Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 12.02.1971, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 12.02.1971, Blaðsíða 6
LAUS STAÐA Staða framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Norðlendinga er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. marz n.k. Umsóknir séu stílaðar til Bjarna Einarssonar, bæjarstjóra á Akureyri, og gefur hann nánari upplýsingar. FJÓRÐUNGSSTJÓRN. Frá Fjórðimgssa mbandi Norðlendinga Frá og með 15. febr. n.k. verður skrifstofa FSN opin frá kl. 2 til 6 e. h. Bjarni Einarsson, bæjar- stjóri, mun annast nauðsynleg framkvæmdastjóra- störf fyrir sambandið frá þeim tírna, þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn. FJÓRÐUNGSSTJÓRN. Auglýsing um samkeppni vegna 1100 ára afmælis Islandsbyggðar Hátíðarljóð Þjóðhátíðarnefnd 1974 efnir til samkeppni um hátíð- arljóð eða ljóðaflokk til söngs og flutnings við hátíða- höld á 1100 ára afmæli íslandsbyggðar. Skila þarf hand- ritum til Þjóðhátíðarnefndar 1974, Skrifstofu Alþingis, fyrir 1. marz 1973. Ganga skal frá handriti í lokuðu umslagi merktu kjör- orði, en nafn og heimilisfang fylgi í lokuðu, ógagnsæju unrslagi, mérktu sama kjörorði og handrit. Ein verðlaun verða veitt fyrir bezta Ijóðið að mati dóm- nefndar að upphæð 150 ÞÚSUND KRÓNUR. Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun höfund- ar, en Þjóðhátíðarnefnd áskilur sér umráðarétt yfir verðlaunuðu efni gegn greiðslu. Telji dócnnefnd ekkert þeirra verka sem berast verð- launahæft, fellur verðlaunaveiting niður. Dómnefnd skipa Andrés Björnsson útvarpsstjóri, dr. Einar Ólafur Sveinsson prófessor, Kristján Karlsson bókmenntafræðingur, dr. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor og Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor. Þegar úrslit hafa verið kunngjörð, geta keppendur lát- ið vitja verka sinna hjá Þjóðhátíðarnefnd. Verða þá jafnframt afhent óopnuð umslög með nafni og heim- ilisfangi, eins og kjörorð á handriti segir til um. Hljómsveitarverk Þjóðhátíðarnefnd 1974 efnir til samkeppni um tónverk til flutnings við hátíðahöld á 1100 ára afmæli Íslands- byggðar. Tónverkið skal vera hljómsveitarverk og taki flutningur þess eigi skemur en hálfa klukkustund. Skila þarf handriti til Þjóðhátíðarnefndar 1974, Skiif- stofu Alþingis, fyrir 1. marz 1973, í lokuðu umslagi, merktu kjörorði, en nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu, ógagnsæju umslagi, merktu sama kjörorði og hand'rit. Ein verðlaun verða veitt fyrir bezta tónverkið að mati dómnefrrdar að upphæð 200 ÞÚSUND KRÓNUR. Verðlaunaupphæðin er ekki hhiti af þóknun höfundar, en Þjóðhátíðarnefnd áskilur sér umráðarétt yfir verð- launuðu efni gegn greiðslu. Telji dómnefnd ekkert þeirra verka sem berast verð- launahæft, fellur verðlaunaveiting niður. Dómnefnd skipa dr. Páll ísólfsson, Árni Kristjánsson píanóleikari, Björn Ólafsson konsertmeistari, dr. Ró- bert A. Ottósson og Vladimir Askenazy. Þegar úrslit hafa verið kunngjörð, geta keppendur látið vitja verká sinna hjá Þjóðhátíðarnefnd. Verða þá jafn- framt afhent óopnuð umslög með nafni og heimilis- fangi, eins og kjörorð á handriti segir til urn. Þjóðhátíðarmerki og veggskildir Þjóðhátíðarnefnd 