Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.11.1971, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 18.11.1971, Blaðsíða 3
Alyktun 12.þings AN um atvinnumól sambands Norðurlands og Fjórð ungssambands Norðlendinga varðandi uppbyggingu atvinnu- lífsins á sambandssvæðinu. \ Á ÞEIM tveimur árum, sem lið- in eru frá því 11. þing Alþýðu. sambands Norðurlands var hald- ið, haustið 1969, hafa ekki verið gerðar neinar meiriháttar að- gerðir í uppbyggjngu atvinnu- veganna á Norðurlandi. Atvinnuleysi er eins og áður viðvarandi hjá fjölda verka- fólks, sérstaklega yfir vetrartím- ann, í flestum byggðarlögum við sjávarsíðuna. Atvinnuleysi er enn mikið meira í Norðurlandi og atvinnulífið óöruggara en annars staðar á landinu. Fiskveiðar og fiskiðnaður er langveigamesti þátturinn í at- vinnulífinu og hlýtur að verða það a. m. k. í næstu framtíö. Sjósókn og aflabrögð ráða því úrslitum um atvinnu og afkomu verkalýðsins í flestum bæjum og kauptúnum í landsfjórðungnum. Aflábrögð mega teljast í með- allagi við Norðurland sl. tvö ár. En frystihúsin, sem eru 15 tals- ins á svæðinu — og eru þýðing- armestu vinnustöðvarnar — búa þó við mikinn hráefnisskort yf- ir vetrarmánuðina. Á sl. 10 til 12 árum hefur nær öll fjárfesting í sjávarútvegi norðanlands verið bundin í kaup um á rúmlega 20 stórum fiski- skipum, sem hentuðu til síld- veiða. Um 10 þessara skipa stunda enn að jafnaöi síldveiðar (í Norðursjó) mestan hluta árs og loðnuveiðar við Suðurland síðari hluta vetrar. Útgerð þessara skipa hefur því ekki umtalsverða þýðingu fyrir atvinnulífið á Norðurlandi, nema fyr þá sjómenn, sem á skip unum starfa. Mikilvægasta útgerðin fyrir öflun hráefnis fyrir flest frysti- húsin eru veiðar um 20 allstórra togskipa, sem að staðaldri stunda togveiðar við Norður- land og leggja afla sinn að mestu upp til vinnslu hjá frystihúsun- um, og auk þess afli togaranna 5, sem einnig leggja að mestu upp til vinnslu innanlands. Auk þess er afli smábátaút- vegsins sums staðar mikilvægur þáttur í hráefnisöfluninni og at- vinnulífinu. En þessi sjósókn á smábátum er mjög háð veður- fari og erfið yfir hörðustu vetr- armánuðina. Um endurnýjun skipastólsins á Norðurlandi er það helzt að segja, að á síöustu þremur árum hafa verið keypt 7 nýleg togskip, sem komiö hafa að miklu gagni fyrir viðkomandi staði og aflað allvel, en á sama tíma hafa álíka mörg skip veriö seld í burtu, flest þeirra þó nokkru minni en þau skip, sem keypt hafa veriö. í sam'bandi við endurnýjun togaranna hefur ekkert komizt til framkvæmda annaÖ en það, að samið hefur verið um smíði á einu skipi, ca. 1000 rúmlesta, fyrir Akureyri, við Slippstöðina þar, en mikil óvissa er enn um, hvað í því efni gerist. Togaramir fimm eru nú allir á fallanda fæti, 21 til 25 ára gamlir og orðnir dýrir í viðhaldi og varla rekstrarhæfir lengur. Fyrirhuguð eru kaup á nýleg- um skottogara, um 650 rúmlesta, til Akureyrar og nýlega hefur verið samið um smíði á tveim-ur nýjum skuttogurum, 400 til 500 rúmlesta, fyrir útgerðarfyrirtæki á Siglufirði og Dalvík. Auk