Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.08.1967, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 04.08.1967, Blaðsíða 1
Verzlið í sérverzlun. Það tryggir gæðin. TÓBAKSBÚÐIN Brekkugötu 5 . Sími 12820 annast ferðalagið Sími 1-29-50 FRAMKÖLLUN — KOPIERING PEDROM YNDIR Akureyri HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 aM ALÞÝÐUMAÐURINN -,\\s XXXVII. árg. — Akureyri, föstudaginn 4. ágúst 1967 — 22. tölubl. Alvinnumalanefnd Akureyrar CAMKVÆMT tillögu Bjarna Einarssonar bæjarstjóra á Akureyri, ^ hefur bæjarstjórn samþykkt að stofna atvinnumálanefnd og á lilutverk hennar að vera cftirfarandi eftir tillögu bæjarstjórans. Atvinnumálanefnd Akureyr- ar skal skipuð 5 mönnum og 5 til vara og skal kosin til fjög- urra ára á fyrsta fundi nýkjör- innar bæjarstjórnar. Bæjar- stjóri skal sitja fundi nefndar- innar og vera henni til ráðu- neytis, en hefur þar ekki at- kvæðisrétt. Nefndin kýs sér formann, varaformann og rit- =000^ =s AM KEMUR EKKI ÚT í NÆSTU VIKU. ara úr sínum hópi. Bæjarsjóður greiðir allan kostnað af starf- semi nefndarinnar. Tilgangur nefndarinnar er: 1. Aðvera bæjarstjórn til ráðu- neytis um atvinnumál og skapa tengilið á milli bæjar- stjórnar og atvinnulífs bæjar ins. 2. Að veita fyrirtækjum í bæn- um ýmiskonar þjónustu, fyr- irgreiðslu og upplýsingai'. ■ 3. Að stuðla að eflingu atvinnu lífs bæjarins, bæði þess, sem fyrir er í bænum og með því, að laða ný fyrirtæki til bæj- arms. Grasleysi, síldarleysi og kuldi ■' '■ # . .... ....—■■■ - — —-.1—. m SUMARIÐ HEFUR VERIÐ MJÖG ERFITT TIL LANDS 0G SJÁVAR ÞAÐ sem af er þessu sumri hefur verið fádæma erfitt til lands og sjávar svo langt er til slíks að jafna. Síldarafli hef- ur verið sáralítill til þessa og á fjai'lægum miðum og hefir því engin söltunarsíld borizt á land til þessa. Vonandi rætist spá fiskifræðinga um að síldin gangi nær landi með haustdög- um svo að silfur hafsins berist til söltunarstöðva á Norður- og Austurlandi. Eigi hefur árað betur til lands ins, því að segja má að grasleysi ógni öllum landbúnaði frá Vest fjörðum um Norðurland til Austfjarða. Veldur því bæði gíf urlegt kal á ræktuðum lendum og einrúg grasleysi á þeim spild um, sem óskemmdar eru, er stafa mun af hinum fádæma kulda er ríkt hefur það sem af er sumri. Horfir því óvænlega með þjóðarbúskapinn til lands og sjávar eins og útlit er nú, og má segja að vá sé fyrir dyrum ef eigi breytist til batnaðar það sem eftir lifir sumars. Vöruskiptajöfnuður þjóðar- innar yfir fyrri helming ársins er óhagstæður um hálfan ann- an milljarð króna og hefur því hið óblíða árferði sannað ótví- rætt, að frjáls og hömlulaus imi flutningur sé eigi allra meina (Framhald á blaðsíðu 7). *s Eldborg koniin á flot. Ljósm.: Gunnlaugur P. Kristinsson. Sfæsilent norðlenzkt framtak Slipj ippstöðin á Akureyri lief ur senn lokið smíði stærsta skipsins er byggt liefur verið á íslandi EN FRAMTIÐARVERKEFNI VANTAR ALVEG ÚR ÞVÍ BER BRÝNA NAUÐSYN AÐ BÆTA 1|/|ERKASTI norðlenzki atburðurinn meðan AM var í sumarfríi, er án nokkurs efa flotun stærsta skipsins er smíðslð liefur ver- ið á íslandi, frá Slippstöðinni h.f. á Akureyri, er átti sér stað laug- ardaginn 22. júlí sl. Er hér um einn merkasta þátt í atvinnusögu Akureyrar að ræða, er fylgja verður fast eftir. Því hlýtur það að verða krafa Akureyringa og annarra Norðlendinga til stjómvalda landsins að Slippstöðinni, þessu þróttmikla norðlenzka fyrirtæki, verði tryggð næg framtíðarverkefni. Með smíði hins nýja skips liafa akureyrskir iðnaðarmenn enn sannað snilli og hagleik norð- lenzkra handa, og því munu Norðlendingar eigi sætta sig við það að Slippstöðin þurfi að draga saman segl sökum verkefnaskorts. Allir Akureyi'ingar muna enn er Sigurbjörg ÓF 1 sigldi út Eyjafjörð í ágústmánuði í fyrra til heimahafnar, en nú er fagn- að enn stærri sigri þá er hið nýja skip Eldborg leysir land- festar um miðjan þennan mán- uð, en eins og fyrr segir er það stærsta skipið er smíðað hefur verið á íslandi til þessa, 557 Skapti Áskelsson. brúttólestir að stærð. Lengd skipsins er 44.25 m., breidd 8.6 m. og dýpt 6.5 m. Skipið er byggt eftir reglum Loyds og Skipaskoðunar ríkisins. Teikn- ingar voi'u gerðar af Hjálmari Bárðarsyni skipaskoðunarstjóra og Slippstöðinni. Aðalvél skips- ins er 990 hestafla MAN með 375 snúninga á mínútu. íbúðir skipverja eru í afturskipi. Þil- för eru 2 og eru 2 lestar undir öðru þeirra og 1 lest milli þil- fara. Eins og fyrr segir hlaut hið glæsilega skip nafnið Eldborg og skírði það Salome Gunnars- dóttir, en eigendur eru Gunnar Hermannsson, sem jafnframt verður skipstjóri, og Þórður Helgason, og verður Hafnar- fjörður heimahöfn þess. Við flotun Eldborgar fluttu ávörp Skapti Áskelsson, hinn. dugmikli forstjóri Slippstöðvar innar, og Hjálmar Bárðarson skipaskoðunarstjóri, er bar mik ið lof á Slippstöðina fyrir bygg ingu skipsins. Bætt aðstaða. Með hinu stóra og glæsilega húsi er Slippstöðin hefur byggt yfir starfsemi sína hafa starfs- skilyrði batnað stórlega og ekk ert er því til fyrirstöðu nú að hægt sé að byggja 3000 tonna skip í Slippstöðinni. En um leið og Akureyringar kveðja Eld- borgu og óska henni giftu og góðs aflafengs grúfir sá skuggi yfir að ekkert stórt verkefni er framundan fyrir Slippstöð Ak- ureyrar. Það hlýtur að vera (Framhald á blaðsíðu 2).

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.