Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.03.1967, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 16.03.1967, Blaðsíða 4
•WlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMIIIIIIIMIIIIIIIIilllllillllllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIimilllllllHliKIUIHXIIIIIIIIIIIIIIIIII 0 AL M ÞÝÐ r Ritsljóri: SIGURJÓN JÓHANNSSON (áb.). Útgefandi: ALÞÝÐUFXOKKSFÉLAG AKUR- EYRAR. — Afgreiðsla og auglýsingar: Strandgötu 9, II. hæð, sími (96)11399. — Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri UMAÐURINN lllH■tllllllllllmllllml■llllllHll■HlllllllllllllHl■llllllllllllllllllllll■lllllllllllllllllmllltlllllllllllllllll■lllllll».i', Spennandi kosningar | l^ARLA munu úrslit þingkosninganna á vori kom- i " anda þykja annars staðar forvitnilegri en hér í kjör- | dæminu, og veldur því sú mikla fylgisaukning, sem | Alþýðuflokkurinn hlaut hér í bæjarstjómarkosning- i unum sl. vor. Ef við þannig. berum saman kosninga- | tölur flokkanna við næstsíðustu bæjarstjómarkosning- | ar og síðustu í hinum þremur kaupstöðum kjördæmis- i ins, Ólafsfirði, Akureyri og Húsavík, eru þær sem næst § þessu: | Alþýðuflokkur 701 atkv. 1962, 1130 atkv. 1966 Alþýðubandalag 1183 atkv. 1962, 1145 atkv. 1966 Framsókn 1675 atkv. 1962, 1809 atkv. 1966 Sjálfstæði 1775 atkv. 1962, 1737 atkv. 1966 (Rétt er að taka fram, að nákvæmar eru þessar tölur 1 ekki upp á tugi né einingu hjá hinum þremur fyrst- i töldu vegna blandaðra lista í Ólafsfirði, en ekki mun 1 neinu skeika, sem skiptir máli.) IjESSI samanburður sýnir oss, að Alþýðuflokkurinn | einn stóreykur fylgi sitt, eða um rösk 400 atkvæði | í kaupstöðunum. Framsókn bætir við sig 134, sem ekki | samsvarar einu sinni flutningi fólks úr sveitum í bæ- i ina, en Alþýðubandalag og Sjálfstæði tapa nokkru | fylgi og hljóta ekkert af aukningu fólks á stöðunum. ^VO SEM kunnugt er, féllu atkvæði hér í kjördæmi svo við síðustu Alþingiskosningar, að Framsókn hlaut 3 af 6 þingmönnum kjördæmisins, Sjálfstæði 2 og Alþýðubandalag 1. Alþýðuflokkurinn hlaut engan. Þá hlaut Alþýðuflokkurinn aðeins 1046 atkvæði í öllu kjördæminu. Á sl. vori voru atkvæði flokksins í Ólafs- firði, Dalvík, Akureyri og Húsavík samtals 1205 við bæjar- og sveitarstjórnarkjör. Er þá óvitað um fylgi flokksins í Hrísey, Árskógssandi, Hauganesi, Hjalt- eyri, Grenivík, Raufarhöfn og Þórshöfn — auk fylgis í sveitum — þar sem þar fóru sveitarstjómarkosningar ekki fram eftir flokkslínum. Þó hvergi væri reiknað með fylgisaukningu Alþýðuflokksins nema þar sem hún augljóslega kom fram við bæjar- og sveitarstjóm- arkosningar á sl. vori hér í kjördæminu, er augljóst, að flokkurinn er alveg við það mark að ná kjördæmis- kosnum þingmanni inn í vor, en þá þurfa fylgjendur hans að taka á öllu og vera vel á verði gegn hvers konar andróðri andstæðinganna, sem munu allir leggjast á eitt til að hamla sigri jafnaðarmanna. F'N TAKIST okkur, góðir jafnaðarmenn og aðrir vel- [ unnarar þeirrar stefnu, vel sókn og vörn í komandi i kosningahríð, þá gerist það í fyrsta sinn hér í kjör- | dæminu, að jafnaðarstefnan fær þingmann kjörinn f kjördæmiskosningu án samstarfs við annan flokk, og | verða það þá söguleg tímamót, sem margir verða ugg- f laust fúsir til að stuðla að. Má og öllum vera ljóst, að i það er jafnaðarstefnunni