Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.11.1971, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 18.11.1971, Blaðsíða 5
Albert Guðmundur Sölvason, Járnsmiður „HANN Albert Sölvason er dá- inn“. Þessi fregn gekk manna á milli hér á Sauðárkróki laugar- dagsmorguninn 6. nóv. sl. Menn setti hljóöa. Ekki kannske vegna þess að þetta hafi komið svo mjög á óvart — því hér var fólki kunnugt um hið mikla veik indastríð hins gamla sveitunga — og vissi að hverju stefndi — heldur hitt, að jafnan þegar hel- fregnir berast þá vakna margir til umhugsunar um hið óþekkta og slík fregn snertir þá strengi í hrjóstum manna, sem höfða til samúðar og skilnings og hug- urinn leitar til þeirra sem um sárt eiga að binda. Ekki mun vera á neinn hallað þó að sú fullyrðing sé hér fram sett, að með Alhert sé genginn einn sá geðþekkasti og 'hrein. lyndasti drengskaparmaður sem Skagafjörður hefur alið. Hann ólst upp í stórum systkinahópi, á þeim árum, þegar gott mátti heita að fólk almennt í sjávar- þorpum sylti ekki heilu hungri. Þó að trúlega hafi oft verið þröngt í húi og hömin þeirra Stefaníu og Sölva hafi kannske ekki alltaf farið södd í rúmið, var 'heimilið alþekkt fyrir tvennt: 'hjartahlýju og glaðværð. Og þetta eru einmitt eiginleik- amir sem systkinahópurinn er gæddur í svo ríkum mæli og Al- bert fékk sinn góða skerf af. Ekki er ólíklegt að ’hinar ytri að- stæður og kj ör almennings á upp vaxtarárunum hafi átt sinn þált í að móta lífsviðhorf Alberts og undir það munu vafalaust marg- ir geta tekið, sem sagt var af manni nokkrum, honum nákunn. ugum, að hetri og einlægari jafnaðarmann væri vart hægt að hugsa sér. Ekki er að efa að á hinum fé- lagslega vettvangi hafi hinir miklu mannkostir og einlægur vilji til að hæta hag þeirra sem lakar stóðu í lífsharáttunni, ver- ið hans leiðarljós, öðru fremur. Meðan Albert átti heima hér á Sauðárkróki starfaði hann mikið í Verkamannafélaginu Fram og mun fljótt hafa verið í forystusveit félagsins. Um skeið var hann formaður og mun hafa verið atkvæðamikill, jafnframt því sem hann rækti störf sín fyr- ir félagdð af sinni alkunnu trú- mennsku og velvilja. Á þeim ár- um voru miklir erfiðleikar til lands og sávar og sem næst neyð. arástand á mörgum verkamanna- heimilum. Á fundargerðum frá þessum tíma má sjá að félagið hefur haft við að glíma mörg erfið verkefni, sem á ýmsan hátt voru afleiðingar hins erfiða ár- ferðis. Þá átti Albert um skeið sæti í hreppsnefnd og stóð verka mannafélagið að kj öri hans þar. Á 50 ára afmælishátíð félagsins árið 1953 var Albert kjörinn heiðursfélagi í þakklætis og virð ingarskyni fyrir störf í þágu verkamanna á Sauðárkróki. Var hann vel að þeim heiðri kominn. í nafni Vmf. Fram leyfi ég mér að færa þakkir fyrir vel unn in störf og ræktarsemi fyrr og síðar við félagið. Þá vil ég að lokum flytja eftirlifandi eigin- konu, hörnum, systkinum og öðrum aðstandendum heilar sam úðarkveðjur, í þeirri vissu að á lífsferli Alberts 'hafi ásannazt orðin „þar sem góðir menn fara eru Guðsvegir". Jón Karlsson. Aðfaranótt hins 7. nóv. and- aðist Albert Sölvason, hér á Fjórðungssjúkrahúsinu eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Með