Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.04.1969, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 18.04.1969, Blaðsíða 1
Verzlið i sérverzlun. Það tryggir gæðin. TÓBAKSBÚÐIN Brckkugötu 5 . Sími 12820 Úrval af ódýrri K J ÖIV Ö R U iEYRARBÚÐIN - opið til kl. 20.00Í FRAMKÖLLUN — KOPIERING PEDROM YNDIR Akureyri HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 mrn 39. árgangur — Akureyri, íöstudaginn 18. apríl 1969 — 9. tölubla® iiiimimMimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiMitiiMiMiiumiii IILJOMPLATA meS JÓHANNI og KRISTNI Tónaútgáfan s.f. gcfur út KOMIN er á markaðinn ný hljómplata, sem Tónaútgáf- an s.f. á Akureyri gefur út Jóhann Konráðsson. — og mun mörgum þykja fengur að henni, en þar eru heyrðar raddir hinna vin- sælu söngvara Jóhanns Kon -ráðssonar og Kristins Þor- steinssonar. Um 1950 fóru þeir Jóhann og Kristinn að syngja saman — og hafa þeir oft síðan komið fram á skemmtistöðum á Norður- landi og hlotið miklar vin- sældir. Árið 1962 sungu þeir inn á segulband fyrir Ríkis- útvarpið 8 lög og eru það 5 af þeim lögum, sem eru á hljómplötunni, en þau eru: Ég sé þig aðeins eina, lag Áskell Jónsson, ljóð Daníel Kristinsson; Vorfögnuður, lag Jónas Tómasson, ljóð Sveinn Gunnlaugsson; Upp á himins bláum boga, ís- lenzkt þjóðlag, ljóð Benedikt Gröndal; Hríslan og lækur- inn, lag Ingi T. Lárusson, ljóð Páll Ólafsson, og Ástar- sæla, lag Steingrímur Hall, Ijóð Steingrímur Thorsteins- son. Undirleik annast Guð- rún Kristinsdóttir. Möppu plötunnar prýðir fögur mynd úr Eyjafirði eftir Gunnlaug P. Kristinsson, en prentun annaðist Valþrent. Eigi er að efa að þessi nýja hljómplata verður mörgum aufúsugestur. Kristinn Þorsteinsson. • '■<iiiiimimmmimmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm,mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmii* Yerkfall - verkbönn IN NANLAN DSSTYRJOLD EKKI er hægt að segja að bjart sé framundan nú þá er nálgast sumarkoma. Innanlandsstyrjöld ríkir. Verkföll og verkbönn dynja nú yfir og munu innan tíðar lama allt atvinnulífið. AM vill óhikað fullyrða að verka- lýðshreyfingin heyir nú varnar- baráttu og mættu forráðamenn Alþýðuflokksins vel gera sér þá staðreynd ljósa. Fylgismenn A1 þýðuflokksins innan verkalýðs- hreyfingarinnar hljóta að krefj- ast þess af forystu flokksins, að hún neiti ei þeirri staðreynd, að enginn sem hefur fyrir fjöl- skyldu að sjá getur komist af með 16—11 þúsund kr. mánaðar laun, eftir þá auknu dýrtíð sem skollið hefur sem flóðalda yfir almenning eftir gengislækkun- na í haust. Kannski verður bjartara fyrir stafni þá er næsta blað kemur út og því geti AM þá fagnað sumarkomu með skugga verkfalla og verkbanna að baki. Guðlaug Hermannsdóttir og Jón Kristinsson á senunni. Ljósmyndastofa Páls. rPoppsöngvarinnr á Jjélunum' annað kvöld LEIKFÉLAG AKUREYRAR frumsýnir á laugardagskvöldið þriðja og síðasta vei'kefni sitt á þessu leikári. Það er brezkur gamanleikur sem nefnist Popp- söngvarinn og er óhætt að segja að hann er fullur af græzku- lausu gamni. Það eru mörg vandamál sem skapast þegar ung stúlka á virðulegu ensku heimili verður óstjórnlega ástfangin af vinsæl- asta dægurlagasöngvara Lirnd- úna. Nokkur ný og vel þekkt dægurlög eru leikin og sungin í leikritinu og hefur Ingimar Eydal útsett lögin og leikur hljómsveit hans undir. Textana við lögin gerði Kristján frá Djúpalæk. Leikstjóri er Bjarni Stein- grímsson frá Reykjavík. Hann hefur ekki starfað með Leik- félagi Akureyrar áður, en hef- ur