þessara skipakaupa hafa verið byggðir nokkrir litlir fiski -bátar til útgerðar frá Norður- landi. í iðnaðarstarfseminni hefur þróunin gengið hægt á síðastl. tveggja ára tímabili og starfs- fólki í þeirri grein lítið fjölgað. Nýjar skinnaverksmiðjur hafa þó verið byggðar á Akureyri og Sauöárkróki. En aukning fram- leiðslu og fjölgun starfsfólks hef ur farið hægt vegna sölutregðu á framleiðsluvörunum. Aðrar meiri háttar framkvæmdir til aukningar á framleiðslu iðnað- arvara á Norðurlandi er varla um að ræða. Þingið telur, að sú endurnýj- un atvinnutækja og uppbygging í atvinnuvegunum á Norður. landi, sem átt hefur sér stað síð- ustu árin, sé algerlega ófullnægj- andi til að sigrast verði á -hinu illræmda atvinnuleysi, sem þjak- að hefur þessi byggðarlög um langt árabil og bitnar sérstak- lega á verkamannaheimilunum, jafnframt því sem þetta ástand hrekur árlega fjölda fólks til burtflutnings frá Norðurlandi til þéttbýlissvæðanna við Faxa- flóa. Til þess að útrýma atvinnu- leysi og skapa nokkurn veginn öryggi í atvinnulífinu, eftir því sem kostur er, vill þingið leggja áherzlu á, að eftirfarandi ráð. stafanir komi til framkvæmda á næstu tveimur til þremur árum: 1. Að hraðaö verði svo sem hægt er virkjunarframkvæmdum á NorÖurlandi: Orkusvæðin tengd saman og aukin með há- spennulínu til Þistilfjarðar- hyggða, svo ávallt verði fyrir hendi næg raforka við sem lægstu verði á ÖLLU svæðinu. 2. Að togararnir verði endur- nýjaðir á næstu 2—3 árum með nýjum skipum, sem svara í öll- um 'búnaði að gerð kröfum tím- ans og 'henti vel til veiða hvar sem er við landiö, og þá með það fyrir augum, að þeir landi aflanum fyrst og fremst til vinnslu á Norðurlandi. 3. AS veitt verði sérstök fyrir- greiösla um lánsfé til útgerðar. fyrirtækja á Norðurlandi til að auka útveginn með 4—5 nýjum skut-togbátum árlega næstu 2 árin, enda verði þeir af hag- kvæmri stærð og gerð til að afla hráefnis fyrir frystihúsin á við- komandi stöðum. 4. AS veitt verði nauösynleg lán til óhj ákvæmilegra stórum- 'bóta á frystihúsunum á Norður- landi, svo að þau geti sem fyrst orÖið svo vel úr garði gerð, að þau svari kröfum tímans um hreinlæti og hollustuhætti, eins og til er ætlazt um fullkomna matvælaframleiðslu. 5. Að kappsamlega verði unnið að markaðsleit fyrir niðursoðn- ar og niðurlagðar sjávarafurð. ir, svo að sú framleiðslugrein geti stóraukizt á Norðurlandi og veitt fleira fólki atvinnu en ver- ið hefur og þjóðarbúinu auknar gjaldeyristekjur. 6. Að gerðar verði ráðstafan- ir til að bæta uppsátur og að- stöðu til viðgerða hinna smærri fiskibáta á þeim stöðum, þar sem veruleg bátaútgerð er, og jafnframt tl nýsmíði fiskibáta. Með þessum hætli verði keppt að því að gera við'hald 'báta og véla ódýrara en veriö hefur. Unnið verði að sem beztu skipu- lagi á nýsmíði fiskibáta. 