honum er genginn einn af mætustu borgurum þessa bæjar. Albert var Skagfirðingur, fæddurað Páfastöðum 11. júli 1903, en ólst mest upp á Sauð- árkrók, en faðir hans var þar járnsmiður og síðar rafveitu. stjóri um mörg ár. Albert nam járnsmíði, tók síðan vélstjóra- próf og Ioks próf og meistara- bréf í ketil- og plötusmíði. Var hann óvenjufær í iðngrein sinni. Meðan hann dvaldist vestra stundaði hann jöfnum höndum járnsmíðar og vélstjóm, og var verkstjóri við ýmsar framkvæmd ir þar og annars staðar. Hingað til Akureyrar fluttist hann 1940, og hefir unnið síðan í vélsmiðj. unni Odda, þar sem hann var verkstjóri, Atla, sem 'hann stjórn aði um skeið og í fyrirtæki, er hann rak sjálfur. Hvar sem hann vann eða stjórnaði verki var hann jafn eftirsóttur starfsmað- ur. Kom þar til sérstök verk- hyggni og 'hugkvæmni, ef um vandamál var að ræða, og slík afköst, þar sem-'hann lagði 'hönd að verki, að segja mátti með sanni, að hann væri tveggja manna maki. Albert var félagslyndur mað- ur og starffús á félagsmálavett. vangi. Ungur gekk hann í Al- þýðuflokkinn, og var alla ævi,. traustur stuðningsmaður hans^ og trúr fylgjandi jafnaðarstefn- unnar. Var hann því mjög kvadd ur til starfa fyrir flokkinn, 'bæði á Sauðárkróki og hér. Væri hér oflangt að telja þau trúnaðar- störf, er honum voru falin, en hvarvetna var sæti hans svo vel skipað, að jafnt andstæðingar sem samherj ar óskuðu starfa hans. Lengst og mest mun hann hafa unnið í stjórn Útgerðarfé- lags Akureyrar, en þar átti 'hann sæti yfir 20 ár. Varabæjarfull- trúi var 'hann um skeið, og margt vann bann í félagsskap iðnaðarmanna. En þótt Albert væri starfsmaður með ágætum, var þó persónuleiki hans meiri. Hann var fágætur drengskapar- maður, og hvar sem hann fór vakti 'hin bjarta, hlýja framkoma hans athygli, laðaði menn að honum, og lét alla fara 'hressavi af fundi hans en þeir komu. Hann var prýðilega ritfær og vel að sér um marga hluti. Einkum hafði hann aflað sér mikillar þekkingar á tæknifræðilegum efnum og fróður var hann vel um sögu landsins. Hann 'hefir skrifað nokkra smáþætti meðal annars um Drangey, og eru þeir vel gerðir. Hann unni fögrum skáldskap, og var ekki komið þar að tómum kofum, var sjálf- ur vel skáldmæltur, þótt lítið hafi birzt eftir hann á prenti, enda tími hans af skornum skammti til slíkra starfa. Ræðu- maður var 'hann góður, skýr í framsetningu og rökfastur, og flutti mál sitt af þeim krafti, sem nauðsynlegur er til þess að eftir verði tekið. Við fráfall Alberts er stórt skarð höggvið í samfélag vort, og í flokki hans er nú skarð fyr- ir skildi. Albert var kvæntur Karólínu Gísladóttur og áttu þau tvö börn, löngu upp komin. Er þeim öllum harmur kveðinn, en minningin um ágætan mann eru þar nokkr- ar sárabætur. Vil ég flytja mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. St. Std. ★ Þitt er menntað ajl og önd, eigirðu fram að bjóða: hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða. St. G. St. Laugardaginn 13. nóv. sl. var kvaddur hinztu kveðju frá Ak- ureyrarkirkju einn mætasti borg ari þessa bæjar, Albert Sölvason, járnsmiður, sem látizt hafði 5. nóv. eftir þunga