Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.06.1969, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 02.06.1969, Blaðsíða 2
X»RÓTTIB IÞBOTTIB IÞBOTTIB IÞROTTIR IÞRÓTTIR Komu með annað stigið iiorður 1:1 urðu lokatölur í leik FRAM og ÍBA í Reykja- vík á sunnudaginn. - Leikurinn var ekki léleg- ur, ekki góður, aldrei mjög spennandi, aldrei mjög daufur. Á 6. mín. fyrri hálfleiks komst Framari inn fyrir vörn ÍBA og tókst að senda boltann í mark- ið, en var dæmdur rangstæður sem betur fer fyrir Akureyr- inga. Annars voru það rang- stöðurnar sem áttu eftir að koma ÍBA-liðinu í koll, því í fyrri hálfleik voru dæmdar 8 rangstöður á Akureyringa og var það nýliðinn Eyjólfur Ágústsson sem átti sök á flest- um þeirra. Merkilegt að átta sig ekki á þessu í svona 4.—5. skiptið. Á 10. mín. gerðu Akureyring- ar svo sitt mark. Voru það bræðurnir Eyjólfur og Skúli sem áttu heiðurinn að því. Eyjólfur var með boltann út undir kanti og gefur á Skúla sem er á hlaupum að markinu á milli tveggja varnarmanna Fram og sendir Skúli boltann viðstöðulaust í netið. Nokkur spennandi upphlaup urðu á báða bóga í þessum hálf leik, en ekki nema þetta eina mark. f eitt skiptið komst Fram ari inn fyrir vörnina með knött inn og átli aðeins eftir Samúel markvörð, skaut hann á mark en Samúel hleypur út á réttu augnabliki og nær að slá bolt- ann upp fyrir þverslá. Seinni hálfleikurinn var með svipuðu sniði og sá fyrri. Mark Fram bar til með þeim hætti, að þeir fengu aukaspyrnu mitt á milli hliðarlínu og markteigs. Spyrnt var í þvöguna sem myndaðist við markið og gekk boltinn þar „haus af haus“ unz Anton Bjarnason (bakvörður) skallaði hann í netið. Undir lokin tóku svo Akur- Bermuda-liðið kemur ekki norður Á SL. hausti var KRA boðið að fá lið Bermuda til að leika fyr- ir norðan, við komu liðsins til landsins í sumar. Að sjálfsögðu urðu Akureyringar harla glaðir yfir boði þessu, þar sem mönn- um er í fersku minni hin ánægjulega heimsókn Bermuda manna til Akureyrar 1965. En þegar menn frá KRA mættu á KSÍ-þingið í vetur, var þeim sagt að ekkert gæti orðið úr því að Bermuda kæmi norð- ur, vegna þess að liðið hefði svo skammt viðdvöl hér á landi, og léki þar af leiðandi ekki nema - Akureyringar (Framhald af blaðsíðu 8). Ytri-Brekkan norðan Þingvalla strætis og Kaupvangsstrætis vestan Glerárgötu. Fimmtudag- inn 12. júní, Syðri-Brekkan og Innbærinn sunnan Þingvalla- strætis og Kaupvangsstrætis. Föstudaginn 13. júní, Oddeyri austan Glerárgötu. Nefndin verður til viðtals í skrifstofu heilbrigðisfulltrúa í bæjarskrifstofuhúsinu, dagana 9,—13. júní n. k. kl. 14.30—17.00, sími 21000. - Endarnir náðu ... (Framhald af blaðsíðu 8). ingartillögu fulltrúa Sjálfstæðis flokksins, en tillaga þeirra var felld með 7 atkvæðum gegn 4. En breytingar meirihluta bæjar ráðs voru samþykktar með 8 atkv., Jakob, Reykjalín, Sigurð- ur Óli, Arnþór, Þcrvaldur, Jón Ingimarsson, Jón B. Rögnvalds son og Ingibjörg. Tveir greiddu atkv. á móti, Gísli og Sólnes, en Haukur Haraldsson gi-eiddi ekki atkvæði. einn leik og hann í Reykjavík. En ekki er öll von úti með erlenda heimsókn norður í sum ar. Um