öraggari bakhjarl til sóknar | fyrir þetta kjördæmi, að kjósendur hafi fylgt sér svo i um hana að senda fulltrúa sinn og hennar kjördæmis- i kosinn á þing. | SAMTAKA NÚ, ALLIR JAFNAÐARMENN OG | VELUNNARAR JAFNAÐARSTEFNUNNAR. - 1 LÁTUM ANDRÓÐUR ANDSTÆÐINGA AÐEINS | VERÐA OKKUR HVATNING TIL AUKINS f STARFS OG MIKILS SIGURS. | ■mhiiiiiihhiiiihiiihihiiihiiiiiiihiiihiiiiiiiiiiihiihiiiiiihiimiiiiiiiiiiiihiiiiiihiiiiiiiiihiiiiiiiiiKhiiiiiiihiiih? ¥TNG stúlka skrifar. Ég las með athygli ræðu þá, er ungi maðurinn í MA flutti í Ak ureyrarkirkju og þú birir í síð- asta blaði þínu, og ég fann, að þessi ungi maður er hamingju- samur og mun það eigi sízt vera að þakka handleiðslu góðra foreldra, og ég hef aldrei fundið jafn sárt til þess og eftir lestur ræðunnar, hvers ég hefi farið á mis við í bemsku og æsku minni. Við minn rúm- stokk sátu engir foreldrar er héldu í hönd mína, er kenndu mér bænir og kenndu mér að trúa. Það minnisstæðasta úr minni bemsku er hve oft svefn inn miskunnaði sig yfir mig þá er ég grét, en engin svaraði. Víst átti ég móður og ég er ekki að ásaka hana. Víst átti ég föð- ur a. m. k. á ég föðumafn á nafnskírteini mínu, að öðm leyti er hann mér jafn ókunnur og einhver óþekktur maður í London eða Moskvu. Ég á enga trú, ég þekki enga örugga hand leiðslu frá guði eða mönnum. En er það min sök að ég er til. Ég hefi svo sem heyrt það að guð skapi okkur mennina og ég hefi svo sem heyrt það að æsk- an eigi að hlýta forsjá hinna eldri, og hver er reynsla mín af þeim guði er skóp mig, jú, hann gaf mér óþekktan föður og nafn hans á ég í nafnskírteininu og hver er reynsla mín af þeim eldri, jú, fullorðnir karlmenn hafa helt víni út í kókið mitt og kennt mér klámyrði í stað bæn ar. Víst þrái ég að finna hreina „VÆNTUMÞYKJU“ guðs og manna, en hvernig á að finna hana eftir sára reynslu mína af bæði guði og mönnum. Ég óska að AM birta þetta, en geymi jafnframt nafn mitt fyrir guði og mönnum. Víst skal AM dylja nafn hinnar ungu stúlku fyrir mönnum, en sá er ber ábyrgð á þessum þætti, átti góða og ynd islega móður, og hún kenndi honum að guð sæi og vissi allt. Svo þakkar AM hinni ungu stúlku fyrir bréfið og væntir þess að hún eigi eftir að finna hamingju og TRÚ A LÍFH). EN AM BIÐUR. LESIÐ ÞETTA BRÉF OFTAR EN EINU SINNI. — HVERS VEGNA? HVERT VERÐUR SVARIÐ? Handknattleiksmót Norðurlands AKVEÐIÐ er að Handknatt- leiksmót Norðurlands fari fram á Akureyri. Gert er ráð fyrir mótin marz—apríl. Handknatt- leiksdeild Þórs sér um mótið og þurfa þátttökutilkynningar að berast Sigurði Hermannssyni, síma 1-18-21, eða P. O. Box 350, Akureyri, fyrir 22. marz. RITSTJÓRI fslendings virðist eiga erfitt með að kyngja þeim beiska bita, að Sjálfstæðis flokkurinn var eigi til viðtals eftir kosningaósigur sinn í bæj- arstjómarkosningunum í vor og rembist því enn við að neita öll um staðreyndum um gang mála. Hann ætti nú heldur að fara að birta svar íhaldsins við bréfi jafnaðarmanna, er hinir síðarnefndu skrifuðu báðiun „stóru flokkunum“ eftir kosn- ingar, þar sem leitað var eftir samstarfi þeirra um myndun ábyrgs meirihluta innan bæjar- stjórnarinnar. Bæjarbúar vita fullvel gang þeirra mála og því HEYRT SPURT r HLERAÐ vita gagnslaust fyrir ritstýrend ur íslandings, hvort sem þeir heita Herbert eða Gísli, að ráð- ast