Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.05.1969, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 09.05.1969, Blaðsíða 8
:v«.” ■ v.v s •%■ •, ; -x; ' ■ . l.____ \ %. ■ J| f ú .v... & » íSvíJ Starfsmenn Valprents. Frá vinstri: Valgarður Sigurðsson, Gísli Sigurgeirsson, Jón Sigfússon, Jón Einar Árnason og Kári B. Jónsson. Fyrir framan, þá má líta annál úr starfssögu fyrirtækisins. Ljós- mynd Hallgrímur Tryggvason. Valprent hf flytur í dag í rúmgott, eigið húsnæði 1 DAG hefur Valprent h.f. form lega hafið starfsemi sína í eigin húsnæði að Glerárgötu 24. Hér er um vistlegt og rúmgott hús- næði að ræða, er það 210 fer- metrar að stærð, eða helmingi stærra en leiguhúsnæði það er fyrirtækið hafði að Gránufélags götu 4. Valprent er ungt fyrir- tæki, hóf starfsemi sína um ára mótin 1963, en hefur dafnað og eflzt með hverju ári — og finnst AM það gleðileg tíðindi og ólík sögu margra annarra fyrir- tækja nú á síðustu árum. Stofn endur Valprents voru prent- ararnir Valgarður Sigurðsson, Kári B. Jónsson og Hallgrímur Tryggvason, en eigendur nú eru enn 2 af stofnendunum, Val- garður og Kári og Eyþór H. Tómasson forstjóri. Starfsmenn Valprents eru nú 5. Verkefni Valprents hefur fram til þessa verið umbúða- prentun og allskonar smáprent- (Framhald á blaðsíðu 2). r -------- ---!■--- ? Hafnar framkvæmdir við sfækkun hraðfrysfihúss ÚA VILYRÐI er fengið um lán frá Atvinnumálanefnd ríkis- ins til stækkunar á hrað- frystihúsi Útgerðarfélags Ak ureyringa h.f. og eru fram- kvæmdir þegar hafnar á fyrsta áfanga, þ. e. stækkun vinnslusalarins, en varðandi aðra hluta þessara fram- kvæmda þarf að útvega út- boðsgagna. Við stækkun vinnslusalarins mun skapast skilyrði til þess að fjölga starfsfólki um 50 manns — og er það ómetanleg atvinnu aukning fyrir bæinn, þar sem ekki virðist svo glæsi- lega horfa við nú með suvnar komu um atvinnu, t. d. fyrir skólafólk. Við stækkun frystihússins munu einnig skapazt aðstaða til þess að vinna hráefnið í dýrari neyt endapakkningar — og þar með gera vöruna ólíkt verð- meiri. Þá mun stjórn Ú. A. hafa fullan hug á því að athuga imi endurnýjun á skipastóli sínum. Flest allir Akureyringar munu nú vera orðnir sam- mála um það, að Útgerðar- félagið hafi reynzt farsælt nytjafyrirtæki fyrir bæinn, sem beri að efla í framtíð- inni. Fyrsta sporið í þá átt hafa ráðamenn Ú. A. stigið með stækkun frystihússins, og fagnar AM framsýni þeirra. Búa verður sem bezt að Ú. A. í framtíðinni. KARLAKÓRINN GEYSIR heldur samsöngva um þessar mundir. Var fyrsti samsöngur kórsins í samkomuhúsinu á Grenivík sl. laugardag. í gær var sungið að Sólgarði í Eyja- firði — og annaðkvöld hafa þeir konsert sinn hér í Samkomu- húsinu, einnig munu þeir ....isaOOfr—.... LESENDUR AM mun ekki koma út í næstu viku, sökum þess að næsti fimmtudagur er uppstigningar- dagur. Hittumst heil síðar. skemmta bæjarbúum með söng sínum n. k. mánudags- og þriðjudagskvöld. Þá ráðgera kórfélagar að syngja fyrir Skagfirðinga að Miklagarði þann 15. maí, en fyrir Þingeyinga að Skjól- brekku 18. maí. Þá hafa þeir ákveðið að heimsækja Siglfirð- inga og Ólafsfirðinga um hvíta- sunnuleytið. Söngskráin er mjög fjölbreytt lög bæði eftir erlenda og inn- lenda höfunda. Söngstjóri er Jan Kisa, en undirleik annast Philip Jenkins og Lúðrasveit (Framhald á blaðsíðu 7). s~~ —1 Er Reykjalín að verða vandamál? Vill, ásamt Sólnes, fresta öllum fyrirhugiiðum hafnarframkvæmclum, en leggja út í bráða- hirgða kák-framkvæmdir í staðinn ÞAU tíðindi gerðust á síðasta bæjarstjórnarfundi, að Stefán Reykjalín forseti bæjarstjórnar og hafnarnefndarmaður, dró upp úr pússi sínu, þá er dag- skrá hafði verið tæmd, tillögu undirritaða af sjálfum sér og Sólnes og var efni plaggs þeirra félaga það, að fresta skyldi að ráðast í hina fyrirhuguðu hafn- arframkvæmdir á Oddeyrar- tanga, en hafnar kákfram- kvæmdir í staðinn, eða þær að breikká togarabryggjuna og bjóða Eimskipafélaginu þar að- stöðu fyrir sína fyrirhuguðu vöruskemmu. Finnst mörg- um framkoma Reykjalíns fara að verða allfurðuleg í þessu máli, svo ekki sé meira sagt. Tillögu tvímenninganna var vísað til hafnarnefndar — og mun hafnarnefndarmaðurinn Reykjalín eflaust berjast þar skörulega fyrir kákinu. Dagur sagði í vetur að Reykjalín væri ekkert vandamál! fyrir bæinn, en ætti ekki blaðið að fara að endurskoða gaumgæfilega þá niðurstöðu sína! % FLU GB JÖRGUN ARS VEITIN á Akureyri hefur nú lokið mikl um endurbótum á húsi sínu við Laufásgötu. Af því tilefni bauð Flugbjörgunarsveitin bæjar- stjórn, fréttamönnum og fleiri gestum sl. föstudagskvöld í hús sitt þar sem kynnt var starf- semi sveitarinnar og sýnd voru björgunartæki hennar og hið endurbætta húsnæði, er sveitar menn hafa að undanförnu unn- ið að af miklum dugnaði í sjálf- boðavinnu. Eins og kunnugt er, er Flug- björgunarsveitin eina þjálfaða sveitin á Akureyri er vinnur að björgunarmálum og er ávallt reiðubúin að sinna neyðarkajH: í vetur átti AM viðtal við for- mann sveitarinnar, Gísla -Kr. Lórenzson, um starfsemi og tækjabúnað Flugbjörgunar- sveitarinnar. Á myndinni sést formaður sveitarinnar, Gísli Kr. Lórenzson, sýna fréttamönnum, bæjarfulltrúum og kornun úr stjóm Slysavarnafélags kvenna á Akuiieyri, fjórar mjög fullkomnar talstöðvar er Slysa- vamafélag íslands gaf sveitinni. Ljósmynd: Ljósmyndastofa Páls.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.