Alþýðumaðurinn - 04.08.1967, Blaðsíða 4
Hitsljóri: SIGUHJÓN JÓHANNSSON (áb.).
Ötgefandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUR-
EYRAR. — AfgreiSsla og auglýsingar:
Strandgötu 9, II. .hæð. sími (96)11399. —
Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri
ALÞÝÐUMAÐURINN
ww
s
■llllllllllllllllllllllllllllllllll
IIllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIII111111111111111111111111111IIIIIIIIIIIIIIIIIIM
Erfiðar horfur
VITRIR MENN hafa sagt, að það sé skynsamlegt að 1
gera ráð fyrir liinu illa, því að hið góðá skaði ekki, §
1 og víst er, að mörgum hefir orðið dýrkeypt að gleyma i
| því, þegar allt leikur í lyndi, að ekki þarf mikið út af i
| að bera til þess, að allt gangi úrskeiðis. Hér er ekki i
I verið að ætlast til, að menn hafi svartsýni og kvíða að i
| leiðarljósi, enginn skyldi auðvirðast, þótt sitthvað blási i
| á móti, en liitt er líka jafnóskynsamlegt að hafa enga i
| varúð á, allra sízt fyrir okkur íslendinga, sem búum |
i í harðbýlu landi og við mislynda veðráttu og stopulan i
| sjávaigróða. I
= jfuETTA er gert að umtalsefni vegna hins erfiða útlits i
i * nú til lands og sjávar. Norðaustanlands búa bænd- I
| ur við mjög erfitt tíðarfar og miklar kalskemmdir, að i
| því er fréttir herma, en til sjávarins búa menn við stór- j
| minnkaða síldveiði miðað við undanfarin ár og verð- |
| fall á síldarafurðum, ofan á aflabrest á vertíð liðins |
| vetrar, auk þess sem skreiðarmarkáður okkar er í i
| bráðri hættu, vafasamt er, að jafnsvart hafi verið í ál- i
i inn fyrir þjóð okkar um langa hríð og nú er, og mundu f
| þegar hafa verið orðin bráð og almenn vandræði, ef i
| við ættum ekki allnokkrar feitar kýr frá undanförnum 1
| árum til að mæta hinum mögru, sem nú ógna okkur. i
i TVTÚ KANN það vel að vera, að síldveiðar glæðist og [
I ’ árið leiðist allsæmilega út, þótt nú horfi illa, en er i
| ekki skynsamlegt að búast við liinu illa svo sem horfir i
i og hafa uppi fljót og fumlaus liandtök til að mæta því f
1 og bíða ekki átekta lengi vonandi hið bezta, án þess i
f að sjá skynsamleg rök fyrir slíkri bjartsýni? I
Þessar tölur lesum við í blöðum: i
Verzlunarjöfnuður okkar er óhagstæður um 1500 |
| millj. kr. á fyrra helmingi ársins, og þótt það ráði tals- i
i verðu innflutningur á löngum lánum, þá er hér hættu- i
f merki uppi. f
Vetrarvertíðin færði okkur að sögn um 500 millj. kr. |
f minni útflutningsverðmæti en árinu fyrir, svo að þar i
| höfum við þeim mun minna að kaupa fyrir.
| Um 200 millj. kr. skreiðarverðmæti okkar eru sögð i
| í hættu vegna stríðs í Nígeríu.
| A UGLJÓST ER, að verðmæti síldarlýsis og síldar- |
| ** mjöls verða stórum minni í ár en í fyrra vegna mik- \
| illa verðlækkana og að því er horfir stórum minni |
| veiði. Og um síldarsöltun veit enginn, hvernig fer. Við i
| vonum hið bezta, en vitum þar ekkert. Hún gæti líka i
| brugðizt. Og hvað þá? Flestum er nú að verða ljóst, að f
1 horfur eru mjög uggvænlegar vegna ástæðna, sem við i
| ráðum ekki yfir. Spurningin er: Hvaða mótleiki kunn- f
| um við affarabezta til úrbóta? 1
Mikil hætta er á samdrætti í atvinnu vegna fjár- i
| skorts, sem nú gerir vart við sig í vaxandi mæli, en þar f
f verður ríkisvaldið að vera alveg sérstaklega á verði, því !