1974 efnir til samkeppni um A) merki fyrir þjóðhátíð 1974 á 1100 ára afmæli ís- landsbyggðar. Merkið skal vera til almennra nota á prentgögnum, í auglýsingum, sem barmmerki, á bókarkili o. s. frv. B) þrjár myndskreytingar (teikningar) til nota á vegg- skildi, sem framleiddir verða sem minjagripir og e .t. v. fleiri nota. Keppendur skulu gera grein fyrir merkinu og teikning- um í línu og litum, einnig stuttorða lýsingu á efnis- vali. Keppnin er haldin samkvæmt keppnisreglum Félags ísl. teiknara. Tillögum að merki í einum lit skal skila í stærð 10—15 cm í þvermál á pappírsstærð DIN A4 (21x29,7 cm), einnig skal skila tillögum að veggskjöldum í stærðinni 10—15 crn í þvermál á pappírsstærð DIN A4. Þátttaka er heimil öllum íslenzkum ríkisborgurutn. Tillögurnar skal einkenna með sérstöku kjörorði, og skal nafn höfundar og heimilisfang fylgja með í lok- uðu, ógagnsæju umslagi, merktu eins og tillögurnar. Tillögum skal skila í pósti eða til Skrifstofu Alþingis fyrir kl. 17 mánudaginn 1. nóv. 1971. Dómnefnd skal skila niðurstöðum innan eins mánaðar frá skiladegi, og verður efnt til sýninga á tillögum og þær síðan endursendar. Veitt verða ein verðlaun: A) fyrir merkið 75 þúsund krónur B) fyrir myndskreytingar 60 þúsund krónur. Verðlaunaupphæðinni verður allri úthlutað, en er ekki hluti af þóknun höfundar. Þjóðlrátíðarnefnd hef- ur einkarétt á notkun þeirrar tillögu, sem hún kýs sér, og áskilur sér rétt til að kaupa hvaða tillögur sem er samkvæmt verðskrá F.Í.T. Dómnefndin er þannig skipuð: Birgir Finnsson, for- seti Sameinaðs Alþingis, Haraldur Hannesson hagfi*æð- ngur, Helga B. Sveinbjörnsdóttir teiknari, Hörður Ágústsson sikólastjóri, Steinþór Sigurðsson lístmálari. Trúnaðarmaður nefndarinnar er Indriði G. Þorsteins- son, ritari Þjóðhátíðarnefndar 1974, en heimilisfang hennar er Skrifstofa Alþingis. Vakin er athygli á því, að frjálst er að keppa um hvort atriði fyrir sig. ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND 1974. MUNIÐ ÚTSÖLUNA í DRÍFU Sími 1-15-21. Nýkomnar DANSKAR hannyrðavörur í MIKLU ÚRVALI. Verzlun Ragnheiðar 0. Björnsson - Frá Alþýðuflokksfél (Framhald af blaðsíðu 8). deild í rekstri fyrirtækja. Það er lítil von til þess að jafn- aðarmenn komi sínum hugðar efnum fram nema samhugur og eindrægni ríki um grund- vallarmálefni flokksins og ástæðulaust fyrir menn hér norðan heiða að láta leiða sig í einu og öllu af flokksforyst- unni, því er vænlegasta ráðið til úrbóta að menn komi sam- an ekki aðeins til gagnrýni á aðra, heldur ekki hvað sízt til sjálfsgagnrýni, sem er ein meginundirstaða framfara og þeirra breytinga, sem menn æskja. Fannst nefndarmönnum alls ekki nógu vel á verði staðð um þessi höfuðbaráttumál Al- þýðuflokksins og brýna nauð- syn bera til aukinna átaka á þessum sviðum. Var mikil bjartsýni ríkjandi á fundinum um væntanlegt starf í vetur og er margt á döíinni, svo sem árshátíð, fé- lagsvistir og kaffikvöld, auk umræðuhópanna, sem nefndin væntir sér mikils af. Vill nefndin skora á alla Alþýðuflokksmenn sem og utanflokksmenn að hafa sam- band við forystumenn félag- anna eða skrifstofu flokksins um frekari upplýsingar og fræðslu. B.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.