Alþýðumaðurinn - 03.04.1970, Qupperneq 4
imiiiiiniiininiimiiiimiimiiimniiiimiiiimiuiiiKmninmm
AL'
Ritstjóri: SIGURIÓN IÓHANNSSON (db.).
Útgefandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUR-
EYRAR. — Afgreiðsla og auglýsingar:
Strandgötu 9. II. hœð, sími (96)11399. —
Prentvork Odds Björnssonar h.f., Akureyrl
‘UMAÐURINN
Aukin, breytt íbúðalán |
I VEGNA örrar fjölgunar þjóðarinnar, mikilla tilflutn- I
j inga fólks og aukinna krafna til íbúðagæða hefir það |
I verið sífellt vandamál ríkisvaldsins um fjölmörg und- |
I anfarin ár, hvernig mæta skuli lánsfjárþörf almenn- |
j ings til íbúðabygginga. Hinir ýmsu lífeyrissjóðir hafa |
j borgið meðlimum sínum að talsverðu leyti, lán Hús- f
j næðismálastofnunar ríkisins hafa létt vanda fjöl- \
Í margra, Byggingasjóður verkamanna hefir nokkra úr- =
Í lausn getað veitt, auk útlána ríkisins til útrýmingar |
Í heilsuspillandi íbúðum, og loks hafa allmargar bygg- =
ingar verið reistar í Reykjavík á vegum svonefndrar I
| byggingaáætlunar. En ekki hefir allt þetta leyst vand- |
Í ann nándar nærri, heldur hefir kröfuþunginn um auk- f
Í ið lánsfjánnagn til íbúðabygginga aukizt stöðugt.
ÞESSI mál hafa verið til ítarlegrar athugunar hjá rík- I
Í isvaldinu í vetur og lög varðandi útlán ýmiss konar á i
Í vegum þess til endurskoðunar. Nú á næstunni verður I
j lagt fyrir Alþingi lagafrumvarp um breyting á lögum f
Í Húsnæðismálastofnunar ríkisins, þar sem gert er ráð 1
fyrir, að lög um verkamannabústaði falli inn í þann f
Í ramma og nái þá um leið yfir framkvæmd bygginga- |
áætlunarinnar, a. m. k. utan Reykjavíkur. Þær breyt- 1
I ingar, sem frnmvarp þetta gerir ráð fyrir, eru þessar 1
; helztar:
1. Stjórn Byggingasjóðs verkamanna er falin Hús- f
næðismálastjóm ríkisins og ákvæði um verkamanna i
bústaði felld inn í lögin.
2. Húsnæðismálastjórn annast úthlutun lána bæði úr f
Byggingasjóði ríkisins og Byggingasjóði verka- i
manna. f
3. Fjáröflun til Byggingasjóðs ríkisins verði aukin \
verulega, m. a. verði lífeyrissjóðir skyldaðir til að f
kaupa íbúðarlánabréf fyrir fjórðung ráðstöfunar- i
fjár, enda verði lánveitingar til sjóðfélaga ekki 5
skertar, eins og nú er. — Framlag ríkisins hækkað i
verulega og bankakerfinu einnig bundnar ákveðn- f
ari skyldur gagnvart sjóðnum.
4. Breytingar á útlánareglum Byggingasjóðs ríkisins f
eru þessar helztar:
a. Hámark lána verði 600 þús. kr. miðað við bygg- i
ingar hafnar eftir 1. jan. 1971, en hámarkið síð- I
an endurskoðað á 2ja ára fresti til samræmingar |
við breytingar á byggingarvísitölu.
b. Lánveitingar til byggingar leiguíbúða verði |
heimilaðar til allra, er fullnægja skilyrðum reglu f
gerðar um leiguíbúðir.
c. Heimilt verði að veita lán til kaupa á eldri íbúð- f
um allt að 25 millj. kr. á ári.
d. Heimild til viðbótarlána til efnalítilla meðlima f
verkalýðsfélaga og heimild ríkisins til að byggja I
íbúðir (framkvæmdarnefndir byggmgaáætlunar) |
falli niður, og verði þau atriði leyst eftir laga- I
kafla um verkamannabústaði, svo sem fyrr var |
drepið á.
| 5. Það er á valdi sveitarfélags, hvort það lætur byggja I
verkamannabústaði. Tekjuöflun til Byggingasjóðs I
verkamanna breytist þannig, að hvert sveitarfélag I
ákveði til 4 ára í senn framlag sitt til sjóðsins, og |
| skal það vera eigi lægra en 200 kr. á ári á íbúa, og 1
eigi hærra en 400 kr. Ríkissjóður greiðir jafnt á |
Imóti.
6. Hver sveitarstjóm, sem hyggst byggja verkamanna- |
bústaði, skal gera áætlun um slíkar byggingar á I
næstu 4 ámm og miða framlag sitt til bygginga- f
sjóðsins við þá áætlun.
