Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 31.03.1969, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 31.03.1969, Blaðsíða 8
Vanfi yður húsgögn þá veljið það bezta Valbjörk h.f. Akitreyri ALÞYÐUmAÐURINN ^000« árgangur — Akureyri, mánudaginn 31. marz 1969 — 8. tölublað FUNDU GULLI HRiMBAK Frá vinstri: Björn Ingason, Kristján Árnason, Einar Einarsson, Ari Friðfinnsson, Ámi Böðvarsson, Davíð Jónsson, Magnús Friðriks- son, Hermann Stefánsson, Daníel Þórðarson, Jóhannes Jóhannes- son, Jón Hólmgeirsson og Eggert Jónsson. Sitjandi fyrir framan er söngstjórinn Sigurður Sigurðsson. LJÓSMYND ÞESSA TÓK MATTHÍAS GESTSSON Á ÆFINGU „12 TENÓRA '. ,12 tenórar’ vinsælir söngbræður 1 VETUR hafa tólf félagar úr öðrum tenór Karlakórs Akureyrar Hundrað ára ÞANN 27. marz sl. átti Jóhann Björnsson, nú vistmaður á Krist- neshæli, 100 ára afmæli. Jóhann fæddist að Atlastöðum í Svarfað- ardal. Um fermingaraldur lá leið Jóhanns úr Svarfaðardal í Grýtu- bakkahrepp. Jóhann kvæntist á fimmtugsaldri Sigurhönnu Krist- jánsdóttur frá Framnesi og bjuggu þau um skeið að Yztu-Vík, en fluttu síðar að Sjávarbakka í Arn- arneshreppi. Arið 1955 flutti Jó- liann hingað til Akureyrar og dvaldi hjá Sigurlaugu dóttur sinni unz hann árið 1968 fór á Kristnes- hæli. Nokkuð er síðan Jóhann missti sjónina og hefur heyrn hans einnig hrakað hin síðustu ár, en minni hans er allgott þrátt fyrir þennan háa aldur. æft sér til gamans nokkur lög og hafa aflað sér mikilla vinsælda fyrir góðan söng á skemmtisam- komum hér á Akureyri og í hér- aði. Nefna þeir sig 12 tenóra. — Fyrst komu þeir opinberlega fram hjá UMSE á skemmtisamkomum þess „Hrepparnir keppa“ og fluttu [)eir söngsins unaðsmál á vegum UMSE að Freyvangi, Melum í Hörgárdal og á Dalvík. Þá hafa ])eir komið fram hér í bæ, svo sem á árshátíð starfsfólks POB og I.andsímans og á árshátíð starfs- fólks Sjálfstæðishússins. Ennfrem- ur að Sólgarði á vegum Kvenfé- lags Saurbæjarhrepps. Stjórnandi, þjálfari og undirleikari hinna „12 tenóra" er Sigurður Sigurðsson, en hann er einnig félagi í ICarla- kór Akureyrar. Margir hafa kom- ið að máli við blaðið og látið ánægju sína og hrifni í ljós yfir siing þeirra félaga. AM birtir hér mynd af þeim ásamt stjórnanda þeirra — og vill um lcið benda fé- lagasamtökum og öðrum, er efna til skemmtana og vilja gjarnavi •* Ú táyj 111111111■11 ■ ■111111111■ i M11111111• 11iii i * á Húsavík lagt m Á FUNDI í Alþýðubanda- lagsfélagi Húsavíkur sl. mið vikndagskvöld, var sam- þykkt að leggja félagið nið- ur, og samþykktu félags- menn að eftirleiðis skyldi það heita Samtök vinstri manna á Húsavík og ná- grenni. Hafa því fyrrverandi stunðingsmenn Alþýðubanda lagsins á Húsavík algerlega sagt skilið við Alþýðubanda- lagið. Þessi ákvörðun var samþykkt með 11 atkv. gegn 3, en 1 sat hjá. Stjórn liins nýja félags er skipuð sömu mönnum og gegndu stjórnarstörfum í A1 þýðubandalagsfélaginu sál- uga og er Freyr Bjarnason formaður. Var stjórn og trún aðarráði falið að breyta lög- um félagsins í sambandi við hin nýju viðhorf. Eftir þessi tíðindi eru engin starfandi samtök á vegum