Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.12.1972, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 09.12.1972, Blaðsíða 2
 0 Al_ LM ÞÝÐ Útgefendur: Kjördæmisráð Al- þýðuflokksins á Norðurlandi _ BMtar HolMimoa, ébyrgSarmaSur UMAÐURINN r miðstéttin heima? Oft er rætt um millistéttina í þessu landi. Hvað er svo millistétt? Efir almennum skilningi er það býsna stór hluti af hverri þjóð, sem hægt er að tala um sem milli- stétt. Innan þessa hóps eru launamenn, sem hafa 400 -600 þúsund króna laun á ári hér á landi, sumir ef til yill aðeins meira. Þetta er fólk, sem lítið ber á, það á oftast sína íbúð, og kannski smá-bíl. Það ónáðar ekki valdhafana, nema naðsyn krefji. Þetta fólk hugsar sitt ráð í rólegheitum. Það hefur ekkert brask með höndum, greiðir skatta sína á réttum tíma, og metur starf lands- feðranna á rólegan máta, eftir því hvaða árangri það telur, að þeir nái í hverju máli. Stjórnmálaflokkarnir á íslandi hafa áreiðanlega gert alltof lítið af því, að meta stöðu þessa þögla og breiða f jölda. Það er þctta fólk, sem er uppistaðan í þjóðfélaginu. Það er þetta fólk, sem heldur þjóðfélagsbyggingunni uppi. Hér er ekki um ríkt fólk að ræða, heldur bjargálna, og það tekur venjulega möglunarlaust við þeim álögum, sem landsfeðurnir leggja á það á hverjum tíma. Og þá er það spurningin, sem sett var fram í fyrirsögn þessa leiðara. Eigum við að líta augnablik á grunn þeirra stjórnmálaflokka, sem nú starfa í landinu. Alþýðubandalagið er, hvað sem hver segir, fyrst og fremst flokkur þeirra, sem gera kröfur í þessu landi. Ekki vegna þess, að flokkurinn hafi háleitari hugsjónir, en aðrir flokkar, heldur vegna hins, að hávaði er þeirra lífsviðurværi. Auk þess sem flokkurinn tekur verulegt tillit til kommúnistaflokka Austur-Evrópu. Eins og allir vita er Framsóknarflokkurinn fyrst og fremst byggður upp af bændafylgi, og telur sig að minnsta kosti vera fulltrúa bænda. Slíkur flokkur getur því ekki með nokkrum hætti talizt flokkur millistéttar- innar. Sjálfstæðisflokkurinn telur einkaframtak og gróða vera hornsteina undir sinni tilveru. Millistéttamennirnir, sem flestir eru launamenn, geta tæpast talið sig eiga sérstaka samlcið með þeim flokki. Eftir standa þá Jafnaðarmenn. Alþýðuflokkurinn hefur alltaf talið, að svo lítið þjóðfélag, sem íslendingar eru, ætti fyrst og fremst að láta jöfnuð þegnanna vera í fyrir- rúmi. Raunar er staðreyndin sú, að allir aðrir flokkar telja sig í raun og veru vilja stefna að almennum jöfnuði meðal þjóðfélagsþegnanna. Og þeir hafa náð til sín kjós endum á þeirri forsendu. Má þar til nefna frjálslyndi Sjálfstæðisflokksins, sem getur ekki lengur í raim og veru heitið íhaldsflokkur, eins og hann vill vera annað veifið. Alþýðuflokkurinn hefur sýnt vilja sinn í verki á undan- förnum áratugum. Þó að hann hafi alltaf verið lítill flokkar, viðurkennir áreiðanlcga öll þjóðin, að hans sjónarmið hafa ráðið mjög vcrulega um uppbyggingu þjóðfélagsins. Hvergi er sjáanlegur meiri jöfnuður, heldur en í sambandi við tryggingarlöggjöfina. Og allir viður- kenna, að Alþýðuflokkurinn hefur þar haft forystu um. Enn má minna á það mál, sem þingmenn Alþýðuflokks- ins eru nú að berjast fyrir, nefnilega, að landið sjálft sé alþjóðaeign. Auðvitað verður það löng barátta, því að afturhaldsöflin eru alltaf söm við sig. Það má aldrei hreyfa neitt við neinu, jafnvel þó að það sé fengið á óeðlilegan máta. Þetta stríð vinnst áreiðanlega, jafnvel þó að nokkrar orrustur tapizt. Miðstéttin í þjóðfélaginu er fjölmennasti hópur ein- staklinga. Alþýðuflokkurinn gerir sér vonir um, að milli- stéttin meti það, sem flokkurinn er að gera fyrir þjóðina í heild, og fylki sér smá saman undir merki