(Framhald á blaðsíðu 5) |
MllllllllllHlllllllllllltllliliiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiilillllllMIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMÍS
/==
ÞYNKULEGUB.
Ósköp fannst mér Gísli okkar
Guðniundsson á Hóli vera
þynkulegur í Degi fyrir nokkru,
þá er Dagur birti áramótahug-
leiðingu eftír hann í lok marz-
mánaðar! Þó hefi ég heyrt að
Gísli væri algjör bindindis-
maður.
Dagslesandi.
OFUBLÍTIÐ KLAUFSKUB
ERLINGUB.
Nú fyrir skömmu áttí Erling-
ur Dagsritstjóri viðtal við Sig-
urð Óla Brynjólfsson, er skipar
efsta sæti maddömu Framsókn-
ar hér í bænuni. Þar spyr Er-
lingur hvort ekki hafi verið
skakkt af þeim Framsóknar-
mönnum að taka ekki Bjarna
bæjarstjóra á lista sinn. AM
finnst Dagsritstjórinn vera
nokkuð klaufskur í þessu við-
tali, eða er hann svona gleym-
inn. Fyrir síðustu bæjarstjórn-
arkosningar var þáverandi bæj-
arstjóri Magnús E. Guðjónsson
fundarstjóri á glæsilegum fundi
er jafnaðarmenn héldu í Borg-
arbíói. Fundarstjórn Magnúsar
fór mjög í taugarnar á Fram-
sóknarmönnum — og töldu
Magnús óalandi upp frá því og
sátu á svikráðmn við haim síð-
an. En nú er viðhorfið annað
hjá ritstjóra Dags, nú beinlínis
slær liann því upp að núver-
andi bæjarstjóri hefði átt að
SKIPA Framsóknarlistann. AM
vill í fullri vinsemd ráðleggja
áróðursmeistara Framsóknar að
láta Bjama Einarsson bæjar-
stjóra í friði — og hyggur blað-
ið að honum sé enginn greiði
gerður með því að flagga með
nafn hans til framdráttar einum
eða neinum flokki í bæjarstjórn
arkosningununi. Ef þetta sjónar
mið mitt er á misskilningi byggt
gerir bæjarstjórinn sínar at-
hugasemdir. — s. j.
GOÐ HRAPA AF STALLI.
Mörgum fannst Erlingur hálf
klaufalegur, þá er hann kvaddi
Arnþór Þorsteinsson, er jaðrar
við hálfgert hnútukast. Talar
==<K>Ó=
hann um að goð hafi hrapað af
stalli — og Amþór hafi þurft
að láta í minni pokann fyrir
yngri mönnum. Nokkuð kulda-
leg ununæli inn sigurvegara
Framsóknar í síðustu bæjar-
stjórnarkosningum.
STUTT OG LAGGOTT.
JA, SKO ÍHALDIÐ. NÚ VILL
ÞAD MYNDA ÁBYRGAN
MEIRIHLUTA! VAB JAKOB f
KEA DRAGBÍTURINN?
Nú koma þeir fram á ritvöll-
inn hver á eftír öðrum Jón G.
Sólnes og Gísli Jónsson — og
yy -grptryyp Kys
S&XJMT
SÉÐ
lýsa því yfir að brýna nauðsyn
beri til að mynda ábyrgan meiri
hluta innan bæjarstjómarinn-
ar. Það er svo sem betra en
aldrei, að þeir viktist, því að
hingað til liafa þeir fúlsað við
þessu. Það er líkt og mennirnir
liafi losnað úr álagaham þá er
Jakob í KEA hefur dregið sig
í hlé.
Kjósandi.
ILL AÐBÚÐ ÖRYRKJA.
Hr. ritstjóri. — f þættinum
„spurt og spjallð“ í útvarpinu
nú nýlega, sagði læknir að dag-
gjöld á sjúkrahúsi í Reykjavfk
væru allt að 2000 kr. á dag. Mér
kom til hugar samanburður á
öðrum sjúkrakostnaði, það er
örorkulífeyrir. Hann er 3500 kú.
á mánuði, eða rúmlega það. Ég
er einstæður maður og öryrki
og þoli ekki áreynslu og FÆ
ENGA VINNU VIÐ MITT
HÆFI. í húsaleigu ásaint hita
=s
þarf ég að greiða 1500 kr. á
mánuði og í meðul um 400 kr.
í minnsta lagi — og í sambandi
við sjúkdóm minn þarf ég oft
á akstri að halda og það er
dýrt. Einnig þarf ég gott fæði
og næringaríkt — og það er
dýrt og því ekki á mínu borði.
Hvernig dettur ráðamönnum
úthlutunar þessara styrkja í
hug, að nokkur geti lifað á þess
um styrk í allri dýrtíðinni.
Vinnandi fólk kvartar um lágt
kaup. Hvað myndu læknar
segja, ef kaup þeirra væri á
borð við örorkulífeyrisþega?
