Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.04.1976, Qupperneq 5

Alþýðumaðurinn - 14.04.1976, Qupperneq 5
Trúnaðarmaður á vinnu- stað og verkalýðsfélagið 29. og 30. mars sl. var haldið á Akureyri námskeið á veg- um Sveinafélags járniðnaðar- manna, Akureyri, og MFA, um trúnaðarmanninn og vinnustaðinn. Fræðslan og umræðufund- irnir fóru fram í Skátaheimil- inu Hvammi hér í bæ. Nám- skeiðið sóttu 17 trúnaðar- menn frá vinnustöðum járn- iðnaðarmanna á Akureyri, en þeir munu vera 22. Stjórn og umsjón nám- skeiðsins var í höndum Bald- efni til skemmtilegra um- ræðna. Þá var rætt um hvort koma ætti á fót námskeiði eða samræðum á milli trúnaðar- manna, verkstjóra og jafnvel forstjóra. Störf trúnaðar- manna virðast oft vera dálít- ið misskilin á vinnustöðum og var það álit flestra eða allra að ef gott samkomulag ríkir á vinnustöðum, þá sé það til mikilla hagsbóta fyrir báða aðila. (Kannski atvinnulýð- ræði.) í Sveinafélagi járniðnaðar- manna, Akureyri, eru nú 150 plötusmiðir, blikksmiðir, vél- virkjar, bifvélavirkjar og rennismiðir og starfa þeir á 22 vinnustöðum á Akureyri. í stjórn félagsins eru Hákon Hákonarson, formaður, Hall- dór Arason, varaformaður, Stefán Bragason, ritari, Ingv- ar Baldursson, gjaldkeri, og Snælaugur Stefánsson, spjald skrárritari, og tók öll stjórnin þátt í námskeiðinu. Snælaugur Stefánsson. Þórsstúlkur urs Óskarssonar, starfsmanns MFA, og auk hans leiðbeindu trúnaðarmönnum þeir Snorri Jónsson, framkvæmdastjóri ASÍ, og Guðjón Jónsson, for- maður Félags járniðnaðar- manna, Reykjavík. Þeir gegna jafnframt for- mennsku og varaformennsku í Sambandi málm- og skipa- smiða. Þeir Snorri og Guðjón fluttu erindi og svöruðu fyrir- spurnum. Snorri flutti erindi um vinnulöggjöfiná og skýrði hana en Guðjón flutti erindi um trúnaðarmanninn á vinnu stað og verkalýðsfélagið, og einnig flutti hann erindi um heilbrigðis- og öryggismál á vinnustöðum. Þá talaði Bald- ur Óskarssno um stöðu verka- lýðshreyfingarinnar að lokn- um verkföllum. Fundarmenn skiptust í tvo hópa, sem unnu síðan sjálfstætt að verkefn- um, sem Sigurður Líndal pró- fessor útbjó til úrlausnar fyr- ir starfshópa, sem hann byggði í aðalatriðum á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Talsmenn hópanna gerðu síðan grein fyrir niðurstöðum þeirra á sameiginlegum fund- um, með þeim Snorra og Guð- jóni, sem fóru yfir niðurstöð- ur verkefnanna með hópun- um. Margar fyrirspurnir bár- ust til þeirra Guðjóns og Snorra og gaf allt þetta til- f fyrsta leiknum sigraði Þór UMFN með 17:15, eftir að stað an hafði verið 8:7 í leikhléi. f úrslitum í 2. deild voru auk þessara tveggja liða — lið Hauka úr Hafnarfirði. Leikur Þórs og UMFN var nokkuð fjörugur og óvenju mikið um möfk á báða bóga. Þór var yfir allan fyrri hálfeikinn, mest 3 mörk. En í seinni hálf- leik leiddu Njarðvíkur-stúlk- urnar lengi, en undir lokin náði Þór góðum tökum á leikn um og unnu öruggan sigur. Mörk Þórs: Anna Gréta 9 (4 víti), Magnea 3, Guðrún 2, Sólveig, Soffía og Aðalbjörg 1 mark hver. f öðrum leiknum vann lið Hauka UMFN með 10 mörk- um gegn 8 og leiddu þær lengst af. Leikur Þórs og Hauka var því hreinn úrslita- leikur í 2. deild. Það er skemmst frá því að segja að lið Þórs hafði undir- tökin í leiknum allan leikinn. Varnir liðanna voru mjög harðar og staðan í hálfleik var aðeins 5:3. En í seinni hálfleik opnaðist leikurinn aðeins og þá hlóðust mörkin upp. Og þegar flautað var til leiksloka stóð Þór uppi með 13:10. Er ekki annað hægt að segja en Þórsstúlkurnar séu mjög vel að