f að snöggur samdráttur í atvinnulífinu hefir óbærileg- i
| ar afleiðingar, svo að þar þarf fyrst að huga að mótleik. i
SÁ, ER ÞETTA RITAR, gerir sér að vísu ljóst, að i
höft og bönn eru neyðarúrræði og geta vissulega f
i komið mjög illa við vissar atvinnugreinar, en er þó um i
| annað að gera en setja hömlur við nauðsynjaminni I
| innflutningi okkar þegar í stað, svo að gjaldeyriseign i
| okkar fjari ekki út á stórstraumsfjöru þeini, sem nú j
f virðist ógna? Verði útfirið ekki eins stórfellt og öll i
i teikn í dag benda til, hefir aðeins varnaður verið hafð- i
f ur á og aftur má á slaka. Verði hins vegar beðið lengi f
| átekta, geta únæðin orðið of seint á ferðinni.
I fáum orðum sagt: Við hvetjum til tafarlausra að- f
i gerða í varúðarskyni. i
■■MiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiHiiiiiiifiiiHiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiitniiiiiiiiiiiiiiiiiii*
FERÐALANGUR skrifar. Ég
lagði leið mína í Ólafsfjörð
á einum hinum fáu góðviðris-
dögum er komið hafa i sumar.
I Ólafsfjörð hafði ég aldrei
komið áður. Ég vil segja að
Múlavegur sé ægifagur, þar
sem hann er meitlaður, ef svo
má að orði komast, inn í bergið.
En mig langar til að spyrja: Er
búið að hreinsa fjallið ofan veg
arins nógu vel? Þessari spum-
ingu sló í hug mér er allvænn
steinhnullungur skall á veginn
nokkra metra framan við bíl-
inn og eflaust hefði sett ugg að
manni í þoku og sudda við
þessa sendingu. Annað sem mig
langar til að minnast á, er hin
fyrsta kynning af Ólafsfjarðar-
kaupstað, en það er rjúkandi
öskuhaugar og allskonar skúra
drasl er einkenna innkeyrsluna
í bæinn. Ráðamenn bæjarins
verða að gera sér það ljóst að
einangrun Ólafsfjarðar er rofin
með tilkomu Múlavegar og því
er hin fyrsta landkynning hinna
fjölmörgu gesta er aka fyrir
Múlann engan veginn fögur og
mun varpa skugga á kaupstað-
inn í rnargra augum. Ég skrifa
þetta í fullri vinsemd og vona
að Ólafsfirðingar fornumist
ekki. Svo vildi ég óska þeini til
hamingju með Múlaveg, og
auðna fylgi öllum sem um hann
fara.
NÆST gefum við bónda orðið.
Hann segir m.a. Mér fannst
ég fá skolli lítið út á arðmiðana
mína hjá KEA að þessu sinni.
