Alþýðumaðurinn - 18.11.1971, Blaðsíða 4
Bóki
enntaþáttur
Framhald af bls. 6.
tryggng okkar fyrir lögun kassa
fólgin í samanburði við aðrar
rúmmyndir. Eins er um önnur
mannanna verk. Sérkenni þeirra
koma bezt { ljós með saman-
burði, sömuleiðis samkenni. Rétt
eins og furðufugl vekti enga at-
hygli innan um heilt ger slíkra
fugla, verður hið fáránlega eðli-
legt í fáránleikanum. Eða eins
og Otto Jespersen hafði sér að
leiðarsteini um öldurót málfræð
innar: Communis error facit jus
— Sameinleg della skapar rétt.
Nú um nokkurt skeið hefur það
verið tízka meðal ungra skálda
að hafna öllu ytra skrauti, ná
fram meiri einfaldleika í ljóða-
formi, varpa af sér „rósfjötrum
rímsins“. Einhver galgenvogel,
líklega Steinn Steinar, sagði ein
hvern tíma, að alveg eins og rím
ið eitt skapaði aldrei ljóð, þá
skapaði rímleysið eitt aldrei
Ijóð. Virðast sum ung skáld-
menni seint ætla að fá þetta í
kollinn. Orð má nota eins og liti
í rnynd eða tóna í lagverki. Orð
hafa sitt eigið yfirbragð, sem á
stundum er óháð merkingu
þeirra og kemur einna skýrast {
ljós, þegar orðin raða sér sam-
an. Orð sem ein útaf fyrir sig
geta verið kröftug og þróttmikil
verða aumasta lágkúra, í óhófi
notuð oS af bjálfum beitt. Því
miður hefur ljóðlist síðustu tíu
ára einkennzt um of af ótta við
orðin, innhverfi, vangaveltum,
sem eru svo persónubundnar og
lausar við að geta snert nokkra
strengi annars en semjanda síns,
eins konar eintal sálarinnar, sem
fer í hring í kringum sjálft sig.
Bók Ragnhildar Ófeigsdóttur er
mjög þessu marki 'brennd. Hún
er að miklu leyti eintal sálar-
innar. Smáatvik dregin upp án
þess málinu sé beitt til myndsköp
unar. Dæmi: Ég teygi fót minn
til hinmins, sagði skáldið, er sat
við fætur ömmu sinnar. — Ég
teygi fót minn til himins.
Þetta er að vísu einna greini-
legasta dæmið um persónubund.
ið atvik, ófært um að skapa nokk
urt viðbragð lesanda, dautt —
andvana. Hins vegar eru einnig
til í bókinni rómantfsk stélpu-
ljóð eins og Gullharpan, þar sem
henni tekst að slá á ljóslita, ang-
urværa strengi daufleitra orða,
svo sem Ijóðið Gullharpan ber
með sér.
Óminnisland Aðalsteins Ing-
ólfssonar er af allt öðru sauða-
húsi, 'hressileg andstæða hinnar
bókarinnar. Kemur þar hvort
tveggja til að höfundur er þrosk.
aðri, markvissari, hetur máli far
inn, hefur það næmi fyrir mynd.
um, sem var helzti kostur sagna-
ritaranna gömlu. Stóru ljóðin,
Sjávarmál og Amoretti eru ef til
vill ekki með því bezta, sem gert
hefur verið í ljóðlist sfðustu
tuttugu ára, en vafalítið með því
bezta, sem samið hefur verið
allra síðustu ár. Þar er að vísu
ekkert sagt um gæði þessara
ljóða, því hitt er svo lélegt. Báð-
ir ljóðaflokkamir eru afar vel
unnir hvað mál snertir, orð eru
þar notuð við hæfi hugsunar,
ekki út í 'bláinn eins og af tilvilj.
un, heldur til myndsköpunar.
Þaú eru innhverf en ekki fram-
andi, ekki auðskilin en skynjan.
leg, 'höfða meir til skynjunar en
skynsemi án þess þó að vera svo
náttúrulaus, að þau verði ekki
ekki skynsemi numin. Einna
bezt kemur máltilfinning 'höfund
ar fram í tilfinningu fyrix hrynj-
andi og stuðlum á stöku stað.
Athyglisverð smáljóð eru Vinnu
slys og Hjördís. Vafalaust á Að-
alsteinn Ingólfsson aftur eftir að
láta til sfn 'heyra. Hann gæti orð
ið verðugur oddviti ráðvilltrar
kaldastríðskynslóðar.
