Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 06.03.1970, Side 1

Alþýðumaðurinn - 06.03.1970, Side 1
Verzlið í aérverzlun. Það tryggir gæðin. TÓBAKSBÚÐIN Brekkugötu 5 . Simi 12820 ALLT TIL MATARGERÐAR VERIÐ VELKOMIN EYRARBÚÐIN - opið til kl. 20.00. FRAMKÖLLUN — KOPIERING HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 PEDROMYNDIR Akureyri STOKKAÐ UPP í SLIPPNUM 40. árg. — Akureyri, föstudaginn 6. marz 1970 — 5. tölublaö BSl Úrslit í prófkjöri j afnaðarmanna á Ak. Framsókn og íhaldið féllust í faðma - og „verka- lýðsleiðtoginn44, Jón Ingimarsson, greiddi atkv. á móti því að starfsmaður Slippstöðvarinnar væri kjörinn úr hópi starfsmanna fyrirtækisins af bæjarins háifu. Deilt var um málefni en ekki menn, gagnstætt því sem Dagur hefur fullyrt AM BIRTIR hér á eftir orðrétt og þá jafnframt hlutlausa frásögn frá gangi þessa máls og eru heimildir DAGSKRÁR frá bæjar- stjórnarfundum Akureyrar og bæjarráði. HÉR fer á eftir úrslit í próf- kjöri jafnaðarmanna á Akur- eyri. Tekið skal fram að próf- kjörið var ráðgefandi en eigi bindandi. Prófkjörsnefnd þakk- ar öllum þeim, er tóku þátt í prófkjörinu. Engum áróðri var beitt varðandi skoðanakönnun þessa, sem mjög greinilega bar á hjá „stóru flokkunum“ íhaldi og Framsókn. En hér kemur á eftir nöfn þeirra er hlutu flest atkvæði í prófkjörinu. 1. Bragi Sigurjónsson, bankastjóri. 2. Þorvaldur Jónsson, fulltrúi. 3. Valgarður Haraldsson, námsstjóri. í SÍÐUSTU viku var stofnaður á Akureyri bókmenntaklúbbur. Indriði G. Þorsteinsson setti fundinn og stjórnaði honum, en hann var fulltrúi Rithöfunda- sambands íslands, en Rithöf- Undasambandið hefur nú sem krinnugt er fjármagn það til um ráða er menntamálaráðuneytið veitti til listkynningar í skólum landsins. Rithöfundasambandið 'hafði samband við bæjar- og sveitarstjómir, þar sem óskað .....000*=^..... Hin nvja stjórn Slipp- stöðvarinnar EFTIR „uppstokkunina" í Slipp stöðinni, er stjórnin þannig skipuð: Skapti Áskelsson for- maður, Bjarni Einarsson bæjar stjóri varaformaður, Hörður Sigurgeirsson viðskiptafræðing ur ritari, fulltrúi ríkisins í stjórninni, Jón G. Sólnes banka stjóri og Bjarni Jóhannesson, fulltrúi KEA. Framkvæmda- stjóri er Gunnar Ragnai's. — Eimskipafélag íslands leggur fram tveggja milljón kr. hluta- fé, en á engan fulltrúa í stjórn- inni. 4. Albert Sölvason, járnsmiður. 5. Haukur Haraldsson, tæknifræðingur. 6. Bragi Hjartarson, múrari. Kosningasigur DANSKIR jafnaðarmenn unnu stórsigur í bæjar- og sveitar- stjórnarkosningunum í Dan- mörku, sem fram fóru á þriðju- daginn. Juku þeir atkvæða- magn sitt frá síðustu kosning- um um nær 9% og fengu um 43% atkvæða. var eftir við ráðamenn, að þeir leggðu fram nokkurt fé á móti. Bæjarstjórn Akureyrar sýndi það lofsverða framtak að verða fyrst til svars — og sem betur fór var svarið jákvætt’ Indriði bar fram þá tillögu að Bók- menntaklúbbur Akureyrar, sem stofnaður yrði á fundinum léti gera gullpenna, er nefnast skyldi Davíðspenni til heiðurs þjóðskáldinu frá Fagraskógi. Síðan væri ætlunin að hinir væntanlegu bdkmenntaklúbbar er vonandi yrðu stofnaðir sem víðast um landið skyldu ár-lega kjósa beztu bók ársins eftir ís- lenzkan höfund á ári hverju, en Akureyrai'klúbburinn hafa þá kosningu hverju sinni til verð- launaveitingar á Davíðspenna. Var tillaga Indriða samþykkt samhljóða. Fyrstu stjórn Bókmennta- klúbbs Akureyrar skipa: Eirík- ur Sigurðsson formaður, Árni Ki-istjánsson, Kristján Einars- son frá Djúpalæk, Gísli Jóns- son og Lárus Zophoníasson. í varastjórn eru Bragi Sigurjóns son og Sverrir Pálsson. Inntöku í klúbbinn geta allir Akureyringar öðlast, sem náð hafa 19 ára aldri. Engin félags- gjöld þarf að greiða. Framkvæmdasjóður leggur fram hlutafé til Slippstöðvar- innar. Bæjarstjóri og Guðmundur Skaftason hrl. skýrðu frá við- ræðum, sem fram hafa farið milli fulltrúa Slippstöðvarinnar h.f. annars vegar og fulltrúa Akureyrarbæjar, ríkissjóðs og Kaupfélags Eyfirðinga hins veg ar um endurskipulagningu Slippstöðvarinnar h.f. og aukn- ingu