Þó var veskið sem konan mín
fékk að gjöf í tilefni af 80 ára
afmæli fyrirtækisins orðið geysi
lega vambmikið af eintómum
arðmiðum. Ég er sem sé sam-
vinnumaður og höfum við hjón
in verzlað í „eigin búðum“, að
undanteknu því að ég hefi
stundum keypt smurningu og
benzín á jeppaskrjóðinn minn
hjá honum Yngva í Ferðanesti,
þar sem mér hefur virzt að sam
vinnuhugsjónin í dag nái ekki
til þjónustu á þeim vörutegund
um, og vonandi er nú ekki sam
vinnuhreyfingin svona fátæk í
dag, eins og Jakob skýrir frá í
Degi sökum þessarar verzlunar
minnar við liann Yngva. En að
öllu ganmi slepptu virðist mér
Iiinir vísu feður samvinnustefn
HEYRT
SPURT
SEÐ
HLERAÐ
unnar liafi samt komizt að
þeirri niðurstöðu að fátækt sam
vinnustefnunnar a. m. k. hér í
höfuðstað Norðurlands sé ein-
mitt Ferðanesti hans Yngva að
kenna, því að I allri sinni fátækt
hafa þeir eytt milljónum í það
að vígbúa Krókeyri snertispöl
frá Ferðanesti og mig minnir
að AM birti mynd af Krókeyr-
armannvirkjunum í síðasta
blaði sínu. Það sjá nú allir heil-
vita menn að engin brýn nauð-
syn var á hvað þjónustu við
hinn almenna borgara snerti að
koma upp annarri olíu- og
benzínsölustöð í innbænum,
heldur hlýtur hitt að vera for-
sendan fyrir því, sem sé að
Yngvi hafi verið uppgötvaður
sem erkióvinur jakobískrar
samvinnustefnu og því hafi síð-
ustu aurunum verið eytt í það
að reyna að leggja þann karl að
velli. En ég sagði nú svona við
konu mína eitt kveldið er ég
hafði „syndgað“ gegn Jakob við
Ferðanesti, en ók í þembingi
fram hjá Krókeyrarstöðinni:
„Viltu nú ekki góða mín gefa
kaupfélaginu aftur arðmiða-
veskið þitt, þeir gætu kannski
fengið nokkra aura fyrir það á
útsölu blessaðir“. Ég held að
það hafi nú ekki verið óróleg
samvizka er olli því að ég bað
konu mína að færa þessa fórn!
FjESSAR vísur heyrðum við
* nokkru eftir kosningar og
munu þær vera þingeyskrar ætt
ar. Látum við þær flakka og
fylgir kveðja til Hannibals.
Ilannibals er grafin gift,
gekk hún fyrir stapa.
Alþýðan er öllu svift,
engu mátti hún þó tapa.
Hennar dauði er hinna líf
hann það mátti vita.
Sjálfshyggjuimar sæluhlíf,
síðast mun hann drita.
HEYRZT hefur að málgagn
íhaldsins á Akureyri, ís-
lendingur, sé í þann veginn að
hafa búsetuskipti og flytja til
Stór-Reykjavíkur og verði eftir
leiðis nokkurskonar fylgiblað
Moggans. Sumir segja nú að
ekki sé seinna vænna að íslend
ingur flytji suður, þar sem allir
ílialdsþingmennimir, þeir Jón-
as, Magnús og Bjartmar, hafa
yfirgefið sitt ástkæra kjördæmi
og gerzt höfuðborgarbúar!
IBRÉFI til blaðsins segir
Sunnlendingur m. a.: „Ég
lagði leið mína í Vaglaskóg laug
(Framhald á blaðsíðu 7).
Ss
AF NÆSTU GRÖSUM
MESSAÐ í Akureyrarkirkju
n. k. sunnudag kl. 10.30 f. h.
Sáhnar nr. 579 — 377 — 139
— 316 — 310. P. S.
MESSAÐ í Lögmannshlíðar-
kirkju n.k. sunnudag kl. 2 e.h.
Sálmar nr. 579 — 377 — 139
— 316 — 310. P. S.
STYRKTARFÉLAG VANGEF
INNA minnir á happdrættið
sem auglýst er á öðrum stað
í blaðinu. Allur ágóði af söl-
unni rennur í byggingasjóðs
samtakanna, sem stendur und
ir framkvæmdum félagsins í
Kotárborgum, en þar er nú
verið að byggja Vistheimilið
Sólborg, fyrsta áfanga hælis
fyrir vangefið fólk á Norður-
landi. Happdrættismiðar eru
til sölu á eftirtöldum stöðum:
Verzluninni Fögruhlíð, Gler-
árhverfi, Rakarastofunni,
Hafnarstræti 105, vikublað- vikublaðinu Alþýðumannin-
inu Degi, Hafnarstræti 90, og um, Strandgötu 9.
BRÚÐHJÓN. — Þann 22. júlí voru gefin saman í Akureyrarkirkju
ungfrú Vilborg Gautadóttir og Baldur S. Pálsson rafvirkjanemi. .
Heimili þeirra verður að Holtagötu 12, Ak. Ljósmyndastofa Páls. 9