>00^----
Stffikkn M Mmjasdfnii d U
Framhald af bls. 1.
stjórn og fulltrúaráð, sem 'kosið
er af hinum þremur eignaraðil-
um þess. A nýafstöðnum árs-
fundi fulltrúaráðsins gerði
stjórnin grein fyrir hag safnsins
og einkum hinni brýnu húsnæð.
isþörf þess. Lagði 'hún fram til-
löguuppdrátt að húsi, sem nægja
mundi um alllangt skeið fram í
tímann. Margir fulltrúanna tóku
til máls, og ríkti einhugur á
fundinum um málið og sam-
þykkt var þar einróma tillaga
stjórnarinnar að skora á eigend.
urna að hefjast handa um fjár-
öflun og framkvæmdir um 'bygg-
ingu safn'húss þegar á næsta ári.
Kostnaðaráætlun er ekki fyrir
hendi, en ef farið yrði eftir til.
löguuppdrætt þem, sem fram var
lagður, er ólíklegt að bygging
þessi mundi 'kosta meira en 4—5
íburðarlausar einstaklingsíbúð-
ir. Verður ekki séð, að slík fram
lög ættu að verða ofurefli jafn-
voldugum aðilum, og 'hér er um
að ræða, ekki sízt þar sem ætla
mætti að fé fengist að Iáni, svo
greiðslum mætti dreifa á nokk.
ur ár. Líklegt er og, að ríkið
mundi leggja eitthvað af mörk-
um, svo sem það hefir gert á öðr
um stöðum.
Allt veltur því á vilj a og áhuga
ráðamanna þessara aðila. En
það er í senn metnaðar- og menn
ingarmál bæjar og sýslu, að svo
verði að safninu búið, að það
megi gegna hlutverki sínu. Ef
vér hefjumst ekki 'handa þegar í
stað, getum vér ekki kinnroða.
laust mætt fólki þeirra 'héraða,
sem af drjúgum minni efnum
hafa gert stórátök til ‘byggingar
og eflingar minjasöfnum sínum.
Steindór Steindórsson j
frá Hlöðum.
4 — ALÞÝÐUMAÐURINN
Við þökkum hlýjar samúðarkveðjur og vin-
arhug við andlát og útför eiginmanns míns og
föður okkar,
ALBERTS SÖLVASONAR,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunar-
kvenna Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri,
ennfremur til stjórnar Kaupfélags Verkamanna
og allra annarra, sem sýndu okkur vinarhug
með blómum og gjöfum. - Guð blessi ykkur öll.
Karólína Gísladótfir og börn.
Alúðarkveðjur og þakkir sendum við ykkur öll-
um sem studduð okkur og Hervöru í veikindum
hennar og hafið við andlát hennar og útför
minnzt hennar fagurlega og veitt okkur þá
hjálp sem aldrei verður fullþökkuð.
Guð blessi ykkur.
Gís'li Jónsson, Hjörtur Gíslason,
Amfríður Gísladóttir, María Gísladóttir,
Soffía Gísladóttir, Guðrún Gísladóttir,
Ingi'björg Gísladóttir, Jón Gíslason.
Albert Guimundur Sðlfo»n
Framhald af bls. 5.
lags verkamanna Akureyrar og
formaður Sjúkrasamlags Akur-
eyrar allra síðustu árin. Loks er
að geta þess, a°ð hann vann mjög
að byggingu Sólborgar, heimili
vangefinna, og að sjálfsögðu
lagði hann mikið starf að mörk-
um fyrir samtök iðnaðarmanna
hér í bæ. Af þessari ófulkomnu
upptalningu, sem er 'hvergi nærri
tæmandi, geta ókunnugir fengið
nokkra hugmynd um óvenjulega
hæfileika Al'berts til félagsstarfa.
Fyrir kunnugum þarf ekkert
slíkt upp að telja. Þeim var full-
kunnugt, að þar fór óvenjulegur
hæfileikamaður.
Ollum, sem kynntust Albert
Sölvasyni, varð ljóst, að þar fór
mikill drengskaparmaður. Oft
er það, að ákveðnum flokks.
mætt með nokkurri varfærni og
mönnum, eins og Albert var, er
tortryggni af hendi annarra
flokka mönnum. Slíku var ekki
að dreifa gagnvart A'lbert. Menn
fundu strax, að hann lék aldrei
nema drengilegum leikjum, því
reyndist farsælt að kveðja hann
til starfs, þar sem allt valt á, að
góð og 'heils hugar samvinna og
samstarf tækist. Hann 'brást
aldrei góðum málstað. Verk-
lægni 'hans var ekki síður að
treysta í félagsstarfi en að smíð-
isiðju.