hans. P.P. Machinstoth sslgœtið MARG EFTIRSPURÐA ER KOMIÐ í Amaró í JÓLABAKSTURINN! »Kókósmjðl« 250 gr. pk. aðeins kr. 23,00 pk. KJÖRBÚÐIR K.E.A. Kanpgrreiðendnr Kaupgreiðendur eru minntir á að gera þegar 1 stað skil á því fé, sem þeir hafa haldið eftir eða hafa átt að halda eftir af launum starfsmanna sixma upp í þinggjöld þeirra. Þeir kaupgreiðendur, sem ekki hafa gert full skil á þinggjö|dum starfsmanna sinna hinn 8. des. 1972 mega gera ráð fyrir að verða um þau krafðir sem um þeirra eigin gjöld væri að ræða. BÆJARFÓGETINN Á AKUREYRI OG SÝSLUMAÐURINN í EYJAFJARÐARSÝSLU. 4. desember 1972. Ófeigur Eiríksson. LÖGTÖK til tryggingar ógreiddum þinggjöldum standa yfir. Er skorað á gjaldendur, sem enn skulda þessi gjöld að gera skil nú þegar og komast þannig hjá kostnaði og óþægindum, sem af lögtökum leiðir. BÆJARFÓGETINN Á AKUREYRI OG SÝSLUMAÐURINN í EYJAFJARÐARSÝSLU. 4. desember 1972, Ófeigur Eiríksson. STJÓRNARKJÖR Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar hefur ákveðið, að kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs fyrir næsta starfsár fari fram að viðhafðri allsherjaratkvæða- greiðslu í samræmi við lög félagsins og reglugerð ASÍ. Framboðslistum skal skila til skrifstofu verka- lýðsfélaganna í Strandgötu 7 á Akureyri eigi síðar en kl. 12 á hádegi laugardaginn 23. desember 1972. Hverjum lista skulu fylgja meðmæli 27 fullgildra félagsmanna. Akureyri, 3. desember 1972. SJÓMANNAFÉLAG EYJAFJARÐAR. BÓKMENNTIR Framhall af 1. síðu. leihi hans gefur kjarngóSum og þróttmiklum alþýðustíl hans ris- mikinn svip og færi vel á því, að lesnir væru sumir kaflar í bók hans til kennslu í íslenzku við skólana. Dýrasögurnar sum- ar eru mjög góðar. Bók Óskars er rétt rúmar 150 bls. að stœrð, smekklega unnin og eins og fyrr segir smekkleg að innilialdi og Óskari til sóma. Honum er hreinn óþarfi að leggja frá sér pennann, því feng- ur vœri í fleiru frá hans hendi. B. H. ÍÞRÓTTIR Framhald af 4. síðu. markinu stóð sig með mikilli prýði. í liði KA komu Halldór Hörður og Sigbjörn einna sterkast út, en annars eru leikmenn liðanna mjög á- þekkir að getu. Mörk Þórs skoruðu: Þor- björn 5, Sigtryggur 5 (1 víti), Árni og Aðalsteinn 2 hvor og Páll eitt. Mörk KA skoruðu: Sigbjörn 4 (2 víti), Halldór 3, Hörður3, og Árni 2. jeg FRÁ SUNDLAUGINNI Vegna mengunar í Sundlaug Akureyrar 26. nóv. 1972 og um- ræðna og sögusagna af því til- efni, telur Heilbrigðisnefnd Ak- ureyrar rétt að taka fram: Vatn það, sem í laugina renn- ur og var gruggugt að morgni 26. nóv. var orðið hreint að sjá þá um kvöldið og hefur verið það síðan. Sýni voru tekin til gerlarannsóknar strax um há- degi 26. nóv. bæði úr sundlaug- inni og úr þremur pípum, sem heitt vatn rennur úr í þró í Glerárgili þar sem vatninu er safnað áður en það rennur til laugarinnar. í nýrri heilbrigðisreglugerð eru þær kröfur gerðar til sund- laugarvatns, að heildargerla- fjöldi sé ekki yfir 1000 í ml. og að ekki megi finnast 10 eða fleiri saurgerlar (boligerlar) í 100 ml. Hvergi finnast boligerl- ar nema í vatni úr pípu, sem liggur í þróna sunnan úr Gler- árgili en þar fundust 8 í 100 ml. (leyfilegt hámark 10) og 110 gerlar alls í 1 ml. (leyfilegt há- mark 100). Tekið skal fram að í vatni úr pípu sem kemur úr hvammi niðurundan suðurenda sorphauga Akureyrar fundust 29 gerlar í 1 ml. en alls engir saurgerlar (boligerlar). Af þessum rannsóknum má draga þær ályktanir að mengun frá sorpphaugunum kæmi ekki fram í því heita vatni, sem í laugina rennur. Ennfremur að vatnið í Sunllaug Akureyrar sé mjög hreint og Akureyringum eftir sem áðnr óhætt að nota það eins og þá lystir. Heilbrigðisnefnd Akureyrar. ALÞÝÐUMAÐURINN — 2

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.