Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.04.1976, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 14.04.1976, Blaðsíða 6
 s Fjölsóttir fundir Alþýðu- flokksins víða um land Að undanförnu hafa hin ýmsu Alþýðuflokksfélög út um land ið efnt til fundarhalda, ýmist félagsfundi eða almenna fundi og hafa þeir verið fleiri. Fund ir þessir hafa að mestu snúist um þau mál, sem mest eru í brennidepli um þessar mund- ir, þ. e. dómsmálin og orku- málin, og hafa þeir verið þeir fjölsóttustu ef undan eru skyldir harðir pólitískir kosn- ingafundir. Búið er að halda fundi á Vesturlandi og Vestfjörðum og ennþá er í minnum hafður hinn mjög svo fjölmenni fund ur, sem haldinn var hér í Borgarbíói með aðal ræðu- mönnum þeim Sighvati Björg- vinssyni og Vilmundi Gylfa- syni. Síðastliðinn laugardag var svo fundur á Sauðárkróki og voru frummælendur þeir Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins og Vilmund- ur Gylfason. Fundur þessi var sá lang fjölmennasti, sem sög- ur fara af þar utan kosninga- fundir og urðu miklar um- ræður um málefni þau, sem þar voru rædd. Á sunnudegin- um var svo fyrirhugaður fund ur á Siglufirði, en þangað komust ræðumennirnir ekki vegna þess að ófært reyndist þangað. Þess í stað hélt Alþýðu- flokksfélag Akureyrar fund þennan dag og voru aðal ræðu menn þeir Benedikt Gröndal og Finnur Torfi Stefánsson. Orkumálin voru mest rædd og þá sérstaklega Kröfluhneyksl- ið, sem virðist ætla að draga fjárhagslega óberandi byrði á eftir sér. Allt útlit er fyrir að er Krafla kemst í gagnið þá muni raforkuverð til Akur- eyringa og þeirra, sem koma til með að nota það, hækka all verulega og mun sú hækk- un geta numið allt að 50%. í því sambandi má nefna að tveggja mánaða rafmagns- reikningur var í einbýlishúsi einu meðal stóru á Syðri- Brekku, kr. 45 þúsund nú fyr- ir skömmu, en með fyrr- greindri 50% hækkun myndi hann verða tæpar 70 þúsund krónur, og er það hærri tala en mánaðarkaup verkamanns með almennan Einingar kaup- taxta. Þá lýsti fundurinn furðu sinm á einræðisvinnu- brögðum Ásgeirs Bjarnasonar forseta Sameinaðs þings, er hann leyfði Iðnðaarráðherra og Kröflunefndarmönnum að raða sér á mælendaskrá þegar Kröflumálið var til umræðna á Alþingi, áður en nokkrum þingmanni var gefið orðið til að andmæla hinni frægu Kröfluskýrslu Iðnaðarráð- herra. Sem dæmi um fundar- sókn má nefna, að innanfélags fund þennan hjá Alþýðuflokks félagi Akureyrar, sem var boðaður með aðeins nokkurra klukkutíma fyrirvara sóttu um 50 manns. 0M ALÞÝÐUMAÐURINN ■OQC* 46. árgangur - Akureyri, miðvikudaginn 14. apríl 1976 - 13. tbl. N Lítið er um grásleppuna Lítil grásleppuveiði hefur ver ið það sem af er hjá Hríseying um, en þrjú úthöld þaðan stunda veiðar frá Flatey og þrír aðilar aðrir róa að heim- s Davíðskvöld hjá Leikfélagi Akureyrar / an og hefur, sem fyrr segir, lítið veiðst enn sem komið er. Tveir stærstu bátarnir, þeir Haförn og Eyrún, sem eru 25 og 28 tonna, róa frá Rifi í vet- ur og hafa gert undanfarnar vertíðir. Þá er skuttogarinn Snæfell hér á Akureyri og er verið að setja í hann ísvél. Fyrirhugað er að hefja bygg ingu þriggja leiguíbúðarhúsa í Hrísey núna í vor því tilfinn- anlegur skortur er á íbúðar- húsnæði. Við síðasta manntal voru 302 íbúar í Hrísey og hafði orðið nokkur fjölgun frá fyrra ári, en