Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.03.1967, Síða 8

Alþýðumaðurinn - 16.03.1967, Síða 8
Var idað úr m\ a 1 húsgö gnum ^ Bólstruð híisgögn h.f. - Akureyri GOA REYNIST GRIMM ISINNI Vetrarríki umallt land CÓA HEFUR reynzt grimm í sinni á jjessum vetri, og hefir þeytt köldum snjó og valdið erfiðleikum til lands óg sjávar. Ólík fyrirrennara sínum, blíðlyndum Þorra. Hér heyrið þið stutt tíðindi frá nokkrum fréttariturum AM á Norðurlandi. Þar greinir aðal- lega frá grimmd Góu kerlingar, er þeytt hefur snjó á glugga jafnt ríkra og snauðra. En allir vita á bak við hreggið bíður vorið, og þó hægt fari ÞÁ VORAR SAMT í ÞEIRRI VISSU SENDIR AM LES- ENDUM SÍNUM ÓSK UM FRIÐ I DYMBILVIKU OG GLEÐI- LEGRAR PÁSKAHATÍOAR. Óhemju fannkyngi á Ólafsfirði Ólafsfirði 14. marz. J. S. HÉR hefir verið norðan stór- viður í allan dag og glóru- laus stórhríð. úr augum í dag, en heldur er farið að lægja með kvöldinu. Ei'u komnir 2ja metra skaflar á götum. Snjóbíll kom hingað í Góu- byrjun og er hann eign hrepps- félagsins og hefur hann komið í góðar þarfir í ótíðinni. Bíl- Myndin er frá Ólafsfirði, tekin í fyrravetur. Ljósm.: Ragnar Mar. Ulfært er orðið um bæinn og sennilega ófært orðið fram í sveitina og því vafasamt að næg mjólk berist til bæjarins á morgun. Lítið er að frétta af aflabrögð um, því að sjaldan gefur á sjó. Sigurbjörg er að hefja neta- veiðar og mun leggja upp afl- ann í Ólafsfirði. Barnaskólinn og Gagnfræða- skólinn héldu sameiginlega árs hátíð sína um síðustu helgi og tókst hún með ágætum og var ibáðum skólunum til sóma. Fjöl sóttu bæjarbúar á skemmtun- ina, en ágóðinn rennur í ferða- sjóð skólanna. Ogæftir hamla veiðum Grenivík 14. marz. M. J. GÓA hefur verið grimm við okkur Grenvíkinga, sem og aðra Norðlendinga og.hefur ver ið mikið gæftaleysi það sem af er- mánuðinum. Loðna var kom in hér fyrir norðangarðinn er nú geisar og fékk vélbáturinn Sævar 3 V2 tonn af fiski á hina nýju loðnu í fyrradag. Rauð- magaveiði var orðin góð. í gærmorgun var sér 17 stiga frost, en var orðið frostlítið um kvöldið og í nótt brast hann á i norðan stórhríð, þá verstu á vetrinum, og hefur vart séð út stjóri er Ásgeir Kristinsson. í góðviðrinu á Þorranum var unnið við byggingu frystihúss- ins. í félagslífi er það helzt að segja að sýnt var hér nýtt leik- rit eftir Ingólf Benediktsson málaram. búsettum hér á Greni vík. Heitir það Tengdasonurinn. Þá hafa verið hér skák- og bridgekeppni á vegum íþrótta- félagsins. Iðulaus stórhríð á Húsavík Húsavík 14. marz. G. H. HÉR hefur verið iðulaus stór- hríð í allan dag, hvassviðri er mikið og iðar varla á milli húsa. Er komið fannkyngi mik- ir. Mjólkurflutningar hafa geng ið snurðulítið til þessa, en hætt er við að allt verði ófært eftii’ þennan byl. Tveir bátár, Andvari og Sæ- borg, eru byi-jaðir á þorskanet- um, en afli hefur verið rýr, enda gæftir stirðar. Eins og get ið hefur verið úm í fréttum er loðriuganga komin hér í flóann. Rauðmagaveiði hefur verið • sæmileg undanfai'ið. Dansnámskeið stendur hér yfir á vegum Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar og er þátttaka mikfl. Versta veðrið á vetrinum Dalvík 15. marz. T. J. MHAFÐI samband við Tryggva Jónsson