hlutafjár fyrirtækisins upp í allt að 40 milljónir króna. Bæjarráð leggur til, að Fram kvæmdasjóði bæjarins verði heimilað að leggja fram hlutafé til iSlippstöðvarinnar h.f. að upp hæð kr. 15.000.000.00. Hlutaféð yrði greitt með yfirtöku lána, sem bæjarsjóður hefir tekið sjálfskuldarábyrgð á fyrir fyrir tækið. Lánin eru þessi: Landsbanki íslands, skulda-' bréf dags. 15/11 1968 kr. 10.000.000.00. Atvinnuleysis- tryggingasjóður, skuldabréf dags. 22/4 1967 kr. 2.000.000.00. Landsbanki íslands, víxillán kr. 1.500.000.00. Bæjarstjóra verði falið að semja um yfirtöku lánanna við hlutaðeigandi lánastofnanir. Auk þess verði skuldajafnað við bæjarsjóð og hafnarsjóð af hlutafjárframlaginu eftir því sem við verður komið. Samkomulag við fyrri eigendur Slippstöðvarinnar h.f. um stöðu þeirra hjá fyrirtækinu að endur skipulagningu lokinni. Samkomulagstillagan var sam þykkt með 7 atkvæðum gegn 4. Bæjarfulltrúarnir Þofvaldur Jónsson, Bragi Sigurjónsson og Ingólfur Árnason óskuðu eftir að svohljóðandi greinargerð yrði bókuð fyrir atkvæði þeirrá: „Við undirritaðir bæjarfull- trúar teljurn það ekki vera á valdi bæjarstjórnar að ákveða réttindi, laun og fríðindi starfs- manna Slippstöðvarinnar h.f. eða stjómar hennar mörg ár fram í tímann. Slíkar ákvarðanir verða, að okkar dómi, einungis teknar af stjórn fyrirtækisins. Þó teljum við eðlilegt að fulltrúar bæjar- ins í stjórn Slippstöðvarinnar h.f. beiti sér fyrir því að Skafta Áskelssyni verði greidd rífleg biðlaun fram að eftirlaunaaldri og lífeyrir samkvæmt reglum lífeyrissjóðs opinberra starfs- manna eftir það. Munum við því greiða at- kvæði gegn samkomulagi því, sem hér liggur fyrir.“ Þorvaldur Jónsson, Bragi Sigurjónsson, Ingólfur Árnason. Samkomulagið er svohljóð- andi: „í umræðum, sem fram hafa farið milli stjórnar Slippstöðvar innar h.f. annars vegar og full- ti'úa Akureyrarbæjar, KEA og ríkissjóðs hins vegar um aukn- ingu hlutafjár hjá Slippstöðinni h.f. og endurskipulagningu fyrir tækisins með aðild Akureyrar- bæjar og ríkissjóðs og aukna aðild KEA að fyrirtækinu hafa uEnræðuaðilar gert með sér svo fellt samkomulag að tilskyldu samþykki viðkomandi stjórna: Þegar þær breytingar á sam- þykktum félagsins, sem yfir standa, hafa náð fram að ganga, lofa samningsaði-lar að beita sér fyrir: a. Að Skafti Áskelsson verði kosinn formaður félagsstjómar, næstu fimm ár. b. Að iSkafti Áskelsson fái til 70 ára aldurs greidd laun, sem séu á hverjum tíma jafn há launum framkvæmdastjóra hjá félaginu að meðtöldum hlunn- indum. Eftir þann aldur verði honum eða maka hans tryggð eftirlaun, sem miðist við föst laun framkvæmdastjóra og há- marksaldur, samkvæmt reglumi Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkis- ins. c. Þorsteinn Þorsteinsson haldi stöðu sinni eða sambæri- legri stöðu og hann hefir nú hjá fyrirtækinu með sambærilegum launum og fríðindum á hverj- um tíma. Þegar hann lætur af starfi fyrir aldurs sakir verði honum eða maka hans tryggð eftirlaun, sem miðist við stöðu hans og starfsaldur samkvæmt reglum Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins." Kosning 2ja manna í stjórn Slippstöðvarinnar h.f. og 2ja til vara. Fram kom svohljóðandi til- laga frá bæjarfulltrúunum Ing- (Framhald á blaðsíðu 7) Hnndrað og tuffugu þúsund króna fjárframlag frá bænum fil framhaldsnáms kennara VH) síðari umræðu um fjár- hagsáætlun bæjarins, báru fulltrúar Alþýðuflokksins fram þá tillögu, að tekin yrð| upp á fjárlögum 120 þús. kr. styrkframlag til framhalds- náms kennara, þá einkum í sambandi við kennslu af- brigðilegra barna — og er sízt á því yanþörf, því all- margt er um slík böm hér í bænum að ræða, er cigi þarf að undra í tæplega 11.000 manna bæ. Var tillaga jafnaðarmanna samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum. Frá setningu Vetraríþróttaliátíðarinnar. Ljósm: Árni Sverrisson. Leiðarinn: MÁL MÁLANNA .. —s\NN........... „DAYÍÐSPENNI” STOFNAÐUR BÓKMENNTAKLÚBBUR FRÉTTIR FRÁ ÞÓRSHÖFN ~ sjábls.5

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.