Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.11.1967, Page 4

Alþýðumaðurinn - 16.11.1967, Page 4
 Ritstjóri: SIGURJÓN JÓHANNSSON (áb.). Útgefandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUR- EYRAR. — Aigreiðsla og auglýsingar: Strandgötu 9, II. hæð, sínri (96)11399. — Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri ALÞYÐUIVIAÐURENN W\N. IIHIIHUIHIIIIIIHIH1MIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIHIIIIIIIII.il> Gagnleg athugun VIÐRÆÐUR ríkisstjórnar og fulltrúa launþega um i fyrirhugaðar efnahagsráðstafanir hafa staðið um i 3ja vikna skeið. Þegar þetta er ritað, 12. nóv., hefir I samkomulag ekki náðzt um samstöðu, og viðræðum i verið lokið, án sýnilegs árangurs. Samt er enginn vafi i á því, að viðræðurnar hafa verið gagnlegar. Viðhorfin i hafa skýrzt og almenningi hefir gefizt tóm til umhugs- i unar og skilur nú enn betur en fyrr, að fram hjá stór- i minnkuðum þjóðartekjum verður ekki komizt svo, að i hann beri ekki af því nokkra byrði. Margs konar úr- i ræði hafa verið athuguð og mismunandi leiðir rædd- i ar, en niðurstaðan verður vísast sú, að leið stjómar- i flokkanna með nokkrum lagfæringum, sem þeir hafa \ komið sér saman um, mun þykja skynsamlegust, með- = al stjómarandstöðunnar líka, þótt hún fáist ugglaust i ekki til að viðurkenna það í orði. Þessar lagfæringar = eru fyrst og fremst við það miðaðar, að lækkun niður- = greiðslanna komi ekki við elli- og örorkulífeyrisþega | né bammargar fjölskyldur, og höfðu stjómarflokkam- | ir raunar að mestu komið sér saman um þessar lag- i færingar, áður en viðræðurnar við launþega hófust, i þótt ekki væru þær komnar fram í tillöguformi. EKKI verður því neitað, að fulltrúar launþega hafa i haldið allmismunandi á máluin, eftir því livar í i flokki þeir hafa staðið. Viðræðufulltrúar launþega úr = Alþýðuflokki, Sjálfstæðisflokki og Alþýðubandalagi i hafa sýnt ábyrgðarkennd og tillitssemi við athugun [ á úrræðum, þótt þeir að sjálfsögðu hafi haldið fram i hlut launþega af festu. Þeir hafa reynt að benda á úr- i ræði og meta mismunandi leiðir hlutlægt. Þetta verð- | ur því miður ekki sagt um fulltrúa úr röðum Fram- | sóknar, og er þó hlutur Kristjáns Thorlacius, formanns i B.S.R.B., sýnu verstur. Allur málflutningur hans hefir | augljóslega verið miðaður við þá óskhyggju Fram- i sóknarflokksins, að því liarðari hnút sem efnahagsmál i okkar kæmust í, því meiri von væri til, að núverandi i ríkisstjóm færi frá völdum og Framsókn gæti komið e til greina á ný sem valdaflokkur. Hvað launþegar í i röðuin B.S.R.B. hugsa í liljóði um svona launþegafor- = ystu er svo önnur saga, sem hér verður ekki rakin, en i vafasamur er liagnaður þeirra af henni, svo að ekki sé i meira sagt, og raunar mjög vafasamur hagnaður Fram- [ sóknarflokksins, sem fyrir bragðið einangrast alltaf i meir og meir vegna þess, að hann hefir bókstaflega | ekkert til mála að leggja nema úlfúð og illindi. Ujjit|| jf wr fcWiW ,•»». jNI | * I ■piNS og fyrr segir eru horfur á, að senn takist að i ^ ganga frá efnahagsmálunum á Alþingi, hvað fjár- i lög snertir, en þá er eftir sá vandinn, sem ugglaust i verður erfiðari viðfangs, en það er fyrirgreiðsla við at- = vinnuvegina og efling þeirra, en ýmsar greinar at- i vinnulífsins eiga nú við erfiðleika að stríða, svo sem í iítgerð og fskiðnaður. Enn er'ekki lokið athugunum á | þörfinni þar til úrbóta né könnun úrræða, en unnið = er að hvorttveggja af fullum krafti. Fullyrða má, að i undanfamar viðræður launþegasamtakanna og ríkis- = valdsins hafa og verið gagnlegar fyrir þessa könnun, i svo að enginn þarf eftir þeim að sjá. 'lllllllHHIHIHHIIHHIIIHIIIIIHIHIIIIHIHHHHIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIimiHIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIHIHIIHHI lllllllllPllllr ----------—^ Bókafréttir AM I RAUTT SORTULYNG Nýtt smásagnasafn eftir Guðmund Frímann. Almenna bókafélagið gefur út. RIÐ 1964 kom út fyrsta smá- sagnasafn Guðmundar Frí- manns, Svartárdalssólin, og nú hefir annað komið út: Rautt sortulyng. Ugglaust verða þau fleiri, því að skáldið ritar sögur af frásagnarþörf og sköpunar- gleði. Guðmundur ei'löngu þjóð kunnur af ljóðagerð sinni, seið- fögrum náttúrustemningum, heitum ástarkvæðum og gríp- andi lýsingum af válegum við- burðum eða dapurlegum örlög- um. Á öllum þessum strengjum hefir hann kunnað að taka af