7. Að 'hraðað verði fullkom- inni rannsókn á starfsemi Slipp- stöðvarinnar á Akureyri — bæði fj árhagslegri og tæknilegri — og gengið úr skugga um, hvernig bezt verði 'hagað áfram. haldandi skipasmíðum í stöð- inni. 8. AS aukin verði, og styrkt af ríkinu, víðtæk markaðsleit fyrir iðnaðarvöruframleiðsluna, svo sem skinna- og ullarvörur o. fl. Jafnframt verði felldir nið- ur eða stórlækkaðir tollar af að- keyptu hráefni og vélum til iðn- aðarins. — Gert verði sérstakt átak til að komiö verði upp létt- um iðnaöi á hverjum stað, sem hentaÖ geti sérstaklega atvinnu. þörfum þeirra, sem ekki geta unnið erfiðisvinnu. 9. AS á næstu árum verði kom ið upp heykögglaverksmiöjum á a: m. k. tveimur stöðum á Norðurlandi, og verði þeim valdir staðir, þar sem skilyröi eru góð til grasræktar í stórum stfl. Verði með þessu stefnt að því, að í landinu sjálfu verði framleitt sem mest af því fóðri, sem þarf til innanlandsnotkunar. Fagnar þingið frumkvæði Kaup- félags Þingeyinga um byggingu slíkrar verksmiðju og lýsir fyllsta stuðningi við framtak þess í þessu máli. 10. Að ríkið setji á stofn og reki fiskiræktarstöð á Norður- landi, og verði henni valinn stað ur, þar sem skilyrði eru talin bezt til þeirrar starfsemi. 11. Að gert verði stórt átak í vegamálum Norðurlands með undirbyggingu varanlegra vega, fjárframlög verði aukin og þar með bætt fyrir vanrækslu í vega- málum landsfjórðungsins mörg undanfarin ár. Þar á meðal verði þegar á næsta sumri lagð- ur góður vegur, er tengi Axar- fjarðar- og Þistilfjarðarbyggðir. 12. Að haldið verði áfram við nauðsynlegar framkvæmdir í hafnamálum, með auknum fjár. veitingum og lánsútvegunum, svo að hafnimar verði sem fyrst sæmilega öruggar fyrir fiski- flotann og tafalausa afgreiðslu farmskipa. Þingið lýsir eindregnum á- huga fyrir samvinnu Alþýðu- Þingið ítrekar samþykktir fyrri sambandsþinga um skipun atvinnumálanefndar Norður- lands. Frá Sjálfsbjörg JÓLABAZAR félagsins verður sunnudaginn 12. desember í AI- þýðuhúsinu, og hefst kl. 3 e. h. Félagar og velunnarar, sem myndu vilja styrkja félagið með því að gefa muni á bazarinn eru vinsamlega 'beðnir að koma þeim í Bjarg (skrifstofuna). Op- ið alla daga nema laugardaga. Með fyrirfram þökk. Sjálfsbjörg. - Málefni Slippstöðvarinnar Framhald af bls. 2. arsviði? Hvaðan átti yfirstjórn verkmenntarinn- ar að koma, sú sem allt hlaut og hlýtur að byggj á við þvílíkt fyrirtæki? í greinargerð Slippstöðvarinnar, sem í upp- hafi getur, er látið í veðri vaka, að gágnrýnisJ orðrómur sá, sem vissulega er uppi um afköst Slippstöðvarinnar, beinist gegn iðnaðarmönn- ^um þeim, sem í Slippstöðinni vinna. Þetta er al- veg ástæðulaust. Akureyrskir iðnaðarmenn eru landsþekktir fyrir iðnmennt sína. En hitt er rétt, að það gengur þrálátur orðrómur um, að yfir- stjórnin sé í ólestri, og hér er það, sem velunnar- ar Slippstöðvarinnar setja fingurinn á og segja: Þetta þarf að laga og hér má ekki endurtaka kákið, þegar skipt var um síðast: Verkfræðileg og fagleg yfirstjórn verður að komast í lag og verða í lagi, annars er Slippstöðin dauðadæmd sem mikilsverð verkstöð, og slíkt mó ekki ske. Br. S. Sólþurrkaður Saltfiskur Svartfugl (sviðinn) KAUPFÉLAG VERKAMANNA KJÖRBÚÐ OG ÚTIBÚ ALÞÝÐUMAÐURINN — 3

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.