Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.04.1969, Side 7

Alþýðumaðurinn - 18.04.1969, Side 7
 - Heyrt, spurt... (Framhald af blaðsíðu 5). og láta í það skína að þeir hafi öll tromp á hendinni, þrátt fyr- ir það þótt forniaður flokksins, lagaprófessorinn Olafur Jó- liannesson gataði á prófi hjá fréttamanni sjónvarpsins sl. þriðjudagskvöld. Björn Jónsson er sko velkominn í fjórða sæti á lista okkar við næstu alþingis kosningar, en ofar nei takk, segja ráð.amenn Framsóknar á Akureyri, sem sagt Björn Jóns- son á að vera nokkurskonar Gísli Jónsson, þ. e. bæði beita og fallkandídat. AM neitar því algerlega að Björn sá góði drengur muni verða við óskum Rósbergs og Framsóknar, sem sé að liann verði hækjan er lyfti Olafi Jóhannessyni upp í ráð- herrastól undir forsæti Jóhanns Hafsteins. Þessi klausa er undir skrifuð af s. j. RÉTTLÆTI. Á föstudaginn langa, 4. apríl 1969, um kl. 15, sendi ég mann inn á BSO til að kanna hvort sala á öðrum vörum en benzíni færi þar fram, eins og átt hefir sér stað undanfarin ár. Þetta reyndist rétt. Verzlunin var opin eins og jafnan þegar benzín er selt. Keyptar voru sígarettur í þetta skipti. Um kveldið kl. 23.30 fór ég sjálfur að BSO hinn sama dag og sendi mann inn til að kaupa sígarett- ur, enda voru þá fleiri að verzla. Næst fór ég inn að Ferðanesti við Eyjafjarðarbraut og var þar einnig verzlun í full um gangi, keyptar tóbaksvörur o. fl. Á öðrum benzínstöðum í bænum var lokað á þessum tíma, þó mun hafa verið opið sumstaðar fyrr um daginn, en þá stuttan tíma. Á sjálfan stór- hátíðisdaginn, páskadag 6. apríl, fór ég að BSO og keypti benzín á bifreið mína og sá þá að verið var að verzla. Þetta var um kl. 13.30. Síðar á páska- daginn, um kl. 23, fórum við tveir á bifreið uin bæinn. Fyrst var kornið við á BSO og keypt- ar sígarettur eins og fyrr urn daginn. Þá var komið að Ferða- nesti, þar var verzlun í fullurn gangi, keyptar þar sígarettur, gosdrykkir og kex. Á öðrum benzínsölustöðum var lokað á þessum tíma. Mánudaginn 7. apríl, annan páskadag, var dreg ið fyrir söluopið á BSO en fólk verzlaði fyrir opnum dyrum sem virkur dagur væri. Þar sem bæjarstjórn Akureyrar hef ir ekki viljað leiðrétta það mis- ræmi, sem er á milli Iokunar- tíma benzínsölustöðva og ann- arra kvöldsölustaða hins vegar, þrátt fyrir marg ítrekaðar óskir okkar þar um, þá vil ég biðja yður hr. bæjarfógeti að taka þetta mál til athugunar, og sjá um að hinir seku- verði látnir greiða fullt verð fyrir brot á reglugerð og landslögum varð- andi lokun sölubúða á stór- hátíðisdögum. — Og þá enn- fremur, að framvegis verði allar kvöldsölur, benzínsölur, sem aðrar kvöldsölur, látnar sitja við sama borð, hvað lokunar- tíma áhrærir. Akureyringur. LOKUN LÁNASTOFNANA Á LAUGARDÖGUM. Allar lánastofnanir í bænum hafa nú auglýst að þær séu lok- aðar á Iaugardögum. Þetta finnst