Heimir : söngmálablað - 01.04.1924, Qupperneq 11

Heimir : söngmálablað - 01.04.1924, Qupperneq 11
1921 H E IM T R 19 mentaðra þjóða, að hann átti ekki til ndtt sjálfstætt hljómfall, ekki annað en hann fjekk frá þeim texta, sem sung- inn var. ,,Takt“ köllum vjer hreyfingu, sem gengur með jöfnum slögum og áhersl- um með jöfnu millibili. Og taktbundið er hað hljómfall, sem lagar sig eftir taktinum, bannig, að áherslurnar falla mestmegnis saman. Takt og hijómfall er þó ekki það sama, nema að því leyti, að segja má, að taktinn sje sá partur af hugtakinu ,,hljómfall“, sem er með jafnlöngum slögum. En það, sem að öðru leyti einkennir hljómfallið og gef- ur því sína óendanlegu tilbreytingu og ríka fjör, er einmitt hið ójafna í hreyf- ingunni eða afbrigðin í skiftingu takt- hlutanna. Úti í náttúrunni er ekki mikið um taktbundin hljóð. þegar bylgjur falla að bakka eða dropar leka niður, myndast slög með jöfnu millibili. pá eru hjarta- slögin hjá mönnum og dýrum, andar- drátturinn og hreyfingar limanna í ganginum alt reglulegar og taktfastar hreyfingar. Taktdeildir myndast, svo sem kunn- ugt er, þegar áherslur koma á slög með jöfnu millibili. Áhersla á annaðhvert slag gerir tvískiftan takt, og áhersla á þriðja hvert gerir þrískiftan. Allar aðrar takt-tegundir eru ekkert annað en samsetningar úr tvískiftum og þrí- skiftum takti. Bundið mál hefir einnig tvískiftan og þrískiftan „takt“ með áherslu á fyrsta lið. I íslenskum kvæðum eru aðeins til rjettur tvíliðaháttur og rjettur þríliða- háttur, sem leiðir af því, að í íslenskum orðum er áhersla einlægt á fyrsta at- kvæði. Hitt er rangt, sem stendur þó í mörgum málfræði-kenslubókum, að til sjeu öfugir hættir. Slíkir hættir fást ekki nema með því, að skifta óeðlilega niður í liði, eins og hver maður getur sannfært sig um. Menn mega ekki láta það villa sig, að vísur og braglínur byrja oft á einu eða tveimur áherslu- lausum atkvæðum. En slíkt eru auðvit- að aðeins ófullkomnir liðir á sama hátt eins og lög byrja oft á ófullkomnum takt („upptakt"). Alt framan úr fornöld og niður í gegn um miðaldirnar má segja, að tónlistin væri aðeins þerna Ijóðlistarinnar, hvort sem hún var kirkjuleg eða veraldleg. En með byrjun nýju aldarinnar fær hún sjálfstæði sitt og ekki einungis það, heldur verður hún um tíma sannkölluð drotning meðal listanna. pá þroskast hin svonefnda „hreina tónlist“, sem samin er aðeins vegna hennar sjálfrar, en ekki til þess að fylla upp eða fullkomna áhrif annara lista. pá þroskast margraddaða (pólýfóníska) tónlistin og síðan sam- hljómalistin („harmónisk músík“), sem báðar voru mjög formfastar, einkum sú fyrnefnda. Áður varð söngurinn að laga sig eftir hljómfalli textans. Nú varð textinn að laga sig eftir hljómfalli sönglagsins. Hreina sönglistin hefir líka sinn eiginn bragarhátt, þannig að fjór- ir taktar mynda eina heild, er kalla mætti takthendingu, og fjórar takt- hendingar mynda oftast aftur eina stærri heild. Geta menn fljótlega geng- ið úr skugga um þetta og sjeð, að takta- fjöldinn í flestum tónsmíðum er deilan- legur með 4, 8 eða 16. Ljóðalistin hefir dregið mikinn dám af tónlistinni, og sjest það á mörgum kvæðum, að þau eru ort við lög, sem upprunalega voru ekki samin við

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/602

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.