sjúkdómslegu. Albert Guðmundur Sölvason var fæddur 11. júlí 1903, að Páfastöðum í Skagafirði. For- eldrar 'hans voru hjónin Sölvi Jónsson, járnsmiður og síðar lengi rafstöðvarstj óri á Sauðár- króki, og Stefanía Marín Ferdin andsdóttir. Albert fluttist með foreldrum sínum á Sauðárkrók þegar á 1. ári, og þar ólst 'hann upp í stórum systkinahópi til full orðinsára og var þar búsettur allt til 1940, að hann fluttist hingað til Akureyrar. Af föður sínum nam Albert jámsmíði og síðar tók hann vél- stjórapróf. Vann hann mörg ár ýmist í landi við járnsmiðar eða á sjó að vélstjórn. Þótti hann snemma afburðaverkmaður og verkhygginn, og ber því vott m. a., að honum var falin verk. stjórn við smíði raforkuvers við Sauðá árin 1932—1933 og síð- ar við hafnargerð á Sauðárkróki 1939. Emi'I Jónsson, fyrrverandi ráðherra, lengi vitamálastjóri, — en Albert starfaði á vegum vitamálastjórnar um skeið, með- an Emil fór þar með yfirstjórn — sagði eitt sinn við undirrit- aðan, að fáa, ef nokkra, 'hefði hann þekkt, sem hefðu verið jafnvígir til verka hugar og handa sem Albert. Hann hefði að sínum dómi verið alveg ein- stakur hæfileikamaður. Árið 1940 fluttist Albert Sölvason til Akureyrar, og var hér síðan búsettur til dánardæg. urs. Hann tók hér próf í ketil- og plötusmíði. Vann 'hér fyrst í Vél- smiðjunni Odda, síðan í Véla- og plötusmiðjunni Atla og þar framkvæmdarstjóri um 14 ára skeið, síðan rak 'hann um tíma eigið járnsmíðafyrirtæki. Hegra, en síðustu árin var 'hann verk- stjóri í Vélsmiðjunni Odda. Hér sem á Sauðárkróki þótti hann afburðaverkmaður, svo að hvar. vetna var eftir verkum 'hans sótzt, en það, sem var fágætt við Albert, var hæfni hans og tími til að vinna margt og mikið að félagsmálum, þótt 'hann ynni ná- lega myrkra á milli að iðn sinni, og hve vel hann var að sér um fjölbreytilegustu hluti, þótt sjálf- menntaður yrði að teljast með öllu. Skýrleiki 'hans í hugsun og minni var frábær, þannig að honum notaðist betur mörgum það, sem bann sá og heyrði. Um hann mun hafa verið hægt að segja, eins og Stephan G. Step- hansson, skáld, sagði um sjálfan sig, að 'hann aflaði sér þekking- ar og menntunar, meðan lúinn makrátt svaf og kátur lék sér, þótt enginn væri hann einfari í fjöldans þröng, því að hann hafði yndi af að blanda geði við fólk, glaðvær og hress í skapi. Ungur gekk Albert jafnaðar. stefnunni á 'hönd, og starfaði öll sín manndómsár mjög að málum hennar 'bæði á Sauðárkróki og 'hér í bæ. Hann sat um 12 ára skeið í 'hreppsnefnd Sauðár- króks og var árum saman for- maður Verkamannafélagsins Fram á Sauðárkróki. Þar var 'hann gerður heiðursfélagi fyrir ágæt störf á 50 ára afmæli fé- lagsins. Allmörg ár var bann for- maður Alþýðuflokksfélags Ak. ureyrar og skipaði löngum ýmiss konar trúnaðarstörf fyrir Al- þýðuflokkinn 'hér, þar sem mik- ils þótti við þurfa. Þannig var hann frá 1949 í stjórn Útgerðar- félags Akureyringa og síðustu ár allmörg formaður félags- stjórnar, 'hafnarnefnd Akureyrar skipaði hann lengi og rafveitu. stj órn, hann var mörg 'hin síðari ár formaður stjórnar Kaupfé- Framhald á bls. 4. ALÞÝÐU M AÐU RIN N

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.