þessar mundir er verið að athuga með önnur erlend knattspyrnulið, ef yfirleitt verð ur hægt að bjóða nokkru er- lendu liði til landsins vegna þess hve óhemju mikið fé þarf til slíkra heimsókna. - Þjóðhátíð á Akureyri (Framhald af blaðsíðu 1) Kl. 13.10—14.00. — Safnast verðui' saman í 4 skrúðgöngur, -gengið á Ráðhústorg, síðan á íþróttasvæði bæjarins. Kórar og lúðrasveit aðstoða. Kl. 14.00. — Hátíðarsamkoma á íþróttasvæðinu. Meðal atriða: Helgistund, lýðveldisræða, minni Jóns Sigurðssonar, ávarp Fjallkonunnar, söngur, upplest- ur, skemmtiþáttui', fimleikasýn ingar, hjólreiðakeppni og fleiri íþróttir s. s. glímusýning. Lúðra sveit leikur. Sunnan við íþróttavöllinn verður dýrasýning. Barnaleik- velli verður komið fyrir við íþróttavöllinn. Vestan við gömlu lögreglustöðina verða hestar með reiðtygjum tilafnota fyrir börn. íslendingar og hafið, Akureyrardeild, verður komið upp. Kl. 20.30. — Samkoma á Ráð- hústorgi. Meðal atriða: Lúðra- sveit leikur, kórar syngja, sögu- sýning, gamanvísur, gamanþátt ur, loftbelgjum sleppt, dansað til kl. 2 e. m. Tvær hljómsveitir. í 17. júní-nefnd eru: Þórodd- ur Jóhannsson formaður, Jón Ingimarsson, Siguróli Sigurðs- son, Óðinn Árnason og Ingólfur Ármannsson. eyringar smásprett og „lá mark ið í loftinu1' en of seint af stað farið. Af liði Fram fannst mér eng- inn skara framúr nema bak- vörðurinn Anton Bjarnason, traustur og öruggur leikmaður. í liði ÍBA fannst mér Gunnar Austfjörð beztur, annars stóð vörnin sig vel. En það voru tengiliðirnir, þeir virtust ekki vita hvar þeir áttu að vera á vellinum. Þeir tengdu alls ekki saman vörn og sókn megnið af leiknum, vegna þess hvað þeir lágu aftarlega. En Magnús Jóna tansson óx með leiknum, og var kominn í „stuð“ undir lokin. Framlínan var bitlítil, vant- aði meira að nota kantana, nokkuð gamalt vandamál hjá þessu liði. Held ég að bæði leikmenn og áhorfendur hafi verið ánægðir með úrslitin. LANDSLIÐIÐ KEMUR NORÐUR ÁKVEÐIÐ er nú að lands- liðið í knattspyrnu komi til Akureyrar og leiki einn leik við lið ÍBA á fimmtudags- kvöldið kemur. Verður þetta fyrsti leikur sumarsins á grasvcllinum. Vegna þess hvað blaðið er snemma á ferðinni þessa vik una, var ekki liægt að út- vega nöfn einstakra leik- manna, hvorki ÍBA né lands liðsins. Búast má við mikilli aðsókn á fyrsta leik sumars- ins, og er í athugun að hafa forsölu aðgöngumiða til að forðast þrengsli. Tvisvar á þessu ári, í marz og apríl, hafa Iið þessi keppt. í fyrra skiptið sigraði lands- liðið en í síðara skiptið ÍBA. Verður spennandi að viía livað' skeður í þetta sinn. Á hverjum mundi það bitna ef ALBERT SEGIR AF SÉR? ALBERT Guðmundsson for- maður KSf hefur hótað að segja af sér formennsku. Aðal ástæð- an er sem kunnugt er hin geysi- lega fjárhagsáhætta sem er því samfara að fá til landsins erlend knattspyrnulið til keppni, aðal- lega vegna hárrar vallarleigu. Um þetta mál hefur mikið verið rætt og ritað undanfarið, og ekki að ástæðulausu. Allir sem fylgzt hafa með knattspyrnumálum síðan Al- bert tók við formennsku KSÍ vita að hann hefur gert geysi- legt átak í þessum málum og mun gera enn meira ef hann heldur áfram. En ef Albert hætt ÚTVARPSSKÁKIN: Akureyri - Kópavogur Hvítt: AKUREYRI. Svart: KÓPAVOGUR. Spánski leikurinn. 