bæði stjórnað leikritum í Reykjavík og hjá leikfélögum út á landi við góðan orðstír. Leikendur eru 10 talsins og fer Ólafur Axelsson með hlut- verk Poppsöngvarans en aðrir leikendur eru þessir: Helga Torberg, Kristjana Jónsdóttir, Jón Kristinsson, Sigurveig Jóns dóttir, Marinó Þorsteinsson, Þórey Aðalsteinsdóttir, Guð- laug Hermannsdóttir, Sæmund ur Guðvinsson og Árni Valur Viggósson. Eins og fyrr segir verður frumsýning á laugardagskvöld- ið og hefst hún kl. 20.30. Næstu sýningar verða á sunnudags- og þriðjudagskvöld. =$00*= =s SVIARI HEIMSÖKN FYRIR dyrum stendur heim- sókn handknattleiksmanna til Akureyrar og er þar um að ræða þrjú lið, sænska liðið Lugi, landsliðið og Víkingur. Munu þessi lið leika í íþrótta- skemmunni 25. og 26. apríl, og einnig lið ÍBA. 50^ s Stórt fiskiskip fil Raufarhafnar Raufarhöfn 15. apríl. G. Þ. Á. GRÁSLEPPUVEIÐI hefur enn verið rýr hér, en við vonum að hún glæðist á næstunni. Hins vegar hefur verið dágóður afli í þorskanet síðustu daga, þar til í dag, en Kristinn, eini dekk- bátur þorpsbúa, og svo 2 trillur hafa stundað þær veiðar að undanförnu. Aflinn hefur verið saltaður, því að enn er frysti- húsið ekki komið í gagnið, en senn fer að styttast í það að það verði tilbúið til vinnslu og eru menn úr Reykjavík að setja niður vélar þessa dagana. Jörundur II til Raufarhafnar. Eins og kunnugt er var stofn- að hlutafélag um rekstur frysti- hússins, heitir það Jökull og stendur hreppsfélagið og ein- staklingar að því. Um þessar mundir eru 2 menn frá Jökli í Reykjavík til að semja um kaup á Jörundi II, sem er í eigu Guð- mundar Jörundssonar útgerðar manns og eigi er vitað annað nú en af þeim kaupum geti orðið. Með tilkomu stórs fiskiskips hingað ætti að vera nokkuð tryggt að frystihúsið skorti eigi hráefni, en Jörundur II mun vera um 260 lestir. Dregið hefur úr atvinnuleysi og veldur því sjávaraflinn og einnig hitt að margir hafa farið í verið syðra. (Framhald á blaðsíðu 2). ^000^ N Umferðamiðstöð á Akureyri SÉRLEYFISHAFARNIR Gunn ar Jónsson og Aðalsteinn Guð-* mundsson eru um þessar mund ir að opna afgreiðslu og um- ferðarmiðstöð á Akureyri er heitir Umferðarmiðstöðin s.f. Akureyri, og hefir frú Guðný Bergsdóttir verið ráðin fram- kvæmdastjóri. Umferðarmið- stöðin verður í húsnæði því í Skipagötu er Ferðaskrifstofan Saga hafði áður. AM mun kynna Umferðar- miðstöðina og framtiðarverk- efni fyrirtækisins nánar í næsta blaði. Rekstrarreikningur bílastyrkja- nefndar á FORD CORTINA MARGIR lesendur blaðsins fólksbifreið af gerðinni Ford hafa látið þá ósk í ljós við Cortina. AM finnst sjálfsagt blaðið, að það birti sundur- að verða við þessum óskum liðaðan reksturskostnað bíla og hér kemur útreikningur styrkjanefndar yfir 5 manna bílastyrkjanefndar. 1. Benzín .............................. kr. 19.116.60 2. Smuming og frostlögur................. — 1.200.60 3. Hjólbarðar ............................ — 4.600.00 4. Varahlutir ............................ — 5.600.00 5. Viðgerðir ............................. — 9.400.00 6. Kaskotrygging.......................... — 6.870.00 7. Skattar til bæjarfógeta............... — 1.310.00 8. Ábyrgðartrygging ...................... — 2.925.00 9. Vextir ................................ — 11.000.00 10. Fyming ............................... — 29.760.00 11. Ýmis kostnaðúr (afnotagj. útv. o. fl.) ... — 2.000.60 Samtals kr. 93.715.00 BJART VAR Á BJARGI á bls. 5 Leiðarinn: NORÐUR VIÐ HEIMSKAUT

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.