Alþýðumaðurinn - 18.11.1971, Blaðsíða 2
Æ Jl /||j Bórður Halldórsson, óbyrgðormaður
Ær' “ H I | j Auglýsingastj.: Jóhanna Þróinsdóttir,
7 M' I V m\ simi 1 -12-99, kl. 2—6 e. h.
ALÞÝÐUMAÐURINN
--vVO "■—=
Málefni Slipp-
stððvarinnar
í SÍÐASTA tbl. Alþm. var birt greinargerð for-
stjóra Slippstöðvarinnar á Akureyri varðandi
ýmiss konar orðróm, sem verið hafi á kreiki um
mistök í smíði strandferðaskipanna. Tilefni
greinargerðarinnar virðist — eftir ýmsu, sem
fram kemur í greininni —vera fréttagrein í Al-
þýðubl. 22. sept. sl., en skýringar forstjórans
sjá fyrst dagsins Ijós í nóvemberbyrjun. Virðast
það dálítið treg viðbrögð, sem og undarlegt, að
beina gremju sinni að Alþbl., sem í fréttagreirí-
inni var auðsæilega að rekja gagnrýni forstjóra
Ríkisskip. En látum þetta liggja milli hluta. Það
má teljast þakkarvert, eins og Alþm. hefir bent
á, að forstjóri Slippstöðvarinnar kom fram með
skýringar sínar og að Alþbl. kallaði þær fram.
Annars hefði vísast orðrómurinn einn gengið
um bæ og land, eins og verið hefir allt of lengi.
Eins og Alþm. benti á, eru opinberar og hálfop-
inberar stofnaniromnaðhvort of skeytingarlaus
ar eða nenningarlausar að skýra mál sín fyrir
almenningi, mál, sem þykja í ólestri. í leiðinni
viljum við þakka Tryggva Helgasyni flug-
manni, fyrir gagnrýnisframlag sitt um málefni
Slippstöðvarinnar og svar forstjórans við því.
Hvort tveggja var til glöggvunar.
Akureyringum öllum og Norðlendingum al-
mennt er það metnaðarmál, að skipasmíðastöð-
in á Akureyri vaxi úr grasi sem traust og virt
stofnun. Slíkt er atvinnu- og efnahagsspursmál
fyrir byggðarlagið, og við erum viðkvæm fyrir
öllu, sem okkur þykir þar úrskeiðis ganga og
gagnrýnin um leið, af því hvað málið er okkur
mikilsvert. Og þrátt fyrir greinargerð Slippstöðv
arinnar, sem að framan getur, og svar forstjór-
ans við grein Tryggva, er almenningur ekki í
rónni: Hvað er í raun að? Hvernig er ætlunin úr
að bæta? Og bjargar það málunum? Þannig
spyr fólk milli vonar og ótta.
Nú eru rösk tvö ár síðan Slippstöðin varð sam
eign rfkis, Akureyrarbæjar og nokkurra ann-
arra hluthafa, þar sem KEA er stærst. Hví eru
ekki birtir ársreikningar þessa hálfopinbera
fyrirtækis, svo að Ijósar liggi fyrir um tekjur
þess og gjöld? spyrja margir, og um leið verður
mörgum líka hugsað til Sana, sem svipað stend-
ur á um.
Onnur spurningin, sem menn velta mjög fyr-
ir sér, er ráðningin á núverandi forstjóra fyrir-
tækisins: Hvernig datt stjórn fyrirtækisins í
hug að ráða viðskiptafræðing sem forstjóra,
alls óreyndan á þessu þýðingarmikla nýiðnað-
Framhald á bls. 3.
_______
2 — ALÞÝÐUMAÐURINN
Aftari röð frá vinsfri: Árni, Magnús, Gunnar, Sigurður, Sigfryggur, Pétur, Númi, Guðmundur og Stefán. Sitj-
andi frá vinstri: Sævar, Aðalsteinn, Benedikt, Samúel, Ragnar, Páll, Valsteinn og Jóhann. Á myndina vantar
Skúla Lórenzson og Rögnvald Jónsson. Ljósmyndastofa Páls.