sigri sínum komnar og end urheimta hér með sæti sitt í 1. deild. Mörk Þórs: Anna Gréta 7 (4 víti), Magnea 4, Harpa 2 og A-A samtökin SÍMI 2-23-73. Dagskrá um þjóðskáldið DAVft) STEFANSSON frá Fagraskógi. Leikþættir, upplestur, söngur. Flutt miðvfkudag og fimmtudag kl. 8.30 e. h. Aðeins þessar tvær sýningar. Miðasala frá kl. 4 þriðjudag. Leikfélag Akureyrar. Sam- koma votta Jehóva að Þingvalla- stræti 14, 2. hæð, miðvikudag- inn 14. apríl kl. 20.30. Hin ár- lega minningarhátíð til þess að minnast dauða Jesú Krists mannkyninu til hjálpræðis. Allir velkomnir. AKUREYRARKAUPSTAÐUR: Leiguíbúðir Ráðgert er að taka í lok þessa mánaðar ákvörðun um ráðstöfun þeirra 7 leiguíbúða, sem Akureyrar- kaupstaður hefur samið um byggingu á og eiga að verða fullgerðar á komandi hausti. Þeir einstaklingar verða látnir sitja fyrir um leigu, að almennum skilyrðum uppfylltum, sem keypt geta skuldabréf fyrir 20% af byggingarkostnaði viðkomandi íbúðar. Umsóknir um leigu á íbúðunum sendist Þorsteini Jónatanssyni, Glerárgötu 20, en hann veitir einnig nánari upplýsingar kl. 17 — 19. (Sími 2-15-20). Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 22. þ. m. FRAMKVÆMDANEFND LEIGUÍBÚÐA. Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Akureyrar verður haldinn að Strandgötu 9, laugardaginn 17. apríl n. k. kl. 2 e.h. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarsttírf. Inntaka nýrra félaga. Lagabreytingar. önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. Takið með ykkur nýja félaga! STJÓRNIN. í I. deild Soffía 1 mark. Annars var lið 2. deildar meistaranna þannig skipað: Ásta Pálmad. (mark- vörður), Harpa Sigurðardóttir, Anna Gréta Halldórsd., Soffía Hermannsd., Sólveig Sigur- geirsd., Guðrún Stefánsdóttir, Magnea Friðriksdóttir, Aðal- björg Ólafsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir. Og þjálfari liðsins er gamalkunn kempa, Aðalsteinn Sigurgeirsson. Blaðið óskar Þórsstúlkunum innilega til hamingju, svo og þjálfaranum. Vegna rúmleysis verður mynd af íslandsmeisturum Þórs að bíða næsta blaðs. Raforkuverð í Bandarlkjunum Stundum er því haldið fram að við íslendingar búum við ódýra raforku. Eftirfarandi tafla er tekin upp úr. fréttabréfi Sam- bands ísl. rafveitna frá því í október sL, en hún sýnir rafmagns- verð í ýmsum borgum Bandaríkjanna og er þá miðað við smá- söluverð til notenda. Til samanburðar er svo verðið í ísl. krón- um miðað við gengið 1 $ — 175.00 kr. New York, N. Y $ 077 kr. 13.48 Philadelphia, Pa - 051 — 8.92 Pasadena, Calif - 049 — 8.58 Atlantic City, N. J - 047 — 8.23 Pittsburgh, Pa - 047 — 8.20 Baltimore, Md - 045 — 7.88 Erie, Pa - 045 — 7.88 Jacksonville, Fla - 044 — 7.70 Chicago, 111 - 044 — 7.70 St. Louis, Ma - 044 — 7.70 Cleveland, Ohio - 044 — 7.70 Minneapolis, Minn - 042 — 7.35 Detroit, Mich - 041 — 7.18 Sheridan, Wyo - 041 — . 7.18 Columbus, Ohio - 040 — 7.00 New Orleans, La - 040 — 7.00 San Antonio, Texas - 039 — 6.83 Los Angeles, Cal - 038 — 6.66 Phoenix, Ariz - 038 — 6.66 Fargo, N. D - 036 — 6.30 Newark, N. J - 036 —L_ 6.30 San Diego, Cal - 036 — 6.30 Allentown, Pa - 034 — 5.95 Ashland, Wis - 034 — 5.95 Denver, Colo - 034 — 5.95 Miami, Fla - 034 — 5.95 Milwaukee, Wis - 034 — 5.95 San Francisco, Cal - 033 — 5.78 Cincinnati, Ohio - 032 — 5.60 Dallas, Texas - 032 — 5.60 Tampa, Fla - 031 — 5.43 Fresno, Cal - 030 — 5.25 Bismark, N. D - 028 — 4.90 Houston, Texas - 026 — 4.54 Louisville, Ky - 026 — 4.54 Billings, Mont - 025 — 4.38 ALÞÝÐUMAÐURINN - 5

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.