af- greiðslumann á Dalvík í gær- morgun og innti hann eftir tíð- indum. Kvað Tryggvi að versta stórhríðin er hefði komið þar um slóðir í vetur, hefði geisað þar sl. sólarhring og væri nú algerlega ófært öllum farar- tækjum nema ýtum og væri fannfex-gi oi-ðið geysilegt. Áætl- unai'bíllinn frá Dalvík fór til Akui'eyrar í gærmoi'gun og var rúma 4 tíma á leiðinni, en fór ekki til baka. Einnig fóru mjólk ui'bílai'nir fram í sveitina, og náðist öll mjólk nema úr Skíða dal, en tafsöm var ferðin og þurftu bílarnir að fá ýtur sér til aðstoðar til að komast aftur til Dalvíkur. Eigi er vitað hvei'n (Fi-amhald á blaðsíðu 7) Á útleið Leikfélag akureyrar mun frumsýna sjónleikinn Á ÚTLEIÐ eftir Sutton Vane í þýðingu Jakobs Smára n.k. laugardagskvöld. Leikstjóri er Ágúst Kvaran og eru leikend- ur 9. Á útleið er 3ja verkefni L. A. á þessu starfsári og hið fjórða er væntanlegt í sam- bandi við fimmtugsafmæli fé- lagsins í næsta mánuði. XXXVII. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 16. marz 1967 — 7. fbl. Frá vinstri: Hjónin Sigurður ísaksson og Edda Thorlacius, ásamt Axeli Sölvasyni formanni Skotfélags Reykjavíkur. Ljósm.: P. A. P. Félagar úr Skotfélagi Reykjavíkur leiðbeindu Akureyringum í skotfimi ^ - Skotfélag Akureyrar hóf starf sitt um sl. helgi SKOTFÉLAG AKUREYRAR heitir yngsta íþróttafélagið í höfuð- stað Norðurlands, og hefir það sótt um upptöku í ÍBA og nmn umsóknin efalaust verða samþykkt á framhaldsaðalfundi Banda- lagsins. AM fagnar stofnun þessa félags og vill um leið andmæla skoðunum ýnxsra, er sýnt hafa þessari félagsstofnun tómlæti og jafnvel andúð. Þekking í meðferð skotvopna er nauðsynleg og get- ur komið í veg fyrir mörg voðaskot er valda bana, þeim sem á byssunni heldur eða öðrum í nálægð. Svo er einnig skotfimi dásam leg íþrótt á likan hátt og kastfimi laxveiðimannsins, er leitar fangs við lax er stekkur fossa. Skotfélag Akureyrar hefir farið vel af stað og AM' væntir góðs af starfi þess í framtíðinni. Hér á eftir er sagt örlitið frá fyrstu starfsemi yngsta íþróttafélags Akureyrar. SKOTFÉLAG AKUREYR AR gekkst um síðustu helgi fyrir námskeiði í meðferð skotvopna og hófst það á laugardaginn í Gagnfræðaskólanum kl. 2 e. h. Þar kenndi Axel Sölvason for- maður Skotfélags Reykjavíkur, og honum til aðstoðar hjónin Edda Thorlacius og Sigurður ísaksson, en öll eru þau í meist araflokki Skotfélags Reykjavík ur og hafa aðeins 10 náS- þeim árangri í skotxþróttinni. Edda er eina konan í þeim hópi. . Á sunnudaginn var námskeið inu haldið áfram í íþrótta- skemmunni og sýndu þau Edda, Sigurður og Axel hvernig æfing um er háttað og fyrirkomulag á keppnum. Einnig sýndu þau þar skotfimi úr liggjandi stöðu, sitjandi, krjúpandi og stand- andi, en það eru þær 4 aðferðir sem notaðar eru. Nemendur fengu sumir að skjóta úr þeim mai'kx'ifflum, sem þau komu með og eiga, en þeir eru af Bruno- og Walter-gerð. Skötfólkið úr Reykjavík lét í ljós ánægju yfir þeim áhuga sem vaknaður er fyrir þessari íþrótt hér, og þeii-ri aðstöðu sem íþróttaskemman veitir í innan- hússskotfimi. Einnig sagðist það vona að góð samskipti yrðu á milli félaganna hér og syðra.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.