Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 29.04.1969, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 29.04.1969, Blaðsíða 8
Vantí yður húsgögn þá veljið það bezfa <§£ Valbj ’örkh .f. Akureyr i WMRh wuu***íí\ Um páskana fór fram fslandsmót í bridge í Reykjavík. Ein sveit frá Akureyri tók þátt í mótinu og sigraði hún í 1. flokki, náði hún mjög góðum árangri, sigraði glæsilega, hlaut 144 stig af 160 mögu- legum, eða um 90%. Myndin er af sigurvegurunum að taka við verðlaununum. Við hljóðnemann er einn af framámönnum Bridgesambandsins. Annar frá hægri er sveitarforinginn Hörður Steinhergs- son, þá Jón Stefánsson, Jón H. Jónsson, Sveinn Sigurgeirsson og Hörður Blöndal. Á myndina vantar Þráin Guðjónsson. Jón H., Hörður B. og Þráinn stunda nám við Háskólann. Ljósmynd Bjarnleifur. ^ — LEIKFÉLAG AKUREYRAR: POPPSÖNGVARINN effir Vernon LEIKSTJÓRI BJARNI STEINGRÍMSSON. "s Sylvaine NÚ fyrir skömmu frumsýndi Leikfélag Akureyrar þriðja og síðasta verkefni sitt á þessu leikári. Er þar á ferðinni afar léttur, brezkur gamanleikur, sem hér heitir Poppsöngvarinn, en gekk áður undir öðru nafni, — Grátsöngvarinn —, og er það að sjálfsögðu tíðarandinn, sem ræður nafngiftinni. Ég verð að játa, að mér finnst L. A. sýna of oft furðu litla djörfung eða metnað í vali við- fangsefna, en bregði það út af vananum, sem vissulega skeður stundum, lætur árangurinn sjaldan á sér standa, — við fá- um að njóta góðrar sýningar. Þar er skemmst að minnast sýn inga leikfélagsins á Dúfnaveizlu Laxness og Gísl eftir B. Behan. Oðru máli gegnir með þessa sýningu, sem að vísu er af allt öðrum toga spunnin, — tóma- híjóðið er þar fullmikið. Svo virðist sem hreinir gamanleikir séu ekki beinlínis liin sterka hlið leikhússins hér í bæ. Að sönnu er Poppsöngvarinn afar sviplítið og rislágt leikrit, og ekki upp á marga fiska, hvorki sem skáldverk né leikhúsverk. Tilgangurinn er auðsær, aðeins sá, að skemmta leikhúsgestum eina kvöldstund, — sem tókst líka bærilega, ef dæma skal eft- ir þeim viðtökum, sem sýningin hlaut hjá áhorfendum. Víða bregður fyrir fyndnum tilsvör- um og skringilegum atvikum, þótt þau komi manni ekki beint á óvart. Leikhraðinn er allgóður og reyna leikendur sýnilega að gera sitt bezta, þótt ekki takist þeim að lyfta leiknum, — til þess þarf mikla kunnáttumenn. Hér skal ekki rakinn leik- þráðurinn, enda er hann heldur losaralegur og marklítill. Samt verður því ekki neitað, að úr þessu verður nokkuð þokkaleg sýning. Má það eflaust þakka leikstjóranum, Bjarna Stein- grímssyni. Gaman væri að sjá þennan geðþekka leikara glíma við stærri og veigameiri verk- efni hjá leikfélaginu. Leikurinn gerist allur á ein- um sólarhring á heimili Bent- leys-hjónanna, en þau leika Jón Kristinsson og Sigurveig Jóns- dóttir. í leik þeirra beggja koma fram góðir sprettir, en báðum hættir til að gera hlutverkin um of fjarstæðukennd og því verð- ur kímnin ekki nógu mannleg. Dætur Bentley’s af fyrra hjónabandi leika Þórey Aðal- steinsdóttir og Helga Thorberg. Þórey ér vön leikkona og skilar sínu hlutverki með mestu prýði. Hins vegar er Helga nýliði á sviði, en þess gætir þó furðu lítið í leik hennar, hann er að LEIKFÉLAG AKUREYRAR Poppsöngvarinn Næstu sýningar miðvikudags- og fimmtudags- kvöld kl. 20.30. Aðgöngumiðasala er opin frá kl. 15—17 og 19.30-20.30. - Sími 1-10-73. mestu laus við' viðvaningsbrag, einna helzt er framsögn hennar á stundum ábótavant. Poppsöngvarann leikur Ólaf- ur Axelsson. Ólafur hefur marg oft sýnt, að hann er traustur og góður leikari. En í þetta sinn bregzt honum bogalistin að nokkru leyti. M. a. kann orsök- in að vera sú, að músíkin, sem flutt er og í sjálfu sér ágætlega leikin af Hljómsveit Ingimars Eydals, undirstrikar ekki nægi- lega þá stefnu, sem poppsöngv- arinn á að vera fulltrúi fyrir. Sama má segja um söngtexta Kristjáns frá Djúpalæk. Senni- lega er þó erfitt að skilgreina, hvað er popp eða popplist. Gervisálfræðinginn Hermann