Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.03.1967, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 16.03.1967, Blaðsíða 1
FRAMKÖLLUN — KOPIERING PEDROMYNDIR Akureyri HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 Verzlið í sérverzlun. Það tryggir gæðin. TÓBAKSBÚÐIN Brekkugötu 5 . Sími 12820 annast ferðalagið Sími 1-29-50 Lúðrasveit Akureyrar 25 ára Heldur liljómleika 21. j). m. Sigtryggur Helgason gullsmiður hefur ver- ið formaður Lúðrasveitarinnar frá upphafi XXXVII. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 16. marz 1967 — 7. tbl. Luðrasveit akureyrar er 25 ára á þessum vetri og í tilefni af liðnum fyrsta aldar- fjórðungnum í starfssögu sveit- arinnar kallaði stjórn henn- ar blaðamenn á sinn fund að Laxagötu 5, heimili Lúðrasveit- arinnar og Karlakórs Akureyr- ar. Fyrirrennari Lúðrasveitar Akureyrar var lúðrasveitin Hekla, er stofnuð var árið 1924 NORÐLENZKT FRAMTAK. Lesendur líta hér mynd af NORD 262, er liið nýstofnaða hlutafélag Norðurflug er ákveðið í að kaupa. Hér er um 29 farþega skrúfuþotu að ræða. AM væntir þess að Norðlendingar styðji Norðurflug til sóknar í framtíðinni, og vonar að þeir fagni komu NORD 262, þá er hún lendir í fyrsta sinni á Akureyrarflugvelli. Norðlenzk sókn þarfnast kjarks og áræðis til fram- kvæmda, og því ámar AM Norðurflugi framtíðarheilla. W _ MERKUR AFANGl ISOGU AKUREYRAR Fjórtán nemendum afhent fyrsta stigs prófskír- teini frá deild Yélskóla íslands á Akureyri SÍÐASTLIÐINN laugardag var Vélskóla íslands, starfræktum á Akureyri, slitið og voru 14 nemendum afhent fyrsta stigs próf- skírteini. Er hér um merkan áfanga að ræða í sögu Akureyrar og ber að stuðla að því að nemendur Vélskólans, er þess æskja, geti lokið öllu námi hér á Akureyri. Árangur í námi varð mjög góður, þrátt fyrir ófullnægjandi skilyrði á ýmsan hátt. Skólastjóri deild- arinnar var Björn Kristinsson vélvirki. Eins og áður getur fóru fram formleg skólaslit sl. laugardag. Björn Kristinsson skólastjóri deildarinnar flutti ávarp til nemenda og gesta, en síðan flutti skólastjóri Vélskóla ís- lands, Gunnar Bjarnason, ræðu og afhenti nemendur prófskír- teini sín, en þau veita réttindi til vélstjómar upp í 500 tonna skip, auk þess rétt til framhalds náms í Véiskólanum, ef náðzt hefir lágmarkseinkunn. Forseti bæjarstjórnar, Jakob Frímannsson, flutti einnig ávarp og þakkaði Gunnari Bjarnasyni og Birni Kristins- syni fyrir störf þeirra. Einn af nemendum skólans, Ingólfur Guðmundsson, tók til máls og afhenti Bimi Kristins- syni gjöf frá nemendum, sem þakklætisvott fyrir starf hans við skólann, en að 'allra dómi hefir Björn leyst starf sitt prýðilega af hendi, þrátt fyrir erfið skilyrði. AM hitti Björn að máli í gær og innti hann eftir starfinu í Viltu í stórum dráttum segja frá reynslu þinni af starfinu í vetur? Björn Kristinsson. Fyrst er ég kom að þessu, og á meðan ég var að koma þessu af stað var ég að vísu ögn kvíð- andi -yfir því að ég mundi ekki geta gert full skil því sem kröf- ur voru gerðar til gagnvart kennslu, bseði vegna ófullnægj- andi véla til kennslunnar svo og verkfæra, burt séð frá hús- næðinu, sem var vægast sagt óaðgengilegt. Þá var ég og í (Framhald á blaðsíðu 7) og starfaði af miklum dugnaði en við örðug skilyrði fram til ársins 1934. En árið 1942 