjar hafa eftir stríð- ið byggt upp mikinn flota nýrra og fullkominna vélskipa af smærri gerð, og það dugir ekki í samkeppninni að nota gömul kolakynt skip, smíðuð einhvern tímann í lok fyrri aldar. Ef sænskir útgerðar- menn eiga að geta haldið uppi samkeppninni við Þjóðverja og Hollendinga, verður fyrst að eiga sér stað stórfelld end- urnýjun á Iiinum smærri skip- um flotans, segja Svíar. Hæringur Vestur-Afríku, „African Queen“, sem upp- haflega kostaði 13% milj. að smíða og ætlaður var fyrir fiskiðnað Vestur-Afríku, hef- ur nýlega verið seldur Spán- verjum fyrir rúmar 3 milj. króna. Nælonveiðarfæri hafa verið mikið reynd af Svíum. I sjó hafa þau skilað helmingi betri árangri en bóm- ullarveiðarfæri og sjö sinnum hinna Arabalandanna. Stóra-Bretland segist vera reiðubúið til að rýma talsvert til, ef það verður öruggt um, að skurðsvæðið fái þá vernd, sem hernaðarlega verður að teljast nauðsynleg, og ef Vest- urveldin geta skoðað Egypta sér vinveitta í öllu tilliti. I þessum skilningi verður mál- efni Egypta meira en Breta, en það virðist svo sem Banda- ríkin gefi liér Stóra-Bretlandi í aðalatriðum algjörlega frjáls- ar hendur. í þessu sambandi er at- hyglisvert, að brezki yfirher- ráðsforinginn hefur heimsótt Egyptaland fyrir noklcrum dögum. Annars er hægt að setja egypzlcu atburðina í náið sam- band við það, sem upp á síð- kastið hefur átt sér stað í ná- grannaríki Egypta, ísrael. Rof stjórnmálasambands hinna þriggja koimnúnistisku ríkja við ísrael hefur án efa mikla pólitíska þýðingu. Það er að sjálfsögðu engin tilvilj- un, að það á sér stað einmitt Tollur á fisk í Svíþjóð? Svíar ráðgera nú að setja toll á innfluttan fisk. Fisk- kaupmenn hafa sett sig upp á móti þessum ráðagerðum. Hækkandi lýsisverð. í ársbyrjun 1952 féll verð á lýsi mikið og varð lægst um helmingurinn af verðinu 1951. Síðan liefur lýsi verið að smá- hækka, þó að verðlagið hafi enn ekki náð því sem það var 1951. Fiskmarkaðurinn í Bandaríkjunum. í Bandaríkjunum er sem stendur mjög mikil kaupgeta. Hefur hún örfandi áhrif á öll viðskipti, og m. a. á fisksöl- una. Hefur sala á fiski verið allmikil, það sem af er árinu og útlit fyrir, að svo verði næstu tvo mánuðina a. m. k. Verðið hefur liins vegar verið lágt á mörgum fislctegundum,' einkum þó þorski. Er þar um verulegt tap að ræða miðað við íslenzkan framleiðsju- kostnað. Verð á kjöti í Banda- ríkjunum hefur farið lækk- andi, og hefur það haft sín áhrif á fiskverðið í lækkunar- átt samhliða óvenjumildum fiskinnflutningi og birgða- söfnun. Þessar birgðir hafa lítið farið minnkandi. Útlit með fisksölu í Bandaríkjun- um er því ekki sem bezt sem stendur. ★ Tundurdwflaleit úr lofti. Ameríkanar liafa nú tekið að nota hinar hagkvæmu helikoptervélar til að svipast um eftir tundurduflum við Kóreustrendur. nú. Inn á við mun sambands- rofið' geta orðið til þess að réttlæta nauðsynina á hreins- uninni og málaferlunum á hendur Gyðingum. Það sýn- ir, að zionisminn er ádeiluefni, það er að segja pro-ísrael starfsemi. Þá vaknar sú spurn- ing, hvort ákærurnar hafi verið bornar fram sem upp- haf sambandsslitsins við ísra- el, og að það hafi aftur mjög pólitiskan tilgang. Það er erf- iðast að gera grein fyrir hlut- fallinu milli orsaka og afleið- inga, en það virðist svo sent leggja rnegi