á jafnaðamienn fyrir það að enginn ábyrgur meirihluti var myndaður. Jafnaðarmenn gerðu virðingarverða tilraun og bæjar búar em nú það góðir í stærð- fræði að þeir vita vel að 2 em ekki meirihlutinn af tölunni 11. Um íramkomu ilialdsins við kjör hins nýja bæjarstjóra ætti íslendingur sem minnst um að tala, því að það minnir aðeins á það, að einn af bæjarfulltrúum þeirra var gerður ómerkur fyrri orða sinna, eftir að Sólnes fékk línuna að sunnan, er krafðist þess að íhaldsfulltrúamir 3 hög uðu sér eins og sprellikarlar á leikbrúðusýningu. BLAÐIÐ íslendingur var ákaf lega hneykslað yfir því þá er jafnaðarmenn hér í kjördæm inu kunngjörðu það hver skipa ætti efsta sætið á framboðslista Alþýðuflokksins áður en endan ---------- AKUREYRARMÓT Á föstudaginn kemur hefst Akureyrarmótið í handknatt- leik kl. 7.30 e. h. í íþróttaskemm unni og leika þá 3. fl. karla K. A.—Þór, II. fl. -karla Þór—MA og M.fl. karla KA—MA. SKOTFÉLAGAR! — Æfing í íþróttaskemmunni kl. 9,30 til 11,30 f. h. á sunnudaginn kemur. Félagar hafi með sér ............s lega var ráðið hvemig listinn yrði að öðru leyti skipaður. íhaldið þarna á Vestfjörðum les sennilega ekki íslending, annars hefðu þeir ekki farið að gera þann skolla, að birta hverjir skipuðu 4 efstu sætin og það neðsta áður en þeir sköpuðu miðjuna á lista sinn. Það má búast við að þeir fái það nú heldur óþvegið hjá íslendingi. Vonandi að þeir fái ekki blaðið í hendur blessaðir. Annars er nú Þorvaldur Garðar vís að lauma því að þeim þama vestra. ISÍÐASTA laugardagsblaði Dags er kvartað undan því að AM hafi farið ósmekklegum orðum um Ketil frá Fjalli. f sama blaði birtir Dagur ágæta grein eftir sr. Pétur Sigurgeirs- son, þar sem hann gagnrýnir aðfinnslur Ketils varðandi ung mennin er komu fram í Akur- eyrarkirkju og urðu Kaltlf hneykslunarhella. Bæjarbúi sá er líkti ritsmíð Ketils við öskur Hitlers hefur beðið blaðið að færa sr. Pétri þakkir fyrir, og vill hann jafnframt minna Dag á það, að ekki sé einhlýtt merki um sanna föðurlandsást að sung ið sé á móðurmáli í kirkjum landsins, jafnvel örgustu „kvisl ingar“ myndu sanna föðurlands ást sína með því móti, ef það ætti að vera mælistikan á sanna ást til fósturjarðarinnar. Svo endurtekur bæjarbúi þakk læti sitt til ungmennanna, er gáfu Katli tilefni til að „sanna“ föðurlandsást sína. AM vill upplýsa samkvæmt viðtali við séra Bolla Gústavs- son, að ritstjóri Dags hafi falast eftir birtingu af hluta af ræðu hans, en ritstjórinn liafi eigi lát ið uppskátt í hvaða tilgangi hann gerði það. AM spyr. Hvers vegna birti eigi Dagur stærri póst úr ágætri ræðu séra Bolla, en þann er lesa mátti í Degi? Var áhuginn fjðeins eingöngu af því sprottinn, að geta stungið í það sár er Ketill á Fjalli liafði veitt ungmennimum? Þetta er kannski miskunnarlaus spurn- ing svona rétt fyrir dymbilviku. En ritstjóri Dags getur neitað því með því einu að birta orð- rétta ræðu séra Bolla í Laufási, og AM vonar að Erlingur rit- stjóri geri það. - LÚÐRASVEITIN (Framhald af blaðsíðu 1) verði áfram, svo að hún geti í enn ríkara mæli gegnt hlut- verki sínu Akureyri til sæmdar og virðingar. skotfæraleyfi. Einnig eru þeir minntir á, að nota strigaskó, eða inniskó, í skemmunni. — Nýir félagar eru velkomnir.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.