1. e4, e5; 2. Rgl-f3, Rb8-c6; 3. Bfl-b5, a6; 4. Bb5-a4, Rg8-f6; 5. O-O, b7-b5; 6. Ba4-b3, Bf8- e7; 7. d2-d4, d7-d6; 8. c2-c3, O-O; 9. h2-h3, h7-h6; 10. Hfl- el, Hf8-e8; 11. Rbl-d2, Be7-f8; 12. a2-a3, Bc8-d7; 13. Bb3-c2, g7-g6; 14. b2-b4, Bf8-g7; 15. Bcl-b2, Rf6-h5; 16. Rd2-fl, Rh5-f4; 17. Rfl-e3, g6-g5; 18. d4xe5, Rc6xe5; 19. Rf3xe5, Bg7xe5; 20. Re3-g4, Bd7xg4; 21. Ddlxg4, Dd8-f6; 22. g2-g3!, h6-h5; 23. Dg4-f5, Df6xf5; 24. c4xf5, Rf4xh3|; 25. Kgl-g2, g5-g4; 26. Bc2-e4, d6-d5; 27. Be4xd5, Ha8-d8; 28. Hal-dl, Be5-f6; 29. Helxe8f, Hd8xe8; 30. Hdl-d2, He8-d8; 31. c3-c4, Kg8-g7; 32. Bb2xf6f, Kg7xf6; 33. Hd2-c2, Hd8-d6; 34. c4xb5!, a6xb5; 35. Hc2-c6, Rh3-g5; 36. Hc6xd6f, c7xd6; 37. Bd5-c6, Rg5-f3; 38. Bc6xb5, Rf3-elf; Hvenær fáum við mótaskrá ÍBA? ÁRLEGA er meiningin að gefa út mótaskrá fyrir ÍBA, sem svo sannarlega er góðra gjalda vert. En sá er galli á gjöf Njarðar, að mótaskráin fyrir 1969 er enn ekki komin út. í fyrra kom skrá in ekki út fyrr en í júní. Væri nú til of mikils mælst þótt farið væri fram á að mótaskrá þessi færi nú að líta dagsins ljós? 39. Kg2-fl, Rel-c2; 40. Bb5-d3, Rc2xa3; 41. b4-b5, Kf6-e7; 42. f5-f6f, Ke7-d7; 43. b5-b6, Kd7- c6; 44. Bd3-g6!, Kc6xb6; 45. Bg6xf7, Kb6-c7; 46. Bf7xh5, Kc7-d8; 47. Bh5xg4, Ra3-c4; 48. Bg4-e6, Rc4-d2f; 49. Kfl-e2, og svartur gaf skákina. Syndið 200 METRANA - HEYRT, SPURT ... (Framhald af blaðsíðu 7). bert eða Odd Thorarensen. Þetta er sem sé alger trúnaður vinur sæll Sigurjón notar ennþá brillur frá Helga, en sér orðið skolli illa með þeini og sökum þess a ðlýsingin var alveg afleit hjá Oddi í Nýja Bíói, sá ekki aumingja Sigurjón almennilega á handritið — og því varð þetta bögsulegra lijá honum. Verka- karl mætti svo sem minnast á það við Herbert, hvort liann vildi ekki taka kollega sinn við AM í nokkra cinkatíma, þar sem Herbert kenndi lionum hvernig hann gæti öðlast sjálfs- traust og sjálfsálit, þó eigi væri nema um 50% af því sem rit- stjóri „blaðs sjálfstæðismanna á Akureyri'* liefir til brunns að bera. ir, á hverjum mundi það helzt bitna? Það mundi að mínum dómi ekki lenda harðast niður á Geir borgarstjóra Reykjavík- ur, heldur íslenzkri knattspyrnu og knattspyrnumönnum fyrst og fremst. Það eru því knattspyrnumenn um land allt sem mest mundu sjá eftir Albert ef hann hætti, en ekki opinberir starfsmenn Reykjavíkurborgar. Þar af leiðandi tel ég að hót- uninni um að segja af sér mundi lenda niður á röngum aðila, sem sé íslenzkri knatt- spyrnu og knattspyrnumönnum, en ekki öðrum. Margir fallegir hestar munu verða sýndir á skeiðvellinum við Eyjafjarðará. Ljósm.: B. M. Kappreiðar cg NÆSTKOMANDI laugardag heldur hestamannafélagið Létt- ir kappreiðar og góðhestasýn- ingu á skeiðvelli félagsins við Eyjafjarðará. Eflaust fjölmenna bæði reiðmenn og bæjarbúar á kappreiðarnar, því að þarna verða margir góðir gæðingar sýndir. Foreldrum er bent á að koma og sýna börnum sínum fallega hesta, en kappreiðarnar hefjast kl. 2 e. h.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.