Alþýðu- bandlagsins til á Húsavík. krydda upp á samkvæmið með góðum söng — að hinir „12 ten- órar“ eru reiðubúnir að sinna slíku kalli. RÉTT er blaðið var að fara í prentun fréttist það að tvö sex ára böm hefðu fundið óhemju magn af ósviknu gulli í togar- anian Hrímbak, en eins og kunnugt er hefur togarinn legið í Sandgerðisbót undanfarin misseri. — Búið mun vera að setja lögregluvörð um Hrímbak og mun gullið verða vegið á morgun þann FYRSTA APRÍL. Talið er að verðmæti gullsins muni nema meiru en öllum skuldum íslenzka ríkisins er- lendis. Óefað mun þetta verða talið strandgóss og má því full- yrða að Akureyringar verði ekki á flæðiskeri staddir um kling í framtíðinni. Hvernig gullið er komið í Hrúnbak verður merkilegt rannsóknar- efni. Helzt er ætlað að smyglarar hafi á sínurn tíma sett það í skakkt skip, annað hvort í brezkri eða þýzkri höfn — og það hafi upprunalega átt að fara til Kúbu. n\s,v Bæjarbúum þakkað SÍÐASTLIÐINN laugardaggekkst Kiwanis-klúbburinn Kaldbakur á Akureyri fyrir siilu á páskaeggj- um. Agóðanum verður varið til =000« A3 gefnu tilefni AÐ gefnu tilefni skal það tekið fram, að við undirrituð, kenn- arar við Menntaskólann á Akur eyri, sem vorum til eftirlits af skólans hálfu, urðum ekki vör við drykkjuskap, er nemendur 6. bekkjar M. A. dvöldu í Skíða hótelinu í Hlíðarfjalli. Teljum við, að framkoma bekkjarins í heild hafi verið til sóma. Akureyri 24. marz 1969. Ragnheiður Stefánsdóttir, Vilhjáhnur Ingi Árnason. Vegna greinar í Aljjýðumann inum um drykkjuskap 6. bekk- inga M. A. í Skíðahótelinu í Hliðarfjalli vil ég taka fram, að starfsfólk hótelsins varð ekki vart við, að áfengi væri haft um hönd, og var hegðun nemenda til sóma í hvívetna. Akureyri 24. marz 1969. Hallgrímur Arason, stofnunar endurhæfingarstöðvar á Akureyri, en eins og áður hefur komið fram hefur klúbburinn for- göngu um að komið verði á fót slíkri stofnun. IClúbbfélagar hafa beðið blaðið að koma á framfæri þökkum fyrir þær góðu viðtökur, sem þeir fengu við páskaeggjasöl- una, en því miður hafi eigi tek- izt að koma í öll hús, ])ar sem birgðir þrutu áður en varði, en félagar vonast til að geta heimsótt alla með egg fyrir næstu páska. Engar flugferðir um páskana FLUGVIRKJAR hafa tilkynnt flugfélögunum, að frá og með skírdegi muni þeir eigi vinna eftir_ né helgidagavinnu. Þessi ákvörðun flugvirkjanna, mun valda því að allt flug mun falla niður frá fimmtudagi (skírdag) og fram á þriðjudag í næstu viku, bæði hvað innanlands og millilandaflug snertir. Mun þetta valda mörgum ferða- manni erfiðleikum er hugðist ferðast núna um hátíðarnar. =000« mun að öllu forfallalausu koma næst út föstudaginn 11. apríl. NSNn Meistaraflokkur KA. Fremri röð frá vinstri: Viðar Þorsteinsson, Gauti Jóhannsson, Hannes Óskarsson, Bjöm Blöndal, Jón Hall- dórsson. Aftari röð f. v.: Frímann Gunnlaugsson þjálfari, Halldór Rafnsson, Jóhann Jóhannsson, Rafnar Ingólfsson, Þorleifur Anan- 7»MiiiiiiiuimmmiiumimiiiimiMmmiiimiimimmiiiiinmmmmmmimiimmiimmiiiiimmijuimmm0 hótelstjóri. íasson, Jóhann Einarsson og Gísli Blöndal.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.