Enda þótt menn þættust gagn-
kunnugir Al'bert Sölvasyni, var
hann alltaf að koma vinum sín-
um á óvart með hæfileikum sín.
um. Þannig gat hann á málþing-
um æ ofan í æ staðið óvænt upp
og flutt tölur undirbúningslaust,
að því er virtist, um hin ólík-
ustu efni, eins og hann hefði
lengi kynnt sér þau af kostgæfni.
„Fáir vissu afl hans,“ segir um
suma afreksmenn- í fornsögum.
Ég 'hygg fáir hafi að fullu þekkt
andlegt atgervi Alberts Sölva-
sonar, það var svo ótrúlega fjöl-
þætt.
Og nú er þessi ágæti dreng.
skaparmaður allur. Af einstöku-
þreki og æðruleysi bar hann
þunga 'banalegu. Hetjuhugur
hans 'hvikaði aldrei.
Albert Sölvason var kvæntur
Karólínu, Guðnýju Gísladóttur,
verzlunarmanns á Sauðárkróki,
hinni mætustu konu. Börn þeirra
'hjóna eru Jón Guðmann, véla-
verkfræðingur, búsettur í Banda
ríkjunum, og Stefanía Kristín,
búsett 'hér í bæ.
Um leið og Alþm. þakkar 'hin-
um látna öðlingsmanni í nafni
Alþýðuflokksins öll hans störf í
þágu norðlenzkra jafnaðar.
manna, leyfir 'hann sér fyrir
þeirra hönd að senda eiginkonu,
börnum og barnabörnum inni-
legustu samúðarkveðjur.
Br. S.
FRÁ SJÁLFSBJÖRG. Félags-
funur verður haldinn í
Bjargi, sunnudaginn 21. nóv.
og 'hefst kl. 3 e. h. Vinsamleg.
ast mætið vel og stundvíslega.
Fjár§öfonn
NK. LAUGARDAG mun Lions.
klúbburinn Huginn fara af stað
með sína árlegu fjáröflun. Munu
félagar í klúbbnum ganga um
bæinn eins og undanfarin ár og
'bjóða bæjarbúum Ijósaperur og
jafnvel eitthvað fleira.
Á sl. ári veitti klúbburinn 60
þús. kr. til vistheimilisins Sól-
borg til kaupa á leiktækjum og
ennfremur var ákveðið að klú'bb
urinn gæfi Flugbjörgunarsveit
Akureyrar 45 þús. kr. til kaupa
á súrefnistæki í sjúkrabíl sveit-
arinnar. Félagar fóru með böm
af vistheimilinu Sólborg í réttir
og einng hringferð um Eyja.
fjörð. Farnar voru 2 ferðir að
sumarbúðum þjóðkirkjunnar
við Vestmannsvatn og máluð þar
nokkur herþergi.
Félagar bjuggu til jólatrés-
seríur og komu þeim fyrir við
Elliheimilin á Akureyri og
Skjaldarvík og við vistheimilið
Sólborg, og verður það gert
framvegis um 'hver jól.
Þessum stofnunum og Krist-
neshæli voru einnig færðar bóka
gjafir fyrir jólin eins og undan.
farið.
Klúbburinn hefir á undanförn
um árum gefið ýmis tæki til
Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri og má m. a. nefna augn-
skurðartæki, hitakassa fyrir ung
börn og hjartarúm fyrir hjarta.
sjúklinga.
Að þessu sinni hefir klúbbur-
inn ákveðið að gefa sjúkrahús-
inu tæki til augnlækninga og er
þá sérstaklega höfð í huga bar.
áttan gegn gláku, en hún er nú
vaxandi sjúkdómur 'hér á landi.
Nánari ákvörðun verður tekin í
samráði við augnlækni.
Klúbbfélagar vænta þess að
bæjafbúar taki þessu jafnvel og
þeir hafa ætíð gert áður, þannig
að þessi fjársöfnun megi takast
eins og vonir standa til.
FÉLAGSVIST
Skógrœktarfélag Tjarnar-
gerðis og bílstjórafélögin,
halda þriðja og síðasta
SPILAKVÖLD sitt n.k. laug-
ardagskvöld, 20. nóv., í AI.
þýðuhúsinu kl. 20.30. Öllum
heimill aðgangur meðan hús-
rúm leyfir.
Hljómsveit Pálma Stefáns-
sonar leikur fyrir dansi.
NEFNDIN.
Jólahannyrða-
vörur
í miklu úrvali.
Verzlun Ragnheiðar
O. Björnsson
Sími 1-13-64