Hvað myndi ríkið þurfa að
greiða, ef öryrkjamir þyrftu
allir á sjúkrahús? Það er
skammarlegt að þessi sukksama
þjóð skuli láta öryrkja svelta.
Einstæðingur.
DAUÐAÞÖGN.
Mörgum fannst síðasta blað
fslendings-ísafoldar all domm-
aralegt og var eina skrautfjöð-
urin vel pússuð mynd af Gísla
Jónssyni. Blaðið þegir yfir þvi
að einn af frambjóðendum
flokksins, Stefán Eiríksson, hafi
sagt sig úr Sjálfstæðisflokkn-
um. AM vill hér með árétta þá
spumingu. Hvers vegna Stefán
Eiríksson gekk úr Sjálfstæðis-
flokknum — og biður nú ís-
lending-ísafold að hrista af sér
slenið — og upplýsa liæstvirta
kjósendur hvað valdið hafi úr-
sögn Stefáns.
STUTTAR BÆJARFRÉTTIR.
Jón G. Sólnes er á Mallorka
um þessar mundir.
SLÆMIR VEGIR.
Hlíðrafjall hefir verið kjörið
miðstöð skíðaíþróttarinnar og
það að verðleikmn. En vegurinn
þangað er svo slæmur á köflurn
að ekki er forsvaranlegt.
Þá er það vegurinn að vist-
heimilinu Sólborg, sem verður
strax ófær ef eitthvað skefur.
Vinna verður að því að þessir
vegir komist í sómasamlegt
ástand.
S. ,-nXNv ------- S
JBLJr JlS %6séiP JKsb
MESSAÐ verður í Akureyrar-
kirkju n. k. sunnudag kl.
10.30 f. h. (Femring). Sálmar:
372 — 590 — 594 — 595 —
591. — B. S.
KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION.
Sunnudaginn 5. apríl. Sunnu-
dagaskóli kl. 11 f. h. Öll börn
velkomin. — Samkoma kl.
8.30 e. h. Björgvin Jörgensson
talar. Allir hjartanlega vel-
komnir.
F R Á SJÓNARHÆÐí
Telpnafundir á fimmtudögum
kl. 5.15 e. h.
Samkoma n. k. sunnudag kl.
5 e. h.
Sunnudagaskóli kl. 1.30 e. h.
Glerárhverfi. Sunnudaga-
skólinn í skólahúsinu kl. 1.15
e. h.
MINJASAFNIÐ á Akureyri er
lokað um óákveðinn tima. Þó
verður tekið á móti skóla-
fólki eftir samkomulagi.
HJÓNAEFNI. Nýlega opinber-
uðu trúlofun sína, ungfrú
Kristjana Óttarsdóttir starfs-
stúlka á Kristneshæli og Frið
rik Karlsson, Stórholti 1, Gler
árhverfi, Akureyri.
FERMINGARBÖRN
í Akureyrarkirkju
5. apríl kl. 10.30 f. h.
STÚLKUR:
Anna Guðrún Bjarkadóttir, Norður-
götu 47
Arnheiður Ásgrímsdóttir, Ásvegi 18
Ásta Jóhannsdóttir, Oddeyrargötu 8
Berglind Baldursdóttir, Hamragerði 8
Guðrún Frímannsdóttir, Eyrarvegi 27
Ingibjörg Sigríður Ágústsdóttir,
Ásvegi 17
Jóna Ólafía Sigurvinsdóttir, Suður-
byggð 15
Jónína Valgarðsdóttir, Hamarsstíg 41
Kolbrún Ámundqdóttir, Aðalstrœti 70
Margrét Baldvinsdóitir,. Xotórgerði 20
Margrét Jónsdóttir, Kotárgerði 19
María Árnadóttir, Gilsbakkavegi 11
Sigríður Frímannsdóttir, Birkilundi 18
Sigurrós Steingrímsdóttir, Lækjargötu 13
Svanhvít Björk Ragnarsdóitir, Eiðsvalla-
götu 32
Þórey Egilsdóttir, Spítalavegi 1
DRENGIR:
Árni Þorvaldsson, Mýrarvegi 118
Atli Hermannsson, Norðurgötu 58
Ásgeir Sverrisson, Mýrarvegi 114
Baldur Björnsson, Norðurbyggð ld
Björn Hansen, Þingvallastræti 22
Carl Daníel Tuliníus, Grenivölhim 14
Halldór Gestsson, Naustum I
Jóhann Vilhjálmur Ólason, Skai'ðshlíð 9
Jón Ágúst Aðalsteinsson, Hamarsstíg 4
Karles Randversson, Norðurgötu 35
Kári Gíslason, Grenivöllum 32
Sigurður Þorberg Sigurðsson, Vana-
byggð 9
Siguróli Ragnar Marteinsson, Gránu-
félagsgötu 20
Sigþór Harðarson, Munkaþverár-
stræti 13
Sveinbjöm Jónsson, Grenivöllum 20