síðustu ár hefur mánnfjölgun verið lítil sem engin og hefur íbúatalan því staðið nokkuð í stað, eða tæp 300 þar til núna. Þá er fyrirhuguð dýpkun á höfninni í sumar, sem gerir þá Snæfellinu og stærri skipum auðveldara um vik að athafna sig án vandræða. í kvöld, miðvikudagskvöld, þann 14. apríl, verður flutt dagskrá um skáldið Davíð Stefánsson í Leikhúsinu á Ak ureyri á vegum Leikfélags Akureyrar. Sagt verður frá skáldinu og fluttur skáldskap- ur eftir hann í formi upplest- urs, söngs og leiks. Gísli Jóns- son talar um Davíð, Kristján Jóhannsson syngur og L. A. félagar flytja ljóð og leik- þætti. Auk áðurnefndra koma fram Guðmundur Gunnarsson, Jóhann Ögmundsson, Júlíus Oddsson, Björg Baldvinsdóttir og Guðlaug Hermannsdóttir. Einnig verður fluttur upplest- ur Davíðs sjálfs af hljómplöt- um. L. A. flutti í fyrra dag- skrá um Matthías Jochumsson og vonast til þess í framtíð- inni að geta fjallað um fleiri af góðskáldum þjóðarinnar með svipuðum hætti. Davíðs- kvöld verður einungis flutt tvisvar í leikhúsinu á miðviku dag og fimmtudag (skírdag) kl. 8.30. Síðan er ætlunin að flytja dagskrána í skólum seinna meir. Miðasala hófst á þriðjudag kl. 4. Hér verður um sjaldgæft tækifæri að ræða til þess að hlusta á lifandi flutning á fekáldskap manns, sem hvað öruggast hefur ort sig inn í vitund íslenskrar alþýðu. Útgerð skuttogarans Rauða- núps frá Raufarhöfn hefur gengið hálf erfiðlega hvað fjárhagshliðina snertir og var látið að því liggja í einu dag- blaðinu um daginn að taka ætti hann af Raufarhafnarbú- um. í stuttu viðtali við Al- þýðumanninn sagði Guðni Þ. Árnason, að slíkt mætti ekki ske því það yrði rothögg á byggðarlagið. Rauðinúpur hefði einmitt haldið uppi at- vinnulífi á Raufarhöfn með því að afla frystihúsinu hrá- efnis og hefði hann aflað all sæmilega í vetur. Það færi þá má ekki fara fyrir okkur eins og þeim á Þórshöfn, sagði hann, en þar er einmitt vægast sagt mjög lélegt atvinnuástand og bera menn kvíðboga fyrir sumrinu, því algjör ördeyða er á mið- um smærri bátanna. Einn neta bátur hefur þó aflað sæmilega frá Raufarhöfn upp á síðkast- ið, en hvað er það fyrir heilt frystihús. Grásleppuvertíðin hefur ver ið heldur léleg það sem af er, en tíðarfar hefur líka verið frekar stirt til sjávarins og vona menn að það fari að lag- ast úr þessu. Búknrinn frá IVoregi — lnnvolsið frá Slippnum Skuttogarinn kominn til hafnar á Akureyri. J-ý t'ominn ér hingað til Akur- eyrar skrokkurinn af skuttog- ara. þeim, sem Slippstöðin hf. keyptí í Noregi og sétlar síðan að fullgera og sélja síðan Dal- víkingum. Það er nokkur ný- lunda, að þetta sé gert, en til- gangurinn hjá Slippstöðinni er að þurfa ekki að segja upp iðnaðarmönnum svo sem tré- smiðum, sem annars hefðu orðið verkefnalausir þar til næsta nýsmíði hefði skapað þeim atvinnu. Raunar koma þarna fleiri verkhópar inn í dæmið eins og vélvirkjar, raf- virkjar og verkamenn. Þá skapar þetta einnig meiri möguleika fyrir Slippstöðina á að stórauka viðgerðarþjóri- ustu, sem var mikil á síðasta ári og einnig var hægt að lána. mannskap til Norðfjarðar ; í uppbyggingarstarfið þar eftjr að hin ægilegu snjóflóð höfðu vadið stór eyðileggingu. Áætl- að er, að hinn nýi skuttogari verði tilbúinn til afhendingar um næstu áramót.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.