Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 12.02.1971, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 12.02.1971, Blaðsíða 8
[] ] )anskir VÉLRITt - GLÆSILEG VARA Á GÓ NARSTÓLAR í Ð U VERÐI AUGSÝN Strandgötu 7 — Sími 2-16-90 ALÞYÐUMAÐURINN *?<X>— 41. árg. — Akureyri, föstudaginn 12. febrúar 1971 — 3. tölúblað , y Gestir fundarins, Bárður Halldórsson og Valgarður Haraldsson. Stjórn félagsins, frá vinstri: Sigríð- ur Benediktsdóttir, Fjóla Jónsdóttir, Hulda Eggertsdóttir, Svana Karlsdóttir, Helga Tryggvadóttir, Sigrún Bjarnadóttir og Ólöf Jónasdóttir. Ljósm.: Níels Hansson. Vel sóttur aðalfundur Kvenfélags Alþýðuflokksins Helga Tryggvadóttir endurkjörin formaður SUNNUDAGINN 31. janúar sl. hélt Kvenfélag Alþýðuflokksins á, Akureyri aðalfund sinn, en eins og kunnugt er var það vakið af mesta myndarskap til lífsins á ný á sl. vori — og tók af dugnaði pátt í kosningabaráttunni fyrir bæjarstjórnarkosningarnar — og tiefur síðan reynzt vera livað dugmesta félagið hér í bæ, er vinnur að brautargengi jafnaðarstefnunnar. í nóvember sl. hélt það vel íeppnaðan bazar til styrktar starfsemi sinni. Aðalfundur félagsins var njög fjölsóttur og umræður [jörugar, en gestir fundarins voru þeir Bárður Halldórsson menntaskólakennari, nýkjörinn [ormaðui' F.U.J., og Valgarður .'Haraldsson námsstjóri, formað- ar kjördæmisráðs Alþýðuflokks ns í Norðurlandskjördæmi TSiulekeppnin EFTIR tvær umferðir í Thule- :vímenningskeppni Bridgefé- .iags Akureyrar er röðin þessi: A riðill. stig 1. Hörður—Jón 269 2. Mikael—Sigurbj örn 250 3. Ármann—J óhann 244 4. Alfreð—Guðmundur 229 5. Dísa—Rósa 229 6. Baldur—Ragnar 229 7. Guðmundur—Haraldur 226 8. Guðj ón—Þormóð ur 225 9. Magnús—Gunnlaugur 221 10. Soffía—Angantýr 220 B riðill. stig 1. Júlíus—Sveinn 220 2. J óhannes—Sveitm 217 3. Frímann—Jón Ólafur 207 4. Stefán—Sveinbjöim 205 5. Gunnar—Tómas 203 6. Finnur—Viðar 198 7. Gunnar—Bergsteinn 196 8. Páll—Óskar 186 9. Bj arni—Hinrik 178 10. G unnar—Stef án 169 Meðalárangur er 216 stig. — Þriðja og síðasta umferð verð- ff f H H fýHH? n‘. i>riðjud^gs|yöld. eystra — og fluttu þeir erindi í lok fundarins og svöruðu ótal fyrirspurnum er að þeim var beint. í stjórn félagsins voru kjörn- ar: Formaður Helga Tryggva- dóttir, varáformaður Hulda Eggertsdóttir, gjaldkeri Fjóla Jónsdóttir, ritari Sigrún Bjama dóttir og meðstjórnandi Ólöf Jónasdóttir. — Varastjórn: Svana Karlsdóttir og Sigríður Benediktsdóttir. Margar tillögur voru bornar UPP og samþykktar á fundinum þótt sökum rúmleysis í blaðinu sé hér aðeins getið tveggja, sem hér á eftir eru birtar í heild. Kaffikvöld. Stjórnin leggur til að félagið komi á kaffikvöldum fyrir öll Alþýðuflokksfélögin á Akur- eyri. Og stuðla að auknum kynnum og fræðslu félags- manna. Etnnig muni þessi kaffi kvöld verða til fjáröflunar fyrir félagið. Tiilaga um viðræðunefnd Al- þýðuflokjksfélagamia á Akur- eyri. Fundur í Kvenfélagi Alþýðu- flokksins ályktar að mynda beri 9 manna nefnd með fulltrúum úr Alþýðuflokksfélagi Akur- eyrar, Félagi ungra jafnaðar- manna og Kvenfélagi Alþýðu- flokksins til þess að ræða um samstarf félaganna og sameigin leg málefni þeirra. Eins og oft vill verða í stjórnmálafélögum, sem aðhyllast sameiginleg mál- efni, verður nauðsynlegt að samræma starf þeirra og vinna að auknum kynnum og fræðslu félagsmanna. Fundurinn telur eðlilegt, að hvert félag hafi jafn an fulltrúafjölda í nefndinni og verði fulltrúar þannig þrír af hálfu Kvenfélags Alþýðuflokks ins. Alþýðumaðurinn ámar sam- tökum kvenna á Akureyri, er hylla jafnaðarstefnuna allra, heilla í framtíðinni. Blaðið þakk ar liðveizlu, er félagið hefur veitt blaðinu til þessa og er þess fullvíst að svo verði framvegis. Framboðsllsti Álþýðuflokksihs Reykjaneskjöraæmi Emil Jónsson ráðherra hættir þingmennsku, en skipar nú heiðurssæti listans JAFNAÐARMENN í Reykjaneskjördæmi voru fyrstir til að birta framboðslista sinn við alþingiskjör í vor. Eftir þrjátíu og fjögurra ára þingmennsku hættir nú Emil Jónsson þingmennsku að eigin ósk. En eins og kunnugt er hefir Emil Jónsson verið eiim af far- sælustu stjórnmálaleiðtogum jafnaðarmanna um áraraðir. Listi jafnaðarmanna í Reykjaneskjördæmi er nú þannig skipaður: 1. Jón Ármann Héðinsson, alþingismaður, Kópavogi. 2. Stefán Gunnlaugsson, for- seti bæjarstj. Hafnarfjarðai-. s Sveitastjórnir og umhverfisvernd SAMBAND íslenzkra sveitar- félaga efnir til ráðstefnu um Sveitarstjórnir og umhverfis- vernd í Reykjavík dagana 18.— 20. febrúar. Eggert G. Þorsteinsson, heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra, flytur ávarp við setningu ráðstefnunnar, en síðan verða flutt framsöguerindi um þá þætti umhverfisverndar, sem að sveitarstjórnum snúa. Umræðuefni ráðstefnunnar er skipt í fimm flokka, hollustu hætti og heilbrigðiseftirlit, sorp hreinsun og frárennsli, um- hverfi fiskvinnslustöðva, vatns- (Framhald á blaðsíðu 3) 3. Karl Steinar Guðnason, for- maðUr Verkal. og sjómanna félags Keflavíkur, Keflavík. 4. Haukur Helgason, skóla- stjóri, Hafnarfirði. 5. Kjartan Jóhannsson, verk- fræðingur, Háfharfirði. 6. Óskar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri, Garðahreppi. 7. Svavar Árnason, oddviti, Grindavík. 8. Ragnar Guðfefsson, kennari, Keflavík. 9. Haukur Ragnarsson, tilraunastjóri, Mosfellssveit. 10. Emil Jónsson, ráðherra, Hafnarfirði.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.