meira upp úr hinni zionistisku hlið málsins en gert hefur verið. I Was- hington er bent á, að Banda- ríkin hafi verið nánasti vinur liins nýja Gyðingaríkis, og hin gamla sök, að Moskva leggi hart að sér til að koma ár sinni vel fyrir borð meðal Arabalandanna, hefur fengið byr í seglin. Þar sem við vit- um, að fimmta herdeild kommúnista í löndum eins og Irak, Sýrlandi og jafnvel Jórdaníu hefur lagt í rnikið á KORN. Fljótandi hótel. Fyrir krýningarhá- tíðina í London í sumar munu sex stór skemmtiferðaskip koma þangað, sem fljótandi hótel. Skipin eru „Stella Pol- aris“, ,,Batory“, Panama-skipin „Nass- au“ og „Silver Star“, ásamt „Ocean Monareh' og hið hollenzka „Rijndam". Þessi stóru skip munu sameiginlega taka 3400 ferðamenn. * Stjómarráð í slcipi. I byrjun siðasta stríðs, þegar verst leit út t’>'rir banda- mönnum, varð belgiska stjórnin að flýja úr landi. Þrátt fyrir landflóttann hélt stjórnarráðið áfram störfum sínum. Til þess að meira tillit væri tekið til ákvarðana stjórnarinnar, hélt hún áfram að starfa á belgisku „landi“, þar sem lnin kom saman um borð á hinu belg- iska skemmtiferðaskipi „Baudouinville", meðan það var í Bordeaux". ★ Þann, sem er svo langt leiddur, að hann lítur ekki á ást og ástleitni sem ævintýri, og það hið fegursta, vil ég ekki nefna ástleitinn heldur eigingjarn- an. k Hinn frægi yogi Horidas var lifandi grafinn í 120 daga. Hann lá í dái, og hafði ekki vaxið skegg, meðan hann var í gröfinni. ★ Skilgrciving. Hvað er stýrisvél? — Það er ldutur, sem æthiður er lil að halda þér vakandi á frívaktinni. ★ Itiddaraleg erjðavenja: I enska flot- anum hefur það verið venja öldum saman að láta hernumin skip óvinanna halda sínu uppliaflega uafni, ef hinir sigruðu börðust af hreysti. Ný norsk haus- skurðarvél. Norðmaður nokkur í Ala- sundi hefur fundið upp nýja gerð af vél til að hausskera síld. Er gert ráð fyrir að nota megi hana um borð í síldveiði- skipum við' ísland. Kostar hún 7—9 þús. krónur og af- kastar 180 síldum á mínútu. Er lagt í vélina með höndun- um. Sænskar vélar eru til til þessara hluta og sjálfsagt mun fullkomnari, enda kosta þær tæpar 60 þús. krónur. síð'asta ári, einkum þó eftir atburðina í Persíu, virðast rússneskar stj órnmálalegar aðgerðir á hendur ísrael eðli- legar. Það má ekki gleymast, að í deilunni um olíu Mið- austurlanda, þessu grundvall- aratriði fyrir varnaraðgerðum Vestur-Evrópu, geta tiltölu- lega fáir, auðsveipir skemmd- arvargar og æsingamenn í hinum arabisku löndum gert óbætanlegan skaða. Olíu- leið'slur eru vissulega við- kvæmir hlutir. Hið nýja viðhorf og ekki sízt hvað snertir liina nýtil- komnu sókn Rússa í Mið- austurlöndunum er að nokkru leyti ástæðan fyrir því, að Bretar veita nú Naguib her- foringja svo óskipta athygli og gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að tryggja sér hann sem áreiðanlegan vopna- bróður. En í Miðausturlöngum er áreiðanleiki tæplega sú dyggð- in, sem er í mestum hávegum höfð. Mannœtur. Eflir stríðið keypti danski flotinn nokkra hraðbáta frá Banda- ríkjamönnum. Nokkrir af þessum bát- um eru notaðir til að flytja með nauð- synjar til annarra skipa í danska flot- anum. A sjómannamáli eru þessir bátar kallaðir mannætur. ★ Tilgangurinn með háum sköttum er ekki fyrst og frernst sá að fullnægja greiðsluþörf ríkisins, heldur sá að leggja hömlur á einkaframtakið. ★ Sjómannasaga. Drengur nokkur hafði nýlega fengið kaup silt og stóð and- spænis skipstjóranum, sem liorfði stríðnislega á hann: „Það er víst gamla sagan um svarta sauð fjölskyldunnar, sem sendur er til sjós?