Schneider, þýzkan að uppruna, leikur Marinó Þorsteinsson. Hann skapar þarna skemmti- lega fígúru, látbragð og hreyf- ing vel samræmt, en ekki kann ég við þennan danska hreim hjá þýzkum manninum. Með önnur hlutverk fara Sænnindur Guðvinsson, Guð- laug Hermannsdóttir, Kristjana Jónsdóttir og Árni Valur Viggós son. Gera þau hlutverkunum i allgóð skil, þó hefði ég búizt við meiru af Guðlaugu. Hún er oft sýnt mun ákveðnari leik en nú. Ekki er hægt að segja, að L. A. hafi vaxið af þessarj sýn- ingu, — til þess er hún of hvers dagsleg, hins vegar er óhætt að lofa fólki skemmtilegu kvöldi, ef það vill fara í leikhús til þess að hlæja. V. alþMaðurinn 5000« 39. árgangur — Akureyri, þriðjudaginn 29. apríl 1969 — 10. tölublaðf Mokafli á land á Sauðárkrók Sauðárkróki 24. apríl. J. K. MIKILL afli hefur borizt á land á Sauðárkróki í þessum mánuði. Hafa 4 stór fiskiskip lagt hér upp, Drangey, Sigurður Bjarna son frá Akuréyri og Hannes Hafstein og Loftur Baldvinsson frá Dalvík. Hefur verið stöðug vinna í báðum frystihúsunum. Nýtt fyrirtæki mun fljótlega hefja starfrækslu í bænum, Samverk h.f., og munu starfs- menn þess verða um 35, þar af 30 konur. Þá er í uppsiglingu annað stórfyrirtæki, sútunar- verksmiðja og ef áætlanir stand ast mun fyrirtækið hefja starf- rækslu að hausti og munu um *70—80 manns fá þar atvinnu. Sæluvika Skagfirðinga er nú nýlokið og tókst með ágætum, en heldur færri utanbæjarmenn komu nú en undanfrain ár. '■lllillllllllllllllllllMlflllllllllllllllllllMIIIIIIIIIMIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIimillUlllllllllllinillllllllllllMIIIIIIMII' | - Lausn á næsfy grösum I 1 (Framhald af blaðsíðu 4). i í nú rísa fyrir stafni á vinnumarkaðinum, liafi verið | í leyst, þegar þessar línur koma fyrir almenningssjónir. i Í Gott yæri það og meira en gott. I>að værí sannkölluð i | þjóðarblessun. En samt sem áður skulum við ekki i Í leyna okkur því, að fyrr en síðar þarf að fara miklu i Í ýtarlegar ofan í launamál og sambúð stéttanna en i Í ennþá hefir verið hæpt á. Bráðabirgðarlausnir geta i Í verið nauðsynlegar og leyst brýnan vanda, en þær vilja i Í oft vera með því marki brenndar að efna á einbvern i Í hátt í nýjan linút, sem smáherðist að, unz stór vandi \ Í er uppi. Þetta gerist aftur og aftur, ef ekki er ráðist i Í til atlögu við innsta kjarnann. í þessu tilvlki sambúð- i Í arvanda stétta þjóðfélagsins um kaup og kjör í víð- i \ tækustu merkinu. Hér þyrftu sem flestir að taka sam- \ Í an höndum með úrlausnarfúsum huga. § (Skrifað 22. apríl 1969) iiiiiiiiimni 111111 ■ 111 ■ 111111111111111111 ■ 1111111111111111 ■ 1111111 ■ i ■ 111111111111111111111111111111111111111 Dauft yfir atvinnulífinu á Þórshöfn Þórshöfn 27. apríl. N. Þ. ÞAÐ má segja að algert atvinnu Ieýsi hafi verið liér allan ný- liðinn vetur. Hraðfrystihúsið er lokað, enda ekkert hráefni bor- izt til vinnslu. Aðalvonin núna er grásleppuveiðin en hún hef- ur verið treg ennþá. Einn dekk- s Næg atvinna við frystihúsið Húsavík. G. H. HÉR hefur verið næg atvinna í sambandi við vinnslu sjávar- afla. Afli hefur að vísu verið all misjafn, en nú eru horfur á því að skortur á umbúðum setji slæmt strik í reikninginn. Björg úlfur frá Dalvík landaði hér sl. mánudag 50 til 60 tonnum. Hrognkelsaveiði hefur glæðzt síðustu daga. bátur stundar róðra, er það Dag ur og verkar éigandi bátsins, Vilhjálmur Sigtryggsson, aflann í salt. Stálbátur er í smíðum á Seyðisfirði, 40—50 lestir að stærð og var áætlunin að hann yrði afhentur í maí. Slæmar samgöngur. Við búum hér sem áður við slæmar samgöngur og hefur eigi verið fært í marga mánuði til Raufarhafnar. Leiðin til Vopnafjarðar opnaðist fyrir skömmu, en má vera að vegur- inn þangað hafi spillt núna í sumarmálahretinu. Sumarið heilsaði all kulda- lega og í dag gengur á með éljum. SHELL - BENZÍN OG OLÍUR OG AÐRAR BIFREIÐAVÖRUR - SHELL Frá og með l.maí opið til kl. 23.30 ferðanesti

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.