Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.08.1967, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 17.08.1967, Blaðsíða 1
Verzlið i sérverzlun. Það tryggir gæðin. TÓBAKSBÚÐIN Brekkugötu 5 . Sítni 12820 5<sXs annást ferðalagið Sími 1-29-50 FRAMKÖLLUN — KOPIERING PEDROMYNDIR Akureyri HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 XXXVII. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 17. ágúst 1967 — 23. tbl. Iiaraldur veifar til mannfjöldans er fagnaði honum á flugvellinum. Ljósmyndastofa Páls. Þeim virðist koma vel saman Haraldi og Braga. Ljósmyndastofa Páls. ,. Haraldur ríkisarfi Norðmanna heimsótti Akureyri í fögru veðri V|AÐ var margt um manninn á Akureyrarflugvelli er Har aldur krónprins Norðmanna sté út úr flugvélinni, kl. 16,45 ,s.l. sunnudag og svo skemmtilega vildi til, að veður var hið feg- ursta og milt, sem sjaldgæft hefur verið hér Norðanlands á þessu sumri. Prinsinn kom ásamt fylgdar- A\v VSLJÁ NORÐLENDiNGAR EKKI VELSKÓLADEILD Á AKUREYRI? Fáar umsóknir liafa borizt, þó er umsóknar- frestur útrunninn UNDIRRITAÐUR lileraði það á götu að alls óvíst væri að deild úr Vélaskóla íslands yrði starfrækt hér í vetur, sem á liðnum vetri og gaf þá góða raun. Þar sem undirrituðum fannst þetta ótrú- leg tíðindi var slegið á þráðinn til Björns Kristinssonar forstöðu- manns og hann inntur tíðinda um skólann. AM trúir því ekki að óreyndu að sinnuleysi Norðlendinga drepi starfrækslu Vélskólans á Akureyri, því að augljóst má vera að ef kcnnsla fellur hér niður í vetur, að þá eru Norðlendingar að stuðla að því að dcild þessa þarfa skóla verði útlæg gerð héðan frá Akureyri. En AM vonar að Norðlendingar láti það aldrei um sig spyrjast. Skilyrði fyrir starf- rækslu deildar liér eru að 10 nemendur séu í skólanum. in, þar sem hér er um að ræða deild frá Vélskóla íslands starf rækta á Akureyri. Ætlun skóla stjóra Vélskólans, Gunnars Bjamasonar, með þessari til- högun á starfsemi skólans var sú, að gera okkur norðanmönn- um auðveldara að njóta þeirrar (Framhald á blaðsíðu 7). liði sínu flugleiðis frá Stóra- Kroppi í Borgarfirði. Á flugvellinum tóku á móti honum af hálfu Akureyringa Friðjón Skarphéðinsson bæjar- fógeti, Bragi Sigurjónsson for- seti bæjarstjórnar Akureyrar, Bjarni Einarsson bæjarstjóri og Sverrir Ragnars vararæðismað- ur Norðmanna á Akureyri. Af flugvellinum var haldið til Hótel KEA, en þar hafði prinsinn aðsetur meðan hann dvaldi hér. Á sunnudagskvöld efndi bæj- arstjórn til kvöldverðarboðs gestinum til heiðurs. Þar tóku til máls Bragi Sigurjónsson, er bauð hinn tigna gest velkom- inn og Haraldur prins. Á mánudagsmorgun hélt Har aldur ásamt fylgdarliði sínu til Mývatnssveitar og var veður enn hið fegursta. Að ferðalagi loknu snæddi prinsinn kvöld- verð í Sjálfstæðishúsinu, seinna um kvöldið fór hann flugleiðis til Reykjavíkur. Haraldur ríkisarfi frænda okkar Norðmanna er mjög al- þýðlegur og viðfeldinn maður og er eigi að efa, að heimsókn hans til íslands mun treysta enn vináttubönd hinna tveggja frændþjóða. Svo vonar AM að Haraldur Olafsson eigi góðar minningar einar frá dvöl sinni á Norður- landi. 5^ =s en ATVINNUMALA- NEFND AKUREYRAR KOSIN 'hefur verið atvinnu- málanefnd Akureyrarbæj- ar og er hún þannig skipuð: Valgarður Haraldsson, Jón Ingimarsson, Árni Jónsson, Stefán Reykjalín og Valur Arn- þórsson. Hvenær á skólinn að byrja Björn? ■ Meiningin er að skólinn taki til starfa 15. september og verði lokið 15 febrúar 1968, þar sem líkur benda til að aðeins verði um að i-æða fyrstu deildina hér í vetur eins og í fyrra. Fáar umsóknir hafa borizt? Já, það hafa borizt of fáar um sóknir um skólavist hér ennþá, en þar gæti að vísu verið um misskilning að ræða hjá vænt- anlegum umsækjendum, að þeir biðu eftir því að skólinn yrði sérstaklega auglýstur hér á Ak ureyri, en það var ekki ætlun- =s AM kemur næst út miðvikudaginn 30. ágúst. A\v Eldsvoði aí Fornhaga í Hörgárdal s u* Björn Kristinsson. IM KLUKKAN 5 síðdegis á sunnudaginn var Slökkvi- lið Akureyrar kvatt að Forn- haga í Hörgárdal, en þar var eldur laus í fjárhúshlöðu. Slökkviliðið var komið á vett- vang eftir um það bil 15 mínút- ur. Var þá eldurinn orðinn mjög magnaður í hlöðunni og einnig í fjárhúsunum, ennfrem- ur hafði hann náð að læsast í fjóshlöðuna, en peningshúsin í Fornhaga eru öll sambyggð. Slökkviliðinu tókst fljótt að ráða niðurlögum eldsins í fjó$- hlöðunni og einnig að verja fjós ið, en fjárhúshlaða og fjárhús gereyðilögðust. Bóndinn að Fornhaga, Ingólfur Guðmunds- ■son, hafði fyrst hirt inn í hlöð- una sl. föstudag, og var komið allmikið magn í hana af vel verkuðu heyi og er því tjón hans tilfinnanlegt. Álitið er að kviknað hafi í út frá rafmagni. Við slökkvistarfið var notað- ur brunabíllinn er hrepparnir í Eyjafirði eiga og tjáði Víkingur Björnsson brunavörður, AM að brunabíllinn hefði reynzt hið bezta. Frá hrunanum í Fornhaga. Ljósmyndastofa Páls.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.