stofn- uðu nokkrir af fyrri meðlimum Heklu, Lúðrasveit Akureyrar, sem nú um aldarfjórðungsskeið hefur verið ómetanlegur þátt- ur í menningar- og skemmtana lífi bæjarbúa. Að öðrum stofnendum ógleymdum vill AM sérstaklega geta Ólafs Tr. Ólafssonar og Sigtryggs Helgasonar, er gengt hefur formannsstöðu frá upp- hafi. Fyrsti stjórnandi Lúðra- sveitarinnar var Jakob Tryggva son og gegndi hann því starfi í 20 ár af miklum dugnaði og ósér plægni. Aðrir stjórnendur henn ar hafa verið Áskell Jónsson, Vilhehn Lansky-Otto, Ebenesar Dunipace, Sigurður Jóhannes- son og núverandi stjórnandi hennar, tékkneski fagottleikar- inn Jan Kisa. Árið 1961 keypti Lúðrasveit- in ásamt Karlakór Akureyrar húsið Laxagötu 5. Bætti það úr brýnni þörf, en er þó engan veg inn fullnægjandi húsnæði að nútímakröfum. Lúðrasveitin hefur farið vítt um land og haldið hljómleika, og eigi má gleyma skerfi hennar varðandi hátíðahöld á Akureyri, t. d. 17. júní og 1. maí, að ógleymdu 100 ára afmæli bæjarins. Hljóm- listamenn Lúðrasveitarinnar eru nú 30, og flestir ungir að ár um. Stjórnina skipa Sigtryggur Helgason, formaður. Lárus Zophóníasson, varaformaður, Hannes Arason, ritari og Guð- laugur Baldursson, gjaldkeri. Þó all stuttaralega sé rakin starfsaga Lúðrasveitarinnar sök um rúmleysis, yfir aldarfjórð- ungsskeið, vill AM heilshugar senda henni beztu þakkir fyrir starf hennar. Hún hefur verið ómetanlegur hlekkur í menning arlífi höfuðstaðar Norðurlands, er eigi má bresta, og því vænt- Sigtryggur Helgason. ir blaðið þess, að bæjarbúar fjölsæki á afmælistónleikana í Sjálfstæðishúsinu 21. þ. m. og heiðri með því afmælisbarnið. Jafnframt væntir AM þess, að bæjarstjórn Akureyrar veiti Lúðrasveit Akureyrar öflugan stuðning í framtíðinni. Lúðra- sveitin þakkar þann styrk er bæjaryfirvöld hafa sýnt henni til þessa og væntir þess, að svo (Framhald á blaðsíðu 4.) .1 ——1 ÁRNAÐ HEILLA ÞANN 13. marz átti Jakob Ó. Pétursson fyrrverandi rit- stjóri Islendings sextugsafmæli. AM ámar Jakobi allra heilla á þessum tímamótum, og þakkar samstarf og kynni á liðnum ár- um. AM vill fullyrða að vand- fundinn sé drenglyndari and- stæðingur en Jakob, hvort sem honum er mætt í sókn eða vöm. Því vill undirritaður fyrir hönd Alþýðumannsins þakka honum fyrir öll árin, sem hann helgaði blaðamennsku starf sitt í höfuðstað Norðurlands. Lifðu lengi, heill og glaður Jakob, með einlægu þakklæti bæði fyr ir sætt og súrt. Vinarkveðja. s. j. Kosningaaldur 18 ár EFTIRFARANDI tillaga var samþykkt einróma á fundi í FUJ á Akureyri 14. þessa mánaðar. Félag ungra jafnaðarmanna á Akureyri skorar á hæstvirt Al- þingi, að nú þegar á yfirstandandi þingi verði samþykkt sú stjóm- arskrárbreyting, að kosningaaldur verði lækkaður ásamt lögræðis- og giftingaraldri niður í 18 ár. Jafnframt lýsir félagið vonbrigðum sínum yfir tillögum miUiþinganefndar í málinu, hve skammt þær ganga. Væntir Félag ungra jafnaðarmanna á Akureyri þess, að hæstvirt Alþingi lýsi yfir fullkomnu trausti á æskunni með því að færa kosningaaldurinn strax niður í 18 ár. AM tekur undir þessa sjálfsögðu áskorun og væntir þess að þing menn Alþýðuflokksins verði öflugir málsvarar æskunnar í þessu málL LEIÐARINN: Spennandi kosningar Rætt við Jóhannes Fossdal, sjá bls. 5

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.