“ — Drengur- inn, sem var kjaftfor í mcira lagi, lét ekki standa á svarinu: „Nei, lierra skip- stjóri", sagði liann, „því er öðruvísi farið nú, en þegar þér voruð ungir“. * Bonifacius helgi varð fyrstur manna til þess að koma á þeirri venju að skreyta grenitré á jólunum. Það var árið 722. Bonifacuis var Englendingur, en samt tóku Englendingar ekki upp þennan sið fyrr en árið 1840. Hafði þetta tíðkazt í Þýzkalandi öldum sam- an. ★ 1952 var slæmt ár fyrir brezka tog- araútgerð. Afli sá, er brezkir togarar fluttu á land 1952, var að verðmæti rúmum hundrað milljónum króna minni en úrið áður, og var þó aflamagn- ið sem sagt hið sama. Hefur þetta komið harðast niður á þeim skipum, sem hafa sótt á fjarlægust niið. •k Veðurathugunarslcip. Útgerð norsku veðurathugunarskipanna, á 60. gráðu norðl. br. og 2. gráðu austl. 1., kostar árlega fjórar og hálfa iniljón króna. Taka önnur ríki þátt í ])essum útgjöld- um með Norðmönnum. Skipin heita „Polarfront 1“ og „Polarfront II“, og bæði eru þau endurbyggðar enskar korvettur. Skipin hafa heimahöfn í Bergen og eru á staðnum til skiptis. Veðurtilkynningar eru sendar á þriggja tíma fresti. •k Elzta timburhús í heiminum er í Japan. Það var byggt árið 756 úr bjálk- um. Enginn nagli var notaður í það. ★ Nýtt lyf hefur fundizt við holds- veiki (sulphones), og er talið, að það lækni allar tegundir veikinnar. Arthur Rucoe Dovison, læknir við holds- veikraspítalann í Westfort í Pretoria í Suður-Afríku, fullyrðir, að útrýma megi veikinni með því að bæta lífs- kjörin og nota lyf. En samt kveðst hann ekki ennþá vera ánægður með árangurinn, og leitin að betri lyfjum haldi áfram. ★ Kanadamenn hafa við slðustu rann- sóknir talið sig komna að þeirri niður- stöðu, að þar sé óþrjótandi olía í jörðu. ★ Við Mexieoflóa veiðist geysimikið af risastórri rækju. Meðalstærðin er um 19 þumlungar. Veiði var s.l. vertið 20 miljónir enskra punda. Verð hefur ver- ið injög gott. Við Atchafalaya-ÍIjót, sem rennur út í Mexicoflóann, hafa verið byggðar nýjar bryggjur á stóru svæði og ný íshús. Rækjan hefur beint gull- straumi til þessara héraða. Bayan-rækj- an er miklu minni, um 3 þumlungar, og er talin ljúffengari. ★ Kona ein í Kanada, frú Stevens að nafni, á nú á lífi 357 afkomendur, og mun það vera met í þeirri grein. Hún varð 100 ára í sumar, og er enn við góða lieilsu, minnug vel og getur gert fulla grein fyrir öllum afkomendum sín- um, sem nú eru sex kynslóðir. Börn liennar, sem lifðu, voru tfu, en alls eign- aðist liún 20 börn. ★ Gus Ryder sundkennari liefur kennt 100.000 manns að synda. Sá yngsti var 14 mánaða. Meðal þeirra, sem liann lief- ur kennt. er fjöldi lömunarsjúklinga og fatlaðra manna. betri árano'ri í vatni. BANKARNIR: Árslok 1951 Árslok 1952: Seðlar I umferð milj. kr. Heildarútlán — •— Heildarinnlán — — GjaldeyrisafstaSa gagnv. útlöndum — — 198 1251 902* 76 221 1311 945** 39 * MótvirSissjóSur milj. kr. 170. ** MótviSrissjóSur milj. kr. 196.

x

Víðir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.