leikni afburðamannsins. Segja má, að hann leiki á þessa sömu strengi í sögum sínum, ekki af sömu kunnáttu enn og í ljóðum sínum eða töfrandi. leikni né heldur af jafn öruggri smekk- vísi, en það er tekið efth' streng gripunum og ekki verður hon- um um það kennt, að hann leiki eftir öðrum lög sín. Vel kann hins vegar að vera, að sumir tónanna skeri ýmsa í eyru. í Rauðu sortulyngi eru átta sögur. Heita þær: Burðarlaunin hans Rugludals-Tonima, Lóa með rauða hárið, Mýrarþoka, Sumarauki á Valabjörgum, Gömul krossmessusaga, Haust- kvöld á Húsá, Stórþvottur á hausti og Rautt sortulyng. Tvær þær síðustu finnst mér bera af, eú fyrri fyrir þá kyngimögnuðu vá og dul, sem höfundi tekst að draga upp að baki söguþræðin- um, en það er sá bakgrunnur með forteikninu stórþvottinum, eem gerir söguna sérstæða í ís- lenzkum bókmenntum, sú síð- ari fyrir hina næmu og glöggu lýsingu á samlífi tveggja drengja, þar sem hinn eldri skirrist jafnvel ekki við kvik- inzkum brögðum og hrekkjum til að leika sér að fákunnáttu og hrekkleysi 'hins yngra, sem hon um 'hefir verið falinn sá trún- aður að gæta og honum raunar þykir vænt um. Kvalnáttúran hefir hann á valdi sínu, þótt hann skynji djöfulleik hennar, og kvölin og hræðslan lokkar þann yngri, ginna hann og hrekja. Þriðja bezta sagan er að dómi mínum Mýrarþoka. Þar er biturleiki lífsins látinn birt- ast á sögutjaldi séður með aug- um lítils drengs, sem verður að horfa á eftir systrum sínum tveimur í gröfina, föllnum fyrir sigð hvíta dauðans. Burðarlaun in hans Rugludals-Tomma er vel sögð saga, en fremur ólík- indaleg og Gömul krossmessu- saga orkar fremur á mig sem kyrrlífsmynd en saga. Sögurn- ar Lóa með rauða hárið, Sumar auki á Valabjörgum og Haust- kvöld á Húsá fjalla allar um samlíf karls og konu, þótt með mismunandi hætti sé. Senni- lega mun ýmsum Iþykja þar sums staðar bresta á smekkvísi hjá höfundi, og verður enginn dómur lagður á slíkt hér. Skoð- un mín er hins vegar sú, að ekk ert þessara söguefna notist höf- undi til athyglisverðrar list- sköpunar, af því að hann leiði ekki sálarlíf sögupersónanna listsjónum sínum, hann er fyrst og fremst að lýsa brumandi lífs þorsta, en ekki að laða fram skilning á þeirri sál, er að baki vakir og kallar á sól og regn gegnum kvöl og sælu. Guðmundur Frímann er mik ill orðlistarmaður, hvort sem •hann talar bundið tnál eða óbundið. Hann getur lýst lands lagi og gróðri af svo talandi kynngi, að við sjáum það, sem hann vill sýna, ljóslifandi fyrir okkur. Hann getur látið þeyinn leika okkur í hari og angan blómanna og lyngsins ilma okk ur í vitum. Yfirbragð og hegðun sögupersóna sinna getur hann (Framhald á blaðsíðu 7). Guðmundur Frímann við skrifborð sitt. — Ljósmynd: Níels Hansson. \i ......^0^--7. • AF NÆSTU GRÖSUM® MESSAÐ verður í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Afmælis kirkjunnar 17. nóv. minnst. Sálmar: 612 — 577 — 136 — 415 — 416. Eftir messu mun Kvenfélag Akureyrar- kirkju selja kaffi í kirkju- kapellunni. — B. S. SUNNUDAGASKÓLI Akur- eyrarkirkju verður n. k. sunnudag kl. 10.30 f. h. Öll börri velkomin. Strætisvagn fer úr Glerárhverfi (venjuleg strætisvagnagjöld). — Sókn- arprestar. Æk FRÁ SJÁLFSBJÖRG. Kvöldskemmtun verð ur í Bjargi laugardag- inn 18. nóv. og hefst kl. 8.30 síðd. — Meðal skemmtiatriða: Erindi, Árni Kristjánsson menntaskóla- kennari flytur. Söngur. Atriði úr revýunni „Rjúkandi ráð“ o. fl. — Félagar og velunnar- ar eru velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Aðgangur ókeypis. — Skemmtinefndin. FERMINGABÖRN, sem eiga að fermast í Akureyrarkirkju í vor, eru beðin að koma til viðtals í kapelluna sem hér segir: Til séra Birgis Snæ- björnssonar fimmtudaginn 16. nóv. kl. 5 og til séra Péturs Sigurgeirssonar föstudaginn 17. nóv. kl. 5. KVENFÉLAG AKUREYRAR- KIRKJU hefur sína árlegu kaffisölu á sunnudaginn kem ur í kapellunni frá kl. 3 e. h. Munið okkar góða kaffi. — Nefndin. MINNINGARSPJÖLD kvenfé- lagsins Hlífar. Öllum ágóða varið til fegrunar við bama- heimilið Pálmholt. Spjöldin fást í Bókabúðinni Huld og hjá Laufeyju Sigurðardóttur Hlíðargötu 3. BRÚÐHJÓN. Laugardaginn 11. nóvember voru gefin saman í hjónaband ungfrú Guðrún Jónsdóttir og Guðni Þor- steinn Arnþórsson iðnverka- maður. Heimili þeirra verður að Gránufélagsgötu 43, Ak. A Ljósm.st. Páls, sími 1-24-64. *

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.