mér ekkii góð þjónusta. Ég lentii í vandræðum sl. laug- ardag við að fá skiptum 1000 kr. seðli. Arkaði á milli verzlana en án árangurs. Gætu ekki lána stofnanirnar skipt á milli sín að hafa opið þó ekki væri nema 1 klst. fyrir hádegi. Ég held að lánastofnanirnar yrðu ekki gjaldþrota fyrir að veita slíka þjónustu. Borgari. VILLURNAR OG GJALD- ÞROTA FYRIRTÆKI. Mörg fyrirtæki eru á gjald- þrotsbarmi og önnur komin á hausinn og höfum við óbreyttir bæjarbúar eignast hlut í einu þeirra, þ. e. Sana. En í sömu mund og fyrirtækin eru að geispa golunni hafa margir hlut hafar fyrirtækjanna haft efni á því að reisa milljónavillur, er ætla mætti að stórfustar og kalífar úr Þúsund og einni nótl ættu. Meira kannski síðar. Ajax. ÍTÖLSK epli KR. 39.00 pr. kg Peysufata- silkið ER KOMIÐ. Verzlun Ragnheiðar 0. Björnsson Nýkomin Telpnapils Á EINS TIL TÓLF ÁRA. VERZLUNIN DRÍFA Varalilutverzlun SKRIFSTOFUR AKUREYRARBÆJAR Geislagötu 9, verða lokaðar á laugardögum frá 1. apríl til 30. september 1969. Bæjarstjórinn á Akureyri, 1. apríl 1969, BJARNI EINARSSON. Hestamenn, Akureyri Munið bópreiðina á sumardaginn fyrsta. Lagt verður af stað frá Aðalstræti 23 kl. 2 e. h. Mætið stundvíslega. Hestamannafélagið LÉTTIR. LEIKFÉLAG AKUREYRAR GAMANLEIKURINN Poppsöngvarinn LEIKSTJÓRI BJARNI STEINGRÍMSSON. Frumsýning laugardaginn 19. apríl kl. 20.30. Næstu sýningar á sunnudags- og þriðjudagskvöld. Aðgöngumiðasala kl. 3—5 og 7—8. SÍMI 1-10-73. auglýsir: WILLYS varahluti í GÍRKASSA - STÝR- ISGANG - FJAÐRA- HENGSLI - MÓTOR o. fl. KÚPLINGSDISKA í WILLYS - CHEVRO- LET - BEDFORD - G.M.C. - OPEL - REO - MOSKWITZ - VOLVO o. fl. TREFJAPLAST í sett- um - BOXERPLAST í túbum og dósum, hand- liægt til hvers konar við- gerða. LJÓSAKÚPLAR, 6 — 12 — 24 volta. LJÓSAPERUR, 6 — 12 — 24 volta. MONROE DEMPAR- AR - MANN OLÍU- SÍUR - BOSAL HLJÓÐKÚTAR - PÚSTRÖR og SPENNUR. ÞÓRSHAMAR H.F. Varahlutaverzlun. AUGLÝSIÐ í A.M. Frá STEFNL Akureyri Heiðruðum viðskiptamönnum stöðvarinnar skal bent á, að samkv. samningi vörubílstjórafélagsins Vals og atvinnurekenda skal allur akstur stað- greiðast. — Þegar um stærri viðskipti er að ræða geta þó þeir, sem þess óska, fengið mánaðarvið- skipti, enda greiði þeir reikninga sína fyrir 10. Jivers mánaðar. Bifreiðastöðin STEFNIR, Akureyri. ALGJÖRLEGA VJ4y SJÁLFVIRK 10 bVOTTAKERFI: 1. Suðuþvottur, mjög óhreinn (meS forþvotti). 2. Suðuþvottur, venjulegur (án for- r þvotts). 3. Mislitur þvottur (suðuþolinn). (bómull, léreft). 4. Gerfiefnl — Nylon. Diolen. o. þ. h. (án þeytivindu). 5. Mislitur þvottur (þolir ekki suðu) (án þeytividnu). 6. Mislitur þvottur (ekki litfastur). 7. Viðkvæmur þvottur (Acetate, Per- (án þeytivindu). 8. Ullarefni (kaldþvoUur). 9. Skolun. 10. Þeytivinda. Verð kr. 28.500.00 - Ingvi R. Jóliannsson Símar 1-20-72 - 1-12-23

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.