Mr varð MrlmiMstiiri í hnattspymi IWI
ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ ÞÓR varð
NorSurlandsmeistari í knatt-
spyrnu 1971. Sigraði félagið í
öllum sínum leikjum. Enn er
ekki búiS aS leika alla leiki í
mótinu, en úrslit þeirra leikja
koma ekki til meS aS breyta
neinu um það að Þór hefur
tryggt sér titilinn NorSurlands-
meistari 1971. Leiki sína sigraði
Þór sem hér segir:
Þór—UMSE 3:2.
Þór—UMSE 5:2.
Þór—KA 6:1.
Þór—KA 3:0.
AM óskar ÞórsliSinu til ham-
ingju með titilinn.
Houstmót í handknottleik
HAUSTMÓT í handknattleik fór
fram hér á Akureyri um síðustu
helgi.
ÞaS setti leiðindasvip á mótiS
að enginn kvennaflokkur tók
þátt í mótinu og verður að telja
það miður ef kvenfólkið er bú-
UM HELGINA
NÆSTKOMANDI sunnudag fer
fram úrslitaleikur í Haustmótinu
í handknattleik milli KA og Þórs
í mfl. arla, en ekki fengust úrslit
um síðustu helgi í þeim flokki.
Strax að þeim Ieik loknum keppa
2. fl. lið frá JJaukum við jafn.
aldra sína úr KA.
ið aS missa áhugann á íþrótt-
inni. I meistaraflokki kvenna
gaf KA leikinn, en í 2. flokki
kvenna gáfu Þórsarar.
Fyrsti leikurinn var háður á
laugardaginn og var hann á
milli 3. fl. KA og Þórs, Leikn.
um lauk með naumum sigri KA-
liðsins 12 mörk gegn 11. SíSari
leikurinn þennan dag var á
milli meistarafl. karla Þórs og
KA (kvennaleikur átti að vera á
milli karlaflokkanna). Leikur-
inn í meistarflokki hófst með
yfirburðum Þórs-liðsins, sem í
hálfleik hafði skorað 14 mörk
gegn 9. En mestur varð munur-
inn í fyrrihálfleiknum 7 mörk
fyrir Þór. Ekki virtist KA-liðiS
missa kjarkinn þótt á móti hlési
og í síðari hálfleik söxuðu þeir
upp allt forskot Þórsliðsins og
náðu að jafna með vítakasti á
síðustu sekúndu. Og verður því
að leika þennan leik upp aftur.
Hvort lið skoraði 22 mörk.
Fyrri leikurinn á sunnudag.
inn var á milli 4. fl. karla. Þeim
leik lauk með nokkrum yfirburð
um KA, en þeir skoruðu 15
mörk gegn 6 mörkum Þórsar-
anna. (Sjá sigurvegara á mynd.)
SíSari leikurinn þennan dag
var í 2. fl. karla. Þar sigruðu
Þórsararnir með 18 mörkum
gegn 14, en í hálfleik var staðan
8:5 fyrir Þór.
Anafmotli
UM þessar mundir er liðið eitt
ár síðan nemendur úr G. A. fóru
í kröfugöngu á fund Bæjars.tjórn
ar og kröfðust aðstöðu til æsku-
lýðsstarfs í bænum. Eins og
kunnugt er hefur ekkert raun.
hæft gerzt í því máli af hendi
bæjaryfirvalda. Nemendur úr
G. A. hafa nú ákveðið að fara í
aðra álíka göngu og f fyrra 0g
halda meS því upp á þetta árs af-
mæli loforða og fagurra fyrir-
heita. Gangan fer fram í dag,
fimmtudag, og verður gengið til
ráðhúss bæjarins og farið þar
inn í þetta skipti.
4. flokkur Knattspyrnufélags Akureyrar í handknattleik.
Mynd: Árni.